Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 24

Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Orkuiðnaður og Alþýðubandalagið Fullnýttir fiskistofnar og full- mettaður búvörumarkaður gefa ekki mikið svigrúm til fjölgunar starfa eða aukinna þjóðartekna. Ör tækniþróun hefur aukið framleiðni hefð- bundinna atvinnuvega — með fækkandi starfsmönnum. Þús- undir íslendinga, sem bætast á vinnumarkað á líðandi áratug, eiga framtíðaratvinnuöryggi bundið því, að það takizt að setja nýjar stoðir undir atvinnu, efnahag og lífskjör landsmanna. Bætt lífskjör, sem flestir vilja stefna að, fást aðeins með auk- inni verðmætasköpun, auknum þjóðartekjum, sem í raun ráða lífskjörum í landinu. Sjálfsvarnargrein, sem Hjör- leifur Guttormsson reit í Morg- unblaðið sl. fimmtudag, er sekt- armark vegna áratuga andstöðu Alþýðubandalagsins gegn stór- virkjunum og orkuiðnaði. For- senda þess að breyta óbeislaðri vatnsorku fallvatna í vinnu- stundir og útflutningsverðmæti er að finna henni markað, þ.e. byggja upp orkuiðnað. Þar hefur Alþýðubandalagið verið Þránd- ur í Götu, sem barist hefur með vopnum þröngsýni og þráhyggju gegn framþróuninni. Því miður réði þessi flokkur ríkjum í orkumálum 1978—1983. Ráð- herra Alþýðubandalagsins stóð á öllum bremsum í ráðuneyti sínu í rúm fimm ár. Sá mun og dómur sögunnar að hann hafi i raun seinkað kjarabótum fólks í iandinu um allnokkur ár. Lítum á forsögu Alþýðu- bandalagsins í orkumálum: • Alþýðubandalagið stóð gegn fyrstu stórvirkjun okkar, Búr- fellsvirkjun, og vildi þá virkja mun smærra. • Alþýðubandalagið hamaðist gegn byggingu álversins, sem var markaðsforsenda Búrfells- virkjunar. Búrfellsvirkjun, Þór- isvatnsmiðlun, Búrfellsslína 1 og 2, Straumsvíkurlína, spenni- stöð við Geitháls og gasafls- stöðin í Straumsvík urðu til vegna orkusölu til álversins, en þessi mannvirki gegna jafn- framt mikilvægu hlutverki í samtengdu raforkukerfi lands- ins. Án stórvirkjana, sem byggj- ast á orkuiðnaði, væri almennt orkuverð verulega hærra í dag en það nú er. • Álþýðubandalagið hefur haldið þann veg á málum 1978—1983 að verðþróun orku á heimsmarkaði hefur ekki komið fram í hækkuðu orkuverði til ál- vers, járnblendiverksmiðju eða áburðarverksmiðju. Öðru vísi var að málum staðið 1975 þegar endurskoðun og hækkun orku- verðs til ÍSAL fól í sér viður- kenningu á breyttum verðfor- sendum. • Alþýðubandalagið snerist í upphafi gegn járnblendiverk- smiðju á Grundartanga. Síðar sneri það við blaði í þá veru, að styðja sem stærstan eignar- og áhættuþátt af hálfu íslenzka ríkisins, með viðblasandi afleið- ingum; í stað þess að íslend- ingar hefðu sitt á þurru í orku- verði og sköttum meðan fyrir- tækið væri að komast yfir byrj- unarörðugleika. • Alþýðubandalagið var á móti inngöngu í EFTA og tregðaðist gegn tollasamningi við EBE, en hvort tveggja vóru forsendur arðbærrar stóriðju á íslandi. • Alþýðubandalagið leitaðist við að fresta 1. áfanga Hraun- eyjafossvirkjunar, sbr. bréf Hjörleifs Guttormssonar til Landsvirkjunar þar að lútandi. • Alþýðubandalagið situr enn við sama heygarðshornið. í rúm fimm ráðherraár Hjörleifs Guttormssonar vóru engar raunhæfar aðgerðir gerðar í þá veru að breyta vatnsorku í út- flutningsverðmæti; engar marktækar ákvarðanir teknar um orkuiðnað, þ.e. til að skapa markaðsforsendur fyrir fleiri stórvirkjanir. Hjörleifur Guttormsson kýs að skjóta skildi orðskrúðs og málalenginga fyrir slaka frammistöðu sína í iðnaðarráðu- neytinu. Ekki er þó hægt að segja að verkin sýni merkin á ráðherraferli hans. Nema ef væri í taprekstri þeirra ríkisfyr- irtækja, er heyrðu undir ráðu- neyti hans, og söfnuðu erlendum skuldum hvert sem betur gat, vegna „marxískrar