Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
91
aði á allt annan veg, bæði skýrar
og ákveðnar og umheimurinn
breyttist jafnmikið gagnvart hon-
um.
En hermannakveðjurnar einar
og sér gáfu lítið í aðra hönd og
Voigt fór nú að hugsa um hvernig
hann gæti notað þau áhrif, völd og
virðingu, sem hann hafði nú áunn-
ið sér, til að drýgja tekjur sínar
enda hafði hann eytt heilu mánað-
arkaupi í búninginn og fannst það
að vonum heldur dýrt spaug ef
ekkert annað og meira kæmi í
staðinn en kveðjur óbreyttra her-
manna. Hugmyndir hans tóku
smám saman að fá á sig skýra
mynd og Voigt ætlaði svo sannar-
lega ekki að ráðast á garðinn þar
sem hann var lægstur.
Hernaðaráætlun
Köpenick
Margir hafa orðið til að stinga
niður penna og greina frá þeim
atburðum sem nú verður sagt frá
og má þar m.a. nefna bráð-
skemmtilega frásögn Sveins Ás-
geirssonar í bókinni „Svikahrapp-
ar og hrekkjalómar". Hér á eftir
verður að mestu fylgt þeirri frá-
sögn enda gefur hún góða mynd af
því sem gerðist í Köpenick þessa
haustdaga árið 1906.
Að morgni hins 16. október
borðaði Voigt að venju morgun-
verð hjá systur sinni og hélt að því
búnu niður á járnbrautarstöð í
vinnugallanum, en með stóra
pappaöskju undir hendinni. Þar
brá hann sér inn á salerni og
skipti um föt. Inn gekk skósmiður,
en út kom höfuðsmaður í prússn-
eska hernum. Hann tók lestina til
Plötzensee í útjaðri Berlínar, en
þar hafði hann í hyggju að safna
liði því nokkurn her þurfti hann
óhjákvæmilega að hafa. Plötzen-
see var baðstaður og þar voru
jafnan margir hermenn. Þegar
þangað kom, fór Voigt inn á
bjórstofu og fékk sér hressingu.
Þegar brjóstbirtan var orðin
nægileg, spratt hann á fætur og
hélt af stað út í tvísýnuna eins
beinn í baki og hann gat.
Hann hafði ekki gengið lengi er
hann rakst á fimm hermenn
ásamt undirliðþjálfa. Nú var ann-
aðhvort að hrökkva eða stökkva.
„Stansið!" öskraði Voigt, og undir-
liðþjálfinn nam staðar ásamt
mönnum sínum. Þeir horfðu undr-
andi á höfuðsmanninn, sem spurði
þá hvaðan þeir kæmu og hvert
þeir væru að fara. t sömu mund
komu fjórir hermenn fyrir hornið
og Voigt stöðvaði þá einnig.
„Flokkurinn er nú undir minni
stjórn,“ hvæsti hann. „Til járn-
brautarstöðvarinnar í Pulitzer-
stræti. Áfram gakk ... “ Her-
mennirnir hlýddu og héldu af stað
fylktu liði, en Voigt þrammaði eft-
ir gangstéttinni í takt við þá.
Hann trúði því varla hversu auð-
velt þetta hafði verið. Þarna mars-
éraði hann allt í einu með tíu
prússneska hermenn, sem hlýddu
skilyrðislaust skipunum hans.
Þeir komu til Köpenick laust
fyrir klukkan fjögur. Frá braut-
arstöðinni var haldið fylktu liði,
en enn vissi enginn nema höfuðs-
maðurinn, hvert ferðinni var heit-
ið. Krakkar og aðrir vegfarendur
gláptu á fylkinguna og sáu hana
nema staðar fyrir framan ráðhús-
ið. Brátt safnaðist þar fyrir tals-
verður mannfjöldi og fylgdist með
hinum gamalreynda höfuðsmanni
gefa mönnum sínum skipanir.
Einn hermaður skyldi standa vörð
við hverjar af þrennum útgöngu-
dyrum ráðhússins og hleypa eng-
um út né inn. Sjálfur hélt hann
síðan ásamt undirliðþjálfanum og
þeim hermönnum, sem ekki þurftu
að standa vörð, inn í ráðhúsið.
