Morgunblaðið - 27.08.1983, Page 19

Morgunblaðið - 27.08.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 19 Svona var umhorfs í Paramount-kvikmyndaverinu eftir að eldurinn hafði verið slökktur. Sviðsbúnaður nýju myndar- innar, „Star Trek 111“ brann til kaldra kola og einnig önnur sviðsmynd, „Stræti í New York“, sem notuð hefur verið í nærri 60 ár. AP Hollywood: Mikið tjón af eldi í „draumaverksmiðju“ Hollvwood, 26. ájfúst. AP. MIKILL eldsvoði varð í kvik- myndaveri Paramount-kvik- myndafyrirtækisins í gær og hlaust af verulegt tjón, einkum á sviðsbúnaði myndarinnar „Star Trek III“, sem nú er verið að taka. Hús og byggingar á tveimur og hálfum hektara lands gjör- eyðilögðust, t.d. sviðsmyndin í „Stræti í New York“, sem var 56 ára gömul, en þar voru m.a. teknar myndir eins og „Bells of St. Mary’s“, „Going my Way“, „Breakfast at Tiffany’s" og híuti af myndunum um Guðföðurinn. Þegar eldurinn kom upp var verið að taka myndina „Star Trek 111“ og eyðilagðist sviðsbúnaðurinn, sem var rándýr, að mestu leyti. Eftir tveggja stunda bar- áttu við eldinn tókst slökkvi- liðsmönnum að ráða niðurlög- um hans en gífurlegt reykj- arkóf varð af honum. Ekkert er enn vitað um eldsupptök. Geymslubirgðir aldrei jafn litlar Washinjiton, 26. ágúst. AP. KJARNORKUVOPNAGEYMSLUBIRGÐIR Bandaríkjamanna eru hinar minnstu síöan á miðjum sjöunda áratugnum og koma til með að aukast hóflega næstu fimmtán árin þótt viðræður um skorður viö kjarnorkuvopnum beri ekki árangur. Upplýsingar þessar komu fram hjá bandaríska vamarmálaráðuneyt- inu í dag. í tilkynningu, sem beint var að gagnrýnendum bandarískrar kjarnorkuvopnastefnu, sagði ráðu- neytið að ranghermt væri að „við hefðum nú yfir fleiri kjarnorku- vopnum að ráða en nokkru sinni" Margir andstæðingar Reagan- stjórnarinnar hafa ásakað stjórn- ina um að hafa engan áhuga á að komast að samkomulagi við Sovét- menn um kjarnorkuvopn og segja þeir að tillögur Bandaríkjamanna í viðræðum við Sovétmenn miði ein-" ungis að því að ávinna tíma til að endurnýja og bæta við kjarnorku- vopnabirgðirnar. í tilkynningu ráð- uneytisins segir að Sovétmenn hafi á hinn bóginn stöðugt aukið kjarn- orkuvopnageymslubirgðir sínar. Ráðuneytið nefndi þó engar tölur. Drap sig og tvö börn með íkveikju Vín, 26. áyúst. AP. FIMMTIU OG TVEGGJA ÁRA gamall maður kveikti í sjálfum sér og brann til dauða í íbúð sinni á föstudagsmorgun í Vín. Tvö börn létust einnig af völdum elds, sem varð af þessu uppátæki mannsins, en níu særðust, að sögn lögreglu. „Líkurnar eru níutíu og níu af hundraði að um sjálfsmorð hafi verið að ræða,“ sagði talsmaður borgarlögreglunnar. Eldurinn, sem brauzt út snemma morguns læsti sig í fjórar íbúðir sjö hæða fjölbýlis- húss í Leopoldstadt-hverfinu. Tíu ára gömul stúlka, Kukka María Hofer að nafni, steypti sér í örvæntingu út um glugga á fimmtu hæð hússins aðeins ör- fáum sekúndum áður en bruna- liðsmenn komu öryggisneti fyrir við jörðu. Þrettán ára bróðir stúlkunnar brann hins vegar til dauða inni í íbúðinni. Illa brunnið lík fannst á fjórðu hæð hússins og telur lögregla að það hafi verið líkamsleifar Hugo Bleids, fimmtíu og tveggja ára, sem nágrannar segja að hafi verið drykkfelldur. Að sögn rannsóknarlögreglu hellti mað- urinn eldsneyti yfir sjálfan sig og íbúðina og bar síðan eld að. Allt er á huldu um ástæður til- tækisins. Lögreglumenn sögðu að hér hefði verið um að ræða eitthvert alvarlegasta brunaslys í Vín síð- an 1979, en fórust þá tuttugu og fimm í hótelbruna. McGovern kynni aö fara í framboð .Na.shua, New llampshire, 25. áfpíst. AP. GEORGE Mcgovern, bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi, sem tapaði fyrir Rich- ard Nixon í forsetakosningunum 1972, sagðist í dag vera að hugsa um að berjast fyrir útnefningu demókrataflokksins fyrir forseta- kosningarnar 1984. „Sex góðir menn berjast nú fyrir útnefningu," sagði hann, „en fjöldi fólks hefur enn ekki gert upp hug sinn og styður engan enn sem komið er.“ McGovern sagði: „Ég hef i sí- auknum mæli haft á tilfinning- unni að ef ég hagaði framboði mínu á réttan hátt gæti ég fengið til liðs við mig stóran hluta þess fólks, sem enn er óráðið. En auð- vitað geri ég það ekki meðan ég er óráðinn sjálfur." Öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi lét orð þessi falla í símviðtali við fréttastofu AP frá Tennessee, en hann dvelur nú þar í sumarleyfi. „Ég verð að taka ákvörðun á einn eða annan veg fyrir miðjan september,“ sagði hann. McGovern var öldungadeildar- þingmaður fyrir Suður-Dakóta í átján ár, en fór halloka í þing- kosningunum 1980. Hann býr nú í Washington. Alþjóðlega skákmótið í Niksic: Kasparov efstur Niksic, Júj'óslavíu, 26. ágúst. AP. GARRI KASPAROV frá Sovétríkjunum vann í dag landa sinn Tigran Petrosjan í annarri umferð alþjóðlega skákmótsins í Niksic í Júgó- slavíu og er nú einn um forystuna. Kasparov hefur unnið báðar skákir sínar en hann er nú talinn standa engum að baki í íþrótt- inni nema Karpov heimsmeist- ara. Eins og alkunna er hefur hann misst af voninni um að fá að tefla við Karpov um heims- meistaratitilinn þar sem sovéska skáksambandið neitaði að senda hann til Pasadena þar sem Korchnoi beið hans. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar enn í því máli. Tony Miles frá Englandi vann Ljubomir Ljubojevic frá Júgó- slavíu en aðrar skákir fóru þannig: Skák Bent Larsens og Nikolic, Júgóslavíu, fór í bið; Tal gerði jafntefli við Ivanovic, Júgóslavíu; Ulf Anderson gerði jafntefli við Portisch; Timman og Sax gerðu jafntefli og Gligor- ic og Seirawan sömuleiðis. Boris Spassky sat hjá. HIJOM’HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 1933 1983 ar á SERTILBOÐI AFE268 — ísskápur, 340 lítra meö 33 lítra trystihólfi. H. 144 cm B. 60 cm D. 64 cm Verö kr. 14.460- AFE523 — Frystiskápur, 140 lítra meö sérstökum hraðfrysti. H. 85 cm B. 55 cm D. 60 cm Verö kr. 14.280- HLJOM8ÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.