Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 77 „Þetta fyrirbæri fylgdi í kjölfar- ið á Mob-Shop, sem Magnús Páls- son og Ásta Ólafsdóttir stjórnuðu ásamt Ingólfi Arnarsyni. Það var þannig byggt upp, að bréf voru send til norrænna listamanna sem síðan komu hingað til dvalar og hörkuvinnu í listinni. Fyrirtækið var styrkt af Norræna menning- armálasjóðnum og menntamála- ráðuneytinu. Frá Bandaríkjunum og Frakklandi komu kunnir lista- menn til að leiða hópinn. Má þar nefna Philip Corner og Robert Filliou og fleiri. Bandaríkjamenn- irnir urðu svo hrifnir af umsvifum ungra listamanna hér á landi, að þeir hófu mikið kynningarstarf á heimaslóðum. Við fengum margar fyrirspurnir frá tónlistarfólki, sem vildi koma hér við á leið sinni yfir hafið. Ingólfur og Eggert Pét- ursson tóku þetta að sér og form- uðu á einfaldan hátt. Listafólkinu var skýrt frá því, að til boða væri sýningaraðstaða, aðgangseyrir og gisting, en laun væru ekki greidd. Við höfum fengið bréf svo að segja úr öllum heimshornum, viðbrögð- in hafa verið miklu víðtækari en okkur óraði nokkru sinni fyrir." — Ef við víkjum aðeins að tón- leikahaldi á vegum safnsins þá voru það einmitt einir slíkir, sem líkast til vöktu meiri athygli á safninu en flestir aðrir viðburðir innan veggja þess. Ég vitna hér til uppákomu Bruna BB í kvikmynd- inni Rokk í Reykjavík. Var þetta ekki slæm auglýsing fyrir safnið? „Ég veit það ekki, svei mér þá. Fyrst á eftir greip um sig nokkur skjálfti innan félagsins. Það má hins vegar ekki gleyma að taka það með í reikninginn, að þegar við leigjum út sýningarsalina, vit- um við ekki alltaf nákvæmlega hvað fram á að fara. f þessu til- tekna atriði, sem þú minnist á, gerðist það, að allt fór úr böndun- um. Þetta var þannig uppátæki, að hefði það ekki gerst innan veggja Nýlistasafnsins, hefði bara ein- hver annar staður orðið fyrir val- inu. Annars er það kúnstugt hvernig fslendingar taka hlutun- um þegar mið er tekið af Banda- ríkjamönnum. Vestanhafs var svipað atriði sett á svið í kirkju og þótti dæmalaust gott tillegg í mannréttindabaráttuna." — Hvernig hefur aðsókn verið að sýningum ykkar í safninu? „Það er nokkuð mismunandi. Sé um að ræða sýningar á vegum safnsins sjálfs er þetta nokkuð fastmótaður kjarni úr menning- arlífinu. Séu það einkasýningar koma vinir og vandamenn, en þannig er það alls staðar. Á heild- ina litið er hún ekki neitt sérstök, enda húsrýmið ekki mikið. Að mínu mati er það ekki neitt sálu- hjálparatriði að hálf þjóðin komi stormandi inn á sýningar safns- ins. Það er lítið tilhlökkunarefni að falla í sama farveg og önnur menningarsetur, þar sem það er liður í sunnudagsbíltúr fjölskyld- unnar að koma við á listaverka- mörkuðum og vörukynningum. Þetta er ekki beint sá hópur, sem við erum að sækjast eftir vegna þess að hann orkar ekki hvetjandi á listir. f þessu felst enginn hroki, heldur aðeins bláköld staðreynd." — Nú segir þú, að aðsóknin hafi verið þokkaleg og fyrr í spjallinu kom fram, að um leið og list er orðin markaðsvara og farin að höfða til fólksins missi hún gildi sitt. Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en svo, að það sé nýlista- mönnum ekkert keppikefli að selja verk sín. Skapar það enga togstr- eitu hjá listamönnum þegar þeir vita það innst inni, að um leið og þeir selja verk sín lifa þeir betra lífi, en þráast samt við í nafni list- arinnar? „Þetta fer nokkuð eftir því hvernig menn vinna að list sinni. Sumir eru alltaf að, jafnvel frá kl. 9—5 eins og flestir landsmenn, og þurfa því að afla sér tekna á því timabili. Svo eru aðrir, sem afreka ekkert mánuðum saman og geta því brauðfætt sig og sína á öðrum vettvangi. Þessi tími, sem líður á milli verka, fer í heilastarfsemi. Þessum listamönnum verða aldrei á mistök og þeir eyða engu efni í óþarfa. Svo við víkjum aðeins að Lista- safni ísiands, þá er safnráð þess í augnablikinu skipað ungu og hressu fólki, sem keypt hefur slatta af nýlist. Ég var um daginn staddur á opnun sýningar hjá Ólafi Lárussyni og Kristjani Guð- mundssyni. Þeir voru þá ríg- montnir af því að safnráð hafði tekið frá verk eftir þá og ætlaði að kaupa. Ég reyndi að stríða þeim dálítið og sagði það undarlega áráttu hjá þeim að berjast við drauginn á Hringbrautinni með annarri hendinni, en þiggja fé frá honum með hinni. Kristján svar- aði því til, að ef hann væri bakari gæti hann ekki neitað að afgreiða tiltekna konu á þeim forsendum að hann kynni ekki við hana.“ — Nýlistasafninu hafa áskotn- ast mörg verk erlendis frá og jafn- vel heilu sýningarnar. Lendið þið ekki í verulegum vandræðum sök- um skorts á geymslurými eins og með önnur verk í eigu safnsins? „Jú, vissulega, en við höfum sem betur fer ekki þurft að hafna gjöf- um á þeim forsendum. Sumar þessara sýninga eru ekki mjög fyrirferðamiklar. Sem dæmi get ég tekið sýningu þekktasta fram- úrstefnulistamanns Ungverja, Gábor Attali, sem haldin var að Suðurgötu 7 um árið. Hún var óinnrömmuð og fór ekki meir fyrir henni en svo, að hún fór ofan í eina skúffu. Sama má kannski segja um þau býsn, sem safnið á eftir Dieter Roth. Einnig er ástæða til að nefna röð 70 mynd- verka eftir Hollendinginn Douwe Jan Bakker, sem byggð eru á ís- lensku landslagi og hann gaf safn- inu. Þetta er í raun heil sýning." — Þú segir hér að framan, að aðsókn að sýningum hafi ekki ver- ið nema þokkaleg. Verður ekki að skilja það sem svo, að viðbrögð al- mennings hafi ekki verið mjög kröftug? „Ég nefndi áðan dæmi um breytingu í orðaforða og gæti auð- veldlega rakið þau áfram, en við skulum ekki gleyma að það er ým- islegt annað gert. Við höfum t.d. tekið á móti skólafólki utan venju- legs sýningartíma. Um daginn var t.d. kynning á bókverkum, sem nemendur í bókasafnsfræði við Háskóla íslands sóttu. Nú, við að- stoðum listfræðinga, nemendur í listaháskólum erlendis, sem eru að skrifa doktorsritgerðir og ekki má gleyma listamönnunum sem streyma í safnið þegar líður að lokaprófum. Þeir fá aðstoð við heimildaleit vegna ritgerðasmíða í listasögu. Annars eru myndlist- arskólarnir sérkapítuli. Það er í raun furðulegt hve fáir nemendur þeirra hafa áhuga á myndlist, þeir koma a.m.k. ekki á sýningar hjá Nýlistasafninu." — Hvernig var ykkur tekið af yfirvöldum fjármála í upphafi. Fenguð þið einhvern styrk vegna opnunar safnsins og endurbót- anna, sem þið urðuð að ráðast í á húsnæðinu? „Ekki strax í byrjun, en það kom fljótlega að því. í mínum aug- um er fjárveiting frá hinum opinbera ákveðin viðurkenning á brýnni þörf fyrir Nýlistasafnið. En það er með styrki eins og ann- að, þeir hafa lækkað að verðgildi i verðbólgunni sem hér er. Hinu má svo ekki gleyma, að menntamála- ráðuneytið hefur hlaupið undir bagga af og til og veitt styrki vegna utanfara og eins þegar sýn- ingar hafa komið erlendis frá.