Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JtJLÍ 1983 + Eiginmaður minn, KRISTINN K. ALBERTSSON, bakarameistari, Byggöarenda 9, Reykjavrk, andaðist í Landspítalanum að morgni fimmtudagsins 28. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Dýr|ojf Jón8dóltjr. + Eiginmaöur minn, MAGNÚS PÉTURSSON, hljóófæraleikari, varö bráðkvaddur þann 28. júlí. Ragnheiöur Hannesdóttir. + ANNA LOVÍSA PÉTURSDÓTTIR, Túngötu 16, Reykjavík, lést á heimili sínu 28. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Anton Ármannsson + Eiginmaöur minn, faöir okkar og fósturfaðir, JÓN SVEINN GÍSLASON, Tunguheiöi 8, Kópavogi, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 2. ágúst kl. 10 30 Anna K. Kristensen, Siguröur Jónsson, Gísli S. Jónsson, Anna Jóna Árnadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faöir okkar, TRYGGVI GUNNARSSON, Tjarnarlundi 11E, Akureyri, j andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aöfaranótt 27. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 2. ágúst kl. 13.30. , Ólöf Ragnheiöur Helgadóttir, börn og tengdabörn. + Eiginkona mín og móöir, JÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR, Lindargötu 10, Reykjavík, andaöist 26. júlí sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju miö- vikudaginn 3. ágúst kl. 10.30. Sigurjón Híldibrandsson, Þorbjörg Jóna Sigurjónsdóttir. + Útför móöur okkar, ÞORGBJARGAR BLANDON, fer fram frá Kópavogskirkju miövikudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er góöfúslega bent á hjúkrunar- f heimiliö Sunnuhlíö í Kópavogi. Ingibjörg Blandon, Valgeröur Blandon, Þorgerður Blandon, Erla Blandon. + Maðurinn minn og faðir okkar, ÓLAFURJÓHANNSSON, trésmíöameistari, Engihlíö 12, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 3. ágúst kl. 4. Ingunn Eir ksdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir, Guörún Ólafsdóttir, Guömundur J. Ólafsson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN PÁLINA VILHJÁLMSDÓTTIR, andaöist að heimili sínu, Móabaröi 8, Hafnarfirði, þriöjudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju miövikudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Styrktarfélag vangefinna njóta þess. Sigmar Björnsson, Guðlaug Sigmarsdóttir, Tryggvi Jóhannsson, Hörður V. Sigmarsson, Sigurbjörg E. Guömundsdóttir, Björn Sigmarsson, Vilhjálmur Jónsson, og barnabörn. Minning: Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir Fædd 12. febrúar 1943 Dáin 22. júlí 1983 Það var einu sinni lítil stúlka. Þessi stúlka var vinkona mín. Hún átti foreldra, sem elskuðu hana og í skjóli þeirra óx þessi litla stúlka og dafnaði. Hún gekk í skóla og þegar hún var orðin „stór“ fór hún í Kennaraskólann og varð kennari. Hún kenndi síðan börnum í 20 ár og börnin elskuðu hana og hún þau. Um það leyti, sem hún lauk námi, gifti hún sig og eignaðist tvö börn, stúlku og dreng. Þau urðu bæði sólargeislar mömmu sinnar og voru henni ljúf og góð eins og hún þeim. En því miður er lífið ekki bara ævintýri, þar sem allir elska alla átakalaust. Vinkona mín, Guðrún Hefna Guðjónsdóttir, fæddist ásamt tví- burabróður sínum, Þorbirni, í þennan heim 12. febrúar 1943. Foreldrar hennar voru ólöf Bjarnadóttir, sem lést í apríl sl. og Guðjón Guðmundsson, sem nú sér á bak ástkærri dóttur. Tvo eldri bræður átti Guðrún. Bjarna og Halldór, og yngri syst- ur, Jónu. Við Gunna kynntumst um það leyti er börn byrja að átta sig á því að þau eru ekki hluti af móður sinni heldur sjálfstæðir einstaklingar. Hús foreldra okkar stóðu hlið við hlið og við lékum okkur saman flestum stundum. Áttum okkar leyndarmál, gleði, og sorgarstundir, sem á þeim árum voru af öðrum toga spunnar. Æsk- an leið og við tóku „fullorðinsárin" og við stofnuðum ásamt mökum hvor sitt heimili, sem á þeim tíma þótti hentugt að drægist ekki um of fram yfir tvítugsaldurinn! En við héldum áfram að vera góðir „vinir", þó að nú yrðu samveru- stundirnar örlítið strjálli. Guðrún var dul í lund, svo dul að við vinir hennar gerðum okkur áreiðanlega aldrei fulla grein fyrir því. Allt sem henni þótti miður fara læsti hún niður í hirslur sálar sinnar og gætti þess af fremsta megni að helst enginn maður gæti skyggnst þar inn. Því er verr hve við mennirnir erum oft glám- skyggnir, nærsýnir og eigingjarn- ir. Við lifum í hörðum heimi í ísa- köldu landi, sem sumir segja að sé á mörkum hins byggilega heims. Gunna mín bugaðist í næðingnum eins og margt fallegt og viðkvæmt blómið á undan henni. Því verður ekki breytt, því að við fáum ekki snúið framrás lífsins. En við get- um hlúið að blómunum hennar, sem hún annaðist sjálf af natni og elsku. Að Margréti, Guðjóni Snæ og litla ömmubarninu, Steindóri. Á þann hátt höldum við minning- una um hana í heiðri. öllum er okkur tregt tungu að hræra og þungt fyrir brjósti á sorgarstund. En við skulum reyna að horfa fram um veg og brosa gegnum tár- in í trausti þess, að er Guðrún stígur á strönd hins fyrirheitna lands bíður hennar móðir með út- réttan faðm, og eilífur friður. Guð gefi ástvinum hennar öllum styrk, von og trú. Áslaug Benediktsdóttir. Faðir okkar, EINAR ANGANTÝSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. ágúst kl. 15. Dœtur hins látna. Móðir okkar og systir, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Höskuldsstöðum, sem andaðist 25. júlí í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, veröur jarösungin frá Munkaþverárkirkju miövikudaginn 3. ágúst kl. 14. Börn og systir hínnar látnu. Þægilegustu vöðlur sem fram- leiddar hafa verið. Léttar, sterkar og teygjanlegar. Vöðlurnar eru án sauma og ná hátt upp á brjóst, fullkomlega vatnsþéttar. Leistinn er formaður sem sokkur og hægt er að nota hvaða skófatnað sem er við þær. Latex-gúmmíið sem þær eru steyptar úr er afar teygjanlegt þannig að vöðlurnar hefta ekki hreyfingar þínar við veiöarnar og er ótrúlegt hvað þær þola mikið álag. Vöðlur í sérflokki A HHHIi .f ■■■ ■■■■., : * "*’*•*■ **'£■'' i## ■ Ef óhapp veröur, má bæta vöölurnar meö kaldri límbót. Viögeröarkassi fylgir hverjum vöölum. Þær vega aöeins 1,3 kg og þreytast veiöimenn ekki á aö vera í þeim tímun- um saman. Fáanlegar í öllum stæröum. JOPCO HF. Vatnagörðum 14 — Símar 39130 og 39140. Box 4210 — 124 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.