Morgunblaðið - 26.06.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.06.1983, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 stunda hléum. Það er ekki mikill ha(?ur í því“. Inneign eða skuld Líf íslandssjómannanna fyrir 1914 er fyrirsögn á eftirfarandi kafla (nokkuð styttum) í sögu Gravelines-bæjar: „Flestir Is- landssjomennirnir komu um borð á fyrstu vertíð sem léttadrengir 11—12 ára. Fyrir utan það að þjónusta yfirmennina urðu þeir að elda, þvo upp og fiska. í næstu 25—30 ár eða lengur eyðir fiski- maðurinn svo sumrinu í roki og þoku í Norðurhöfum, án þess að sjá til sólar. Þegar þeir eru orðnir vanir, eru þessir menn eftirsóttir á skúturnar. Fyrirframgreiðslurn- ar sem þeir fá fyrir sjófatnaði verða hærri. Oft kjósa fiskimenn- irnir að sjá sjálfir um útbúnað sinn. Ekki síst stígvélin með tré- sólunum og olíubornum segldúk í bolinn eða um griplurnar úr flóka- efni, enda skipti miklu að verða ekki votur eða hafa vonda vettl- inga. Síðustu dögunum fyrir brottför er eytt við spjall yfir bjórkollu eða í hina árlegu kveðjuhátíð og til að sækja messu, sem er ófrávíkjan- legt fyrir hverja brottför á ís- landsmið. Eftir að hafa fengið konu sinni það sem eftir er af fyrirframlaununum, sem hún verður að klára sig á í sex mánuði, þá er að kveðja er kallið kemur frá skipstjóra. Nú eru skúturnar drengar út með handafli eða af hestum (seinast með mótorafli). Góletturnar síga út rennuna, en konurnar og nágrannarnir fylgja á eftir á bakkanum þar til sleppt er frá. Þá eru seglin dregin upp og sem skúturnar sigla fyrir fullum seglum fram hjá kapellu sjómann- anna við Petit Fort, þá krjúpa fiskimennirnir og fara með bæn, meðan kvatt er með fánanum þrisvar sinnum. Og síðan er siglt á miðin fram hjá Bretlandseyjum, sem ávallt eru viðsjárverðar, og á miðin við ísland. Af 8—20 manna áhöfn búa 4—5 yfirmenn aftur á, hinir skiptast á um kojurnar, því þröngt er um borð. f matinn er saltað flesk og kartöflur meðan það endist. Eftir það fiskisúpa úr þorski. Þá eru hausarnir soðnir og þorskalýsi haft út á og kex með. Þetta er hið daglega brauð. „Le poujaron" eða áfenginu ( 6 dl) er útdeilt þrisvar sinnum á dag og það hressir. Þorskalýsið er tekið með matnum og styrkir. Eftir þriggja mánaða útivist þarf að taka vatn í landi og senda fréttir heim með eftirlitsskipinu. Heim- ferðin er hættulegri en brottförin, því nú er skipið hlaðið. í ágúst og september fara kon- urnar daglga niður að innsigl- ingarrennunni til að skima eftir skipunum, kvíðandi því að sjá í mastrinu fánann í hálfa stöng. Oft er haft útkíkk frammi við sjóinn. Og þegar skipið er komið inn, kasta sjómennirnir taug í land. Það eru konurnar sem draga skip- ið að Vauban-bakkanum. Þar byrja faðmlög og kossar, þótt sjó- mennirnir séu með margra mán- aða skegg og hin hefðbundna spurning: Hve mörg tonn? Það táknar: Erum við í skuld við út- gerðarmanninn eða eigum við inni? Eftir því sem við á, láta sjó- menn svo fara vel um sig í nokkra daga eða þá að þeir verða að flýta sér að ná í vinnu við jarðyrkju- störf. Lengst af var ekki um annað að ræða en uppskeruvinnu, helst að taka upp chicoré. Seinna kom til vinna í sögunarmillunni. Þann- ig leið líf íslandssjómannanna ár eftir ár í 30—40 ár, sem þurfti til að eiga rétt á svolitlum eftirlaun- um.