Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
194. tbl. 70. árg. _______________________________LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yuri Andropov:
Eldflaugar
eyðilagoar
Moskvu, 26. áfDÍst. AP.
YURI ANDROPOV, forseti Sovétríkjanna hefur boðizt til þess að láta „eyði-
leggja" þær meðaldrægar eldflaugar, sem Rússar myndu flytja burt frá
löndum sínum í Evrópu, ef samkomulag næðist með stórveldunum um
fækkun slíkra eldflauga. Er þetta í fyrsta sinn, sem Andropov hefur borið
slíkt tilboð fram opinberlega, en það hefur einmitt verið helzta hindrunin í
Genfarviðræðunum um fækkun slíkra kjarnorkuvopna, að ekkert var vitað
um, hvað gert yrði við þær eldflaugar, sem Rússar flyttu brott.
Tilboð Andropovs kemur fram í / n í Vestur-Evrópu í vetur.
viðtali, sem birtist á morgun, laug- / Andropov itrekaði jafnframt þá
ardag, í Pravda, málgagni sovézka / fstöðu Sovétríkjanna, að þau
kommúnistaflokksins. Tilboðið er / nyndu ekki fækka meðaldrægum
samt háð því skilyrði, að af hálfu / ddflaugum sínum niður fyrir 162,
NATO verði fallið frá þeim áætlun- / sn það er sá eldflaugafjöldi, sem
um að koma fyrir nýjum eldflaug- / Bretar og Frakkar ráða nú yfir.
Vaxandi umsvif Frakka í Chad
Franskur hervagn ekur inn í bæinn Masakori um 120 km fyrir norðan höfuðborgina
N’djemena. Um 3.000 franskir hermenn eru nú komnir til Chad.
Holland:
12 mílna
fiskveiði-
landhelgi
llaag, 26. ágúst. AP.
HOLLENDINGAR hyggjast taka
upp 12 mflna fiskveiðilandhelgi 1.
október nk. Skýrði hollenzka
sjvarútvegsráðuneytið frá þessu í
dag. Aðeins hollenzkum og belgísk-
um fiskiskipum verður leyft að veiða
allar tegundir af fiski innan þessara
nýju fiskveiðitakmarka, en öðrum
skipum frá löndum Efnahagsbanda-
lags Evrópu verður bannað að veiða
þar sfld og makrfl.
Ákvörðun þessi kemur í kjölfar
samkomulags, sem gert var innan
EBE, þar sem aðildarlöndum
bandalagsins var heimilað að taka
upp slíka fiskveiðilandhelgi.
Heimild Belgíumanna til hvers
konar fiskveiða innan þessarar
nýju landhelgi byggist á Benelux-
samningnum milli Hollands og
Belgíu, sem gerður var 1948 og
Lúxemborg á einnig aðild að.
Úrhelli
á Spáni
Vitoria, Spáni, 26. á|(úst. AP.
ÍJRHELLISRIGNING á Norður
Spáni í dag kom í veg fyrir ferða-
lag þúsunda ferðamanna og olli
jafnframt rafmagnsleysi, leirskrið-
um og vatnsflóðum.
Þrjár járnbrautarlestir með
2.500 landbúnaðarverkamenn
frá Portúgal á leið til Frakk-
lands tepptust í borginni Vitoria
í Baskahéraðum Spánar og sök-
um fjölda verkamannanna var
ókleift að flytja þá með lang-
ferðabílum til Frakklands.
Mikil rigning varð einnig á
sólskinseynni Mallorca og olli
hún flóðum sums staðar í Palma
og við San Juan-flugvöllinn.
Ekki var þó vitað um nein slys
af völdum rigningarinnar.
Frjáls úr höndum
hermdarverka manna
Elízabeth Kirkpatrick, sem í gær fannst heil á húfi, eftir að hafa verið
gísl írskra hermdarverkamanna í 15 vikur, sést hér ásamt föður sínum
í Belfast. Maður hennar afplánar nú lífstíðarfangelsi fyrir morð og fleiri
hermdarverk, en hann hefur heitið því að bera vitni gegn fyrri félögum
sínum á meðal hermdarverkamanna. Þeir höfðu hins vegar hótað því að
myrða konu hans, ef hann tæki framburð sinn ekki aftur. Þessar
hótanir höfðu engin áhrif á hann, sem varð til þess að hermdarverka-
mennirnir létu konu hans lausa að lokum.
til Nicaragua
Washington, 26. ágúst AP.
