Morgunblaðið - 27.08.1983, Page 15

Morgunblaðið - 27.08.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 15 Eldgos á Anak Krakatoa, eda „syni Krakatoa" fyrir fáum dögum. Aska féll í Skandinavíu og flóðbylgjur náðu allt til Ermarsundsins og Japan Klukkan 11.15, 27. ágúst, kvað við ógnvekjandi sprenging úr átt frá Krakatoa. Við sáum fljóðbylgju æða að Buttoneyju og vaða brein- lega yfir hana sunnanverða. Þetta endurtók sig tvívegis og bylgjurnar héldu síðan áfram í átt til Jövu. Þegar klukkan var orðin 11.30 var myrkrið orðið slíkt að manni fannst að næstum mætti taka um sorlann með höndunum. Við urð- um að þreifa okkur áfram á þilfar- inu og þó við heyrðum hvert til annars, var útilokað að við sækjum frá okkur. Þetta hræðilega ástand varði óbreytt til klukkan 13.30; það rigndi leðju og drullu og öskur og eldglampar eldfjallsins settu hroll að okkur.“ Lýsingin hér að ofan er úr dag- bók breska skipsins Charles Bal, sem þarna var á siglingu fyrir 100 ánim síðan. Er lýsingin af há- punkti einhvers mesta eldgoss sem átt hefur sér stað á jörðinni fyrr og síðar, er eyjan Krakatoa sprakk í loft upp í sprengigosi, sem var svo öflugt, að allt líf eyjunnar þurrkað- it gersamlega út og enn þann dag í dag gætir afleiðinganna af gosinu. Samantekt þessi er í tilefni þess að um þessar mundir eru 100 ár síðan að umrætt eldgos hófst. Eyjan Krakatoa og saga eldsumbrota þar Krakatoa var eldfjallaeyja. Óhætt er svo sem að segja að hún sé enn eyja, því þar sem Krakatoa hin gamla var, er nú Krakatoa hin nýja og þar hafa eldgos staðið yfir að undanförnu. Er þetta mikla eldfjall óðum að hlaða ofan á sig og hefur verið að æ síðan að gosið mikla átti sér stað fyrir öld síðan. Eyjan er í Sundaflóanum fyrir vestan Jövu. Einhvern tfman hefur sprengigos þeytt fjallinu, en Krakatoa er ekki annað en eld- fjall upp úr hafinu, burt og síðan hlóðu minni gos eyjuna upp á ný. Mesta gosið myndaði stærstu eldkeiluna, tindinn á Krakatoa, 2677 feta hátt fjall. Árið 1680 er talið að meiri- háttar eldgos hafi átt sér stað á Krakatoa. Eyjan var hins vegar svo gróðurmikil, svo umvafin regnskógi, að hún nánast „gleypti" gosið. Árið 1877 fór að bera á jarð- hræringum sem taldar voru und- anfari gossins mikla sex árum síðar. Næstu árin bar talsvert á jarðhræringunum og árið 1883 snarjókst tíðnin, svo ekki sé minnst á styrkinn. I maí hófst eldgosið, talsvert öskufall gerði vart við sig og sprengigos. En ekkert óeðlilegt, Krakatoa geymdi mesta voðann í sarpi sín- um þangað til 26. ágúst, en þá hófst svo óskaplegt sprengigos að með ólfkindum mátti heita. Stóð það allt til 28. ágúst, en há- punkturinn var 27. águst. Fjórar mestu sprengingarnar voru að morgni 27. ágúst, en í þeim hreinlega fauk eyjan næstum þvf eins og hún lagði sig, til fjand- ans. Hún var fyrir gosin 18 fer- kílómetrar að flatarmáli og 300 til 14000 fet á hæð að meðaltali frá sjávarmáli. Eftir gosin var ekkert eftir nema nokkrir berg- standar og hola í miðjunni, full af sjó. Slíkar voru drunurnar og há- vaðinn, að það heyrðist frá Krakatoa allt til Ástralíu og Af- riku. Á hafsbotninn á breiðu belti frá eyjunni lagðist þykkt vikur- og öskulag og eyjurnar í nágrenni Krakatoa fóru heldur ekki varhluta af öskufallinu. Þar lagðist yfir helmyrkur dagana tvo sem mestu ósköpin dundu yf- ir og regnskógarnir næstum köfnuðu. Fíngerðasta askan fór vítt og breitt um jörðina með loftstraumum, hennar varð vart í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Skandinavíu, Ástralfu, Asíu og Suður Afríku. Víða var sólarlagið fallegt þar sem sam- spil sólar og fíngerðrar ösku