“ Mannfallið var mikið á fiski- mönnunum frá Gravelines, alveg eins og öðrum frönskum fiski- mönnum er stunduðu veiðar norð- ur í höfum. Frá 1814— 1913 eru 399 fiskimenn skráðir horfnir í hafið frá Gravelines, eða um 4 á ári að meðaltali. En mannshvörfin þjappast á 60 ár, því á 40 árum af 100 er enginn skráður horfinn. Ekki hafa þeir allir farist við ís- land, þó í skrám megi sjá að oft er þess getið. Auk þess hafa þeir ekki allir komist á skrá. Ef kona ætlaði að gifta sig aftur, þá varð hún að leggja fram dánarvottorð fyrri manns, og til þess þurfti hún að sækja dómsúrskurð til Dunkirk. Fjöldi ekknanna gifti sig heldur ekki aftur og drukknaðir eigin- menn hafa ekki látið eftir sig nein merki um tilvist sína, hvorki í skráningunni um látna né í kirkjugarðinum. Af fjölda báta sem hurfu með manni og mús eru aðeins þekkt fá nöfn. E.t.v. voru þeir ekki allir frá Gravelines eða fiskiþorpinu Grand Fort. 1814 til 1884 hurfu 149 og úr 19 sjóslysum eru ekki kunn nema nöfn 14 þeirra. Og frá 1884-1913, er 250 eiga að vera taldir af, þá er ekki getið nema 4 nafna úr 25 sjóslys- um. Þetta hættustarf sjómannanna hefur leitt til samhjálpar meðal þessa fólks sem á 19. öldinni bjó við svo kröpp kjör, skipsskaða, kólerufaraldra, sífelldar kvaðn- ingar í sjóherinn, mörg stríð og endalaust basl við að halda höfn- inni og rennunni hreinni. Þessi samhjálp var aðallega í því fólgin að taka frá handa ekkjum og börnum drukknaðra félaga brot af aflahlutanum. En með auknum síldveiðum og þorskveiðum norður í höfum jukust sjóslysin svo hrikalega að nauðsynlegt var að fá betri lausn, og 1878 er stofnaður hjálparsjóðður til handa „fjöl- skyldum veikra sjómanna, særðra, látinna eða týndra í hafið við þorskveiðar". Er greitt af útgerð- inni 1% af afla og sama hlutfall af launum sjómanna. Árið 1898 verð- ur að minnka styrkinn á mann um helming og segir það sína sögu. Sóknin í þorskinn á íslandsmið- um frá Gravelines hófst aftur eft- ir stríð á vertíðinni 1919 og hélst fram í kreppuna, er bátum fór að PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Tilkynning til símnotenda Á blaðsíöu 458 í símaskrá 1983 hefur misprentast svæðisnúmer símstöðvarinnar Vogar Vatnsleysu- strandarhreppi. Svæðisnúmeriö er 92 ekki 99. Vin- samlegast skrifið inn á blaðsíöu 458 svæðisnúmer 92 í stað 99. Póst- og símamálastofnunin. iféílh «pr* - : Þarna bjó einn af útgerðarmönnunum í Gravelines, sem gerði út skútur til þorskveiða við ísland. Eitthvað hefur það gefið í aðra hönd. Gamalt póstkort, sem sýnir sjómenn að landa þorski við bryggju eftir vertíðina, en heima voru saltfiskstöðvar sem vöskuðu, söltuðu aftur og þurrkuðu fiskinn. Þessi mynd af frönskum fiskiskútum er úr einkamyndasafni í Gravelines. Ekki verður betur séð en að skúturnar séu við ísland. fækka allt niður í 1—2 á vertíð í lokin. Má sjá að 14 bátar halda á ís landsmið 1929 með 290 sjó- menn. Þrátt fyrir samkeppni frá vélskipunum virðast íslandsskút- urnar ekki láta undan síga. En þessari 100 