Morgunblaðið - 12.06.1983, Side 24

Morgunblaðið - 12.06.1983, Side 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Af starfi Kristilegs stúdentafélags Um þessar mundir, nánar tiltekið 17. júní, verða liðin 47 ár frá því nokkrir nemendur við Háskóla ís- lands tóku sig til og stofnuðu Kristi- legt stúdentafélag. Tilgangurinn var að breiða út kristindóminn meðal stúdenta. Félagið byggði tilvist sína á trúfesti við boðskapinn um hinn upp- risna Jesúm Krist, verk hans og per- sónu, eins og Biblían flytur hann og staðfestur er í játningarritum evang- elisk-lútherskrar kirkju. Félagið hefur ætíð starfað undir þessum formerkjum, haldið fundi og samverustundir vikulega og staðið fyrir opinberum fyrirlestr- um og umræðum í Háskólanum og Norræna húsinu. Innan félagsins eru nokkrir biblíu- og samfélags- hópar, sem hittast reglulega í heimahúsum og lesa saman, ræða og íhuga eitthvert rit Biblíunnar. Fundir á F-27 Vikulega eru fundir félagsins haldnir í félagsheimili þess að Freyjugötu 27, sem venjulega geng- ur undir nafninu F-27. Þeir eru á föstudagskvöldum á veturna, en á miðvikudagskvöldum á sumrin. Þar eru tekin til umfjöllunar málefni kristninnar, oft með umræðum eft- ir framsögu jafnt leikra sem lærðra. Mót KSF Hápunkturinn í starfi KSF eru tvenn helgarmót, sem eru á haustin og vorin í sumarbúðum KFUM og K í nágrenni Reykjavíkur. Þar eiga menn góðar stundir um Guðs orð fjarri ys og þys borgarinnar. Á mótunum eru flutt uppbyggileg er- indi um kristna trú og fjallað um efnið í samræðuhópum. Auðvitað er svo fagurs umhverfis notið í rík- um mæli með útiveru. Skólaprestur í samvinnu við Kristileg skóla- samtök hefur KSF einn mann á launaskrá, skólaprestinn Ólaf Jó- hannsson. Hann sér um daglegan rekstur skrifstofu félaganna og að- stoðar við skipulagningu funda og hring. Til þess hefur sr. Ólafur fasta viðtalstíma í Háskólanum á veturna og ennfremur á skrifstof- unni í félagsheimilinu, Freyjugötu 27. Sr. ólafur messar af og til í kirkjum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Salt-blaðið Allt frá stofnun félagsins hefur það gefið út Kristilegt stúd- entablað, Salt. Flytur það fréttir af starfi KSF og ýmsar greinar um kristna trú. Blaðið kemur út einu sinni til tvisvar á ári og er dreift til allra nemenda í HÍ, svo og til ann- arra framhaldsskólanema. I láskólafullt rúí Svokallaður háskólafulltrúi KSF sér um starfsemina í Háskóla ís- lands og hefur hin síðari árin verið ritstjóri málgagnsins Salts. Hl- fulltrúinn skipuleggur fundi og samkomur félagsins í skólanum og annað það sem til fellur. Ekki er vanþörf á slíkum starfskrafti í um 3000 manna skóla og helst þyrfti fleiri en einn starfsmann. Reksturinn Árlega er kosin stjórn KSF. Hún skipuleggur starfsemi félagsins og annast fjárhag þess. Allt starfið er Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytur hugleiðingu á KSF-fundi. byggt upp með frjálsum framlögum félagsmanna, einnig laun skóla- prestsins. Félagið nýtur góðs af stuðningi dyggra félagsmanna af „eldri“ kynslóðinni og ekki aðeins fjárhagslega, heldur og með fyrir- bæn og öðrum stuðningi. Bókaútgáfan Salt hf. Kristilegt stúdentafélag hafði á sínum tima forgöngu um stofnun bókaútgáfu, sem hefði það að markmiði að gefa út bækur tengdar kristilegum