ÖFLUGUR bandarískur
herskipafloti, sem í eru 7
skip undir forystu herskips-
ins New Jersey, tók sér í dag
stödu á hafinu fyrir vestan
Nicaragua i því skyni aö
byrja þar heræfingar. New
Jersey er 57.000 tonn að
stærö. Annar bandarískur
floti, sem í eru fimm skip
undir forystu flugmóður-
skipsins Coral Sea, hefur
fyrir nokkru tekið sér stöðu
fyrir utan strönd Nicaragua
við Caribahaf.
Þessi nýi floti er enn einn
þátturinn í flotaæfingum
Bandaríkjamanna, sem
ætlað er að sýna stuðning
þeirra við vinsamlegar rík-
isstjórnir í Mið-Ameríku,
sem eiga undir högg að
sækja vegna uppreisna
Sovézk tilraun með
árásargervihnött
Frankfurt, 26. ágúst. AP.
RÚSSAR gerðu tilraun með árásargervihnött yfir Bæjaralandi sumarið 1982
og þóttust með því sýna yfirburði sína yfir Bandaríkjamönnum á sviði
vopnabúnaðar úti í geimnum. Skýrði vestur-þýska dagblaðið Frankfurter
Allgemeine Zeitung frá þessu í dag, en það er borgaralegt blað, sem nýtur
almennrar virðingar. Segir blaðið, að tilraun Rússa hafí verið gerð í júní í
fyrra og verið þáttur í umfangsmiklum heræfíngum þeirra.
„í þessum heræfingum var árás-
argervihnetti beitt gegn öðrum
gervihnetti, sem notaður var sem
skotmark og sendur hafði verið á
loft áður í þeim tilgangi. Aðgerðir
þessar fóru fram yfir svæðinu í
kringum Miinchen". Blaðið heldur
því fram, að tilraun þessi hafi
ekki heppnast fullkomlega, en tel-
ur þó, að gervihnöttur sá, sem
hafður var að skotmarki, hafi ver-
ið eyðilagður. „Markmið tilraun-
arinnar var að geta grandað vest-
rænum gervihnetti utan sovésks
landsvæöis. Nú er ljóst, að Rúss-
um er þetta kleift," segir blaðið
ennfremur.
Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung hefur fréttina eftir áreiðan-
vinstri sinna, en banda-
ríska stjórnin heldur því
fram, að þeir njóti stuðn-
ings frá Nicaragua, Kúbu
og Sovétríkjunum.
legum heimildum í Vestur-Þýska-
landi og hafi henni verið haldið
leyndri sem lengst en hún hafi
borist út í gær. Blaðið heldur því
fram, að Rússar séu eina þjóðin í
heimi, sem ráði yfir árásargervi-
hnetti, enda þótt Bandaríkjamenn
hafi einnig gert tilraunir með
geimvopn. Segir blaðið ennfremur,
að það hljóti að verða mönnum á
Vesturlöndum áhyggjuefni, ef síð-
ustu tillögur sovéskra stjórnvalda
um bann við geimvopnum verða
samþykktar, þar sem slíkt geti
tryggt Sovétríkjunum yfirburði á
sviði geimvopna.
Þeódórakis
endurskoðar
þjóðsönginn
Aþenu, Crikklandi, 26. ájpíst. AP.
KONSTANTÍN Karamanlis, for-
seti Grikklands, hefur beðiö tón-
skáldið Mikis Þeodórakis um
ráðleggingar um hvernig leika
skuli gríska þjóðsönginn.
„Forsetinn er þeirrar skoð-
unar að þjóðsöngurinn sé leik-
inn of hratt," sagði talsmaður
forsetans í dag.
Forsetinn, sem er sjötíu og
sex ára að aldri, mun hafa far-
ið þess á leit við nefnd grískra
tónskálda að hún gerði tillögur
um réttan spilahraða. í nefnd-
inni er auk Þeódórakis tón-
skáldið Manos Hadzidakis, sem
m.a. hefur samið lög við
kvikmyndir.
Gríski þjóðsöngurinn var
saminn á nítjándu öld af
tónskáldinu Nikos Halikopoul-
Þeódórakis
Herskipafloti