ára sjósókn á seglskút- um frá Gravelines á íslandsmið lýkur ekki endanlga fyrr en 1939, er Þjóðverjar hernumdu bæinn. Þá var endanlega bundinn endir á sjósókn Gravelines-búa „norður í hin köldu höf til að sækja þorsk", eins og segir í kynningarbæklingi um bæinn. En þessar fiskveiðar veittu í áratugi öllum trygga vinnu, sem var mikilvægt fyrir héraðið. Auk útgerðarinnar voru í bænum saltfiskverkunarstöðvar. Nú er hún Snorrabúð stekkur, því í bænum eru aðeins gerðir út 7 bátar til fiskveiða og enginn á miðin við ísland, en þar er gott skjól fyrir skemmtiskútur. Fallegur nútímabær Gravelines er nú fallegur bær. Svefnbær með svolitlum iðnaði, sagði einhver við mig. Kjarnorku- verið úti við sjóinn veitir raf- magni um Frakkland, en gefur þessum bæ líka tekjur, sem bæjar- stjórnin nýtir sýnilega mjög í menningarmálin. Verið er að gera upp gömlu kirkjuna, sögulega klukkuturninn, garða, og koma fyrir í gömlum virkjum menning- armiðstöðvum og fleiru. Það er gaman að aka um þennan bæ, með höfninni þar sem enn er íslands- bakki. Halda út að innsiglingar- rennunni, þar sem fólkið stóð til að taka á móti bátunum og þar sem konurnar skimuðu eftir möstrunum og tóku við landfest- unum til að draga langþráðar skúturnar inn. Þarna var mikil saga, sem tengir fsland og Gravel- ines. Þegar undirritaður blaðamaður var í Gravelines í marslok sl. var ekki svigrúm til að leita að ein- hverjum er verið hefði á ís- landsmiðum. En síðan hefur bor- ist bréf frá síðasta útgerðarmann- inum er þaðan gerði út á miðin við fsland og Grænland, Fusy Verdoy. Með fylgdi úrklippa úr blaði í Dunkirk, þar sem sagt er frá fyrirlestri um „La grand peche d’Islande”, er hann flutti í janúar 1982 við góðar undirtektir. Þarna segir að hann sé síðasti útgerðar- maðurinn frá þorskveiðitímanum og fulltrúi heillar stéttar framtakssamra ævintýramanna og framkvæmdamanna er báru höfuðið hátt. En Verdoy kveðst sjálfur hafa verið í sambandi við íslendinga eftir stríð er hann seldi íslenskan fisk í samvinnu við ræð- ismanninn í Edinborg og sendiráð íslands í Paris. Segir Verdoy og lýk ég þessari frásögn með hans orðum: „Þrátt fyrir harðræðið í þessu starfi, þá voru fiskimennirnir hamingjusamir og ánægðir með þá afkomu sem þeir gátu með þessu starfi sínu veitt fjölskyldum sínum og þeir voru alltaf reiðu- búnir til að halda norður í höf.“ Hann mótmælir ákveðið því við- horfi nútímafólks, sem af van- þekkingu hafi gert úr þessum fiskimönnum einhverja illa nærða þræla er bjuggu í hreysum, þar sem svo margt sanni að þetta sé alröng túlkun. Þessir menn hafi haft reisn. — E.Pá. pinr#iuii« í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Skák- áhugamenn Enginn áhugamaöur um skák lætur sig vanta Informatorinn, nr. 34 er fyrirliggjandi. Verö kr. 747.00 (tímabundiö). Inniheldur 745 skákir frá mikilvægustu skákmótum heimsins seinni hluta ársins 1982. Allar skákir á táknmáli svo tungumálakunnátta er óþörf til aö hafa full not af bókinni. Eldi númer fáan- leg. Sendum í póstkröfu. — Skrifið eöa smið Skákhúsið Laugavegi 46 — Sími19768 Metsölublad á hverjun:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.