átti sér stað, fegurð sólarlagsins átti ekkert skylt við þá miklu eyði- leggingu og dauða sem gosið hafði í för með sér. Flóðbylgjurnar sem fyrr var drepið á, voru engar smáfljóð- bylgjur, þær æddu um allt og jöfnuðu við jörðu fjölda þorpa á nærliggjandi eyjum. Talað hefur verið um að 35.000 til 40.000 manns hafi látið lffið, en það hafa jafnan verið taldar óná- kvæmar tölur. Margir eru á því að nær væri að tala um að 100.000 manns hafi látið lífið. Eldgosið fræga í St. Helens í Bandaríkjunum árið 1980 þótti voðalegt. Gosið á Krakatoa er talið hafa verið 18 sinnum kröft- ugra. Flóðbylgjurnar voru það sem olli mesta manndauðanum. Um tvær gerðir var að ræða, langar bylgjur sem mynduðust með klukkustundafresti, og styttri, en hærri bylgjur sem mynduðust miklu örar. Bylgjur þessar skullu á nærliggjandi ströndum og strádrekktu íbúun- um bæði á Jövu og Súmötru. Verstar voru bylgjurnar þar sem langar og stuttar blönduðust saman svo úr varð fjallhár brotsjór sem eirði engu sem fyrir varð. Bylgjurnar æddu um allt, löngu bylgjurnar náðu allt til Ermarsunds í meira en 11.000 mílna fjarlægð. Styttri bylgj- urnar leystust auðvitað fyrr upp, en þær skullu þó á ströndum Ceylon og Mauritius í 2900 mílna fjarlægð. Eldvirkni hófst að nýju á Krakatoa árið 1927, en þarna var þá neðansjávaraskja með nokkr- um eftirlegutindum í kring, tindum sem eftir stóðu er allt sprakk forðum. Árið 1929 lauk gosinu og var þá risinn nýr tind- ur, Anak Krakatoa, eða sonur Krakatoa. Gosið hefur á þessum slóðum siðustu vikurnar, en ekki valdið mannskaða. Krakatoa í dag Náttúrufræðingar una hag sínum vel á Krakatoa nú til dags, alveg eins og Surtsey forð- um, hefur þarna gefist tækifæri til að fylgjast með því hvernig lífríkið nemur land eftir algera eyðileggingu. Mörg hundruð feta þykkt lag af ösku og eimyrju gróf regnskógum Krakatoa gröf, á þeim fáu klettanibbum sem eftir stóðu er sprengingarnar voru um garð gengnar. Þrem ár- um siðar höfðu ýmsir þörungar numið land og því næst fór að spretta gras og burknar og var talið að fuglar hefðu flutt fræ þeirra til eyjanna. Um síðustu aldamót voru nýir skógar á byrj- unarstigi og fyrstu landdýrin hösluðu sér völl, svo sem rottur, snákar og eðlur. Lífið er nú farið að ganga sinn vanagang fyrir þó nokkru undir skugga gamalla og hugsanlega yfirvofandi elds- umbrota, en þróunin á Krakatoa hefur opnað augu manna fyrir óþægilegri staðreynd. Hún er sú, að þó eyjarnar séu í dag baðaðar í grænu skóglendi, þá er enn um óþroskaðan skóg að ræða. 100 ár- um eftir sprenginguna hafa Mahoni- og teakskógarnir sem allt umvöfðu, ekki náð sér á strik. Vísindamenn frá háskól- anum f Hull i Englandi hafa stundað rannsóknir á Krakatoa síðustu mánuðina, einn þeirra, Peter Jones, sagði: „Regnskógar um heim allan eru í bráðri eyði- leggingarhættu af manna völd- um og hverfi skógarnir, er ógerningur að sjá fyrir endann á afleiðingunum sem það myndi hafa á dýralíf á jörðinni og veð- urfar. Á Krakatoa sjáum við, að verði skógunum eytt, tekur það meira en 100 ár að endurnýja þá. Margir kunnir náttúrufræðingar hafa stutt kenningu Jones, þann- ig að enn eitt áhyggjuefnið í náttúruverndarmálum er komið upp og það þurfti mesta eldgos nútímans til að vekja athygli á því. Mig langar að byggja þér hús Almenna bókafélagið: „Pósturinn hring- ir alltaf tvisvar“ Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Elísabet Þorgeirsdóttir. SALT OG RJÓMI eða blanda af göddum og dúni. löunn 1983. Það er hinn opni raunsæilegi ljóðstíll sem Elísabet Þorgeirs- dóttir iðkar f Salti og rjóma. Ljóð- in eru oft frásögn: brot úr lífs- reynslu ungrar konu, upprifjun liðins tíma. Eiginlega eru þessi ljóð ort fyrir stundina og líf þeirra flestra ekki af því tagi að þau hafi í sér fólgna endingu. Sum þeirra hafa áður birst í dagblöðum og eru vel geymd þar, oftast betur orðuð en almennt lestrarefni blaða, en tilefnið oft lítið og hugmyndir ansi slitnar á köflum. Engu að síður þykir mér ýmis- legt lofsvert um þessi ljóð. Þau eru einlæg og opinská. Skáldkonan fer ekki í felur með einkalíf sitt eða skoðanir á mönnum og málefnum. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, stundum nokkuð léttklædd. Kvennabókmenntir er orð sem notað er í tíma og ótíma, en ljóð Elfsabetar flokkast eflaust undir það heiti. Daglegt líf og hversdagsstrit einstæðrar móður og tilraunir hennar til að lyfta sér upp speglast í ljóðunum, stundum með nokkuð beiskum hætti. Mál- flutningur skáldkonunnar er samt slíkur að enginn getur komist hjá að taka mark á honum. Með inn- sýn í lff nútímakonunnar og einn- ig hlutskipti kvenna fyrr á tímum segja þessi ljóð margt sem okkur ber skylda til að hlusta á. Hvað skáldskapnum líður er hann stundum of einfaldur, en fyrir kemur að hann býr yfir því lífi sem heitar tilfinningar og listræn ögun geta í sameiningu komið til leiðar. Þá eignast lesandinn hlutdeild í einkaheimi skáldkonunnar. Þá eru einföld orðin hlaðin nauðsynlegri spennu. Dæmi um þetta er Má ég byggja þér hús? Mig langar að byggja þér hús lítió mjúkl og hlýtt eins og greyptan lófa sem rúmar bara okkur tva r. Ég skal hafa veggina eins viðkomu og hörund þitt gólfió mjúkt eins og bestu dúnsæng heims. Elísabet Þorgeirsdóttir (•luggarnir veröa svo stórir ad við getum saman horft á allt sem okkur lystir eins og breidtjald sameinaóra hugsana. I»ú mátt alltaf fara burt verdi þröngt um þig inni eins og þú mátt koma þegar kuldi sverfur aó. Okkur verður hlýtt látum þreytuna líða burt og horfum saman þegjum saman eða tölum eftir atvikum. Elísabet Þorgeirsdóttir kvaddi sér hljóðs með einkar athyglis- verðri bók: Augað í fjallinu (1977). Salt og rjómi er eins konar milli- bók að mínu mati. Ég spái því að meiri tíðinda sé að vænta frá skáldkonunni. BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér í annarri útgáfu hina heimskunnu skáldsögu Póst- urinn hringir alltaf tvisvar eftir bandaríska höfundinn James M. Cain. Þýöandi er Maja Baldvins. Þessi skáldsaga kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1934 og hef- ur alltaf verið á markaðinum síð- an víða um lönd, hefur með öðr- um orðum orðið sígild sem sál- fræðileg spennusaga og hefur að minnasta kosti tvisvar sinnum verið kvikmynduð, í síðara skipt- ið fyrir tveimur eða þremur ár- um. Pósturinn hringir alltaf tvisvar segir frá tveimur elskendum, venjulegum manneskjum að öðru leyti en því að tilfinningar þeirra eru nokkuð suðrænar og heitar. En aðstæður gera mál þessara ungmenna örðug viðfangs og er þá ekki horft í stórræðin til að greiða úr flækjunni. Allofsa- fengnar bílferðir, ástarleikir, skelfing, morð — allt kemur það fyrir í þessari sögu, en sá er munurinn á Póstinum og mörg- um tugum sagna sem á eftir hon- um komu og tóku hann til fyrir- myndar, að hér er lýst raunveru- legu fólki. Bókin er 151 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Bene- diktssonar. (t)r rréttatilkynningu.) Leiðrétting ÞÆR villur slæddust inn í frétt blaðsins, um 20 ára vígsluafmæli Reykhólakirkju, fimmtudaginn 25. ágúst, að séra Valdimar Hreið- arsson var sagður Friðjónsson og séra Sigurður Pálsson fv. vígslu- biskup var sagður Álfsson. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.