Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 47 í Ýtan með plógnum ad aftan opnar nýjan óa fyrír Skeiðari, en leitarmenn niðu að venja þannig Skeiðarí að hún rennur nú að mestu leiti út um gamla aðalósinn, 6 km vestan við athafnasvæði gullskipsmanna. Unnið við logsuðu fyrir festingar i sandinum. m.a. þess -vegna vorum við að kanna möguleika á því að kaupa lítinn svifnökkva. Það reyndist hins vegar of kostnaðarsamt, um tvær milljónfr króna, svo við not- um bara gömlu aðferðirnar og vöðum elginn á þeim tækjum sem við höfum og eru sum hver heima- tilbúin eins og farkosturinn Há- leggur sem er smíðaður úr 30 teg- undum bíla og flugvéla, en hann fer bæði um land og vötn. Fornminjum bjargað Markmiðið er að komast niður á skipið fyrir þær 12 millj. kr. sem ríkisábyrgð hefur verið veitt fyrir og við erum búnir að sinna öllu sem fjárveitinganefnd bað um, bora niður á skipið m.a. Það gekk vel að leggja veginn niður vatna- svæðið, en hann verður því miður að vera lokaður allri venjulegri umferð. Ekkert má út af bera á leiðinni, því sandbleytur eru hvarvetna, bílar geta ekki mætzt á veginum og árnar geta fyrirvara- laust farið yfir veginn því þær eiga það til að hlaupa tugi km fram og aftur um sandinn eftir veðri og vindum. En þegar þar að kemur verða skipulagðar ferðir niður sandinn. Allar mælingar á strandstað koma heim og saman við stærð skipsins Het Wapen van Amster- dam. Samband hefur verið haft við hollenzka aðila sem hafa áhuga á að kaupa slíkt skip og fylgjast þeir með framkvæmd verksins, en það mál er í biðstöðu þar til þessar fornminjar í sandin- um koma í ljós. Eitt frímerki, eitt skip Um verðmætin er erfitt að segja en gera má ráð fyrir að skrokkur skipsins hafi verðveitzt vel í sand- inum og þá er auðvelt að hugsa til þess að frímerki sem er hundrað árum yngra en Het Wapen seldist fyrir skömmu á 3—4 milljónir króna. Hvað er þá hægt að áætla um skipsskrokkinn með öllum búnaði, 40—50 byssum og einu og öðru sem merkilegt kann að vera á strandstað. Ef farmurinn er enn í flakinu að hluta til a.m.k., verður forvitnilegt að kanna hleðslu skipsins og bera saman við farm- skrá þess sem við höfum aflað okkur. Þannig er beinlínis verið að draga söguna fram í dagsljósið. Hollendingar eiga ótrúlega lítið af minjum frá þessu tímabili og þessi framkvæmd er jafnframt könnun á sögu þeirra. Til þess að dæla innan úr þil- rammanum verður notuð stórvirk dæla sem dælir 4000 tonnum á klukkustund af sandi og vatni, en líklega verður aðalvandamálið að fá nóg vatn í hólfið fremur en að erfitt verði að halda því þurru. Væntanlega verður byrjað að reka þilið niður eftir eina viku og það verk tekur líklega 2—3 vikur. Þá verður unnt að byrja að dæla í júlíbyrjun og ef það gengur mun- um við halda áætlun sem miðaði við byrjunarframkvæmdir í marz. Við náðum þó ekki að hefja undir- búning fyrr en í apríllok vegna þess hve margt var óklárt. Fyrri hálfleikurinn á fullu Þetta gengur því raunverulega mjög vel þótt fávik hafi komið eins og við reiknuðum með. Fyrst fengum við mjög góðar þrjár vikur á sandinum, en síðan kom ein vika með sandstormi og þá er ekki hægt að vera við fjöruna, menn verða að flýja í hús uppi á sandin- um. Það eru mikil ónot í sand- storminum og maður getur hvorki opnað augu né kjaft. I 5 vindstig- um er allt í lagi að vinna í meira en metra hæð