Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
83
VEGI
Þýska sirkusfjölskyldan sem sýnir á Miklatúni
f
■
Þessi mynd talar sínu máli. Flestum finnst það sjálfsagt nógu mikið afrek
að standa á höndum á jafnsléttu, hvað þá í 16 metra hæð við þessar
aöstæður. Morgunblaðift/KEE
Sirkusfjölskyldan saman komin rétt fyrir sýningu. Frá vinstri: Peter, Sonja með son sinn, Manuela, fjölskyldu-
faðirinn Bauer, Ilagmar og Pierre.
Einbeitingin má aldrei hvika
„Brrr ... veðrið hérna er eins og vetrarveður í
Þýskalandi. Við vorum ekki lengi að fá okkur eyrna-
skjól og ullarnærröt eftir fyrstu sýninguna, enda er
kuldinn í háloftunum alltaf talsvert meiri en á jörðu
niðri,“ sögðu systurnar Manuela og Sonja Bauer,
sem hér leika háloftalistir í Tívolíinu á Miklatorgi,
ásamt fleiri meðlimum Bauer-fjölskyldunnar. Þau
eru fimm sem sýna, auk Manuelu og Sonju eru það
bróðir þeirra, Pierre, frænkan, Dagmar, og unnusti
Manuelu, Peter. Tvisvar á dag, klukkan 18 og 22,
sýna þau eitt af þremur atriðum: mótorhjólaakstur á
streng, fimleikaæfingar uppi á 16 metra háum
sveiflumöstrum eða höfuðstöðu og aðrar kúnstir á
45 raetra háu mastri. Hárrísandi atriði öll þrjú. Fjöl-
skyldufaðirinn sýnir ekki, en gætir átta mánaða
gamals sonar Sonju á meðan hún stundar vinnu sína
í háloftunum.
„Pabbi er hættur að sýna. Hann lenti í slysi
fyrir mörgum árum og lá í heilt ár á sjúkrahúsi.
Hann hefur aldrei náð sér nógu vel í bakinu til að
geta sýnt aftur, en hann þjálfar okkur og hannar
atriðin. Hann hefur samið mörg einstæð atriði og
er meðal annars hugsuðurinn á bak við sýning-
una á sveiflumöstrunum."
Bauer-systkinin eru sjöundi ættliður sirkus-
fólks af Bauer-ættinni. Móðir þeirra er einnig af
frægri sirkusfjölskyldu, svo það þarf engan að
undra þótt systkinin segi að sirkuslífið sé þeim í
blóð borið. En þetta líf er ekki alltaf dans á
rósum og sorgin hefur knúið dyra oftar en einu
sinni. Þau misstu bróður sinn fyrir þremur árum,
þegar stöng hans brotnaði í miðju atriði. Frændi
þeirra einn fórst einnig þegar hann féll úr
sveiflumastri. Sannkallað hættulíf. En hvernig er
að búa við slíka hættu? Eru þau aldrei hrædd um
að detta?
„Við hugsum aldrei um það. Það þýðir ekki.
Hræðsla, eða efi um að atriðið takist má aldrei
komast að. Við bítum á jaxlinn og vinnum okkar
verk. Einbeitingin má ekki hvika eitt andartak.
En þetta er dásamlegt líf, þrátt fyrir hættuna.
Tilfinningin að koma niður eftir velheppnað at-
riði er ólýsanleg. Auk þess fylgir starfinu mikil
ferðalög, við þeytumst heimshornanna á milli og
kynnumst ólíkum löndum og þjóðum. Það er
óneitanlega mjög spennandi."
Víst er um það að Bauer-fjölskyldan ferðast
víða. Þau eru hingað komin frá Saudi-Arabíu og
fara síðan héðan til ísrael. En hér á landi sýnir
fjölskyldan til 3. júlí, tvisvar á dag, eins og áður
segir, ef veður leyfir. En versti óvinur þeirra er
rigningin, aðeins nokkrir regndropar gera ál-
möstrin sleip og þá er of áhættusamt að sýna.
Góðir kumpánar
Þeir eru gamlir og góóir kumpánar þessir tveir, sem kannski er engin
furða, eiga það báðir sameiginlegt að slá meira á léttari strengi en aðra
og hafa viðurværi sitt af sama hlutnum, þótt með ólíkum hætti sé.
Guðmundur Árnason, málverka- og rammasali, og Örlygur Sigurðsson
listmálari.
Myndina tók ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. á Bergstaða-
stræti þann 17. júní, en þar er innrömmunarverkstæði og gallerí
Guðmundar til húsa. Að baki þeirra félaga er tólf ára gamli Volvóinn
hans Örlygs, sem eitt sinn gegndi viðameira hlutverki en því einu að
koma mönnum frá einum stað til annars: var í senn skrifstofa og
lager útgáfufyrirtækis Örlygs, Geðbótar, sem eingöngu gaf út bækur
eftir útgefandann.
Örlygur er þjóðfrægur fyrir hnyttnar og hittnar afmælisgreinar
um kunningja sína og vini, og því er ekki úr vegi að rifja upp lítið
brot úr einni slíkri hér, sem hann skrifaði um Guðmund Árnason
fimmtugan í Morgunblaðið árið 1960:
„Hann er hvorki metnaðargjarn, ágjarn, valdafíkinn, ráðskgefinn,
öfundsjúkur né hatursfullur eins og svo margir. Honum finnst hann
sjálfsagt hafa nóg á sinni könnu með sjálfan sig og eigin vandamál.
Væri óskandi að fleiri hefðu þann heilbrigða hugsunarhátt, þá væri
meiri friður á jarðríki og allir væru ekki alltaf að kássast i öllum.
Hann er með allra notalegustu mönnum að gægjast með í glas og þá
er karl í essinu sínu og lætur móðan mása og kærkomið umræðuefni
eru jafnan konur, að einni undanskilinni þó, kelli gömlu Elli, sem nú
hefir komist langleiðina með að klóra, rífa og reyta af karli hárið,
þessar skrautfjaðrir sköpunarverksins, þennan stássramma sjálfrar
ásjónunnar. Því eru það, ef til vill, ekki ástæðulausar uppbætur, að
hann hefir gert innrömmun að ævistarfi, lífsbaráttubusiness og
brauðstriti og eygir réttilega, hvað góður og smekklegur rammi er
þýðingarmikill, bæði fyrir lélega og góða mynd.“