Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 15 SÆRÐIST í ÁRÁS — Einn þeirra 33, sem slösudust i árás grímu- klæddra manna á arabíska háskólann í Hebron á vesturbakka Jórdan- ár, sést hér fluttur á milli sjúkrahúsa í fyrradag. (Sim»mjnd ap.) Hundruð tyrkn- eskra fanga í hugursvelti í tyrkneskum fangelsum. Benda lögfræðingar á, að hvergi sé stafkrók að finna í tyrkneskum lögum, þar sem leyfð er harð- neskjuleg meðferð fanga. Mikil örtröð hefur verið í tyrkneskum fangelsum undan- farna mánuði og eru þau flest yfirfull. Hafa yfirvöld í landinu lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa ástands. Eru dæmi þess, að fangar hafi orðið að hírast innan rimlanna í átta mánuði áður en mál þeirra hafa verið tekin fyrir. Norðmenn kvænast til fjár Osló, 28. júlí. Frá Rolf Lövström, frétUriUra Morgunbladsins. NORÐMENN ganga í síauknum mæli í hjónaband með útlendingum, gegn greiðslu, að því er Carl Hugo- Lund, yfirmaður norska útlendinga- eftirlitsins segir í viðtali við Aften- posten. Venjulega er tilgangurinn sá einn með giftingunum, að koma viðkomandi útlendingi inn í land- ið, þannig að hann fái dvalar- og atvinnuleyfi í Noregi. Margir yrðu annars að snúa frá vegna tak- markana á innflutningsleyfum. IsUnbúl, 28. júlí. AP. MÖRG hundruð fanga bættust í dag í hóp 150 vinstrisinna, sem eru í haldi, og hófu hungurverkfall til þess að mótmæla einangrun og barsmíðum, sem sumir fanganna hafa sætt. Það voru aðstandendur fanganna og lögfræðingar þeirra, sem skýrðu frá þessu í dag. - Að sögn þeirra var talið, að fjöldi mótmælendanna næmi um 1.800 í hinum ýmsu fangels- um landsins. Var jafnframt frá því skýrt, að flytja hefði orðið fjölda fanga á hersjúkrahús vegna veikinda í tengslum við sult. Þessi óvæntu og áður óþekktu mótmæli fanganna miða einkum að því að afnema með öllu ein- angrun fanga, sem tíðkast hefur Blóðugar erjur Tamila og Sinhala á Sri Lanka Colombo, Sri Lanka, 28. júlí. AP. SAUTJÁN fangar af ættflokki Tam- ila voru myrtir í Welikada-fangels- inu í Colombo í vikunni, að þvi er yfirvöld hafa staðfest. Þetta er í ann- að sinn á þessari viku að fjöldi Tam- ila er drepinn innan fangelsisveggja. Talið er fullvíst, að ódæðismennirnir hafl verið úr röðum Kinhalesa í bæði skiptin. hefði verið brenndur til bana í ólátum 130 sjómanna í hafnar- borginni Trincomalee. Því var loks bætt við, að tveir hefðu látist í lestarslysi á leiðinni Kandy-Col- ombo snemma í morgun. Upplýs- ingar þessar voru veittar af innan- ríkisráðuneytinu. AIls hafa því 71 látist á Sri Lanka að undanförnu í óeirða- bylgju, sem hófst sl. laugardag er skæruliðar Tamila sátu fyrir 13 stjórnarhermönnum og drápu þá. Tala látinna er af sumum talin vera um 100, auk þess sem mörg hundruð manns eru sögð hafa slasast. Opinber yfirvöld hafa ekki vilja staðfesta þessar fregnir. Tveir Tamilar særðust ennfrem- ur í átökunum í fangelsinu. Gengu árásarmennirnir svo vasklega fram í aðgerðum sínum, að beita varð táragasi til þess að hrekja þá aftur í klefa sína. Voru 36 fangar færðir á milli fangelsa eftir átök- in. Fyrstu fregnir hermdu, að átök- in hefðu ekki átt sér stað innan fangelsisveggjanna heldur á öðr- um ótilgreindum stað. Þá voru þrír fangar drepnir í uppþoti í fangelsi í borginni Jaffna á norðurhluta Sri Lanka í gær. Var staðfest, að þar hefðu Tamilar verið á ferð og banað þremu. Sinhalesum. Jafnframt bárust af því fregnir, að maður Afturreka Osló, 28. júlí. Frá Rolf Lövström, fréttariUra Mbl. UÓSMYNDARA frá Ósióarskrif- stofu TASS-fréttastofunnar sovézku var í dag meinað aó koma til Sví- þjóðar þrátt fyrir hótanir hans við landamæraverði um hefndir af hálfu sovézkra