Þeir gengu rakleitt upp þrepin að
aðaldyrunum, inn í anddyrið, upp
stigann að fyrstu hæð og beina
leið inn í skrifstofu borgarstjór-
ans.
„Eruð þér borgarstjórinn í Köp-
enick?" öskraði Voigt, eins og
hann væri að skipa undirmönnum
sínum fyrir. Dr. Langerhans,
borgarstjóri, svaraði því játandi,
hikandi og hissa. „Samkvæmt
keisaralegri skipun eruð þér hér
með tekinn höndum. Þér verðið að
fylgja okkur til Berlínar." „Hvað
meinið þér ... mætti ég fá að sjá
handtökuskipunina?" sagði borg-
arstjórinn og leist nú ekkert orðið
á blikuna. „Þessir hermenn eru
mín handtökuskipun, herra borg-
arstjóri." Að svo mæltu skipaði
Voigt tveimur hermönnum að
gæta borgarstjórans, meðan hann
færi sjálfur í könnunarferð um
ráðhúsið.
Með fjórum hermönnum
þrammaði hann síðan um ganga
ráðhússins, því nú var komið að
megintilgangi þessara hernaðar-
aðgerða. Hann nam staðar við dyr
lögregluvarðstjórans og sparkaði í
hurðina, svo hún hrökk af stöfum,
en varðstjórinn, sem hafði dottað í
stólnum, meðan ráðhúsið var
hertekið, þaut upp með andfælum.
„Góðan daginn," sagði Voigt háðs-
lega og klappaði á öxlina á mann-
inum. „Svo að þér sofið á verðin-
um. Haldið þér, að yður sé borgað
fyri það?“ „Ó, fyrirgefið, fyrirgef-
ið,“ stamaði lögregluvarðstjórinn
og sló saman hælunum. „Gerið
skyldu yðar,“ skipaði Voigt. „Farið
út á ráðhústorgið og sjáið um, að
ekkert verði til að trufla mig í
skyldustarfi mínu.“ Varðstjórinn
þaut þegar út og hneppti að sér
einkennisjakkanum í leiðinni.
Voigt fór nú inn á skrifstofu
bæjargjaldkerans og skipaði hon-
um að gera þegar í stað upp kass-
ann og ganga frá bókhaldinu því
hann væri tekinn fastur. Voigt
varð nú litið út um gluggann, því
hann heyrði mikinn klið frá
mannfjöldanum og sá hann þá,
hvar ríðandi lögregluforingi var
kominn á vettvang og var að rífast
við hermennina, sem samkvæmt
skipun Voigts meinuðu honum
inngöngu. Síðan ýtti hann byssu-
stingjum hermannanna til hliðar
og ruddist inn í ráðhúsið. Voigt
var skjótur að hugsa og fór þegar
á móti honum. Lögregluforinginn
heilsaði Voigt að hermannasið og
kynnti sig. Hann hefði verið á eft-
irlitsferð og séð mikinn mann-
fjölda fyrir framan ráðhúsið. Vildi
höfuðsmaðurinn segja sér, hvað
væri eiginlega á seyði? Voigt sagði
honum þá að upp hefði komist um
misferli í stjórn bæjarins og bað
hann jafnframt að aðstoða sig við
skyldustörf sín, þ.e. handtöku
embættismanna bæjarins. Að-
stoðarlögreglustjórinn tók síðan
að sér stjórn aðgerða fyrir utan
ráðhúsið, að halda mannfjöldan-
um í skefjum.
Á göngum ráðhússins rakst
Voigt á ráðvilltan lögregluþjón og
fékk honum það verkefni að sækja
tvo lokaða leiguvagna og koma
með þá að bakhlið ráðhússins,
þannig að unnt væri að flytja
fangana burt, án þess að mann-
fjöldinn yrði þess var. Lögreglu-
þjónninn þaut þegar af stað til að
framkvæma skipunina og á leið-
inni velti hann því fyrir sér, hvað
það gæti verið, sem þessir þorpar-
ar, þorgarstjórinn og bæjargjald-
kerinn, hefðu brotið af sér. Og
þannig hugsaði víst helmingur
allra íbúa Köpenick, sem nú var
saman kominn fyrir utan ráðhús-
ið. Á torginu heyrðist talað um
milljónafjárdrátt, en sumum
fannst sennilegra, að um landráð
væri að ræða, því annars hefðu
þeir ekki sent hermenn til að
handtaka þá.
