Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Sönghátíð í Reykjavík Sönghátíð ’83 er nú að renna upp og mun hún standa út þessa viku fram til föstudagsins 1. júlí nk. Að hátíðinni standa Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarfélagið í Reykjavík, Flugleiðir og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis en helstu hvatamenn að því að hátíðin er haldin eru þau Rut Magnússon söngkona og Halldór Hansen læknir. Hugmyndina að hátíðinni fengu þau fyrir tveimur árum er þau voru stödd á svipaðri sönghátíð í Bandaríkjunum og má segja að síðan hafi verið unnið að því að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Gestir á hátíðinni eru Elly Ameling, Glenda Maurice, Gérard Souzay og Dalton Baldwin, sem öll eru vel þekkt í heimi sígildrar tónlistar. Þau munu halda hér tónleika og námskeið fyrir íslenska og erlenda söngvara og píanóleikara og er ekki oft sem svo margir frægir listamenn eru hér á landi samtímis, ekki bara til tónleikahalds heldur einnig til að miðla kunnáttu sinni og reynslu til ungra listamanna. Má því segja að hér sé um einstakt tækifæri að ræða, bæði fyrir söngvara svo og alla aðra áhugamenn um sönglist, til að njóta eins hins besta, sem heimurinn hefur upp á að bjóða í Ijóðasöng og ekki ólíklegt að þessi vika eigi eftir að lifa lengi í hugum þeirra sem þátt taka. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæjarbíói mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld en námskeiðið verður daglega frá mánudegi til föstudags og fer kennsla fram í Hagaskóla í Reykjavík að viðstöddum takmörkuðum fjölda áheyrenda. Fyrirhugaðir eru tvennir þátttakendatónleikar í vikunni. Hér á eftir fer kynning á hinum erlendu gestum hátíðarinnar í samantekt Halldórs Hansen. Elly Ameling Klly Ameling fæddist í Rotter- dam og hóf þar söngnám sitt hjá Jo Bollcnkamp. Síðar kenndu henni Jacoba og Sam Dresden í Scheveningen, Bodil Rapp í Amst- crdam og Pierre Bernac, barítón- söngvarinn frægi, í París. Frægðar- ferill hennar hófst með því að hún vann til fyrstu verðlauna í Conc- ours Intcrnational de Musique í Genf og eftir það stóðu henni allar dyr opnar. Elly Ameling hefur haldið tónleika um víða veröld: í Evr- ópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Japan og Ástralíu. Og þótt hún hafi mestar mætur á ljóðasöng, einkum þýzkum og frönskum, þá hefur hún sungið með fjölmörgum hljómsveitum og kórum bæði kirkjulega og veraldlega tónlist og í óperum jafnt vestan hafs og austan. Fyrsta óperuhlutverk hennar, bæði við hollenzku óperuna og í Kennedy Center í Washington var Ilia í „Idomeneo" eftir Moz- art. Hljómplötur Elly Ameling eru nú orðnar fleiri en flestra ann- arra söngvara og hefur hún unn- Klly Ameling ið til hinna eftirsóttustu viður- kenninga fyrir plötur sínar, svo sem Grand Prix du Disque, Edi- son Prize, Stereo Review Record of the Year Award og Preis der deutschen Schallplattenkritik. .Hollenzka ríkið hefur líka sæmt hana riddaratign fyrir list henn- ar. Dalton Baldwin Dalton Baldwin er löngu þekktur og viðurkenndur sem einn af færustu undirleikurum þessa heims. Hann er búsettur í Frakklandi en er oftast á tón- leikaferðum um allan heim. Dalton Baldwin fæddist í Summit, New Jersey, í Banda- ríkjunum og hóf ævistarf sitt á því að leika undir fyrir einn af nemendur Jean de Rezke, þeg- ar hann var einungis 10 ára gamall. Hann stundaði nám við „The Juilliard School of Music" í New York og við „Oberlin College" í Ohio áður en hann lagði land undir fót og hélt til Parísar til að leggja stund á nám undir handleiðslu Nadiu Boulanger og Madeleine Lipatti. Auk þess naut hann leiðbeininga Pierre Bernac og Francis Poulenc. Dalton Baldwin hefur ferð- ast um allan heim með mörg- um frægum söngvurum og leikið inn á ógrynni af hljómplötum. Dalton Baldwin dreymir um að koma á stofn alþjóðlegri söngakademiu, þar sem ungir söngvarar hvaðanæva úr heiminum, gætu lært til verka undir handleiðslu mikilla söngvara, sem væru sjálfir hættir að koma fram. Sjálfur hefur Dalton Bald- win orð á sér fyrir að leggja sig sérlega fram við að leið- beina ungum söngvurum og pí- anistum og hefur haldið nám- skeið fyrir þá um gjörvöll Bandaríkin, Kanada sem og í Genf í Sviss og Aix-en-Pro- vence í Frakklandi, þar sem hann hefur tekið fyrir sér- staklega ljóð Fauré, Debussy og Ravels. Það sem mestu máli skiptir er, að Dalton Baldwin er gæddur því sérstaka næmi, sem nauðsynlegt er til að Dalton Baldwin skyggnast djúpt inn í ljóð, lag og sálarlíf túlkandans. Við eigum það honum að þakka, að þessir Söngdagar ’83 hafa getað orðið að raunveru- leika. Gérard Souzay Gérard Souzay er fæddur í Angers í