Morgunblaðið - 30.07.1983, Page 45

Morgunblaðið - 30.07.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ckninuJSr«Z-un'i) « Gkkert nema miskunnarlaus löggæsla og háar sektir geta breytt þessu ástandi OkamaAur skrifar: .Velvakandi! Því hefur verið haldið fram, að ein hofuðástæða hinna mðrgu og oft skelfilegu slysa hér í umferðinni sé of hraður akstur. Lögregla hefur með hefðbundnum hætti, svo sem ratsjármælingum, verið að reyna að stemma sigu við þessu, er, að sjálf- sögðu með mjög litlum árangri, þar sem þannig næst aldrei til nema brots af þeim ökuföntum sem eru á ferðinni. Siðast er ég /ar á ferð í Bandaríkj- unum, frétti ég af því hvernig eftir- liti á þjóðvegum og í borgum a.m.k. sumra fylkja er háttað til að fá menn til að viröa umferðarlög. Þar Engan skal því undra þótt ungviðið gefi í Ökukona að vestan skrifar: „Kæri Velvakandi. „Ekkert nema miskunnarlaus lögregla og háar sektir geta breytt þessu ástandi." Þessi fyrirsögn í Velvakanda 17. júlí eru orð að sönnu og tek ég undir þau. Það er alveg undravert hvað fólk er alltaf að flýta sér í umferðinni. Radarmælingar lögreglu eru ekki nærri nógar, það sýndi sig um daginn þegar kalla varð út aukalið inn á Kleppsveg. Þá voru teknir 50—60 bílar á stúttum tíma. Eitt mætti gera til að vekja öku- glaða vegfarendur til að hugsa. Fara með þá inn á Grensásdeild og leyfa þeim að sjá afleiðingar af völdum umferðarslysa. Eða hrein- lega sýna myndir úr umferðar- slysum þegar fólk tekur bílpróf. Ég bý á ísafirði og ég ek til vinnu fjögurra kílómetra leið. Það er ekki löng leið miðað við hvað fólk á Stór-Reykjavíkursvæðinu þarf að aka langar leiðir. En það eru allir að flýta sér, og á þessari leið sem ég ek, sem tekur 8 mínút- ur, eru ansi margir á of miklum hraða. Oft hefur maður heyrt þessa setningu: „Þessir árans strákar eru alveg snaróðir, þeir keyra eins og bandítar." En þeir sem keyrt hafa framhjá mér eru bæði strákar og stelpur og á öllum aldri, allt upp í 70 ára. Og enn vilja þeir láta kalla sig stráka, þó að þeir séu um 60 ára og bara aðeins komi við bensínpinnann, svona á rennisléttum malbikuðum veginum. Engan skal því undra þótt ung- viðið gefi í, það man að ekki alls fyrir löngu sat það með afa og ömmu í bíl og þau keyrðu á 80—90 km hraða. Því segir málsháttur- inn: „Hvað ungur nemur gamall temur," og einnig: „Arta má ungán í tíma.“ En þá verðum við sem eldri er- um a.m.k. að reyna að fara eftir settum reglum. Svo er það með merktu bilana með rauðu ljósunum og óhuggu- lega hljóðinu, það er eins og þeir sem aka þeim haldi að þeir hafi einhver sérréttindi á hraða á göt- unum. En ég held að þeir eigi að fara eftir sömu reglum og við og þá að reyna að vera til fyrirmynd- ar hinni ungu æsku sem er að keyra sín fyrstu spor út í umferð- ina.“ Eina lagið sem ekki var kynnt Björn Halldórsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að þakka fyrir tvo frábæra útvarpsþætti, sem eru að kveðja, Áfanga og Rispur. Þetta hafa verið alveg einstaklega lífleg- ir þættir, skemmtilegir og fróðleg- ir í senn. í síðasta þætti af Rispum var spilað ofsalega gott lag, sem mig langar að vita hvað heitir og hver flutti. Þetta var fyrsta lagið í þættinum og það byrjaði eins og Tangerine Dream, en breyttist svo í hálfgert óperulag eða svoleiðis, að það var