rekstrar- hagfræði" Alþýðubandalagsins. Sól í sinni Engin þjóð er háðari milli- ríkjaverzlun en íslendingar; þarf að selja stærri hlut fram- leiðslu sinnar úr landi eða flytja inn stærra hlutfall nauðsynja. — Þjóðartekjur, sem setja lífs- kjörum okkar mörk, ráðast af tvennu: þjóðarframleiðslu og því verði sem fæst fyrir útflutnings- framleiðslu okkar. Dreifing hrá- efna og nauðsynja í stóru og strjálbýlu landi skiptir og allan almenning miklu máli. Verzlun- in gegnir því stóru hlutverki í þjóðarbúskapnum. Hún er og sem atvinnugrein í hópi stærstu vinnugjafa. Fríhelgi verzlunarmanna, sem nú fer í hönd, nær til flestra starfsstétta — og er mesta um- ferðarhelgi ársins. Miklu skiptir að ferðafólk búi ökutæki vel að heiman, sýni tillitssemi í um- ferðinni og leggist á eitt um að tryggja slysalausa helgi. Takist það verður sól í sinni, hvað sem veðri líður. Morgunblaðið árnar lands- mönnum farsællar verzlunar- mannahelgi og væntir þess að allir megi heilum vagni heim aka. AF ERLENOUM VETTVANGI eftir GUNNAR PÁLSSON forysturíki lýðræðisaflanna eða glúpna fyrir augliti Brezhnev- kenningarinnar, endurbættrar og aukinnar. En auðvitað er ekki svo að for- setinn hafi frjálsar hendur til að sporna við ítökum Sovétmanna í Mið-Ameríku. Bandaríski herinn hefur skuldbindingum að gegna annars staðar á heimskringlunni og bandaríska þingið hefur gert forsetanum erfitt fyrir að und- anförnu. Reagan hefur ákveðið að senda tvær flugmóðurskipa- deildir og eitt orrustuskip, u.þ.b. nítján skip alls, til svæðanna úti fyrir ströndum Nicaragua, Atl- antshafs- og Kyrrahafsmegin. Hann hefur einnig fyrirskipað heræfingar fjögur þúsund fót- göngu- og landgönguliða í Hond- úras í haust. Bandaríska varn- armálaráðuneytið hefur tilkynnt að aðgerðum þessum sé ætlað að sýna að Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar við lýð- ræðisþjóðir hins stríðshrjáða heimshluta. Þar sem heræf- ingarnar eru í augljósum tengsl- um við mótmæli stjórnarinnar gegn aðflutningi vopna til kommúnista er óhjákvæmilegt Mið-Ameríka og Henry Kissinger HEFÐI Ronald Reagan flutt miðnæturræðu í sundskýlu af þaki Hvíta hússins er vafamál hvort það hefði vakið jafn mikla athygli og þegar hann ákvað að kalia Kissinger aftur fram á vettvang stjórnmálanna. Tilnefning Kissingers sem formanns sérstakrar Mið-Ameríkunefndar bandarísku þingflokkanna er ekki sízt undraverð í Ijósi þess að Reagan lýsti því sjálfur yfir í kosningabaráttunni 1976 að ef hann yrði forseti myndi hann iáta það verða sitt fyrsta verk að reka Kissinger, sem þá var utanríkis- ráðherra Gerald Fords. Síðan 1976 hefur þó mikið vatn runnið til sjávar og opinskáar yfirlýsingar ráðherranns fyrrverandi benda til að hann kunni að verða forsetanum farsæll ráðgjafi um varnir gegn tangarsókn kommúnista í Mið-Ameríku. Kissinger hefur hingað til ekki getið sér orð sem sér- fræðingur í málefnum Róm- önsku Ameríku. Á síðustu mán- uðum hefur hann þó varað stjórnvöld eindregið við hættu af útþenslu kommúnista á áhrifa- svæði Bandaríkjanna þ.á m. Mið-Ameríku. Síðasta vor lét hann hafa eftir sér í viðtali við tímaritið „Public Opinion" að framvinda mála í Mið-Ameríku hefði stórkostleg áhrif á mótun bandarískrar utanríkisstefnu á alþjóðavettvangi. „Margt ræðst af því hver útkoman verður í Mið-Ameríku,“ sagði Kissinger. „Ef við fáum ekki við neitt ráðið þar verður okkur ógerlegt að fullvissa þá, sem ógnað er við Persaflóa, að það sé á okkar færi að varðveita valdajafnvægið í heiminum." Við önnur tækifæri hefur Kissinger sagzt vera andvígur beinni hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna þótt sandínistar styðji við bakið á skæruliðum í E1 Salvador. En hann hefur jafn- framt sagt að hann myndi láta einskis ófreistað