Þegar gjaldkerinn var tilbúinn
með uppgjörið kom í ljós að í bæj-
arsjóði voru rúmlega fjögur þús-
und mörk í reiðufé og Voigt skip-
aði svo fyrir að féð skyldi sett í
poka og kvittun útbúin. Síðan tók
höfuðsmaðurinn við pokanum og
kvittaði undir, „von Áloesam, hö-
fuðsmaður". Þetta gerði hann með
fýlusvip, sem var engin uppgerð.
Bæjarsjóðurinn var svo langtum
minni en hann hafði látið sér
detta í hug. Hann bjóst við því, að
sjóðurinn hlyti að hafa að minnsta
kosti fimmtíu eða hundrað þúsund
mörk að geyma. Voigt þakkaði
fyrir stuttur í spuna og kastaði
kveðju á gjaldkerann, kuldalega.
Síðan hélt hann í anddyri ráð-
hússins til að gefa undirliðþjálf-
anum frekari fyrirmæli: Jafn-
skjótt og lögregluforinginn kæmi
með vagnana, skyldi haldið af stað
með borgarstjórann og bæjar-
gjaldkerann áleiðis til aðalstöðva
hersins í Berlín, þar sem þeir
skyldu afhentir æðsta stjórnanda.
Þegar vagnarnir væru farnir, áttu
hermennirnir enn að halda vörð
um ráðhúsið í hálftima, en halda
síðan til herbúða sinna.
Að svo búnu gekk Voigt höfuðs-
maður hægt og hátíðlega út um
aðaldyr ráðhússins og niður þrep-
in, en grafarþögn sló á mannfjöld-
ann. Allir störðu með óttabland-
inni forvitni á manninn, sem hafði
hertekið ráðhús bæjarins, en
Voigt leit með yfirlætissvip á
mannfjöldann. Aðstoðarlögreglu-
stjórinn ruddi honum braut gegn-
um mannfjöldann og höfuðsmað-
urinn bar þrjá fingur upp að húfu-
derinu í kveðjuskyni. Síðan hrað-
aði hann sér eins og leið lá niður
að járnbrautarstöð og hélt þaðan
með lest til sömu stöðvar, sem
hann hafði haldið frá um morgun-
inn.
Þegar þangað kom, hélt höfuðs-
maðurinn að farangursgeymsl-
unni, því að þar átti hann stóra
pappaöskju geymda. Með hana
undir hendinni smeygði hann sér
inn á salerni og lokaði tryggilega
að sér. Stuttu síðar gekk þaðan út
hæglátur, roskinn og lotinn mað-
ur, Wilhelm Voigt, skósmiður,
með pappaöskju undir hendinni. Á
heimleiðinni losaði hann sig við
pappaöskjuna í auðum geymslu-
skúr enda bjóst hann ekki við að
þurfa meira á einkennisbúningn-
um að halda.
Viðbrögð umheimsins
og afleiðingar
Tveir vagnar komu til aðal-
herstöðvanna í Berlín, um svipað
leyti og Voigt, skósmiður, var að
svífa inn í svefninn heima hjá sér,
sæll og rólegur eftir vel heppnað-
an en strangan dag. Fangarnir
voru afhentir yfirvarðmanninum,
sem vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið og bað hann hermennina
um að bíða augnablik. Hann hafði
þegar samband við næsta yfir-
mann sinn og svo koll af kolli og
að lokum var haft samband við
æðsta yfirmann aðalherstöðva
prússneska hersins í Berlín,
Moltke greifa. Greifinn hlustaði á
fréttirnar og gerði síðan boð fyrir
lögreglustjórann í Berlín, sem aft-
ur boðaði til sín fjölda manna úr
rannsóknarlögreglunni. Smám
saman fór að renna upp fyrir
mönnum hvað hér var á seyði, þótt
þeir vildu ekki trúa því fyrr en í
lengstu lög. Svo einstakt og furðu-
legt virtist þetta mál. Hvernig í
ósköpunum gat slíkt átt sér stað?