yfirvalda. Ljósmyndarinn hugðist fara til móts við hjólreiðamenn, sem eru í friðarför frá Moskvu til Washing- ton. Hann var ekki með vegabréfs- áritun í lagi og var því snúið við. Brást ljósmyndarinn hinn versti við og gerðist mjög hrokafullur og hótaði ýmsu í nafni sovézkra yfir- valda. Allir Sovétmenn, sem ætla til Svíþjóðar, verða að hafa fengið vegabréfsáritun. Ljósmyndarinn hafði fengið áritun til að fara frá Osló til Stokkhólms, en leyfið rann út 15. júlí sl. ■ ■■ \V/ ERLENT Nauölending í Gimli Boeing-767 flugvél frá Air Canada flugfélaginu varð að nauðlenda á laugardag vegna bilunar og nærtækast var að lenda á flugvelli við Gimli í Manitóba, á íslendingaslóðum, en þar var þessi mynd tekin. Flugvöllurinn er ekki lengur notaður til flugumferðar, en kappakstursmenn hafa lagt hann undir sig. Undirheimaforingi veginn á götu í París París, 28. júlí. AP. ÓÞEKKTUR morðingi skaut snemma í morgun þekktan undir- heimaforingja, Gilbert Zemmour, til bana. Zemmour var fjórði bróðirinn í hinni þekktu „Z“-klíku gyðinga, sem var allsráðandi í undirheimum l'arísarborgar um tveggja áratuga skeið. Að sögn lögreglu var Zemmour skotinn um 50 metra frá íbúð sinni, þar sem hann var á gangi með fjóra hunda sína um kl. 5.30 í morgun. Fundust sex kúlur í líki Zemmour við rannsókn slyssins. Nokkrar klukkustundir liðu áð- ur en líks Zemmour fannst. Það voru starfsmenn borgarinar, sem komu auga á það, þar sem það lá í blóðpolli. Gilbert Zammour hafði orð á sér fyrir að vera löghlýðnastur fimm bræðra. Hann var sagður hafa skilið við félagsskap bræðr- anna fyrir nokkrum árum og hóf þá hótelrekstur á eigin spýtur. Gilbert er annar Zammour- bræðranna, sem lætur lífið á þessu ári. Leiðtogi bræðranna, Eddie, var skotinn í Miami í febrúar. AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepoo! 2. ágúst Bakkafoss 12. ágúst City of Hartlepool 23. ágúst Bakkafoss 2. sept. NEW YORK City of Hartlepool 1. ágúst Bakkafoss 11. ágúst City of Hartlepool 22. ágúst Bakkafoss 1. sept. HALIFAX City of Hartlepool 4. ágúst City of Hartlepool 25. ágúst BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 31. júlí Eyrarfoss 14. ágúst Álafoss 21. ágúst FELIXSTOWE Eyrarfoss 1. ágúst Álafoss 8. ágúst Eyrarfoss 15. ágúst Álafoss 22. ágúst ANTWERPEN Eyrarfoss 2. ágúst Álafoss 9. ágúst Eyrarfoss 16. ágúst Álafoss 23. ágúst ROTTERDAM Eyrarfoss 3. ágúst Álafoss 10. ágúst Eyrarfoss 17. ágúst L Álafoss 24. ágúst HAMBORG ' Eyrarfoss 4. ágúst ■ Álafoss 11. ágúst Eyrarfoss 18. ágúst Álafoss 25. ágúst WESTON POINT Helgey 2. ágúst Helgey 17. ágúst LEIXOES Skeiðsfoss 5. ágúst Skeiðsfoss 7. sept. BILBAO Skeiðsfoss 4. ágúst Skeiðsfoss 5. sept. I NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Manafoss 29. júlí Dettifoss 5 ágúst Mánafoss 12. ágúst Dettifoss 19. ágúst KRISTIANSAND Mánafoss 1. ágúst Dettifoss 8. ágúst Mánafoss 15. ágúst Dettifoss 22. ágúst MOSS Mánafoss 2. ágúst Dettifoss 5. ágúst Mánafoss 16. ágúst Dettifoss 19. ágúst HORSENS Dettifoss 10. ágúst Dettifoss 24. ágúst GAUTABORG Mánafoss 3. ágúst Dettifoss 10. ágúst Mánafoss 17. ágúst Dettifoss 24. ágúst KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 4. ágúst I Dettifoss 11. ágúst f Mánafoss 18. ágúst | Dettifoss 25. ágúst HELSINGJABORG Mánafoss 5. ágúst Dettifoss 12. ágúst f Mánafoss 19. ágúst I Dettifoss 26. ágúst HELSINKI | irafoss 25. júli ■j irafoss 15. ágúst GDYNIA a irafoss 18. ágúst ÞÓRSHÖFN Jt Dettifoss 20. ágúst f m ^ VIKULEGAR STRAND5IGLINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá Í5AFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI allafimmtudaga EIMSKIP ■f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.