Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Lone Hertz og Lars Lunöe {BréAnbeímilinv, eftir Ibsen. stöng. Fóru um líkt leyti í hönd bestu stjórnarár Viggo Fried- richsen, en hann kynntist bæði góðu gengi og slæmu á löngum ferli. Það var einnig einhverntíma á þessum árum að Guðmundur Kamban var í leikhússtjórninni á Folketeatret um skeið, auk þess sem hann var þar virkur leikstjóri og setti upp sýningar, sem sumar hlutu afbragðs dóma, m.a. ný upp- færsla hans á Over Evne, eftir Björnson. Poul Gregard varð leikhússtjóri árið 1929 og hélt starfinu í 6 ár, en hann hafði setið um nokkurt skeið í leikhússtjóraembættinu áður við hlið Friedrichsen. Urðu á hans tíma engar stórar breytingar á starfinu eða verkefnavalinu, en verkefni leikhússins á þeim árum þóttu þó í rýrara lagi og gekk eftir því. Við af Gregard tók Thorvald Larsen árið 1935. Hann var vel menntaður og víðreistur og þekkti þá orðið vel til stjórnunar leik- húsa. Larsen var leikhússtjóri á Folketeatret í 24 ár, eða allt til ársins 1959, en í allt starfaði hann sem leikhússtjóri í 38 ár — og hann lifir víst enn! Larsen ávann sér mikla virð- ingu og vinsældir, enda útsjónar- samur, skynsamur og afbragðs smekkmaður sem var ótrúlega næmur við val réttra verkefna. Það kom sér auk þess vel fyrir hann að vera betur heima en flest- ir aðrir í veröld leikritaforleggj- ara, en hann hafðidengi starfað sem slíkur. Sú reynsla og smekkur hans gerðu það að verkum að hann var sjaldnast í vandræðum við að tryggja sér bitastæð ný verk hvað- anæva úr veröldinni. Komst þar með meiri alþjóðlegur blær á leikhúsið en nokkru sinni áður en Folketeatret varð stofnun sem lit- ið var upp til og hafði frumkvæði. Hugkvæmni Larsen kom oft á óvart og ósjaldan gerðist það að verkefni, sem ýmsir töldu fyrir fáa útvalda menntamenn, slógu rækilega í gegn og skákuðu hinum léttari gamanleikjum í aðsókn. Með Larsen við stýrið gat enginn sagt fyrirfram að alvarlegt nútímaleikrit væri dauðadæmt. Auðvitað lánaðist ekki allt hjá Larsen, en hann var afar farsæll leikhússtjóri, dáður og virtur. f tíð Larsen frumsýndi Folke- teatret 6 leikrit eftir Kaj Munk, 4 leikrit eftir Soya, 3 leikrit eftir Leck Fischer og verk eftir Klaus Rifbjerg, svo nokkrir hinna inn- lendu höfunda séu nefndir. Af er- lendum samtímahöfundum sem leikhúsið sýndi á þessum árum má m.a. nefna Anouilh, Giraudoux, O’Neill, Ionesco, Mrozek o.fl. o.fl. Meðal leikara sem störfuðu við leikhúsið á þessu skeiði, og starfa raunar sumir enn, má nefna Ove Sprogöe, Karl Stegger, Ghita Nörby, Fritz Helmuth, Osvald Helmuth, Lone Hertz, Dirch Pass- er, Lily Broberg — og önnu Borg, en hún lék þarna m.a. á móti Jo- hannes Meyer í Sigrinum eftir Kaj Munk árið 1937. Björn Watt-Boolsen tók við af Thorvald Larsen árið 1959 og gegndi embætti í 12 ár, til 1971. Watt-Boolsen var systursonur gamla Roberts Watt og úrvalsleik- ari. Einhver varð að taka við af Larsen og hefði ýmsum reynst erf- itt, en Watt-Boolsen reyndist kappsamur og metnaðarfullur fyrir hönd leikhússins og tryggði áframhaldandi gengi og virðingu út á við. Eftirminnilegustu sýn- ingar þessa skeiðs munu vera Brúðuheimili Ibsens, með Lone Hertz sem Nóru, og Fást eftir Goethe, með Watt-Boolsen sjálfan í titilhlutverkinu og Ove Sprogöe sem Mefistófeles. Árið 1971 tók svo Preben Harr- is, núverandi leikhússtjóri, við embætti. Harris hefur lagt aukna áherslu á nýja innlenda leikritun, leikrit Brechts hafa verið áber- andi í verkefnavali hans og tekist vel, enda hefur hann tekið ást- fóstri við þann höfund, og loks hefur hann sýnt töluvert af áður ósýndum sígildum verkum og ver- ið óragur við að færa þau í nú- tímalegan búning svo þau hafa skírskotað til samtíðarinnar. Harris er mikilhæfur leikstjóri og er hann einmitt leikstjóri þeirrar sýningar sem við fáum að sjá í næstu viku og gengið hefur fyrir fullu húsi í allan vetur. Raunar er það mikil eftirspurn eftir þessari sýningu í Kaupmannahöfn, að Folketeatret hefur ákveðið að sýna hana áfram á næsta leikári og því þar næsta einnig. í tið Harris hafa leikhúsinu bæst tvö lítil svið, Hippodromen, sem var opnað 1974, og Ung scene, sem var opnað sl. haust með — Lille du — hvad nu? — Árni Ibsen SPANN Landsleikur á Laugardalsvelli í dag kl. mmmr— mm 14.00. adidas Forsala aðgöngumiða í Laug- ardal frá kl. 10.00 f.h. Með RESTAURANT AMTMANNSSTÍGUR 1 TEL. 13303 í sólina á Spáni. Nú standa Islend- ingar saman og styðja landsliðsmennina með því að mæta á völlin og hrópa kröft- uglega. ÁFRAM ISLAND SHARP Cil^KNATTSPYRNA Miðaverð: Stúka kr. 180, stæði kr. 120 fullorðnir, börn kr. 40. EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.