Hvernig átti að skýra þetta gagn-
vart umheiminum? Hvað myndu
menn segja, þegar það fréttist, að
einn svikahrappur hefði blekkt
æðstu yfirvöld bæjarfélags, lög-
regluna og prússneska herinn á
einu og sama bragði — og fengið
her og lögreglu til að aðstoða sig
við að stela bæjarsjóðnum, meðan
flestir íbúar bæjarins stóðu sem
áhorfendur fyrir utan ráðhúsið?
Yfirvöld hugleiddu þann mögu-
leika að þagga málið niður en féllu
frá því ráði þar sem þá yrði útilok-
að að ná í þrjótinn. Almenningur
yrði að fá vitneskju um það, sem
gerst hafði, svo að hann gæti að-
stoðað lögregluna við að hafa
hendur í hári hins ósvífna glæpa-
manns. Og þannig varð almenn-
ingi sagan heyrinkunn, jafnframt
því sem tilkynnt var, að hverjum
þeim sem gæti gefið lögreglunni
upplýsingar, sem leitt gætu til
handtöku svikahrappsins, væri
heitið 2.500 mörkum. Viðbrögð
manna urðu eins og ýmsir höfðu
kviðið í aðalstöðvum hersins,
nema hvað þau urðu bæði meiri og
verri — fyrir herinn og lögreglu-
na. Eitt Berlínarblaðanna sagði
m.a.: „Um allan heim eru menn að
rifna af hlátri, og séu guðirnir enn
á Ólympsfjalli, hlóta þeir að velt-
ast um með hláturskrampa. Ein-
kennisbúningurinn er okkar helgi-
dómur. Staðreyndin er sú, að það
er einkennisbúningurinn, hver svo
sem í honum er, sem fer með
æðstu völd í Prússlandi. Allir
varpa sér í duftið fyrir einkenn-
isbúningnum."
Og ekki dró það úr kátínu
manna, þegar einkennisbúningur
Voigts fannst í geymsluskúrnum
og í Ijós kom að merkið á húfunni
hafði snúið öfugt, og að ýmislegt
fleira var athugavert við búning-
inn, sem eflaust hafði verið keypt-
ur hjá skransala. En enginn hafði
veitt þessu athygli, meðan ein-
kennisbúningurinn skipaði her og
lögreglu fyrir verkum. Wilhelm
Voigt var þegar búinn að fá sinn
ódauðlega titil, „höfuðsmaðurinn
frá Köpenick", áður en hann
fannst. Og nú spurðu allir: „Hver
er höfuðsmaðurinn frá Köpenick,
og hvar er hann niðurkominn?"
Mikil eftirvænting ríkti meðal
þjóðarinnar, en þó grunaði engan,
að svarið við þeim spurningum
væri það, sem á vantaði til að gera
skrípaleikinn fullkominn. Lögregl-
an hóf þegar ákafa leit að hinum
harðsvíraða glæpamanni og al-
menningur tók virkan þátt í leit-
inni, bæði af forvitni og svo vegna
verðlaunanna. Yfir 2.000 manns
voru yfirheyrð, en allt kom fyrir
ekki.
Það var ekki fyrr en sverðið
fannst, á járnbrautarstöðinni þar
sem Voigt hafði haft fataskipti,
sem lögreglan komst á sporið og
tíu dögum eftir hina heimsfrægu
viðburði í Köpenick, réðust vopn-
aðir lögreglumenn til inngöngu í
litlu íþúðina, þar sem Voigt
skósmiður sat að morgunverði.
Enn voru tveir þúsund marka
seðlar í vasa hans. Handtaka
Voigts hleypti nýrri hláturskviðu
af stað um heiminn. Höfuðsmað-
urinn frá Köpenick var þá roskinn
smáafbrotamaður, gamall kunn-
ingi lögreglunnar, lotinn og hjól-
beinóttur skósmiður, sem aldrei
hafði gegnt herþjónustu. Breska
blaðið „Review of Reviews" skrif-
aði meðal annars: „Hvílíkur dá-
semdar glæpamaður. Hann vann
verk sitt á svo einfaldan hátt,
áætlun hans var gjörhugsuð, og
háðið og ádeilan í þessu áfreki
hans hefur djúpstæða merkingu.
