Morgunblaðið - 27.08.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.08.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara K. Sæmundsen Erföavísar krabbameins Frumunni er skipt í kjarna (K) og umfrymi (U). Hér eru einnig sýndar veiruagnir (V), f umfryminu, til samanburðar. (Úr bókinni „Medical Virol- ogy“ eftir Fenner og White). I. hluti Miklum tíma og fé hefur verið og er varið í rannsóknir á krabba- meini. Raunar er krabbamein margir sjúkdómar, hver með sitt sérkenni. Orsakir krabbameins eru líka margvíslegar og hugsan- legt er að ein og sama tegund krabbameins eigi sér margar ólík- ar orsakir. Eitt er þó öllum krabbameinssjúkdómum sameig- inlegt, að hver svo sem frumorsök- in er, þá verður upphaflega einhverskonar breyting á erfða- efni ákveðinnar frumu, sem óhjákvæmilega veldur breytingum í starfsemi hennar, sem síðan endurspeglast f illviðráðanlegum vexti viðkomandi frumu. Ekki er ætlunin að gera grein fyrir öllum mögulegum orsökum krabbameins. Þess f stað langar mig til að greina stuttlega frá miklum rannsóknum, sem nú standa yfir, á genum eða erfðavís- um, sem nefnd hafa verið „oncog- enes“ og nefna mætti á íslensku „erfðavísa krabbameins". En áður en lengra er haldið, er rétt að rifja upp í stuttu máli hugtakið erfða- vísir. Erfðavísar Frumunni er jafnan skipt í kjarna og umfrymi (mynd 1). Kjarninn hefur að geyma erfða- efni (deoxyribonucleic acid) frum- unnar, sem til styttingar er kallað DNA. Erfðaefninu er svo skipt upp á milli litninganna, sem hjá manninum eru 46 að tölu, eða 23 pör samstæðra litninga. Erfðavís- ana er að finna f erfðaefninu. Hver þeirra ákvarðar ákveðinn eiginleika og samspil fjölmargra erfðavfsa ákvarðar starfsemi, útlit og eiginleika allra fruma. Erfðavísarnir eru fjölmargir og langflestir þeirra ákvarða ákveðið prótein. Aðeins lítið brot af öllum þeim erfðavfsum, sem er að finna í ákveðinni frumu, eru f gangi á hverjum tíma. Þó er áætlað að í meðalfrumu sé að finna allt að 10.000 ólík prótein. Prótein eru aftur á móti margvisleg að gerð og gegna mörgum mismunandi hlut- verkum; ensím hvetja efnaskipta- ferli innan frumunnar, stoð- prótein starfa að uppbyggingu frumunnar og stjórnunarprótein stjórna efnaskiptaferlunum, ann- að hvort beint eða með því að hafa áhrif á eða breyta starfsemi erfða- visanna, hreinlega loka fyrir suma en opna aðra. Þannig er síbreyti- legt, hvaða erfðavfsar eru í gangi og hvaða erfðavísar eru stikkfrí. stöðugt er kveikt á nýjum erfða- vísum, slökkt á öðrum, eða að breytingar verða á magni prót- eina, sem ákveðnir erfðavísar ákvarða. Slfkar breytingar eiga sér stað að nokkru marki við vöxt fruma og rétt fyrir frumuskipt- ingu í tvær dótturfrumur. Hins- vegar er virkni erfðavísa og breyt- ingar á próteinsamsetningu frum- unnar meira áberandi við svoköll- uð þroskunarferli (differentiation) frumunnar. Hjá hryggdýrum hefst lífið við samruna eggfrumu og sæðis- frumu. Sú fruma, sem þá mynd- ast, okfruman, fer síðan að skipta sér, og eins og allir vita, þá lýkur þeirri skiptingu með því að full- myndaður einstaklingur myndast. í millitíðinni á sér stað þroskun fruma. Sumar frumur verða taugafrumur, aðrar vöðvafrumur, enn aðrar þekjufrumur o.s.frv. Þessi þroskunarferli er mikið rann- sökuð, en í raun mjög lítið um þau vitað. Eitt er þó víst, að á meðan á þessu stendur, eiga sér stað stöðugar breytingar á starf- semi ólíkra erfðavísa. Erfðaefni allra þessara mismunandi fruma er það sama og allar innihalda þær sömu erfðavísa. Mismunurinn er hvaða erfðavísar eru í gangi á hverjum tíma. Þeir ákvarða end- anlegan eiginleika viðkomandi frumu. En látum þetta nægja um frum- una og þroskunarferlin og