Frakklandi. Hann er í röð allra fremstu söngvara í heimi og er viðurkenndur og virt- ur, hvar sem er í heiminum og á öllum þekktustu tónleikasviðum, sem til eru. Hann er fyrst og fremst þekktur og dáður sem Ijóðasöngvari en hefur einnig komið fram í óperum. Gérard Souzay er gæddur frábærum tónlistarhæfileikum, en hæfileik- ar hans ná langt út fyrir það eins og fram kemur í óvcnjulegu næmi, tilfinningadýpt, hæfileik- anum til að ná til áheyrandans, skörpu gáfnafari og lýtalausu valdi á fjölda tungumála. List hans hefur vakið verð- skuldaða athygli og aðdáun á tónlistarhátíðum í Vín, Salz- burg, Edinborg, Helsinki, Aix- en-Provence sem og á tónlist- arhátíðinni sem kennd er við sellóleikarann Pablo Casals. Hann hefur komið fram sem einsöngvari með sinfóníu- hljómsveitunum í Boston, New York, Philadelphiu, Chicago, Maggio Musicale í Florens sem og flestum öðrum. Hann hefur sungið óperur við Metro- politan-óperuna í New York, City Center-óperuna í sömu borg, Parísar-óperuna, Glynd- bourne-óperuna og óperurnar í Vín og Múnchen. Hann hefur farið í hljómleikaferðir um all- an heim þar á meðal um Rúss- land, Japan, Indland og Ástral- íu. Gérard Souzay hefur sungið manna mest inn á hljómplötur og hlotið mörg verðlaun fyrir hljóðritanir sínar. Einkunnarorð hans eru sögð vera eitthvað á þá leið, að Gérald Souzay „söngvarinn eigi ekki að spegla sjálfan sig í tónlistinni, sem hann túlkar, heldur beri honum sjálfum að vera sá spegill sem hún birtist í“. Glenda Maurice l>egar Glenda Maurice hélt fyrstu einsöngstónleika sína í New York í febrúarmánuði 1981 var þess beðið með eftirvæntingu. Tónleikarnir tókust svo glæsilega, að gagnrýnendur urðu að fara aö leita sér að nýjum lofsyrðum. „Dai- ly News“ sagði: „Hún er mikil söngkona á hátindi getu sinnar ... röddin er gædd nær óþrjótandi hljómmagni ... þróttur og tækni- leg fullkomnun eru aðalsmerki hennar ... hún er sérstæður túlk- andi.“ „New York Times" sagði „að röddin væri feiknarlega litbrigðarík og vel undirbyggð á öllum sviðum ... Glenda Maur- ice er í einu orði sagt gædd frá- bærum hæfileikum." í Evrópu kom Glenda Maurice fyrst fram á vegum Concertge- bouw-hljómsveitarinnar í Amst- erdam árið 1980 og var umsvifa- laust endurráðin til að taka að sér einsöngshlutverk í þriðju sin- fóniu Gustav Mahlers með hljómsveitinni undir stjórn Bernard Heitinks. Og i lok tón- leikaársins kom svo Glenda Maurice fram með hljómsveit- inni á nýjan leik sem einsöngvari í „Les Nuits d’Été" eftir Berlioz. Á Tanglewood-hátíðinni var hún einsöngvari í fyrsta sinn með sinfóníuhljómsveitinni i Boston undir stjórn Seji Ozawa og söng í Ödipus Rex eftir Strav- inski. Glenda Maurice er gædd frá- bærri og víðfeðmri rödd frá nátt- úrunnar hendi ásamt túlkunar- gáfu, sem ristir jafndjúpt og hún er eðlileg. Glenda Maurice hefur komið fram um gjörvöll Banda- ríkin jafnt í óperum sem á tón- leikum. Nýverið hefur hún sung- ið einsöngshlutverk i Missa Sol- emnis eftir Beethoven, Requiem eftir Verdi, Joshua eftir Hándel, Altrapsodíu eftir Brahms auk þess sem hún hefur tekið þátt í flutningi á messum og passfum Jóhannesar Sebastian Bachs. Hvar sem Glenda Maurice hefur komið fram sem einsöngvari með hljómsveit hafa Wesendock- Ijóðin eftir Richard Wagner og ljóðaflokkar Gustav Mahlers ver- ið ofarlega á haugi. Og á óperu- sviðinu hefur hún getið sér sér- stakan orðstír í óperum Richard Glenda Manrice Wagners en einnig í nútímaóper- um amerískra höfunda. Á tónleikasviðinu hefur Glenda Maurice unnið með frá- bærum undirleikurum á borð við Dalton Baldwin, David Garvey og Rudolf Jansen. Hún hefur sungið inn á hljómplötur fyrir CBS, meðal annars lög eftir Mahler, Brahms og Richard Strauss við undirleik Dalton Baldwins. Auk þess hefur hún hljóðritað sönglög eftir Benja- min Britten og Samuel Barber við undirleik David Garveys. Hún hefur einnig tekið þátt í hljóðritun á verkum eftir Deb- ussy fyrir hljómsveit og söng- raddir ásamt Jessye Norman, Ileana Cotrubas, Dietrich Fischer-Dieskau og Jósé Carrer- as. Á næstunni mun Glenda Maurice taka þátt í tónlistarhá- tíðinni í Dresden og syngja ein- söngshlutverk í Mattheusar- passíunni eftir Bach undir stjórn Eugen Jochums á tónlistarhátíð- inni í Múnchen. Auk þess mun hún koma fram með National Symphony Orchestra í Wash- ington DC undir stjórn M. Rostropovich og taka þátt í söng- hátíðum í Bandaríkjunum ásamt Elly Ameling, Gérard Souzay og Dalton Baldwin. Glenda Maurice hefur búsetu í Delaware í Bandaríkjunum og tilheyrir kennaraliði Háskólans í Delaware þar sem hún stundar kennslu á milli tónleikahalda eft- ir því sem tíminn leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.