frá sandinum, en í 7—8 vindstigum nær standstorm- urinn upp í 3—4 m hæð og engin skepna helzt við á sandinum. Mannskapurinn leggur sig fram um að þetta gangi vel, þetta er fyrri hálfleikurinn sem við erum að leika núna og síðan verða tekn- ar frekari ákvarðanir þegar sést 1 hlutinn." Grein og myndir: ÁRNI JOHNSEN Merkta svæðið sýnir hvar flakið liggur ísandinum, en leitarmenn lokuðu ósnum sem rann þar um og opnuðu nýjan ós 2 km vestar eins og sji mí. Fyrstu dagana var si ós nokkurra metra breiður en nú er hann 70 metra breiður. Tíu ár frá Reykjavíkurfundi Nix- ons Bandaríkjaforseta og Pompi- dous Frakklandsforseta. Svona langt síöan? var fyrsta hugsun við að sjá Arnald kollega sitja við að taka saman minningargrein um at- burðinn. Raunar hafði þessi fund- ur ekki eins mikil áhrif og efni stóðu til — því báðir voru forset- arnir á fallanda fæti. Og mönnum bauð það í grun. Umheiminum varð þó ekki Ijóst að hann var svo sjúkur fyrr en myndirnar birtust af Pompidou að ganga þyngslalega niður landganginn á Keflavíkur- flugvelli, þrútinn af meðalameð- ferð. Pompidou vissu þó sjálfur hvernig komið var. Blaðamaður Le Monde sagði mér meðan á fundinum stóð, að forsetinn hefði nokkru áður boðið, svo sem gjarna var siður hans, völdum blaðamönnum til óformlegs há- degisverðar. En þá ríkti alger trúnaður, og ekkert haft eftir sem sagt var. Væntanlegur fund- ur Nixons og Pompidous bar á góma. Watergate-hneykslið var komið af stað og blaðamenn veltu fyrir sér hvort það mundi fara með Nixon eða ekki. Pompi- dou sagði: — Ég held að Nixon muni klára sig á því, þar sem ég aftur á móti mun deyja! Blaða- mennirnir vissu ekki hvernig þeir áttu að taka þessu. En eng- inn þeirra birti nokkurn tíma ummæli forseta síns. Þegar frá líður er það einmitt oft sagan á bak við atburðina í blöðunum, sem fest hefur í minni blaðamannsins og áhrifin eru raunar iðulega dálítið önnur af persónunni. Bæði snýr stund- um frá fjöldanum annað andlit og erfiðara er að fela hégóma og sýndarmennsku fyrir þeim sem maður þarf á að halda til að koma óskamyndinni af sér á framfæri. Þeir sem alltaf eru með hugann við að pota myndum af sér í blöð og láta hafa eftir sér hvert gullkorn, gefa blaðamönn- um a.m.k. ekki þá mynd af sér að þeir séu hógværir í hjarta, þó halda megi því að öllum öðrum. Ekki svo að skilja, að Pompi- dou hafi fallið í þann flokk. Þvert á móti. Ljúfmennska og kurteisi brugðust ekki. Áður en forsetarnir komu, ákvað Morg- unblaðið að gefa út aukablað til kynningar á þeim, fylgdar- mönnum þeirra og þjóðum, og ritstjóri fékk þá snjöllu hug- mynd að hafa á forsíðu ávarp beggja forsetanna til íslendinga. Sá, blaðamaður, sem hafði Ameríkanana á sinni könnu, skyldi fá slíkt ávarp frá Nixon og Elín Pálmadóttir, sem skrif- aði um Frakkana, útvega ávarp frá Pompidou. Eftir að hafa reynt gegnum sendiráð Frakka og haft upp úr því nafnið á blaðafulltrúa forsetans, var landsíminn beðinn um að ná í hann í Elysée-höll. Reiknað með að þar mundi hann reyna að fá vinnufrið á laugardagsmorgni svo nálægt toppfundinum. Hann kom í símann, kvaðst mundu orða það við Pompidou forseta. Á mánudag hafði hann þau skilaboð frá forsetanum franska að hann mundi snúa sér að því að skrifa ávarpið strax og hann væri laus við Heath, forsætis- ráðherra Breta, sem var í opin- berri heimsókn hjá honum. Mik- ið rétt. Nokkrum