Morgunblaðið - 27.08.1983, Page 28

Morgunblaðið - 27.08.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 t Fósturfaöir minn og frændi, GEORG PÁLSSON, lést í Hafnarbúðum 25. ágúst. Jóhanna Magnúsdóttir. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir leik- kona — Minning t Eiginkona mín og móöir okkar, ÁGÚSTA GRÓA SKÚLADÓTTIR, Víóimel 23, andaöist í Landakotsspítala 25. ágúst sl. Jóhannes Sigurbjörnsson og börn. t Faöir okkar, ÁSGRÍMUR ÞORGRÍMSSON, bóndi, Borg, Miklahálshreppi, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 25. ágúst. Börnin. t Bróðir okkar, GUÐBRANDUR ÞORKELL SÆMUNDSSON, veitingaþjónn, er andaöist 23. ágúst, veröur jarösunginn þriöjudaginn 30. ágúst kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Eva Sæmundsdóttir, Lára Sæmundsdóttir, Guörún Sæmundsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ANDRÉS ANDRÉSSON, framk væmdastjóri, Glaðheimum 16, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag islands. Pálína Björnsdóttir, Rósa Björg Andrésdóttir, Hallgrímur Æ. Hallgrímsson, András Þór Andrésson, Andrés Páll, Hallgrímur Valur. ........ ■» t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, SKÚLA PÁLSSONAR, Norðurtúni 6, Keflavík. Hallveig Þorsteinsdóttir, Guóni Þ. Skúlason, Magnea Valdimarsdóttir, Snorri Skúlason, Sigrún Einarsdóttir, Guörún Skúladóttir, Björn Bjarnason, og barnabörn. t Þakka auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur minnar, TERESÍU GUDMUNDSSON. Hildur Baröadóttir. t Þökkum veitta aöstoö og hlýhug viö andlát og útför, GUÐRÍÐAR SVEINSDÓTTUR frá Löndum, Miönesi. Sigurjón Ingvason og systkini hinnar látnu. Fædd 22. september 1901. Dáin 10. ágúst 1983. Hún amma mín elskuleg er dá- in. Hún lést á heimili sínu, Hátúni 8, Reykjavík þann 10. ágúst sl. Það er erfitt að skilja að ekki sé ennþá hægt að hitta ömmu glaða og hressa að vanda. En hún fékk að halda heilsu og lífsgleði sinni, að því er virtist óskertri öll sín 82 ár. Alltaf jafn jákvæð og þakklát fyrir allt sem lífið bauð uppá. Á skilnaðarstundu líða fyrir hug- skotssjónum minningarbrot frá samverustundum með ömmu, er ég lék mér hjá henni barn í garð- inum hennar á Siglufirði. Garðin- um sem mig minnir að alltaf hafi verið fullur af blómum og sólskini. Og á vetrarkvöldum, þegar hún sat með mig fyrir framan arininn í stofunni og spilaði á gítar og söng. Kenndi mér fyrstu gripin á gítarinn, ljóð og lög sem ég nú hef kennt mínum börnum. Seinna á heimili hennar og afa í Reykjavík átti ég alltaf athvarf, er ég var unglingur við nám þar. Alltaf var hægt að fara með áhyggjur og vandamál æskunnar til ömmu og einhvern veginn urðu það auðleyst mál, eftir að hún hafði farið um þau „næmum höndum". En ég fór ekki til ömmu og afa eingöngu með vandamál. Það var alltaf gaman að koma þangað, svo ég fór ekki síst mér til skemmtun- ar. Ég var svo heppin að fá að dvelja hjá ömmu í nokkurn tima fyrir þremur árum, þá var afi dá- inn og hún bjó ein. Hún saknaði afa mikið, en hún var ákveðin í að láta engan bilbug á sér finna, þó hún byggi ein, fyrst hún fékk að halda heilsunni. Hún tók þátt í fé- lagsstörfum og öllum sínum mörgu áhugamálum fram á sið- asta dag. Síðasta fund okkar ömmu vil ég alltaf muna. Hún stóð í garðinum hjá Löngumýri í Skagafirði, þar sem hún var í orlofsdvöl með eldri borgunum og sagði mér með geisl- andi áhuga og sinu skemmtilega skopskyni frá dvölinni þar. Hún var svo ungleg og lífsglöð og naut sín svo vel, í þessu fallega um- hverfi. Þannig mun ég alltaf minnast hennar. í dag veit ég að hún er með afa og öðrum ástvinum sem farnir voru á undan yfir móðuna miklu. Hljóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. (E.Ben.) Brynja Einarsdóttir Hún lifði lífinu — lifandi. Þessi orð hljómuðu oftar en einu sinni, þegar stór hópur vina og ástvina kvaddi Þórunni Sveinsdóttur leikkonu, sem var jarðsungin frá Dómkirkjunni f Reykjavík, fimmtudaginn 18. ág- úst sl. