Morgunblaðið - 26.06.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
89
Við fjölfarnasta
þjóðveg landsins
Buck. Hún gerir sögunni svo góð
skil, að maður lifir sig inn í sögu-
efnið.
Kristin Anna hórarinsdóttir
Til fyrirmyndar
Árni Markússon hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Við fórum
með krakkana okkar á sunnudag-
inn var að sjá Gulliver í Puta-
landi. Myndin var sýnd í Bíóbæ í
Kópavogi og það sem okkur fannst
eftirtektarvert við þessa ferð var
að íslenskur þulur útskýrði jafn-
óðum fyrir börnunum það sem
fyrir augu bar, svo að þau nutu
sýningarinnar miklu betur en ef
þau hefðu þurft að vera að lesa sig
fram úr textum með myndinni.
Þetta vil ég þakka fyrir, því að
mér finnst það til fyrirmyndar.
Dýr eiga að fá að
vera sem mest frjáls
S.R. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég hringi vegna
þess sem fólk hefur verið að segja
hér í dálkunum um hunda og ketti.
Mér finnst þetta fólk hafa ákaf-
lega þröngan sjóndeildarhring.
Hefur það ekkert annað til að
þrasa um en hunda og ketti? Ég
hef þá skoðun, að dýr eigi að fá að
vera sem mest frjáls, ekki vera
innilokuð og óhamingjusöm, eins
og mörg dæmi eru um, eða verða
að þola klíp og pínslir af krökkum.
Oft hefur maður horft upp á það.
Niðursoðinn kattamatur er ekkert
annað en óþarfi. Ég hef átt kött
sjálf og hann hefur etið allan
venjulegan mat, bæði fisk og kjöt
og kartöflur og rófur, og ekki
þurft neinn sérstakan kattamat og
raunar ekki viljað sjá hann.
Stefán Jónsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að minna á,
hversu oft má sjá illa hirtar girð-
ingar og kofaskrifli meðfram veg-
um landsins, eins og sést á með-
fylgjandi myndum.
Þeim sem umgangast svona lag-
að daglega þykir jafnvel ekkert at-
hugavert við þetta, hvorki hliðið
né kofann, en gesturinn sem fer
um veginn tekur betur eftir og
svona mynd festist honum í minni.
Myndirnar sem ég sendi þér
með þessum línum eru teknar í
höfuðborginni okkar, Reykjavík,
við fjölfarnasta veg landsins, rétt
ofan við Rauðavatn. Væri nú ekki
hægt að skylda hlutaðeigandi til
að gera viðeigandi ráðstafanir eða
gera þær ella á þeirra kostnað?
Ef allir lagfærðu það sem lag-
færa þyrfti og gerðu hreint fyrir
sínum dyrum, þá ættum við
hreina og fagra borg og bæi.“
Fimmtíu lagðar — og
ekki allt upp urið
J.H. Hafnarfirði, vistmaður á
Sólvangi, skrifar:
„Víðkunni Velvakandi.
Ég sendi þér þetta, þótt óvíst
telji, að þér finnist fært að birta
svona mikla langloku. En mér hef-
ur löngum þótt skrítið, hvað oft
seinna atkvæðið í tveggja atkvæða
orðum í máli okkar er ull, þótt
fjarri því sé að vera það. Þegar
þessir 50 lagðar voru fundnir,
kærði ég mig ekki um að tína
meira saman, enda þótt ei muni
alveg allt upp urið.
Oft er á hogværð horgull
Af háværum kröfum urmull
Klakkari er víðrórull
Kramgjarn og stundum svörull
Kundinn við klakk var boggull
Bræddur oft tólgarköggull
llugdeigur talinn heigull
Hardur í jörðu deigull
Villuráfandi vingull
Vingsar í klukku dingull
llvimleiður reynist hvikull
llálfu verri þó svikull
Iningur er dreginn drösull
Dettinn má heita hrösull
Nóg kryddar matinn negull
Næmur við járn er segull
lleimskauta millum möndull
Margvafinn strangi göndull
Stór er á hafi stökkull
Stendur und húsi sökkull
11 rófatildur er hröngull
llrekkur af trjágrein köngull
Kliknaður blaðlaus stöngull
Köndum er vafinn ströngull
Á grunnsævi þróast þongull
í þorskinn má krækjast öngull
Kvers herðar að klæðir hökull
Hirðir sálna sé vökull
Báglegt starf hafði böðull
Við býlin var fyrr meir stöðull
Settur á hest er söðull
Sígur að kveldi röðull."
siGeA v/öga « itLvtmi
ORION
Ekki bara
verðtrygging
heldur ávöxtun
sem um munar
Vissir þú,
að spariskírteini, veðskuldabréf og önnur
verðbréf skila þér mun meiri ávöxtun en
innistæður á bankareikningum
Vissir þú,
að með því að festa fé í spariskírteinum eða
veðskuldabréfum getur þú verðtryggt sparifé
þitt og fengið allt að 8% ársvexti þar ofan á?
Vissir þú,
að vaxandi verðbréfaviðskipti gera það að
verkum að verðbréf eru yfirleitt auðveld í
endursölu ef þú skyldir vilja losa fé fyrr en þú
ráðgerðir
Vissir þú,
að sérhæft starfsfólk Kaupþings hf. aðstoðar
þig við að taka réttar ákvarðanir varðandi
kaup og sölu verðbréfa
H
KAUPÞING GEFUR ÞÉR GÓÐ RÁÐ
KAUPÞING HF
Húsi verzlunarinnar, 3. hæö, simi 8 69 88
Veröbréfasala, fjárvarzla, þjóðhagsfræði-,
rekstrar- og tölvuráðgjöf. Fasteignasala
og leigumiölun atvinnuhúsnæðis.
50 „hagalagðar“
Albest til fata alull
Auóvitaó sé það vorull
Hægt er ad nota haustull
lllýleg má teljast bómull
Kldur ei grandar glerull
Gljáfægir málma stálull
Kinangrar steinvegg steinull
Stefnulaus jafnan reikull
Spyrjandi margs er spurull
Sparar sér mælgi þögull
< jræfaferó fer ötull
lllfær þar margur jökull
Skriplar á brautu skeikull
Skjótur ad breytast svipull
Telst ein spilasort tígull
Títt er þar gróóinn stopull
Tryggir sér vini veitull
Vel er sédur hver gjöfull