Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 79 gerða samninga. Við erum í við- ræðum við okkar banka og það standa yfir viðræður við sjóði iðn- aðarins um fjármögnun þessa verkefnis og að sjálfsögðu neita ég að trúa því að þessi fjármagnsmál verði ekki leyst. Þessi mál eru alls ekki eingöngu mál Víðis, heldur mál íslensks iðnaðar í heild. Það er stórt stökk að breyta fjárvana fyrirtæki í viðamikla gjaldeyris- skapandi verksmiðju og verður ekki gert aðstoðarlaust." Hvað vinna margir hjá fyrir- tækinu í dag? „Á lagernum og í verksmiðjunni sjálfri vinna nú 58 manns, en að sjálfsögðu verður það mun meira þegar pantanastreymið er komið í gang. Víðir tók upp einstaklings- bónuskerfi fyrir ári. Hér eru nú mjög góð afköst og menn bera þokkalega úr bítum fyrir vinnu sína. Það má segja að framleiðnin hjá okkur sé betri en almennt ger- ist í greininni, enda er óhætt að segja að hér vinni eingöngu harð- duglegir menn. Hagræðing fram- um nýbúnir að setja á markað, vakti mesta athygli, en það eru kojur, hillur og skápar. Hvítlakk- aða varan með rauðu vakti mestan áhuga hjá Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum, Þjóðverjum og Svíum. Frönsk fyrirtæki sýndu mikinn áhuga á ljósu beyki, sér- staklega skápasamstæðunni og leðursófasettinu, sem við sýndum á Bella Center. Utflutningur íslenskra húsgagna í veði, að vel takist til Það kom skýrt fram hjá fyrir- tækinu í Florida, að þeir hafa áhuga á því að um áframhaldandi viðskipti verði að ræða og jafn- framt settu þeir fram nokkrar hugmyndir um breytingar á fram- leiðslunni, sem myndu ef til vill henta betur bandarískum mark- aði. Það var greinilegt að þeir óskuðu eftir nánu samstarfi í framtíðinni." Unnið að framleiðslunni. Talsverður hávaði fylgir framieiðslunni og þurfa menn að nota heyrnarhlífar við vinnuna. leiðslunnar, sem ég minntist á áð- an, stóð yfir í 1 xk ár og vélakaup og bónuskerfi, hafa orsakað 50% framleiðsluaukningu hjá verk- smiðjunni á tveim árum. Fyrirtækin úti leggja út í mikinn kostnað Fyrirtækið í Florida leggur út í mikinn kostnað til að kynna hús- gögnin frá okkur, lætur meðal annars búa til myndalista og ann- að slíkt. Sendingin til Westnova er þegar komin í skip, en það fyrir- tæki selur til almennra húsgagna- verslana og aðeins til þeirra sem versla með skandinavísk húsgögn. Kids Corp. á Florida selur hins vegar til þeirra sem sérhæfa sig í barnahúsgögnum. Það verð sem við fáum fyrir framleiðsluna er það verð sem við töldum okkur þurfa að fá til að geta staðið undir framleiðslukostnaði. Westnova selur að vísu eingöngu í umboðs- sölu, en fyrirtækið á Florida aftur á móti kaupir eingöngu fyrir eigin reikning." Hvað var það af framleiðslu fyrirtækisins, sem vakti mesta at- hygli á sýningunni í Bella Center? „Salix-linan okkar, sem við er- Hvað er um þessa sýningu á Bella Center að segja að öðru leyti? „Við sýndum þar ásamt hús- gagnaverslun Axels Eyjólfssonar og Ingvari og Gylfa. Þetta er árleg sýning, sem við við tókum í fyrsta skipti þátt í í fyrra. Það má segja að samstarfið við Westnova hafi verið árangur af þeirri sýningu. Flest þau fyrirtæki sem sýndu áhuga a sýningunni nú, höfðu gert það áður, en voru eitthvað uggandi um að íslensku fyrirtækin væru fær um að sjá þeim fyrir vörum og standa við gerða samninga. Það er erfitt að komast inn á erlenda markaði. Þess vegna skiptir það miklu máli hver eftirleikurinn verður nú og hvernig til tekst. Ef menn vinna heimavinnuna sína, verður eftirleikurinn auðveldari. Fjármagn verður að fást til að kaupa það hráefni, sem til fram- leiðslunnar þarf. Eins og ástandið er í dag sjá íslensk húsgagnafyrir- tæki varla fram fyrir næstu út- borgun og það verður ekki nóg- samlega undirstrikað, að það má alls ekkert bregðast að vel takist til nú, því útflutningur íslenskra húsgagna er í veði,“ sagði Reimar Charlesson að lokum. Skemmtiferðir Bflaleiga 8164-5868 Aðeins nýir og góðir bílar. Chevrolet 4x4 ferðabíll með svefnaðstöðu fyrir tvo. Verð 800 á sólahring og 8 kr. km. Renault húsbíll meö svefnaöstööu fyrir fjóra. Verö 1.000 kr. á sólahring og 10 kr. á km. Cirtoén station. Verð 800 á sólarhring og 8 kr. á km. Er ekki í símaskrá Geymið auglýsinguna. Sími 44789 Skemmtiferðir, Furulundi 8, Garðabæ Opið allan sólarhringinn 2 vikur á ótrúlega lágu verði 16. júlí Þrándheimsferðin 22. júní varð strax uppseld og biðlistinn lengd- ist stöðugt. Við efnum því til aukaferðar á sama hagstæða ver|)inu. Möguleikar þínir í Þrándheimi eru ótæmandi og má nefna sem dæmi ferðalag á bíla- leigubíl um fjöll og firði Noregs- stranda, notalega dvöl í borginni með stuttum ferðum um ná- grennið eða þú hreiðrar um þig í þægilegu sumarhúsi á Stórasandi og lætur náttúrufegurðina heilla Rútuferð Meðal þess sem Samvinnuferðm- Landsýn býður upp á í tengslum við Þrándheimsferðina er rútu- ferð um Noreg, Svíþjóð og Finn- land. í henni sækjum við heim jafnt borgir sem smáþorp, njót- um fallegs útsýnis og gleymum hvorki að skoða Vasasafnið í Stokkhólmi né reyna raunveru- legt finnskt saunabað í Seinajoki. Wi íslendingadagurinn í Gimli Tbronto *él. Tmf peg 14. júlí - 4. ágúst 14. júlí bjóðum við ódýrt leiguflug vestur um haf til Toronto og þaðan beint yfir til Winnipeg. Við minnum á ís- lendingadaginn í Gimli og öll hátíðahöldin sem honum fylgja og bendum jafnframt á að Toronto-flugið er einstaklega ódýr byrjun á góðri ferð til Vesturheims hvort sem leiðin liggur til Winnipeg, Florida, Flawaii, stórborga á vestur- ströndinni eða hvað annað sem hugurinn girnist. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.