Morgunblaðið - 30.07.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 30.07.1983, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 mumm «■ IMZ Unlmm rrm i 3} komdu, Í-Ubbi. Ti'mi til kominn có <9efo. S*g d pionóiS. " ásí er... TM Reg U.S. Pat. Off.-all ríghls reservsd ®1983 t-o» Ang^«s Timers Syndicate Ef þú segir iitla bróður að þetta spaghetti sé regnormar þá borðar hann allt á svipstundu! Væna mín. — Kaffið og ristaða brauðið hefur verið í heldur kald- ara lagi síðustu daga? HÖGNI HREKKVÍSI „Bráðum færast árin yfir mig“ Fyrirspurn um kvæði og lag Bjami Ólafsson, Kópavogi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg ætlaði að vita hvort þú gætir hjálpað mér við að rifja upp kvæði, sem byrjar svona: „Bráðum færast árin yfir mig ...“ Síðan kann ég áframhaldið slitr- ótt, en kvæðið endar eitthvað á þessa leið: „Ég bið fyrir þér, litli vin, að blessist þér allt, litli vin. Þegar fer ég þér frá, þegar fölnar mín brá, skaltu minnast mín þá, litli vin.“ Mig langar til að fylla upp í eyðurnar og fá að vita, hver orti kvæðið og hvað það heitir og af hvaða tilefni það var ort. Eins er til ákaflega fallegt lag við kvæðið. Eftir hvern er það? • Velvakandi leitaði til Indriða Bogasonar á tónlistardeild Ríkis- útvarpsins og varð hann góðfús- lega við því að svara spurningum Bjarna. Indriði sagði: „Þetta er úr kvæðinu „Litli vin“ (Little Pal), úr kvikmyndinni „Say It With Song“, sem hér mun hafa hlotið nafnið „Segðu mér í söng“ og hefur líklega verið sýnd hér ár- ið 1930. Guðmundur Gíslason, Kópavogi, skrifar: „Velvakandi! Ég vil þakka þér fyrir að birta fyrirspum mína ásamt svonefndu svari frá orðuritara, svo að það fer ekkert á milli mála, að orðuritari og forsetaritari er ekki að svara mér. Er það eitthvert feimnismál hjá orðuritara, hve margar orður hver forseti hefur veitt og á hvað löng- um tíma? Ef svo er, verð ég að taka þessa krossaskýrslu frá hátt- Höfundar eru A1 Jolson, DeSylva, Brown og Henderson, þeir hinir sömu er sömdu lagið „Sonny Boy“ í kvikmyndinni „The Singing Fool“. Þetta hafa verið með þeim fyrstu ef ekki fyrstu tal- og söngvamyndirnar sem hér voru sýndar. Helgi Hallgrímsson (faðir dr. Hallgríms og þeirra systkina) sem á þessum árum rak nótna- og hljóðfæraverslun gaf lag þetta út 1930 með þýðingu Freysteins Gunnarssonar á ljóðinu sem hann nefndi „Litli vin“. Sigurður Ólafsson hefur sungið þetta inn á hljómplötu sem Is- lenskir tónar gáfu út 1978.“ Litli vin i. Bráðum færast árin yfir mig, einhvern tfma skil ég senn við þig. Mundu þá að rata réttan veg, reyndu’ að verða betri’ og meiri’ en ég, það er eina óskin mín til þin, að þú hljótir forlög betri’ en mín. Þótt mér brygðist margt, litli vin, og mistækist flest, litli vin, ég treysti þér best til að bæta það allt og bjarga þvi við, sem er fátækt og valt. Ég bið fyrir þér, litli vin, að blessist þér allt, litli vin. Þegar ég fer þér frá, þegar annar þig á, viltu minnast mín þá, litli vin? virtum orðuritara frá 21. júlí sem svar. Það voru tvö svör frá Halldóri Reynissyni forsetaritara og orðu- ritara frá 21. júlí, en það vantaði svar frá honum við fyrirspurn frá tveimur nafngreindum konum, sem endurtekin var af mér, fyrir ári eða svo, um það, hvort núver- andi forseti hefði óskað eftir við stjórn og þing að mega greiða skatta sem aðrir þegnar þessa lands og hvert svar hefði orðið." 2. Síðan fyrst ég sá þig, litli vin, sólin hefur veitt mér fegra skin. Auðlegð mín er ástin mfn til þfn, yndi mitt er bjarta vonin mín, vonin sú, að gæfan gefi þér gleði’ og lán og allt sem fegurst er. Þótt mér brygðist margt, litli vin, og mistækist flest, litli vin, ég vil að þú gleðjist og leikir þér létt og lærir að elska hvað gott er og rétt. Ég bið fyrir þér, litli vin, að blessist þér allt, litli vin. Þó ég fari þér frá, þegar fölnar mín brá, viltu minnast mfn þá, litli vin? Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Vantaði svar við árs- gamalli fyrirspurn Þessir hringdu . . . Að fleira að hyggja — Maður verður stundum al- veg undrandi, þegar maður heyr- ir tóninn í fólkinu í kring. Það deilir á stjórnina fyrir að lækka verð á vörum, sem það kveðst ekkert hafa með að gera, enda vantar ekki, að tónninn sé gefinn með látlausum áróðri verka- lýðsrekendanna. En það er að fleiru að hyggja. Mig langar til að spyrja verkafólk, hvort það hvarfli aldrei að því að gera þá kröfu til verkalýðsrekendanna, að þeir sjái fólki fyrir vinnu, með þeim réttindum og launum, sem þeir eru alltaf að gera kröf- ur um til atvinnurekenda. Slysagildra hjá Valhöll Ólöf Björg Karlsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma smáathugasemd á framfæri. Ég var hjá tannlækni nýlega, sem ekki er nú í frásögur færandi, en sá hefur aðsetur í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Meðan ég beið eftir því að verða sótt þangað varð mér gengið með litlu stelpurnar mínar í kringum húsið og rakst þá á slysagildru sunnan undir húsinu, algerlega óbyrgða. Ég þakka lukkunni að þær duttu ekki ofan í hana. Þarna er tröppugangur niður og ekkert handrið eða neitt sem varnað getur því, að börn detti þarna niður. Og það yrði hættulega hátt fall. Ég bendi forráða- mönnum hússins vinsamlegast á að athuga þetta. Gaman að eiga viðskipti við svona aðila Valdís Samúelsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við megum ekki gleyma að geta þess sem vel er gert, en vera svo alltaf að kvarta, þegar okkur líka miður. Þannig er mál með vexti, að ég var að gifta dóttur mína sl. laugardag og pantaði snittubrauð hjá Nesti. Mikið var ég þakklát því ágæta fyrirtæki fyrir það, hvað þetta var allt vel af hendi leyst og ég þakka inni- lega fyrir framlag þess til þessa hátíðlega tækifæris. Það er gam- an að eiga viðskipti við svona að- ila. Coombay Daaee Band Ofsalega góð hljómsveit Gunnar Þór Möller, bráðum tiu ára gamall, hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Ég vil fá Goombay Dance Band á lista- hátíðina 9184. Það er ofsalega góð hljómsveit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.