Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Ivionel Hampton andi ímynd þessarar tónlistargreinar. Hann hefur haldið tónleika víða um heim, spilað á öllum meiriháttar jazz-hátíðum, sem haldnar eru regulega og leikið með flestum frægustu jazz-mönnum veraldar. Hampton er óvenjufjölhæfur tónlistar- maður, leikur jöfnum höndum á trommur, píanó og víbrafón og bregður jafnvel fyrir sig að syngja á sinn sérstaka hátt. Víbra- fónninn er aðalhljóðfæri hans og hefur hann sérstök töfratök á því. Hann hefur verið brautryðjandi i notkun þess í jazz- hljómsveitum. Lionel Hampton er fæddur 12. apríl 1913 og byrjaði að leika á trommur á barns- aldri. Fyrsta hljómsveitin, sem hann lék í, var hljómsveit blaðasölustráka, sem sett var á laggirnar hjá blaðinu Chicago De- fender, en það blað var fyrst og fremst lesið af svertingjum. Fjölskylda hans fluttist til Califc.iifu þegar hann var unglingur og þar lék Hampton í unglingahljómsveit í Los Ang- eles. Fljótlega komst hann í tæri við víbra- fón, sem þá var fyrst og fremst notaður sem ásláttarhljóðfæri, og fyrir tilviljun lék hann á vibrafón með Louis Armstrong inn á plötu og var það í fyrsta sinn, sem jazz var leikinn á víbrafón á hljómplötu. eftir BIRGI ÍSLEIF GUNNARSSON Einn af höfuðsnillingum jazzins, Lionel Hampton, sækir okkur heim í vik- unni og heldur tónleika í Háskólabíói á vegum Jazz-vakningar þann 1. júní nk. Þótt hann sé kom- inn yfir sjötugt, er hann enn sagður hress og er á ferð og flugi til að miðla fólki af list sinni. Lionel Hampton hefur alla tíð verið ein- skonar náttúrubarn í jazzheiminum og lif- á íslandi Það var lagið „Memories of you“. Hampton hreifst af þessu hljóðfæri, en hljómsveit- arstjórinn vildi halda honum við tromm- urnar. Lionel Hampton yfirgaf þá hljómsveit- ina og setti upp eigin hljómsveit, sem ferð- aðist á milli staða á Vesturströnd Banda- ríkjanna. Þar voru þeir félagar að leik eitt sinn, þegar Benny Goodman heyrði hann leika og fékk hann umsvifalaust til liðs við trio sitt, sem eftir það varð að frægum kvartett, sem lék víða á árunum 1936—1940. Eru ótal hljóðupptökur til með kvartettinum og er þessi sígilda jazz- tónlist þeirra félaga eitt af þvi besta, sem gert hefur verið i jazz-heiminum. Árið 1940 stofnaði Lionel Hampton sína eigin hljómsveit og ekki leið á löngu áður en sú sveit var orðin fræg og eftirsótt í Bandaríkjunum. Margir frægir tónlist- armenn léku í þessari hljómsveit og má þar t.d. nefna Dizzy Gillespie. Allt til dagsins í dag hefur Hampton haldið áfram að spila, ýmist með eigin hljómsveitum eða öðrum. Hér verður ekki rakinn frekar ferill þessa einstæða tónlistarmanns. Um hann sjálfan og tónlist hans hafa verið notuð hástemmdari lýsingarorð en um flesta aðra. Hann þykir einstakur persónuleiki, sviðsframkoma hans er margrómuð og oft tekst honum að skapa slika stemmningu á tónleikum að allt ætlar um koll að keyra. Þó að víbrafónninn sé aðalhljóðfærið gríp- ur hann enn í trommurnar og píanóið. í 55 ár hefur Lionel Hampton staðið á sviðinu og leikið tónlist sína. Hann eldist eins og aðrir, en fregnir herma og tónlist- argagnrýendur segja að ennþá sé sami eld- ur í æðum sem fyrrum og að enn hrífi hann áheyrendur með snilld sinni og sér- stakri framkomu. Lionel Hampton hefur aldrei leikið á ís- landi áður. Hingað kemur hann með 17 manna hljómsveit.' Það verður örugglega mikil eftirvænting meðal þeirra, sem fara munu í Háskólabíó á miðvikudagskvöldið kemur. 23 Styrkir úr sjóði Ludvigs Storr STYRKIR til framhaldsnáms og rannsókna fyrir árið 1983 verða veittir úr menningar- og framfara- sjóði Ludvigs Storr í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins: „Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefna- fræða, byggingariðnaðar og skipa- smíða með því að styrkja vísinda- menn á sviði jarðefnafræða, verk- fræðinga, arkitekta, tækni- fræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtura úrlausnarefnum í þessum grein- um. Stjórn sjóðsins er ennfremur heimilt að veita lán í sama til- gangi. Við mat á því, hvort umsækj- andi skuli hljóta styrk, skal lagt til grundvallar, hvort framhalds- nám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum fram- förum í þeirri grein, sem um ræð- ir.“ Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu Háskóla íslands og skal senda umsóknir þangað fyrir 20. júní nk. Fræðsla um gæðamál í fiskiðnaði verði stóraukin MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: Aðalfundur Fiskiönar, fagfélags firkiönadarins, haldinn í Reykjavík 30. apríl 1983, ályktar um gæðamál fiskiðnaðarins.: „Fundurinn hvetur stjórnvöld og hagsmunaaðila að hlutast til um meiri og víðtækari fræðslu um gæðamál í fiskiðnaði en hingað til hefur tíðkast. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að útbúa fræðsluefni fyrir nemendur grunnskóla og almenn- ing í landinu. Jafnframt verði haf- in markviss fræðsla fyrir starfs- fólk í fiskiðnaði um gæðamál, og má því marki m.a. ná með því að hraða byggingu Fiskvinnsluskól- ans og efla starfsemi hans. Einnig varar fundurinn alvar- lega við þeirri neikvæðu umfjöllun sem fjölmiðlar viðhafa oft um gæðamál íslensks fiskiðnaðar, sem gjarnan hefur einkennst af æsi- fréttamennsku og hreinni van- þekkingu á vinnsluþáttum og mikilvægi fiskiðnaðarins." Sænskur lækn- ir flytur fyrirlestur NÚ UM helgina er væntanlegur kunnur sænskur læknir, prófessor Wolfram Kock, frá Stokkhólmi. — Hann er auk þess aðalritstjóri læknaritsins Nordisk Medisinsk Ilistori.sk Ársbok. Á vegum Fél. áhugamanna um sögu læknisfræðinnar mun próf. Kock flytja erindi í Norræna hús- inu nk. þriðjudag kl. 17.30. Mun fyrirlesarinn segja frá brautryðj- andi námsferðum sænskra lækna á 18. og 19. öld. Fyrirlestraferð próf. Koks hingað er kostuð af sjóði sem kenndur er við Egil Snorrason lækni er var yfirlæknir á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn, en hann var ættaður vestan frá ísafirði. — Afi hans var kaup- maður þar í bænum. Fyrirlestur próf. Kocks er öllum opinn. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.