Morgunblaðið - 27.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 5 Ördeyða ofan Glanna Það hefur vakið mikla athygli laxveiði- manna og veiðiréttareigenda við Norðurá í sumar, að það hefur verið að heita má ördeyða á svæðinu fyrir ofan Glanna. Um er að ræða svæði sem gefur yfirleitt nokkur hundruð laxa á hverju sumri og þegar líður á veiðitímann er það að öllu jöfnu besta veiðisvæði árinnar, auk veiðistaða „milli fossa", sem kallað er. En í sumar hafa aðeins 6 laxar veiðst á þessu svæði og veiði lýkur í Norðurá um þessi mán- aðamót. Mikill lax er í Norðurá, en hefur tekið treg- lega að undanförnu, þannig náði sfðasta „holl“ aðeins 10 löxum á 12 stangir á þremur dögum. Að sögn veiðivarðar, virðist svo sem laxinn ráði ekki við Glanna og hafi ekki gert í sumar, hvort um sé að kenna mjög miklu vatnsmagni eða einhverju öðru. Mikill lax er alls staðar neðar í ánni. Athygli vakti, að nokkrir lax- anna tíu sem síðasti flokkur veiddi, voru ný- gengnir með og Mbl. hefur það eftir góðum heimildum, að nýgengnir laxar hafi fengist f netalagnirnar i Hvitá fram á siðasta dag, 20. ágúst. Veiðin hefur farið stigminnkandi í Norðurá, hópurinn á undan þeim síðasta fékk 30 laxa og þar á undan veiddust 60 laxar. Stærsti laxinn í sumar var 19 pund, hann veiddi Helgi Eyj- ólfsson á maðk i Myrkhylsrennum. Jakob Hafstein dró snemma i sumar stærsta flugu- laxinn, 18 punda fisk í Munaðarnesi. Allur obbinn af laxinum hefur þó verið smár, þetta 4—6 pund yfirleitt. Alls voru komnir úr Norð- urá í gær um 1600 laxar. Stokkhylur í Norðurí. Grímsá að dofna „Það eru komnir um 1150 laxar á land úr Grímsá í sumar og er það svona nokkurn veg- inn meðalveiði sé miðað við siðustu tíu árin,“ sagði Sturla í Fossatúni, veiðivörður, um veið- ina í Grfmsá f sumar. Sturla sagði að þetta væri miklu betri veiði en á sama tíma f fyrra, en heldur hefði dregið úr veiðinni, „það er nóg af laxi í ánni, en hann tekur orðið fremur illa, sfðasti hópur veiddi þó 26 laxa á tveimur dögum, en veitt er á 10 stangir," bætti hann við. Stærsti laxinn í sumar veiddist á flugu í síðasta mánuði, eins og greint hefur verið frá, 22 punda tröll, en í fyrradag veiddist sá næst stærsti. Var það 19 punda lax sem veiddist á maðk f veiðistað • sem heitir Bugur. Sagði Sturla að sá fiskur hefði verið nýlega genginn og nokkuð hefði reyst upp af nýrunnum laxi síðustu dagana. „En laxinn er yfirleitt frekar smár, hann var mjög vænn framan af, en enn veiðast annað slagið 10—15 punda fiskar," sagði Sturla að lokum. Elliðaárnar gefa sig ekki Jöfn og góð veiði hefur verið í Elliðaánum og fyrr i vikunni voru komnir vel á tólfta hundrað laxar úr ánni. Um nokkurra daga skeið höfðu þá veiðst að jafnaði 11 til 29 laxar á dag. Mikill lax er upp um alla á og hreinlega mergð á neðri svæðunum eftir því sem tíð- indamenn hafa tjáð Mbl. Fyrir nokkrum dög- um voru menn enn að kasta fyrir lúsuga ný- renninga á neðstu veiðistöðunum, ekki sérlega algeng sjón svo seint á veiðitíma. Leirvogsá stórfín Loks má geta Leirvogsár, sem oft hefur ver- ið getið í sumar. Hún hefur gefið afar vel í sumar og verið mikill vinur vina sinna. Hún hefur þegar gefið vel á fimmta hundrað laxa og veiðitíminn er til 20 .september. Miklir möguleikar á metveiði, hver veit? Um Leir- vogsá hafa ýmsir sagt að laxinn taki illa flugu og þykjast margir hafa sannreynt það. Nægir að líta á skýrslurnar til að sjá að rúmlega bróðurparturinn af aflanum veiðist þar á maðk. Einn af fengsælli veiðimönnum þessa lands fór eitt sinn í á þessa og var hún full af fiski. Hann hefur sagt svo frá, að hann hafi sveiflað flugu 80 prósent af veiðitímanum, en rennt maðki þess á milli. Hann veiddi 18 laxa þennan dag, en engan á flugu! „Uppsker- an óskap- lega Iéleg“ segir Óli Valur Hansson gardyrkjuráðunautur „NEI, ÞETTA er óbreytt allt saman. Uppskeran er óskaplega léleg og kemur manni satt að segja á óvart því sumt af þessu er ræktað á heitu landi eins og til dæmis austur í Hrunamannahreppi," sagði Óli Val- ur Hansson garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags Islands í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir því hvort uppskeruhorfur á útiræktuðu grænmeti hefðu eitthvað lagast að undanförnu. Óli Valur sagði einnigf „Þetta gæti þó lagast dálítið ef það breytti til með veður fljótlega, ef það færi þá ekki að frjósa. Maður óttast það þegar þessi tími er kominn að ef léttir til þá fari jafn- framt að kólna að nóttunni og þá líst mér nú ekki á það.“ Aðspurður um hvort ástandið væri svipað eftir tegundum græn- metis sagði Óli Valur: „Blómkálið hefur komið best út og hefur eitthvað borist af því í Sölufélagið og hefur verðið lækkað á því. Einnig hefur það litla sem menn hafa verið með af spergilkáli eða broccoly komið sæmilega út því það er býsna nægjusamt. Hvítkál- ið hefur aftur á móti komið illa út og allt annað kálmeti svo og gul- rætur, í þeim hefur ekki verið neinn teljandi vöxtur.“ Ásgrímur Þorgrímsson, Borg, Mikla- holtshreppi. Asgrímur Þorgríms- son Borg er látinn ÁSGRÍMUR Gunnar Þorgrímsson fyrrv. bóndi á Borg í Miklaholts- hreppi lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 25. ágúst síðastliðinn, 87 ára að aldri. Ásgrímur var fæddur 16. sept- ember 1895 á Kóngsbakka i Helga- fellssveit. Hann fluttist að Borg í Miklaholtshreppi árið 1916. Árið 1917 kvæntist hann önnu Stef- ánsdóttur frá Borg þar sem þau hófu búskap. Ásgrímur átti heima á Borg til dauðadags, Anna lést árið 1967. Þau Ásgrímur og Anna eignuðust 7 börn sem öll komust upp en eitt þeirra er nú látið. VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! : Símar RósW syni 19 rósasVn'n^ar‘ Tatóö Ipatt'sko _ rósahafiö- B\óm SÝn in.ðiB,ómav8«u"’ heiginao9*í®,a ■»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.