til að stöðva slíkan stuðning og jafnvel ýta undir andstæðinga sandínista bak við tjöldin — eða hafa bandaríska hermenn til taks á landamærum Nicaragua og Hondúras. „Ég á bágt með að skilja hvers vegna Bandaríkjun- um er ætlað að ráðast undir ára- burð með Brezhnev-kenningunni í Mið-Ameríku með því að ljá því samþykki, að eftir að kommún- ísk stjórnvöld skjóta rótum verði því aldrei breytt," segir Henry Kissinger. Orð prófessors Kissingers eru íhugunarverð. Samkvæmt Brezhnev-kenningunni eru Sov- étmenn reiðubúnir að gera allar þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru til að koma í veg fyrir að systurríki við landamæri Sov- étríkjanna villist úr hjörðinni. Aðgerðir þeirra í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu, Póllandi og Afg- anistan á árunum eftir stríð sýna að Brezhnev-kenningin er síður en svo úr lausu lofti gripin. Þrátt fyrir að óðfúsleg afskipti Sovétríkjanna af umheiminum einskorðist síður en svo við nágrannaríkin er óneitanlega nýjabragð af auðsýndri hvatvísi þeirra á áhrifasvæði Bandaríkj- anna í Rómönsku Ameríku. Allt frá þeim tíma er Monroe Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir á fyrri hluta nítjándu aldar að Banda- ríkin áskildu sér rétt til að vernda heimsálfuna fyrir ágangi evrópskra harðstjóra hefur Monroe-kenningin svonefnda verið hornsteinn bandarískrar utanríkisstefnu. Einsýnt er að með afskiptum sínum af Kúbu, og síðar með því að beita Kúbu sem Trójuhesti sínum í Mið- Ameríku, hafa Sovétmenn ákveðið að storka núverandi valdajafnvægi og velgja Banda- ríkjamönnum undir uggum. Eins og foringjar sandínista hafa þegar lýst yfir er sósíalistaríkið Nicaragua þegar orðið vopna- gryfja, skipulagsmiðstöð og und- irbúningsvöllur sovét-kúb- anskrar „byltingar án landa- rnæra". Henry Kissinger er fylli- lega ljóst að það ræðst m.a. af einbeitni Bandaríkjanna í mál- efnum Mið-Ameríku hvort þau geta áfram notið tiltrausts sem að menn leiði hugann að mögu- legu hafnbanni til að stöðva um- rædda vopnaflutninga. Færi svo að Reagan fyrirskip- aði hafnbann á Nicaragua, leik- ur enginn vafi á að geta banda- ríska flugmóðurskipaflotans yrði þanin til hins ýtrasta og örðugt að sjá hvort flotinn hefði tök á að vernda bandaríska hagsmuni annars staðar, t.d. við Persaflóa. Einnig ber á að líta, að hversu skeleggur sem Reagan kann að vera eru í gildi sérstök stríðs- rekstrarlög frá 1973, er reisa skorður við valdi Bandaríkja- forseta til að fyrirskipa hernaC araðgerðir til lengri tíma án heimildar þingsins. Ekkert bendir þó til að heræfingar flot- ans við Mið-Ameríku nú hundsi lögverndaðan ákvörðunarrétt þingsins. í raun má til sanns vegar færa að bandaríska þingið sé erfiðasti hjallinn, sem Reagan þarf að yf- irstíga. Er það til marks um þá ófremd, sem nú ræður ríkjum á Capitol Hill, að fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti á fimmtudag að hætta óopinber- um herstuðningi við andstæð- inga sandínista í Nicaragua. Fulltrúadeildin samþykkti þó með eins atkvæðis meirihluta að því aðeins yrði bundinn endi á stuðninginn, að sandínistar hættu að leggja drög að stríðs- brölti kommúnista í nágranna- ríkjunum. Reagan Bandaríkjaforseti þarf á öllum sínum sannfær- ingarkrafti að halda til að forða bandaríska þinginu frá þeim ör- lögum að verða boðberi Brezhnev-kenningarinnar í Vesturálfu. í baráttunni, sem fram undan er kemur forsetinn til með að njóta fjölhæfra starfskrafta Henry Kissingers. I skrifum sínum hin síðari ár hef- ur prófessorinn sýnt að hann hefur góðan skilning á þeim gamalreyndu ummælum Þúki- dídesar, að gumar, sem forðast að útkljá hin smærri stríð, baka sér meiri hrellingar síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.