“ — Nú er væntanlega komin nokkur mynd á rekstur safnsins eftir fimm ára starfsemi. Finnst ykkur upphaflegt ætlunarverk hafa tekist fyllilega? „Það er mín skoðun, að fimm ára afmælið marki nokkur tíma- mót í starfsemi safnsins. Við höf- um reynt ýmsa hluti, kynnt nýjar stefnur og aðferðir í myndlist, velt fyrir okkur leiðum til úrbóta og reynt að skipuleggja dálítið fram í tímann. Nú væri gott að staldra aðeins við og reyna að móta starf- ið aðeins betur, gera úttekt á liðn- um árum og byggja upp framtíð- ina.“ — Hvað geturðu sagt mér um þátttöku hins almenna félags- manns í starfsemi safnsins? „Þar komstu við auman blett. Sannleikurinn er nefnilega sá, að einstaka félagsmaður hefur sótt um inngöngu í Félag Nýlistasafns- ins á ansi þokukenndum forsend- um, sem áhugasami kjarninn botnar ekkert í. Þetta fólk greiðir ekki árstillag og mætir ekki á fundi né sýningar. Það virðist heldur ekki hafa lesið skipu- lagsskrána, þar sem m.a. er fjallað um endurnýjun listaverkaeignar- innar. Núverandi stjórn er nú að undirbúa tillögu til lagabreytinga og greiða þannig úr þokunni." — Er þá ætlunin að listamenn gefi verk til safnsins? „Já, það er rétt. í skipulagsskrá eru ákvæði, sem kveða á um þetta. Félagsmanni ber að afhenda tvö listaverk eða frumheimildir að listaverkum við inngöngu í félag- ið, en síðan eitt listaverk á ári hverju. Þetta fyrirkomulag stuðl- ar ágætlega að sífelldri endurnýj- un listaverkaeignarinnar. Tveir stjórnarmanna, þeir Erlingur Ingvarsson og Árni Ingólfsson, eru að leggja síðustu hönd á grein- argerð, eða stuðningsplagg, sem haft verður til taks þegar verk verða rukkuð inn í vor.“ — Hvað er framundan hjá Ný- listasafninu? „Það er eitt og annað. Núna er verið að skipuleggja sýningaskipti á milli íslands og Hollands af full- um krafti í samráði við Fodor Museum í Amsterdam. Sigurður Guðmundsson og Magnús Pálsson eru fulltrúar safnsins þar ytra og velja hollenska listamenn til komu hingað, en forstjóri Fodor, Tijmen van Groothest, velur það sem hon- um þykir áhugaverðast fyrir sitt leyti. Sýningarnar verða svo í nóv- ember, opnaðar með tveggja vikna millibili svo þáttakendur beggja landanna hafi tækifæri til að hitt- ast og kynnast, en það er einn af mikilvægustu þáttum þessa sam- starfs. Á sama tima verður bók- verkasýning í Galerie A í Amst- erdam, en eins og margir vita eru margir íslenskir listamenn stór- tækir á því sviði. Þessi bókverka- sýning gæti hugsanlega orðið hluti af viðamikilli sýningu, sem haldin verður í Franklin Frunance í New York í byrjun árs 1984 og jafnvel getur hún tengst þeirri samvinnu, sem hafin er á milli Nýlistasafnsins og Henie-Onstad safnsins í Osló, en þar er um að ræða ritgerðasmíð og fyrirlestra um bókverkagerð á Norðurlönd- um.