málefnum. Hlaut hún nafnið Salt. STÚM Stúdentamót eru fastur liður I starfi Norrænu kristilegu stúd- entahreyfinganna, en KSF hefur náið samstarf við þær, einkum þá norsku. Margir munu minnast yfir 1000 manna kristilegs stúdenta- móts, sem haldið var í Laugardals- hollinni í Reykjavík sumarið 1975 og e.t.v. minnast einhverjir móts- ins, sem haldð var hér 1950. Þetta árið verður stúdentamótið haldið í Tromso í N-Noregi og þangað fara nokkrir KSF-ingar. Mót þessi hafa verið mikilvæg stoð starfinu hér á landi. Þau eru vett- vangur gleði og endurnýjunar f trúnni og hafa skapað varanleg vináttutengsl við frændurna hand- an hafsins. Til gamans má geta þess, að sumarið 1985 verður Norræna kristilega stúdentamótið enn á ný haldið hér á landi og er það í senn tilhlökkunar- og fyrirbænaefni. Alþjóðleg, kristi- leg stúdentasamtök Ekki má gleyma því, að KSF er aðili að „Alþjóðlegum kristilegum stúdentasamtökum" (IFES), sem stofnuð voru skömmu eftir lok síð- ari heimsstyrjaldar. Megintilgang- ur þeirra samtaka er að styðja við bakið á þeim hreyfingum sem eiga erfitt með að starfa af einhverjum ástæðum, t.d. fjárhagsörðugleikum eða vegna reynsluleysis í kristilegu starfi meðal stúdenta. Aðildarfélög IFES eru um 50 talsins og standa að kristilegu stúdentastarfi í um 70 löndum og styðja við starf í 35 öðr- um löndum. Aðildarfélög I.F.E.S. safna sam- an kristnum stúdentum til samfé- Iags, kynna kristna trú, innihald hennar, áhrif hennar í sögunni, er- indi hennar til samtímans o.fl. Starfið felst í fundahöldum, fyrir- lestrum, myndasýningum, ráð- stefnum og mótum ýmiss konar. Víða hefur orðið mikil vakning meðal stúdenta og kristileg stúd- entafélög farið ört vaxandi, einkum þar sem starfandi hafa verið marg- ir litlir biblíu- og bænahópar sem koma saman til samfélags. Þetta sýnir glöggt, að kristindómurinn á ekki síður erindi til stúdenta sam- tímans en til annarra manna. Hann hefur mætt þörfum þeirra, svarað spurningum þeirra, gefið þeim nýtt og innihaldsríkara líf í samfélagi við Jesúm Krist. Kaffisala KSF 17. júní Á afmælisdegi KSF þann 17. júní nk. verður kaffisala I félagsheimil- inu, Freyjugötu 27,3. hæð. Þar mun sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytja hugleiðingu sem hefst klukk- an 14.30. Félagsmenn KSF vænta þess, að sem flestir sjái sér fært að líta við á Freyjugötunni og þiggja þar veitingar til styrktar starf- seminni sem er mikil og blómleg og alltaf er þörfin fyrir aukið starf meðal stúdenta brýn. „Eldri" KSF-ingar eru sérstaklega boðnir velkomnir til að rifja upp gamlar og góðar minningar tengdar félag- inu. Til lesenda Frá og með sunnudeginum kemur, 19. júní, tekur sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir við af mér sem einn umsjónarmanna síð- unnar Á DROTTINSDEGI. Ég óska henni velfarnaðar í því starfi og þakka sr. Auði Eir, Gunnari Hauki og lesendum samfylgdina undanfarna mán- Sr. Olafur Jóhannsson Um ferdabæn Nú er kominn sá árstími þegar mest er um ferðalög hérlend- is. Því miður komast ekki allir heilir heim úr ferðum sínum. Slys og óhöpp verða vegna erfiðra aðstæðna, bilana í farar- tækjum og skyndilegra veikinda ökumanna. En því miður má rekja orsakir flestra umferðarslysa til óaðgæslu og ölvunar. Minnumst þess, að hver og einn ber ekki