dögum seinna var komið ávarp frá Frakk- landsforseta gegnum telex-tæki sendiráðsins, með þeim orðum að blaðafulltrúanum væri vel kunnugt um að blöð hefðu alltaf „deadline" og því væri sendingu flýtt. Ávarpið var hlýlegt og sýndi að Frakklandsforseti þekkti til menningar íslendinga fyrr og nú. Það birtist á forsíðu auka- blaðsins. En við hliðina á því trónar „Ávarp Irvings ambassa- dors við komu Nixons forseta“. Blaðamaðurinn hafði lengi vél barist harðri baráttu við að komast í samband við annan en ritara einhvers ritara einhvers blaðafulltrúa í Hvíta húsinu, sem ekki þorðu að nefna erindið. Þegar svo sendiherra Bandaríkj- anna í Reykjavík reyndi að hjálpa, fékk hann það svar eitt að svona lagað gætu sendiherrar forsetans bara séð um sjálfir. Ég varð stórhrifin af Pompidou, en tók varla eftir manninum Gisg- ard d’Estaing, fjármálaráð- herra, þótt ég hefði skrifað grein undir fyrirsögninni: „Verður Gisgard d’Estaing forsetasefni Frakka?" En Nixon kom fleirum fyrir sjónir sem heldur leiðinlegur fýr. Hinn frægi Newsweek-rit- stjóri í Evrópu um langt skeið, Edward Behr, segir frá kynnum af stórmennum í ævisögu sinni, þar á meðal Nixon, er hann sem varaforseti kom til Parísar 1963 og bað hann um að sjá til þess að tekin yrði mynd af sér og de Gaulle Frakklandsforseta sam- an í hádegisverði. Tók ekki söns- um, þótt honum væri sagt að ekki giltu sömu siðir í Elysée- höll og Hvíta húsinu. De Gaulle leyfði aldrei myndatökur í einkaheimsóknum. Þótt reynt væri og Frakkarnir segðu nei, hvæsti Nixon bara: „Það hlýtur að vera hægt að koma því í kring." Og hann leit ekki við aumingja Behr það sem eftir var heimsóknarinnar. Mörgum árum seinna, þegar Charles de Gaulle tók á móti Nixon sem forseta Bandarikjanna 1968 við glampa ljósmyndavélanna, hugsaði Behr: — Hefndin hlýtur að vera sæt! Og bætti við: Stjórnmála- menn eru sérstæðir fuglar, a.m.k. ekki eins og fólk er flest, skulum við segja. Fordómar? Sjálf fékk ég þá álíka fordóma gagnvart Lyndon Johnson þegar hann kom hingað sem varaforseti. Ég stóð uppi við Stjórnarráðshúsið í hópi blaða- manna hans (sem sýnilega höfðu fengið nóg af honum á ferð með honum um Evrópulönd), þegar Johnson kom upp stíginn með aðstoðarmanninn, Ragnar Stef- ánsson frá sendiráði hans, sér við hlið. Þegar hann sá mann- fjöldann á Lækjartorgi, sagði Jo- hnson: — Ég vil fá hljóðnema þegar ég kem út! Ragnar kvaðst mundu athuga hvað hægt væri að gera. Johnson hvæsti á hann með ljótustu frekjugrettu, sem ég hefi séð: — Ég vil fá hljóð- nema, jes or nó! Sneri sér svo að fjöldanum með stóru brosi. Síð- an hélt hann inn í skrifstofu Ólafs Thors. Húsum kunnug kom ég mér fyrir í þröngri for- stofunni í stiganum með útsýni yfir þá sem komu út af skrif- stofu forsætisráðherra. Johnson gaf ólafi sinn hefðbundna Lyndon-kveikjara, sem ólafur stakk í vasann. Þá kallaði bandaríski ljósmyndarinn: Hr. forseti! Hann hafði ekki náð mynd af atburðinum í þröngri forstofunni. Og Johnson óð um- svifalaust ofan í vasa Ólafs Thors, án þess að segja afsakið, dró upp kveikjarann, kveikti á honum með breiðu brosi og af- henti hann aftur. Svipurinn á ólafi Thors var dálítið skondinn Aldrei gat ég liðið Lyndon Johnson eftir það, forseti eða ekki forseti. Þótti hann ljótur og leiðinlegur. Fordómar? Kannski!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.