Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 48

Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 48
BILLINN BlLASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KORAVCX1 munk) trulofunarhringa litmvndalistann ffflb #ull & á^tlfui Laugavegi 35 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Hækkun á heitu vatni 1. ágúst: 11 kr. á Akranesi en 3,66 kr í Reykjavík GJALDSKRÁ hitaveitu Reykjavíkur hækkar um 3,66 kr. hvert tonn frá og með 1. ágúst, en frá sama tíma hækkar gjaldskrá hitaveitu Akra- ness og Borgarness um 11 kr. hvert tonn — hækkunin í Reykjavík nem- ur þó 43,9%, en ekki „nema“ 17% hjá hitaveitu Akraness og Borgar- ness. Eftir hækkun kostar hvert tonn 12 kr. í Reykjavík, en 51,60 kr. á Akranesi eða í Borgarnesi. Svipuð dæmi og þetta er unnt að nefna frá hitaveitu annars staðar á landinu, en verð fyrir heitt vatn miðast við kostnaðinn við öflun þess og er því mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Auk þess er það einungis gjaldskrá hitaveitunnar í Reykjavík, sem kemur til álita þegar framfærslu- vísitalan er mæld og í „vísitölu- leik“ undanfarinna ára, hefur verði á heitu vatni verið haldið markvisst niðri í Reykjavík af verðlagsyfirvöldum, enda stendur fjárskortur starfsemi hitaveitu Reykjavíkur fyrir þrifum. Morgunblaðið birtir hér töflu sem sýnir verð á heitu vatni hjá einstökum hitaveitum fyrir og eft- ir hækkunina 1. ágúst, auk þess sem í síðasta dálki er greint frá hækkuninni í krónutölu. Miðað er við verð í krónum fyrir hvert tonn. Fyrir 1/8 ’83 Eftir 1/8 '83 Hækkun Kr. Kr. Kr. Hitaveita Akraness og Borgarness 40,60 51,60 11,00 Hitaveita Siglufjaröar 36,40 43,70 7,30 Hitaveita Akureyrar 42,90 50,10 7,20 Hitaveita Vestmannaeyja 26,10 30,50 4,40 Hitaveita Suðurnesja 25,20 29,50 4,30 Hitaveita Reykjavíkur 8,34 12,00 3,66 „Ráðuneytið hefur algjörlega brugðist“ — segir Ólafur E. Stefánsson um ræktun Galloway-stofnsins í landi „Landbúnaðarráðuneytið hefur al- gjörlega brugðist í þessu máli. Að- staða í landi til ræktunar á Gallo- way-holdastofninum hefði þurft að vera til árið 1979 og síðan 1977 hef- ur verið á þetta bent og farið fram á fjárframlög en ekkert hefur gerst,“ sagði Olafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráðunautur Búnaðarfé- lags íslands, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir því hvernig ræktun Galloway-holdanautastofns- ins gengi. Ólafur sagði einnig; „Uppbygg- ing slíkrar aðstöðu væri sáraódýr ef ríkisbúin og sú aðstaða sem þar er fyrir yrði nýtt, en hér eiga hvorki hross né sauðfé í hlut þannig að til þessa hefur verið tal- að fyrir þessu máli fyrir daufum eyrum yfirvalda. Þetta aðstöðu- leysi stendur ræktuninni í landi fyrir þrifum og getur verið stór- hættulegt ef nauðsynlegt reyndist að fella stofninn í Hrísey vegna sjúkdóma eða annars. Fólk vill nautakjöt og við verðum að verða við þessum óskum þess. Það er síðan annað mál hvað einstakir bændur hafa gert. Núna eru í uppeldi sláturgripir sem eru 37,5% Galloway, þeir eru undan íslenskum mjólkurkúm sem sædd- ar hafa verið með sæði úr 75% Galloway-nautum í Hrísey. Kjöt af þessum gripum ætti að koma á markaðinn í haust. Það er útilok- að fjárhagslega fyrir einstaka bændur að stefna að hreinræktun því aðeins fæst einn kálfur undan hverri kú á ári og borgar það sig því fyrir bændurna að sæða ís- lenskar mjólkurkýr með Gallo- way-sæði og þó þeir fái heldur minna kjöt af kálfunum þá fá þeir þó mjólkina úr kúnni allt árið,“ sagði Ólafur E. Stefánsson. I sóttvarnarstöðinni í Hrísey eru fyrstu 87,5% Galloway-blend- ingarnir (3. ættliður) í uppeldi, en V - • ,• ' - *■> ' ■ . ■ Alíslensk