einungis ábyrgð á sjálfum sér og farþegum sínum, heldur einnig öðrum sem ferðast um sömu slóðir á sama tíma. Sameinumst um, að tefla ekki í neina tvísýnu á vegum úti og sýna ekkert kæruleysi í sumar. Það gæti orðið til þess að forða okkur og samferða- mönnum okkar frá óbætanlegu tjóni. Gott er að hugsa til þess, að Drottinn Guð okkar vill varð- veita okkur á allri vegferð okkar. í því felst öryggi að geta lagt ferðina framundan í hendur hans, beðið hann um vernd og varðveislu. En þeirri bæn fylgir sú ábyrgð, að breyta ekki sjálf(ur) gegn því, sem um er beðið. Orð dagsins á Akureyri hefur gefið út límmiða með bílabæn, sem vel má líma nálægt mælaborði bifreiðar. Hún minnir okkur á, að leggja ferðina í hendur Guðs og sýna ábyrgð og tillitssemi í akstri. Þessi bílabæn fæst í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og Hljómveri á Akureyri. Hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni starfsmanni þar er væntanlega einnig unnt að panta hana fyrir þá, sem kynnu að vilja dreifa henni víðar. Af fjölmennum fundi f Norræna húsinu sl. haust. Girnilegar kökur á kaffisöhi. Valið og hafnað Hörð eru orð Jesú er hann segir engan geta verið lærisvein hans nema segja skilið við allar eignir. En sönn eru þau engu að síður. Ekki þannig, að kristinn maður þurfi alltaf að fara frá fjölskyldu og eignum til þess að geta þjónað Kristi. En spurningin er: Hvað á mest ítök í lífi okkar? Er eitthvað þar sem ræður svo miklu, að það skyggi á Drottin? Á öllum öldum hafa kristnir menn orðið að velja — vildu þeir halda í efnisleg gæði, vináttu manna og þægilegt líf — eða voru þeir reiðubúnir að sleppa öllu til þess að halda Jesú Kristi einum? Til þess voru þeir reiðubúnir er þeir þekktu þörf sína fyrir óverðskuldaðan kærleika hans, sáu vonleysi sitt án frelsarans. Þeir vissu, að hann einn gat gefið eilíft líf — þess vegna var öllu fórnandi til þess að eiga hlutdeild í honum. En líklega þurfum við að setjast niður og reikna kostnaðinn. Við okkar aðstæður er ótrúlega auðvelt að vera kristinn án þess að þurfa að gera upp við sig, hverju er fórnandi fyrir Krist einan. Ef við stæðum hins vegar frammi fyrir valinu milli Krists og alls hins — hvað yrði þá valið og hverju sleppt? Biblíulestur vikuna 12.—18. júní. Lúk. U:15—25 Sunnud. 12. júní: Lúk. 14:16—24. a) S.hl.v.17: Gud hefur gert allt í Jesú Kristi manninum til hjálprœdis. b) V.21—23: Gud vill aö allir menn njóti verka Krists. c) V.21 og 21: Frammi fyrir boÖi Guös gilda engar afsakanir! Mánud. 13. júní: /. Mós. 31:2—24. Jakob leikur á Laban ogflíjrfrá honum meö eigur sínar oy fjölskyldu. Þriðjud. 14. júní: 1. Mós. 31:25—55. Jakob og Laban gera meö sér sáttmála og játa GuÖ sem dómara. Miðvikud. 15. júní: /. Mós. 32:1—32. Jakob glímir viö Guö og hlýtur blessun hans. Fimmtud. lfí.júní: /. Mós. 33:1—20. Esaú og Jakob sættast heilum sáttum fyrir augliti Guös. Föstud. 17. júní: /. Mós. 35:1—20. Guö birtist Jakob enn og endurnýjar fyrirheitiÖ til hans. Laugard. lH.júnt: Davíðssálmur 106. a) I hverju birtist sú miskunn guÖs sem talaö er um í v.l? b) Lýöurinn hefur brugöist Guöi — GuÖ hefur staöiö viö sitt. Um þaöfjallar meginhluti sálmsins. c) V.4.8: Getum viö tekiö af hjarta undir þessa lofgjörö?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.