Honum hefur tekist að fá heiminn
til að hlæja í meira en viku — og
fyrir það framlag ætti að sæma
hann heiðursmerkjum og veita
honum ævilöng eftirlaun ..."
í öðru bresku blaði sagði svo:
„Ef einhver spyrði okkur, hverjum
ætti að veita Nóbelsverðlaunin
sem viðurkenningu fyrir merki-
legt framlag í þágu mannkynsins,
þá myndum við ekki vera í neinum
vafa um það, að þau ætti enginn
fremur skilið en Wilhelm Voigt,
höfuðsmaðurinn frá Köpenick.
Tilbeiðsla einkennisbúningsins,
sem einmitt hefur gengið út í fár-
ánlegustu öfgar í Prússlandi, hef-
ur aldrei verið afhjúpuð jafn mis-
kunnarlaust." Þannig var Wilhelm
Voigt allt í einu orðinn einn af
velgjörðarmönnum mannkynsins,
þótt tilgangur hans hafi verið allt
annar í upphafi, eins og hér hefur
komið fram.
Það var augljóst frá upphafi
réttarhaldanna að allra samúð var
með Voigt, en dómstóllinn gat
ekki sýknað hann, hversu feginn
sem hann vildi. Hann var dæmdur
í fjögurra ára fangelsi, en látinn
laus eftir 20 mánaða dvöl vegna
góðrar hegðunar og að því er sagt
var samkvæmt skipun frá „æðri
stöðum", þ.e. frá sjálfum keisar-
anum. Meðan hann sat í fangels-
inu var skipuð nefnd til að annast
fjársöfnun í því skyni að tryggja
honum fjárhagslega áhyggjulaust
ævikvöld, er hann kæmi úr fang-
elsinu. Kona nokkur af auðugri
gyðingaætt tryggði honum 100
marka eftirlaun á mánuði, meðan
hann lifði og honum barst yfir 100
bréf frá konum sem buðu honum
hjónaband, og meðal þeirra voru
tvær amerískar stúlkur og ekkja
frá Bretlandi.
En örlögin höguðu því þannig,
að Wilhelm Voigt átti eftir að
klæðast einkennisbúningi höfuðs-
manns í prússneska hernum árum
saman, eftir að hann var laus úr
fangelsinu. Hann var ráðinn til að
koma opinberlega fram víðs vegar
í Þýskalandi í fjölleikahúsum og
fólk dreif að úr öllum áttum, til að
fá að sjá hinn víðfræga „höfuðs-
mann frá Köpenick" í fullum
skrúða. Einnig fór hann í sýn-
ingarferð um Bandaríkin, gaf eig-
inhandaráritanir og var hvar-
vetna fagnað sem þjóðhetju. Hann
ritaði endurminningar sínar, með
aðstoð blaðamanns, og nefndist
bókin: „Hvernig ég varð höfuðs-
maðurinn frá Köpenick“. Bókin
seldist vel og loks var svo komið
að Voigt var orðinn auðugur
maður. Hann settist að í Lúxem-
borg skömmu fyrir fyrri heims-
styrjöld og lést þar 72 ára að aldri.
Hann gegndi aldrei herþjónustu,
en varð þó einn frægasti foringi í
hernaðarsögu Evrópu. Hann naut
engrar virðingar í heimalandi sínu
fyrr en hann hafði gert lögreglu
og her að athlægi og gert grín að
tilbeiðslu Prússa á einkennisbún-
ingnum, óafvitandi að vísu. Hann
ferðaðist um lönd og álfur eftir
afbrot sitt og varð auðugur maður
og hefur ef til vill sannað, að af-
brot geta borgað sig, ef þau geta
orðið mannkyninu til gagns og
gamans.
(Heimild: Sveinn Ásgeirsson,
„Svikahrappar og hrekkjalóm-
ar“/Sv.G. tók saman.)
Nokkrir hermannanna sem hlýddu skipun skósmiðsins á leid til réttarhaldanna.