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir var fædd 22. september 1901 á Þingeyri við Dýrafjörð. Árið 1922 giftist hún Jakobi Einarssyni frá Finnastöðum í Axarfirði, en Jakob andaðist í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík árið 1979. Þau hjónin áttu þrjú börn og eina fósturdótt- ur. Þau eru Hólmfríður Sigurrós, sem er gift Þorsteini Jónssyni framkvæmdastjóra, þau eru bú- sett í Reykjavík; Yngvi Brynjar, rannsóknarlögreglumaður á Keflavíkurflugvelli, sem er kvænt- ur Ragnheiði Elínu Jónsdóttur, þau eru búsett í Keflavík; Sveinn Hermann, húsasmíðameistari, kvæntur Grétu Jónsdóttur, þau eru búsett f Ytri-Njarðvík og fóst- urdóttirin Þórdís Baldvinsdóttir, er gift Einari Kjartanssyni, fyrr- verandi skipstjóra, þau eru búsett á Akranesi. Þórunn ólst upp í foreldrahús- um, Pálshúsi á Þingeyri, ásamt tíu systkinum. f þá daga var bilið breitt milli ríkra og snauðra og engar barnabætur eða almanna- tryggingar, þrátt fyrir sístækk- andi barnahóp. f þá daga var al- gengt að heimili flosnuðu upp, eða börn væru send í fóstur, til þess að t Þökkum innllega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall fööur okkar, tengdafööur og afa, EIRÍKS ORMSSONAR, rafvirkjameistara. Sigrún Eiríksdóttir, Sigurveig Eiríksdóttir, Kristinn Guöjónsson, Eyrún Eiriksdóttir, Karl Eiríksson, Ingibjörg Skúladóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, EYRÍÐAR ÁRNADÓTTUR. Oddbjörg Siguröardóttir, Katrín Siguröardóttir, Magnús Helgason, Hermann Sigurösson, Elinborg Óladóttir, Siguróur G. Sigurösson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför móöur minnar og tengdamóöur, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Brimhólabraut 1, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Vífilsstaðaspitala. Trausti Marinósson, Sjöfn Ólafsdóttir, og aðrir vandamenn. létta á örbirgðinni. Börnin voru ekki á framfæri foreldranna, eins og tíðkast í dag, þar til þau höfðu lokið háskólaprófi. Nei, á þessum tímum fátæktar og örbirgðar varð að senda börnin úr föðurhúsum, jafnvel áður en þau höfðu aldur til að ljúka barnaskólanámi — senda þau í vist, oft til vandalausra, svo þau gætu létt undir með heimil- inu. Þegar Þórunn var barn þótti mjólk víða munaðarvara og að borða hrossakjöt gekk guðlasti næst. Getum við, sem búum í vel- ferðarþjóðfélaginu í dag, sett okkur í spor lítillar svangrar telpu, sem þarf að horfa á eftir örlitlum mjólkursopa ofan I yngsta barnið? Freistingin hlýtur að hafa verið mikil, að bragða ögn á þessum torfengna, en ljúffenga lífsvökva. Getum við séð fyrir okkur byrgða glugga, áhyggjufulla móður og starandi barnsaugu fylgjast með því sem sýður í kraumandi potti á kolaeldavél- inni? Sauðaþjófnaður, dettur kannski einhverjum í hug. Nei, góðhjörtuð manneskja hafði gefið húsmóðurinni bita af hrossakjöti og til þess að hlífa börnunum og heimilinu við miskunnarleysi for- dómafullrar samtíðar varð að fara með þessa lífsbjörg sem myrkra- verk. Tóta litla, eins og Þórunn var gjafnan nefnd þá, var aðeins 13 ára þegar hún varð að yfirgefa ör- yggi föðurhúsanna. Óvænt hafði boðist vinna fyrir hana sem hús- hjálp og barnagæsla hjá vanda- lausum í Reykjavík. Það hefur verið erfið ákvörðun móðurinnar að sækja um undanþágu, svo telp- an mætti ljúka fullnaðarprófi og fermast árinu fyrr en lög sögðu til um, svo hún gæti tekið þátt i lífs- baráttu heimilisins. Undanþágan fékkst, en var telpan undir það bú- in að sleppa úr heilu ári f skólan- um? Þar var eitt vandamál — óyf- irstiganlegt að virtist; það voru ekki til peningar til þess að kaupa atlas — landabréfabók, sem hverju barni í dag er færð ókeypis á kostnað hins opinbera. Hvernig var hægt að sleppa úr heilu ári og standast erfitt landafræðipróf án þess að hafa aðgang að landabréf- um yfir þau lönd, sem hún var að læra um? í þá daga var það aðeins á færi þeirra efnameiri að eiga atlas og slíkan dýrgrip átti ein- mitt skæðasti keppinautur telp- unnar um efsta sætið, en að þeirri bók hafði hún ekki aðgang. Þá kom til skilningur og mann- gæska kennarans, sem fann til með þessu dugmikla og eðlis- greinda barni. Hann bað telpunni að hún mætti sitja eftir í landa- fræðitímum og nota landakort skólans. Að loknu fullnaðarprófi, sem telpan stóðst með prýði, kom fyrirkona úr þorpinu til kennar- ans og taldi það misskilning að hún Tóta hefði orðið efst i landa- fræði, þann sess hlyti sonur sinn að hafa eins og ávallt áður. „Nei, frú mín, hér hefur enginn mis- skilningur átt sér stað,“ átti sá ágæti kennari að hafa sagt, „sonur yðar hefur ekki sýnt sömu elju- semi og einbeitni og hún Tóta litla, því fór sem fór.“ Alla tíð síðan ég kynntist henni „Tótu litlu“ hafa mér fundist þess- ir eiginleikar vera hennar aðals- merki, að sigrast á öllum erfið- leikum með þrotlausri eljusemi,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.