snúum okkur nú að þeim flokki veira, sem einu nafni kallast Retroveirur, en segja má að rannsóknir á þeim séu upphafið að einangrun og auð- kenningu þessara svokölluðu „erfðavísa krabbameins". Retroveirur Veirur eru almennt mjög ein- faldar að uppbyggingu. í raun og veru er aðeins um að ræða Htinn bút af erfðaefni umlukin prót- einhjúp. Mynd 1 ætti að gefa góða hugmynd um stærðarmuninn milli meðalfrumu og meðalstórrar veiru. Vegna einfaldrar uppbygg- ingar sinnar eru veirur háðar hýs- ilfrumu sinni um mörg þau efna- skiptaferli, sem þeim eru nauð- synleg til fjölgunar. Fjöldinn allur af mismunandi veirum hafa verið orðaðar við krabbamein í mannskepnunni, en engar óyggjandi sannanir eru fyrir hendi að svo sé. Einn flokkur veira hefur þó ótvírætt yfir þeim eiginleika að ráða að geta valdið krabbameini í náttúrulegum hýsli sínum, en það eru Retroveirur. Fyrsta veiran í þessum hópi var einangruð 1936 og síðan hafa fjöl- margar Retroveirur verið einangr- aðar og auðkenndar. Þessar veirur hafa verið einangraðar, m.a. úr öpum, köttum, rottum, músum og hænsnfuglum (Tafla I). Þær valda mörgum tegundum krabbameins, m.a. hvítblæði og Sarcoma. Retroveirur eru litlar veirur og erfðaefni flestra þeirra inniheldur aðeins fjóra erfðavísa (til saman- burðar má geta þess að erfðaefni Herpesveira, sem kalla mætti stórar, inniheldur a.m.k. 50 erfða- vísa). Þrír þessara erfðavísa eru nauðsynlegir til að veira geti fjölgað sér, en sá fjórði er „erfða- vísir krabbameins“. Við sýkingu innlima þessar veirur erfðaefni sitt inn í erfðaefni hýsilfrumunn- ar. „Erfðavísir krabbameins", sem er hluti af erfðaefni veirunnar, innlimast einnig og ákvarðar síð- an prótein, sem á einhvern hátt truflar eðlilega starfsemi hinnar sýktu frumu. Afleiðingin er óhjákvæmilega krabbamein. Um- breyting (transformation) af völd- um þessara veira er þó mjög sér- virk, og hver veirutegund eða veirustofn sýkir og umbreytir að- eins frumum ákveðinna vefja, ákveðinna dýrategunda (Tafla I). Það vafðist lengi fyrir mönnum að útskýra, hvers vegna þessar veirur væru að burðast með erfða- vísi, sem þjónaði þeim tilgangi einum að umbreyta ákveðinni hýs- ilfrumu í krabbameinsfrumu. Þar að auki er staðsetning þessa erfð- avísis í erfðaefni flestra þessara veira, mjög óhagkvæm og trufl- andi fyrir eðlilega starfsemi hinna þriggja erfðavísanna, þannig að flestar Retroveirur geta ekki fjölgað sér án sérstakra hjálpar- veira. Til þess að flækja málið enn frekar, þá kom í ljós, að f öllum hugsanlegum vefjum allra mögu- legra hryggdýra, má finna „erfða- vísa krabbameins". Þeir virðast því vera órjúfanlegur hluti af erfða- efni allra fruma. Mjög lítill munur er á starfsemi og samsetningu þessara erfðavísa í óskildum teg- undum, t.d. hjá hænsnfuglum og mönnum. Þetta þykir benda til þess að þessir erfðavísar hafi varðveist næsta óbreyttir f millj- ónir ára. Þessi stöðugleiki í sam- setningu og uppbyggingu bendir til að þeir geti gegnt mikilvægu hlutverki við þroskun fruma, en fyrstu stig fósturþroskunar eru einmitt mjög svipuð hjá öllum hryggdýrum. „Erfðavísar krabba- meins“ er því að vissu marki rang- nefni, því hér er um að ræða erfðavísa, sem að því er virðist, gegna mikilvægu hlutverki f efna- skiptaferlum heilbrigðra fruma. Svo virðist sem Retroveirurnar hafi hreinlega innlimað þessa „erfðavísa krabbameins" snemma í þróunarsögunni. Um 15 ólíkir erfðavísar hafa nú verið einangraðir og auðkenndir. Til aðgreiningar eru þeir erfða- vísar, sem eru náttúrulegur hluti af erfðaefni frumunnar auðkennd- ir með (c), en þeir sem finnast í veirunum með (v), t.d. v-src eða c-src. Nokkrir erfðavísanna ásamt próteinum þeim, sem þeir