“ — Eitthvað fleira á prjónun- um? „Tveir miklir vinnuþjarkar og hugmyndafræðingar í stjórn safnsins, Ingólfur Árnason og Eggert Pétursson, eru með þreif- ingar hjá hljómplötuútgáfunni Gramminu um samvinnu vegna „stop-over“, sem ég nefndi áðan. — Hvað með heimildir, flokkun þeirra og skráningu? „Þessi vinnsla stendur og fellur með fjármagninu. Um leið og augu opinberra fjárgæslumanna opnast verður bókasafnsfræðingur eða annar hæfur starfskraftur ráðinn til að róta í kössunum. Annars er peningadreifingin ægilegur höfuð- verkur. Sjáðu bara þessa svoköll- uðu menningarmiðstöðvar á fleiri þúsund fermetrum. Að baki þeim iiggur sárafátækur hugmynda- fræðilegur grundvöllur, en ekki vantar starfsfólkið, herra minn trúr. Væri nú ekki nær að veita einhverjum hluta þessa fjár til Nýlistasafnsins svo félagsmenn- irnir geti farið að snúa sér að listsköpun í stað þess að pikka á ritvél eða standa í málningar- vinnu á veggjum og gólfum? Af hverju heldurðu að tímaritið Birt- ungur, það frábæra rit, hafi lagt upp laupana á sínum tíma? Vegna þess að peningarnir fóru til prent- unar á ræðubulli alþingismanna í Þingtíðindum. Má ég þá heldur biðja um útgáfur sem byggðar eru á rannsóknum þeirra heimilda, sem Nýlistasafnið geymir?" — Eru engin þreytumerki farin að sjást í allri þessari sjálfboða- vinnu félagsmanna? „Ég er búinn að vera í tímafrek- um félagsmálum undanfarin tíu ár. Ég skal nefna þér árið 1980. Þá var ég í fullri vinnu á Kleppsspít- alanum, starfaði af fullum krafti að uppbyggingu vinnustofu mynd- höggvara á Korpúlfsstöðum, ham- aðist eins og óður maður við að koma húsnæði safnsins í viðun- andi horf, lagði mitt af mörkum við sýninguna Experimental Environment II og bjó til verk og sýndi í París. Ég held ég hafi aldrei verið sprækari en einmitt þá. Auðvitað koma þeir tímar, að menn verða dauðþreyttir á þessu stússi og langar út í lönd að leika sér. Þá er bara að bíta á jaxlinn og tala við skilningsríka vini og drífa sig upp úr lognmollunni. Ég held að þreytan birtist helst í því að þurfa að sitja yfir sýningum. Þetta er yfirleitt sama fólkið, en vonandi getum við bráðum útveg- að fjármagn til að greiða starfs- manni fyrir að inna þetta af hendi.“ — Hvernig líst þér á framtíð- ina? „Við erum rétt að byrja vorið í okkar starfi. Það eru miklar hrær- ingar í myndiistinni. Unga fólkið er eins og alltaf jákvætt og tilbúið í slaginn. Það kemur að þeim að taka við þessu í fyllingu tímans og þá fáum við þessir gömlu kannski að fylgjast með þeim úr hæfilegri fjarlægð." - SSv. Dagskrá Nýlistasafnsins DAGSKRÁ Nýlistasafnsins fram á sumar verður sem hér segir: 29-4— 8.5. Brynhildur Óskarsdóttir. 13.5— 22.5 Óákveðið. 27.5— 5.6 Árni Ingólfsson. 10.6— 19.6 Jan Mallanders. 24.7— 3.7 Erla Þórarinsdóttir. 8-7—17.7 Daði Guðbjörnsson. 22.7— 31.7 Magnús V. Guðlaugsson. 5.8—14.8 Bergljót Ragnars. Enska í Englandi Námskeið fyrir alla á vegum Concorde Interna- tional málaskólans Folkestone og Canterbury 6.—27. ágúst. FLOGIÐ VERÐUR MEÐ SÉRSTÖKUM KJÖRUM EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST. ★ Sérþjálfaðir kennarar. ★ Litlir hópar. ★ 15 klst. kennsla (eöa meira) i viku. ★ Gisting hjá enskum fjölskyldum. ★ Skoðunarferöir og skemmtanir. ★ Tekið á móti nemendum á flugvelli. ★ Leikaðstaða fyrir börn meöan foreldrar eru í tímum. Nánari upplýsingar í síma 36016.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.