Morgunblaðið - 27.08.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
8 skip seldu
afla erlendis
1 SÍÐUSTU viku scldu 7 íslensk skip
landi. Markaðsverð er nú fremur lígt i
verð fyrir afla skipanna.
Kftirfarandi skip seldu afla er-
lendis í vikunni: 22. ágúst seldi
Bjarnarey VE 73,3 tonn í Hull.
Heildarverð var 1.094.500 kr.,
meðalverð 14.92 kr. 23. ágúst seldi
Ásey VE 59,3 tonn í Hull. Heildar-
verð var 1.119.800 kr., meðalverð
18.86 kr. Sama dag seldi Oddgeir
ÞH 49,2 tonn í Hull. Heildarverð
var 1.125.400 kr., meðalverð 22.86
kr. 24. ágúst seldi Börkur NK 140,1
tonn í Grimsby. Heildarverð
3.348.000 kr., meðalverð 23.90 kr.
Sama dag seldi Hrafn GK í Hull
72,8 tonn. Heildarverð 1.253.200
afla sinn í Englandi og eitt í Þýska-
í fiski í Englandi og fékkst sæmilegt
kr., meðalverð 17.21 kr. Sigurður
Þorleifsson seldi í Hull 25. ágúst
58,5 tonn. Heildarverð var
1.325.500 kr., meðalverð 22.68 kr.
Sama dag seldi Sólborg SU i
Grimsby 49,1 tonn. Heildarverð
var 1.055.400 kr., en meðalverð
21.50 kr. í gær seldi svo Húnaröst
ÁR í Hull 85,7 tonn. Heildarverð-
mætið var 2.006.100 kr., meðalverð
23.41 kr. Kópur GK seldi 23. ágúst
í Cuxhaven í Þýskalandi 95,5 tonn
af grálúðu. Heildarverð var
1.503.400 kr., meðalverð 15.74 kr.
Aöalfundur Skógræktarfélags íslands:
Ahersla lögð á rækt-
un nýrra trjátegunda
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands hófst kl. 10 í
gærmorgun í Laugaskóla í Dalasýslu. Formaður félagsins,
Hulda Valtýsdóttir, setti fundinn og bauð fundarmenn, sem
eru um 60 talsins, og aðra gesti velkomna. Síðan flutti land-
búnaðarráðherra, Jón Helgason, ávarp. Að því loknu var
skipað í nefndir og skýrsla stjórnar Skógræktarfélagsins lögð
fram ásamt reikningum. Eftir hádegi fóru fram umræður og
síðdegis flutti Uorsteinn Tómasson framsöguerindi um kyn-
bætur birkis. Þá var gróðursetning, en eftir kvöldverð hófust
nefndarstörf.
Að sögn Stefáns Jasonarsonar,
formanns fjölmiðlanefndar fund-
arins, var starf Skógræktarfélags-
ins með hefðbundnum hætti á síð-
asta ári, en ávallt væri þó sótt
fram á veginn og nýmæli tekin
upp. „Nefna má til dæmis að
stofnaður var vinnuflokkur, sem
hefur ferðast milli skógræktarfé-
laganna á Vesturlandi og Vest-
fjörðum í sumar, og aðstoðað við
grisjun og umhirðu í skógræktar-
girðingum og fleira. Er í ráði að
halda áfram þessari starfsemi í
öðrum landshlutum á næsta ári og
í framtíðinni," sagði Stefán. Hann
sagði ennfremur, að starfsemi
hinna ýmsu skógræktarfélaga
landsins hefði verið fjölþætt á síð-
asta ári, enda væri greinilegt að
almenningur veitti skógrækt vax-
andi athygli. M.a. hefðu verið
gróðursettar á vegum skógræktar-
félaga um þrjú hundruð þúsund
trjáplöntur á síðasta ári.
Aðspurður um aðalmál fundar-
ins, svaraði Stefán því til að til-
greina mætti bændaskógana, sem
hafist var handa við að rækta á
Austurlandi fyrir tíu árum. Nú
væru Eyfirðingar og Árnesingar
að undirbúa ræktun bændaskóga
og fleiri héraðskógræktarfélög
hefðu sýnt þessu máli áhuga. Stef-
án bætti því við, að fundarmenn
legðu áherslu á að efla gróðursetn-
ingu nýrra trjátegunda og auka
rannsóknir á ýmsum sviðum
trjáræktar.
Hér væri einkum um að ræða
aukna fjárveitingu til Rannsókna-
stöðvar Skógræktar ríkisins að
Mógilsá.
í dag verður fram haldið aöal-
fundi Skógræktarfélagsins og fara
fundarmenn þá til Reykhóla til að
skoða m.a. þörungaverksmiðjuna,
en í kvöld verður kvöldvaka og
snæddur kvöldverður í boði sýslu-
nefndar Dalasýslu og fleiri aðilja.
Á sunnudag verður afgreiðsla
mála og stjórnarkjör og fundarslit
síðdegis.
Annar dans
Frumsýnd var í Regnboganum í gærkvöldi kvikmyndin Andra
Dansen eða Annar dans, eftir Lárus Ými Óskarsson. Ljós-
myndari Morgunblaðsins, Kristján Einarsson, tók þessa mvnd
á frumsýningunni en á henni má sjá leikstjórann, Lárus Ymi
Oskarsson, Jón Ragnarsson, eiganda kvikmyndahússins, og
frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands.
Þú gerir ekki
betri bflakaup í dag
Frá kr. 255.000
(og þú greiðir þaö verð, sem við auglýsum)
Við eigum eftir örfáa Charmant
gæöabíla á þessu verði.
Viöurkennd gæöi og þjónusta gera
Daihatsu nr. 1 í endursölu.
Daihatsu-umboöið
Ármúla 23, s. 85870 — 81733.