Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 41 eftir kynslóð smitast af jólagleð- inni á Nöddebo og raunar má segja að verkið sé orðið stofnun í sjálfu sér. Allir aðstandendur frumuppfærslunnar undu glaðir við sitt, nema Scharling sjálfur, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið er hann fékk frumsýn- ingarmiðana senda. Nokkru eftir frumsýninguna lýsti hann því yfir í dagblaði að enginn hefði spurt hann leyfis. Margt var talað og enn meira rifist, en engin lausn fannst fyrr en málið var tekið Johannes Nielsen var stórbrotin persóna, „það var alltaf stormur í aðsigi þegar hann var nálægt". Poul Reumert minnist Nielsen á þennan hátt: „Hann stormaði, hrópaði, hvíslaði vinalega, flaug upp í himinblámann, öslaði jarð- argrámann — þessi tilfinninga- ríka púðurtunna kom með við- kvæmar feimnishugsanir, sem hann tjáði á grófu og hispurslausu tungutaki, hann var aðlaðandi og fráhrindandi, ýmist á víxl ellegar samtímis og hann kenndi mér dá- Leikararnir í „Lille du — næstu viku. hva’ nu?“ Þeirri sýningu sem kemur hingað í Anna Borg og Johannes Meyer í „Sigrinum”, eftir Kaj Munk, 1937. Karl Stegger og Ove Sprogöe í „The Sunshine Boys“, eftir Neil Simon. fyrir á þingi og ný lög um höfund- arrétt samþykkt. Þar kvað á um að enginn mætti í leyfisleysi not- færa sér bókmenntaverk annarra. Lögin öðluðust þegar gildi, en náðu því miður ekki til Scharlings, sem sat eftir úti í kuldanum. Aldamótaárið tók nýr leikhús- stjóri við, Dorph-Petersen, og sama ár var leikhúsið endurnýjað og stækkað. Keypt var húseignin Nörrevold 50 handan við hornið og húsin tvö tengd saman í gegn um bakgarðinn. Vinsælasta sýningin á þessum árum var Sherlock Holmes með leikhússtjórann í að- alhlutverkinu. Dorph-Petersen var leikhússtjóri til ársins 1908 og voru léttir gamanleikir aftur mest áberandi á verkefnaskránni. Ýms- ir innanhúss voru lítt hrifnir af einhæfu verkefnavali og t.d. sagði leikkonan Betty Nansen skilið við leikhúsið af þessari ástæðu. Húi) stofnaði síðan eigið leikhús sem enn er starfandi og heitir Betty Nansen Teatret. Því má þó ekki gleyma að á sama tíma var Dorph-Petersen laginn við að laða til sín unga og ferska krafta og var Poul Reumert þar á meðal. Auk þess varð allt starf innanhúss skipulegra en áður var og meiri atvinnumennskubragur á öllum hlutum. Johannes Nielsen tók við emb- ættinu af Dorph-Petersen. Hann var úrvalsleikari sem unnið hafði mikinn leiksigur í Over Evne 1899 og hann var einnig fyrsta flokks leikstjóri. Viggo Friedrichsen cand. mag. var fenginn honum til aðstoðar, þar eð Nielsen var áfram virkur sem leikari og leikstjóri. lítið mikilvægt: að sníða burtu allt glys og glingur í leiknum og leita að því allra einfaldasta, stefna að því sem virtist allt að því form- laust og ljótt, en rúmaði þó hinn hreina og ófarðaða sannleika. „Bestu þakkir, kæri Johannes Nielsen, ég er yður afar þakklát- ur.“ — „Æ, þegiðu, drengur!““ Johannes Nielsen entist aðeins í fjögur ár sem leikhússtjóri, en Viggo Friedrichsen sat áfram allt til ársins 1928, alltaf ásamt öðr- um. Friedrichsen sat því í 20 ár og var þrisvar sinnum skipt um með- leikhússtjóra þann tíma. Á þess- um árum komst aftur á nokkuð eðlilegt jafnvægi í verkefnavaiinu og leikhúsið einbeitti sér að því að bjóða upp á góða leiklist, burtséð frá þvi hvaða vörumerki hún bar. Á þessum árum var í fyrsta sinn farið að leggja meiri rækt við nýja innlenda höfunda. Má ef til vill segja að þar með hafi endanleg meginstefna leikhússins verið mótuð. í stjórnartíð Nielsen og Friedrichsen gerðist það að norska leikkonan Johanne Dybvad kom árlega og lék sem gestur á Folketeatret og vakti ómælda hrifningu fyrir sína stórbrotnu tilfinningatúlkun. Haft var á orði að leikhúsið flóði í tárum áhorf- enda meðan frú Dybvad lék. Fræg er skopteikning sem birtist í Blæksprutten 1909 og sýnir tára- flóðið í áhorfendasalnum. Eftir 1920 var ein besta leik- kona Dana, Bodil Ipsen, ráðin að leikhúsinu og varð mikil lyfti- SJÁ NÆSTU SÍÐU fititákifr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI AJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Læknastöðin Glæsibæ Tilkynnir: V«gna skekkju í símaskrá er hér birt skrá um lækna stöðvarinnar og síma: Læknamiðstöðin sími 86311. Birgir Guðjónsson, sérgrein: Lyflækningar og melt- ingarsjúkdómar. Ellen Mooney, sérgrein: Húðsjúkdómar. Guðjón Lárusson, sérgrein: Lyflækningar, hormóna- og efnaskiptasjúkdómar. Hafsteinn Sæmundsson, sérgrein: Kvenlækningar. Ingunn Sturlaugsdóttir sérgrein: Heimilislækningar. Jóhann L. Jónasson, sérgrein: Blóðmeinafræöi. Jóhann Ragnarsson, sérgrein: Lyflækningar og nýrna- sjúkdómar. Jónas Bjarnason, sérgrein: Kvenlækningar, símatími kl. 15.30—16 mánudaga, fimmtudaga og föstudaga í síma 86031. Siguröur Björnsson, sérgrein: Lyflækningar og melt- ingarsjúkdómar. Sigurður Sigurðsson, sérgrein: Heimilislækningar, síma- tími kl. 9—10 og 12.30—13 í síma 86368. Sigurður E. Þorvaldsson, sérgrein: Skurölækningar og lýtalækningar. Víglundur Þ. Þorsteinsson, sérgrein: Kvenlækningar, símatími kl. 14—14.30 mánudaga og fimmtudaga í síma 86727. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Vegna breytinga seljum við allt úr sýningarsal með 25% afslætti 4 *» É I BAÐ- INNRÉTTINGAR BAÐBÚNAÐUR Opið daglega kl. 12.30-15.00. Sýningarsalur opinn laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00 BÚGARÐUR Smiðjuvegi 32, Kópavogi. , „__JRflt’®unWsií»íí» <é%,þ----- Gódcm daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.