ákvarða, eru taldir upp í töflu I. En hvernig stendur á því að þess- ar veirur hafa innlimað þessa erfðavísa? Hversu margir eru þeir? Hvert er hlutverk þeirra próteina, sem þeir ákvarða? Tafla I. — Listi yfir nokkrar Retro-veirur Heiti veini h Hýsill Heiti erfóavísis Prótein sem umbreytingu ó' Rous sarcoma veiran Hænsnfuglar src pp60 Myelocytomatosis veiran Hænsnfuglar myc 7 Moloney sarcoma veiran Mýs mos ? Abelson leukemia veiran Mýs abl pl50 BALB sarcoma veiran Mýs bas ? Harvey sarcoma veiran Rottur ras p21 Feline sarcoma veiran Kettir fes p92 Simian sarcoma veiran Apar sís p28 1) Heiti veirsnna jjefur einnig til kynna hvers konar sjúkdómi þ*r valda (undirstrikaó). 2) Heiti erfðavísa er jafnan skammNtafaó meó þremur litlum bókstöfum. 3) (p) stendur fyrir „prótein" og talan stendur fyrir sameindaþunga viókomandi próteins. (pp) þýðir fosfóprótein, þ.e. viókomandi prótein inniheldur fosfathópa. Fimm í Nýlistasafni Myndlist Bragi Ásgeirsson Fimm ungir myndlistarmenn og áhang- endur nýbyígjumálverksins hafa tekið sig saman og sýna út þessa viku í húsakynn- um Nýlistasafnsins. Nöfn þeirra eru Gin- ar Garibaldi Eiríksson, Georg Guöni llauksson, Oskar Jónasson, Sigurlaugur Klíasson og Stefán Axel Valdimarsson. — Já, það er ekki sökum að spyrja — nýbylgjumálverkið á hug þessara ungu manna í bak og fyrir ásamt því að myndefnið er ósköp svipað og gengur og gerist meðal áhangenda þessarar listastefnu víða um heim. Gerendurnir mála af miklum móð og fjörleika og hér ríkir litagleði og frelsi til allra átta í útfærslu og óheftri tjáningu. Alþjóð- legt myndmál er enn einu sinni orðið að veruleika líkast því er Parísarpáf- arnir vildu gera skoðanir sínar að hinni einu og sönnu véfrétt heimslist- arinnar fyrir margt löngu en duttu svo á rassinn. Munurinn er sá, að nú kemur myndmálið ekki frá hálærðum fræði- kenningamönnum og málurum á borð við Michael Seuphor eða André Breton heldur steinríkum listakaupmönnum beggja vegna Atlantsála. En öll nýjung er til bóta og listheimurinn hefur þegar eignast ágæta málara í þessari stefnu, sem sumir hverjir eruprófessorar í virðulegum listaháskólum. Máski er þetta frelsi til sköpunar rökrétt andóf og andsvar við yfirþyrmandi tækni tölvunnar og öreindanna. Hvort fimmmenningarnir er nú sýna í Nýlistasafninu gera sér þetta ljóst veit ég ekki enda skiptir það ekki meg- inmáli, heldur það, að halda sínu striki hvað sem aðrir segja og taka ekki mark á öfgamönnum og einhyrningum í list- inni. — Það má finna eitt og annað gott í myndum hinna ungu manna. Þannig vakti athygli mína hin sterklega mál- aða mynd Einars Garibalda „Svört olivetti ritvél á gulu borði“. Þá kemur ljóslega fram hve malerískur Georg Guðni Hauksson er í eðli sínu en hann á jafnbestu myndirnar á sýningunni. Óskar Jónasson er mistækur en margt er vel gert í mynd hans I.N.R.I. — minnir dálítið á Jörg Immendorff. Sig- urlaugur Elíasson hefur um margt til- einkað sér málaramáta Salomé en er persónulegastur í myndinni „Innar augum harmljóð fyrir skuggabaldur". Það er dýpt í þeirri mynd og hún er hressilega máluð. Af myndum Stefáns Axels þótti mér mest spunnið í mynd- ina „Unglingurinn í skóginum". í þeirri mynd nær hann að gera stóra mynd lifandi og forvitnilega. Þessi sýning er með áhugaverðari sýningum á þessum stað lengi og þó eiga hinir ungu menn flestir langt í land við að tileinka sér þau sérstöku tæknibrögð sem margir nýbylgjumenn viðhafa. Frelsi er auðvelt að misskilja og misnota, afleiðingarnar sjáum við allt í kring. Agi er einnig frelsi til at- hafna, það má ekki gleymast. Bragi Asgeirsson. V l II J i i V i.l 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.