óperusöngkona sem söng. Þetta var eina lagið í þættin- um sem ekki var kynnt. Hin lögin í þættinum voru líka góð, en þau voru öll kynnt. Með kveðju." Arni Óskarsson, annar stjórn- enda þáttarins, tjáði okkur, að þarna mundi vera átt við lagið „The Dividing Line“ og flytjendur þess væru breska hljómsveitin Art Bears og þýska söngkonan (ekki óperusöngkona) Dagmar Krause. Lagið er á plötunni Hopes and Fears, sem þessir aðilar hafa gefið út. Dagmar Krause hefur m.a. unnið með Henry Cow og hljóm- sveit. ('hris (’utlcr, trommu leikari Art Bears. Til leigu skrifstofuhúsnæði í Húsi Verzlunarinnar Skrifstofuhúsnæöiö er á 9. hæö. Þaö leigist fullgert og tilbúiö til notkunar. Stæröin er um þaö bil 100 fm. Tilboöum skal skilaö á skrifstofu Verzlunarmannafé- lagsins í Reykjavík í síöasta lagi þann 10. ágúst nk. Upþl. veittar á skrifstofunni. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Sýnishorn af matseöli kvöldsins Forréttur Léttreyktur áll með eggjahræru og rúgbrauði. Aðalréttur Pottsteiktar grísalundir í sherry-bœttri camembert-sósu eða pönnusteiktur regnbogasilungur með hnetum og rœkjum. Eftirréttur Heslihnetukaka með kiwi-ávexti og karamellusósu. Hvíldarstaöur í hádeginu Höll aö kvöldi Velkomin ARTiARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Boröapantanir í sima 18833. -------------------HiiSi Viðkvæm dýr Ingvar Agnarsson skrifar: „í Morgunblaðinu 9. júní sl. er sagt frá því, að laxamaðkar hafi hækkað í verði allt að 100% frá því í fyrra. Þess er einnig getið, að hver laxveiði- maður þurfi um 300 maðka í hverja veiðiferð, sem standi í þrjá daga. Hvað ræður því eiginlega, að menn skuli endilega vilja hafa maðk í beitu, þótt þess sé alls engin þörf? Því laxaflugur má einnig nota með jafngóð- um árangri og það gera sumir sem betur fera. Ég vil eindregið hvetja sportveiðimenn til að hætta nú þegar að nota ánamaðka til beitu, því að þeir eru viðkvæm dýr með næma tilfinningu, og skyldi enginn maður kvelja þá að þarflausu, eins og hér er um að ræða. Notkun ánamaðka til beitu er eitt af því, sem gerir sport- veiðar andstyggilegar. í þessu athæfi birtist vel hið álgjöra tilfinningaleysi sumra þeirra, sem við sportveiðar fást, fyrir því lífi, sem þeir eru að granda, sjálfum sér til ánægju eingöngu, en ekki af neinni brýnni þörf.“ « korhr á rftto d i StókkhAtai f dgraM Bokkr* bnts *j*tkaaura brlma „Þetta var sannkaU- aður draumadagur _ L'ooir L'inn. ( rtm* vnnn rtlatcilorfan ^ — segir Einar Vilhjálmsson sem í gær vann glæsilegan sigur í íþróttakeppni Bandaríkjanna og Norðurlanda j ..MCTTA VAR dtaumadáfur, oj t| n feynlefa I í fyraU aiaa yflr *0 melra. f*a M.M j m. og er kaaa aé f Mpi Ifa beatu j ^jótkaatara beimnaa á þeani ári. Kinar saitði aálrænu hliftini ■■■HÍHÍHMÍ | iþróttamenn i Stokkhólmi i gæt i arangur þeirra var ekki ein „ Vftur og búist var vift Oddur varft ■ siðastur i ainum riftli. 400 metra ■ ' hlaupi. og Öskar Jakobsson varft I j fimmti i kdluvarpi og kastafti I I hann mun styttra en hann hefur | Vísa vikunnar Mikið gleður gamla Hák, sem gengur stirðum fótum, að eiga hlut í stæltum strák, er stendur sig á mótum. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Menn komu hvaðanæva að af landinu. Rétt væri: Menn komu hvaðanæva af landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.