Morgunblaðið - 29.07.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
11
Frá merkum samtökum
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Slysavarnafélag íslands. ÁRBÓK
1983. 178 bls. Rvík. 1983.
Saga Slysavarnafélags íslands
sýnir hvers frjáls félagasamtök
eru megnug. Félagið var í fyrst-
unni stofnað af brýnni nauðsyn,
lífsnauðsyn. »Á þriðja áratugnum,
eða rúmum þrem árum áður en
SVFÍ var stofnað, hafði átakan-
legt sjóslys orðið í minni heima-
byggð, þar sem tíundi hver maður
þorpsins hafði týnst í aftaka-
veðri,« sagði Gunnar Friðriksson,
fyrrverandi forseti félagsins, í
kveðjuræðu. Sjóslys voru þá mun
tíðari en slys í landi. Starf slysa-
varnafélagsins var því skipulagt
með hliðsjón af björgun úr sjávar-
háska, fyrst og fremst.
í árbókinni eru að venju félaga-
skýrslur ýmsar, en einnig þættir
um slys og björgunarafrek. Þann-
ig er hér allýtarlegur þáttur um
Pelagus-slysið við Vestmannaeyj-
ar. Pelagus var sem kunnugt er
belgískur togari. Tildrög slyssins
voru þau að vél skipsins bilaði
fyrir sunnan land og kom þá ann-
að skip og tók Pelagus í tog áleiðis
til Vestmannaeyja. Þegar undir
Eyjar kom var haft samband við
umboðsmann í Eyjum og fengu
Belgarnir að vita að hafnsögu-
maður tæki skipin ekki inn fyrr en
með birtingu og skyldu þeir því
halda sjó til morguns. Þeim boð-
um hlýddu þeir ekki. Taugin á
milli skipanna slitnaði og Pelagus
rak upp í stórgrýtisurð á versta
stað.
Hannes Þ. Hafstein ritar hér
stuttan þátt um atburð þann er
báturinn Léttir fórst á Breiðafirði.
Þrír voru um borð, skipstjóri og
börn hans tvö, sautján ára stúlka
og átján ára piltur. Bátnum
hvolfdi skyndilega. »Við slysið
drukknaði skipstjórinn og týndist
en systkinin komust á kjöl og síð-
an um borð í gúmmíbjörgunarbát-
inn eftir að hafa sýnt ótrúlegt
þrek, áræði og dugnað.« Og satt er
það. Af frásögn þeirra að dæma
mega undur heita að þau skyldu
komast af. Þar voru drýgðar
sannkallaðar hetjudáðir.
Nú er svo komið að slys á landi
eru orðin tíðari en sjóslys. Algeng-
ust eru umferðarslys af ýmsu tagi.
Orsakanna getur þá allt eins verið
að leita til aulaskapar, kæruleysis.
Ennfremur kemur fyrir að menn
villast í óbyggðum. Þá er hafin
leit. Frá einni slíkri segir óalfur
íshólm Jónsson í þættinum Leit að
slösuðum manni á afrétti Laugdæla.
Tildrög slyssins voru þau að þrlr
menn lögðu leið sína um afréttinn
á vélsleðum. Einn þeirra ók fram
af gilbarmi, lenti í grjóturð og
slasaðist. Var nú hafist handa að
sækja hann og færa til byggða. En
þegar á staðinn kom gripu leitar-
menn í tómt. Fuglinn var floginn!
Allt endaði þó skaplega, sumpart
vegna hagstæðra tilviljana. En um
vélsleðakappana og útbúnað
þeirra segir sögumaður, sem jafn-
framt tók þátt í leitini: »Þeir voru
illa klæddir; þeir voru matarlaus-
ir; þeir voru hjálparlausir; þeir
voru ókunnugir á þessum slóðum;
þeir voru fyrirhyggjulausir að
yfirgefa slysstað, þegar búið var
að fara eftir hjálp.* Segir sög-
umaður að ekki sé von á góðu þeg-
ar stofnað sé til ferðalaga með
slíkum hætti.
Algengasta tegund slysa munu
nú vera umferðarslys í þéttbýli.
Hannes Þ. Hafstein
Akstur er orðinn svo hversdags-
legur að fólk er hætt að vanda sig
og ugga að sér. Til dæmis er at-
hyglisvert að mörg slys verða með
þeim hætti að ekið er á ljósa-
staura. Þó fyrir geti komið að
ástand ökutækis eða tilfallandi
óhöpp valdi mun ökumanni sjálf-
um oftast um að kenna: hann
gleymir sér, horfir á eitthvað ann-
að en veginn framundan.
Slys við ár vötn verða sjaldnar
en eru þó hvergi fátíð. Slysavarna-
félagið varar við — vafalaust af
marggefnu tilefni — að þeir, sem
hafa áfengi um hönd, leggi út á ár
og vötn á bátum. Raunar gildir hið
sama um hvers konar ferðalög.
Þess má að lokum geta að marg-
ar myndir prýða þessa greinar-
góðu árbók, bæði af félögum slysa-
varnafélaganna og eins af atburð-
um þeim sem frá er greint í bók-
inni.
Erlendur Jónsson
QRLRNT
STATION
verð kr.338.900
(Gengl 5.7.’85)
Allir á völlinn
Víkingur — ÍBK
á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.00.
Stepstöðin m Blónnihúóin \or Austuiveri VórcHcxtie. 4> Austurveri
MKggSjgSB WmmÝSi Video Sport Miöbæ, Háaleitisbraut, Ægisíöu 123, sími 33460. HDglerborg hf fy\
OAISMRAUNI 5 - MAFNARFIROt - SlMl 53333