Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 48
Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki JS\/ JÍVonuinUIntiiíi veriö örugg uHpu verslið við fagmenn! SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Grundarfjörður: „Nýi bát- urinn“ sökk i hofnmni (irundarfirAi, 28. maí. TÍU tonna bátur, sökk í höfninni í Gnindarfirði í gær. Fyrir skömmu lögðu tveir menn leið sína vestur á Patreksfjörð og keyptu 10 tonna bát, Hyrning BA 100, sem er gamall súð- byrtur bátur, dekkaöur og byggður á Akureyri. Gallinn var bara sá, að Hyrn- ingur hafði ekki haffærniskírteini og hafði ekki verið gerður út í 2 ár. Þeir félagar sigldu bátnum suður fyrir Látrabjarg og inn Breiða- fjörð til Grundarfjarðar í vikunni og gekk ferðin heldur brösuglega. Bilanir gerðu vart við sig og um tíma var óttast að báturinn kæm- ist ekki alla leið. Skipaskoðunarmaður frá Stykk- ishólmi var kallaður til þegar til Grundarfjarðar kom. Hann skoð- aði bátinn en lýsti því yfir að úti- lokað væri að gefa út haffærni- skírteini — báturinn væri með brotinn kjöl. Félagarnir létu fjara undan bátnum efst upp með hafn- arbryggjunni. En svo slysalega vildi til að báturinn féll frá bryggjunni þegar flæddi undan og sökk þegar flæddi að. Þannig er nú farið með ævintýri þeirra félaga. Það hefur stundum viljað brenna við, að ungir menn hafa fengið köllun og hlaupið til og keypt trillur eða gamla báta til þess að freista gæfunnar og afla mikilla tekna, en oftar en ekki hafa þeir haft lítið upp úr krafs- inu annað en amstur og erfiði. Emil. Skólaslit hjá þeim yngstu MorgunblaðiÖ/Guðjón. MENNTASTOFNANIR þessa lands útskrifa nemendur hver af annarri þessa dagana. ísaksskóli í Reykjavík er þar engin undantekn- ing og við skólaslitin báru nemendur þar höfuðskraut eins og gengur og gerist í öðrum skólum. Morgunblaðió/EBB. Leikið gegn Spáni íslendinKar leika landsleik í knattspyrnu gegn Spánverjum á Laugardals- velli f dag og hefst leikurinn klukkan 14. Leikur liðanna er í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og fór fyrri leikurinn fram á Spáni í fyrrahaust. Þá unnu Spánverjar með einu marki gegn engu. Myndin er tekin á landsliðs- æfingu í gærmorgun. Árni Sveinsson, Akranesi, Gunnar Gíslason, Akur- eyri, og Heimir Karlsson, Vfkingi, leika sér með knöttinn. Ólafur B. Qlafsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur hf.: Flestir af starfe- mönnum fe vinnu Humarvinnsla getur hafizt eftir helgina „ALLT ÚTLIT er fyrir að bráðabirgðalagfæringar, sem nú er unnið að, verði komnar það langt, að í næstu viku getum við byrjað að taka á móti humri og vinna hann. Þá eru líkur á því, að eftir næstu helgi verði búiö að auka svo afkastagetu Miðness hf. í Sandgerði, að hægt verði að bjóða flestum starfs- mönnum Keflavíkur hf., sem þess æskja, vinnu þar, og við humarvinnslu og hreinsunarstörf hjá Keflavík hf. Ekki eru enn kunnar þær forsendur, sem þarf til að hægt sé að taka ákvörðun um endurbyggingu frystihússins," sagði Olafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur hf., í samtali við Morgun- blaðið. Ólafur sagði, að í upphafi næstu viku yrði lokið að setja bráða- birgðaþak á frystivélasal. Kæli- og frystivélar sem þyrfti til humar- vinnslu yrðu komnar í gang og rafkerfi og frystitæki lagfærð til Bréfdúfa af Suðurnesj- um flækist norður á Skaga „HÚN fannst í gær, var þá búin að hreiöra um sig hér úti í kofa, en nú er hún í bezta yfirlæti hér inni í bæ,“ sagði Valdís Bjarnþórsdóttir á Bakka í Skagahreppi, en þar á bæ fannst bréfdúfa, sem villst hefur norður yfir heiðar frá Suðurnesjum. „Það er öruggt að þessi dúfa er frá mér, en hún er í hópi unga sem ég hef látið frá mér upp á síðkastið. En ég hef enga dúfu látið norður í land, þær hafa allar farið á Suður- nesin, þannig að hún virðist hafa lagt góða lykkju á leið sína,“ sagði ómar Runólfsson múrari í Mos- fellssveit í samtali við Morgunblað- ið. Að sögn Valdísar hafði enginn eigandi gefið sig fram um hádegis- bilið í gær, en dúfan fannst á föstu- dag og fundurinn auglýstur í rfkis- útvarpinu. Dúfan er með grænan plasthring á fæti og á honum merkingin ÍS 8300153. Hún er dökkgrá á baki, en ljósgrá og dökkgrá á bringu. Hugsanlegt er að dúfunni hafi verið sleppt í bréfdúfukeppni á Selfossi um síðustu helgi. Ef svo er hefur hún villst laglega af leið, því Bakki er á Skaga, skammt norður af Skagaströnd. bráðabirgða. Þá gæti humar- vinnslan hafizt og væri þar vinna fyrir 40 til 50 manns eftir afla- magni. Með samstilltu átaki þeirra, sem til þurfti að leita, hefði tekizt vonum framar að auka afkasta- getu Miðness hf. í byrjun þessarar viku hefðu vinnsluborð og vélar verið fluttar þangað og hefði þeg- ar náðst helmingur afkastagetu frystihúss Keflavíkur hf. fyrir brunann. Vonir stæðu til, að enn væri hægt að auka framleiðsluget- una hjá Miðnesi hf., þannig að hægt væri að bæta við sama afla- magni og Keflavík hf. hefði áður tekið á móti. Því væru möguleikar á að veita þar og hjá Keflavík hf. flestum starfsmönnum Keflavíkur hf. atvinnu, yrðu aflabrögð svipuð og í fyrra. „Þó við gerum okkur vonir um að geta boðið flestum starfs- mönnum Keflavíkur hf., sem þess æskja, atvinnu að nýju á næstunni við fiskvinnslu og hreinsunarstörf, fer ekki hjá því að þetta tjón hefur í för með sér mikla röskun fyrir starfsfólkið. Það liggur í hlutarins eðli, að það getur ekki hentað öll- um að sækja atvinnu svo langt frá heimilum sínurn," sagði Ólafur. • • Ongull á flugvelli skemmdi flugvél Nefhjól sprakk og felga brotnaði er flugvél frá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar ók yfir öngul á flughrautinni á ísafjarðarflug- velli á mánudag. Flugvélin er af gerðinni Cessna 402. gkýringin á tilvist öngulsins á flugbrautinni er talin sú, að svartbakur ber æti, beitu og annað fiskmeti upp á flug- brautina, þar sem hann velur úr það bitastæðasta, en skilur önglana og annað drasl eftir. Skilji hann meira segja svo við sig að önglarnir vísa upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.