mjólkurkýr ásamt kálfi sínum undan hreinu Galloway-nauti. Svip- aðir þessum kálfi verða kálfar íslensku mjólkurkúnna sem sæddar verða með sæöi úr Galloway-nautunum þegar búið verður að hreinrækta þau. eingöngu fæddust kvígur í fyrra en á þessu ári er von til að fæðist naut af þessum ættlið. Til hrein- ræktunar er talið að þurfi 5 ætt- liði. Fjölmenni á útisamkomum Búist er við miklum mannfjölda um helgina á útisamkomurnar í Atla- vík, Þjórsárdal og á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum, en útisamkomur eru haldnar víðs vegar um land um þessa verslunarmannahelgi eins og venja er. í Atlavk höfðu um eitt þúsund manns slegið niður tjöldum sínum í gærmorgun. Tjaldlífið heillar greinilega marga og ekki er annað að sjá en félagarnir þrír í tjaldinu á myndinni séu ánægðir með lífið Og tilveruna. MorgunbladiA/ Ólafur 600 þúsund króna tjón í minkabúinu á Höfn: 750 hvolpar drápust við lágflug varnarliðsvéla MIKIÐ TJÓN varð í minkabúinu á Höfn í Hornafirði í vor, þegar 750 minka- hvolpar drápust, að þvi talið er vegna þess að herþotur frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli flugu lágt yfir búið. Samkvæmt heimildum Mbl. er tjón eigenda búsins talið nema rúmum 600 þús. krónum. Eigendur búsins, sem staðsett er um þrjá kílómetra frá flugvellinum við Höfn, stofnuðu minkabúið í vor með kaupum á 500 minkalæðum frá Danmörku. Um mánuði eftir að læðurnar komu frá Danmörku voru þær nýgotnar. Tóku þá flugvélarnar sig á loft frá flugvellinum, flugu lágt yfir búið og klifruðu bratt upp. Óvenjulegt mun vera að flugvélar beri sig svona að þegar þær fara frá Hafnar- flugvelli, en við þetta lék minkabúið á reiðiskjálfi og eigendurnir, sem staddir voru inni í því, forðuðu sér út. Við hávaðann munu læðurnar hafa orðið hræddar og drápust ailir hvolparnir undan 40% læðanna sem gotið höfðu. Að sögn Sigurjóns Blá- felds, loðdýraræktarráðunauts Bún- aðarfélags íslands, eru minkalæður ákaflega viðkvæmar fyrir nýjum óþekktum hávaða, sérstaklega á að- al gottímanum. Taka þær þá gjarn- an upp á því að bera hvolpana fram úr hreiðurkössunum og skilja þá þar eftir. Þar kólna þeir og drepast á stuttum tíma, en einnig eiga læð- urnar til að drepa hvolpana eftir að þær verða fyrir svona truflun. Eftir þetta áfall verða 1100 Selveiðar í Norðurá SELUR sást í Norðurá fyrir fáum dögum og er þetta í annað skiptið á stuttum tíma að selur sést í einni af bergvatnsám Borgarfjarðar. Það voru veiði- menn sem urðu selsins varir í Stekknum svokallaða, hann synti þar um og var á laxveiðum. Var fenginn byssumaður, en er til kom sást dýrið hvergi. Óvenjulega mikið hefur borið á selum í laxveiðiám hérlendis í sumar, Sjá nánar: „Eru þeir að fá ’ann?“ á blaðsíðu 3. minkahvolpar á þessu ári eftir þess- ar 500 læður, sem eru 2,2 hvolpar á hverja ásetta læður og er það minnsta frjósemi í landinu. Ef hvolparnir 750 hefðu hinsvegar ekki drepist hefði minkabúið við Höfn verið með ágæta frjósemi, 3,7 hvolpa á læðu, sem er vel yfir með- allagi. Aðspurður um hvort stað- setning minkabúsins væri rétt mið- að við þessa fjarlægð frá flugvellin- um, sagði Sigurjón að sér virtist þetta ekki slæm staðsetning. Stað- reyndin væri sú að alls ekki væri gott að staðsetja minkabú afskekkt. Morgunblaðinu er kunnugt um að eigendur minkabúsins, sem eru tveir ungir menn, hafa rætt við fulltrúa varnarmáladeildar utanríkisráðu- neytisins um bætur vegna þessa tjóns, en er ekki kunnugt um niður- stöður. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 3. ág- úst. Vegna verslunarmanna- helgarinnar fór blaðið óvenju snemma í prentun í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.