Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 leigðir út, og nú þegar eru nær allir hestarnir leigðir út í sumar. — f framhaldi af því sem sagt var um leigugjald fyrir hesta stöðvar- innar í sumar, þá má geta þess, að nú mun kosta um tvö þúsund krónur að leiða hryssur til dýrustu stóðhesta landsins, en í þeim flokki eru til dæmis þeir Hrafn 802 frá Holtsmúla og Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði. Ekki er óal- gengt hjá öðrum, að greiða þurfi 12 til 13 hundruð krónur í folatoll, og gjaldið lækkar síðan eftir því sem hestarnir verða yngri og óreyndari. Verð á stóðhestum til kaups er að sama skapi misjafnt. í fyrra- sumar voru stóðhestar seldir hér innanlands á allt að 150 þúsund krónur, og búast má við að verð á þeim fari yfir 200 þúsund krónur í ár. Þá er um að ræða hesta á besta aldri, 5 til 6 vetra, hátt dæmda. Hugsanlega byrjað að byggja í sumar Stóðhestastöðin er nú á þriðja starfsári í Gunnarsholti, en fram- an af var hún á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Þorkell Bjarnason sagði Gunnarsholt vera framtíð- arstað fyrir stöðina, og væri nú í bígerð að hefja uppbyggingu hús- næðis hennar frá grunni. Þar þyrfti bæði að byggja húsnæði fyrir hestana sjálfa, en einnig væri aðkallandi að koma upp starfsmannabústað. Hugsanlega verður byrjað á framkvæmdum í sumar, en hið nýja stóðhestahús mun rúma milli 50 og 60 hesta, eða nokkru fleiri en nú er unnt að hafa. Dagleg störf í Stóðhestastöðinni eru á ábyrgð Páls B. Pálssonar, sem þar hefur unnið undanfarin ár, en honum til aðstoðar við tamningar er Gísli Gíslason frá Treir hestanna í Stóðhestastöðinni: Hrani frá Hrafnkelsstöðum undan Kol- bak 730, og Torfi frá Torfastöðum, undan Sörla 653. Hofstöðum í Borgarfirði. Stjórn kynbótastöðvarinnar er aftur í höndum fimm manna eins og áður segir, og er Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur formað- ur hennar. Hinir fjórir eru til- nefndir úr landsfjórðungunum, Þorgeir Sveinsson af Suðurlandi, Leifur Jóhannesson af Vestur- landi, Páll Pétursson er fulltrúi Norðlendinga og Ingimar Sveins- son er af Austurlandi. Efnilegir hestar nú til sýnis „Þegar litið er á heildina get ég ekki annað en verið ánægður með hvernig til hefur tekist hér í stöð- inni,“ sagði Þorkell, er hann var spurður hvort nú um helgina yrðu góðir hestar sýndir. „Okkur hefur miðað fram á við, og líklega verð- ur þetta besta sýningin frá upp- hafi á hestum Stóðhestastöðvar- innar. Sérstaklega held ég að fjög- urra vetra folarnir muni vekja eft- irtekt, þeir eru margir mjög efni- legir, og svo eigum við fjöldann allan af efnilegum hestum á leið- inni, veturgamla, tveggja vetra og þriggja vetra, sem koma munu fram á næstu árum," sagði Þorkell að lokum. Þess skal að lokum getið, að auk stóðhesta sem eru í Stóðhesta- stöðinni, verða nú sýndir hestar af Suðurlandi utan stöðvarinnar. Er eigendum þeirra gefinn kostur á að koma með þá til sýningar í Gunnarsholti nú um helgina. — AH. Veturgamall foli frá Stóðhestastöðinni fluttur til síns beima, eftir að bafa verið dæmdur úr leik sem kynbótahestur vegna smæðar. í sóluðum stórum dekkjum Andstætt heföbundinni sólningu er hjólbaröasólinn soöinn undir 70 kg. þrýstingi meö hita frá báöum hliöum. Aöferö þessi tryggir fullkomna eölisbindingu efnisins, sem ásamt háþróaöri gúmmiblöndu nær gæöum, sem gefurýtrasta slitþol. (££3 sólinn er soöinn á hjólbaröann meö sérstöku bindigúmmí í þrýstikatli meö hita sem er undir 100°Celsíus. hessi sólningaraöferö er nefnd „Kaldsólun", og tryggir hún hjólbaröa yöar bestu sólningu, sem völ er á. Smiðjuvegi 32-34 Kópavogi Simi: 43988-44880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.