Morgunblaðið - 27.08.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
37
Jafnrétti og
forréttindi
Skatta-
gleði
7036—5278 skrifar:
Kæri Velvakandi.
Það vakti furðu mína viðtöl
við nokkra skattgreiðendur í
Morgunblaðinu um daginn.
Viðtölunum fylgdu myndir af
viðkomandi og yfirlýsingar um
almenna ánægju með skattana
sína.
Gaman hefði verið ef þessu
hefði fylgt tölur um gjöld þessa
fólks þó ekki hefði verið nema
til þess að sjá hvað það var
svona ánægt með. Einnig væri
fróðlegt að vita hver tilgangur
blaðamanna Morgunblaðsins
er með skrifunum þar sem eng-
in gagnstæð skoðun var uppi.
Er kannski búið að berja hana
niður eða má hún ekki koma
fram? Ég hefi ennþá engan hitt
sem hefur í mín eyru gefið
svipaðar yfirlýsingar, kannski
að þeirra skattseðlar séu öðru-
vísi.
Skattseðlar okkar hjónanna
voru ekki til þess að gleðjast
yfir en ég tek það fram að
álagningin er rétt framkvæmd
og lögum samkvæmt og ef fer
sem horfir get ég ekki séð að
framtakssamt fólk í þjóðfélag-
inu fylli stóra tölu í framtíð-
inni. Á seðlum okkar hjónanna
má sjá að efnahagur er góður
og aukatekjur af eignum. Sam-
kvæmt þeim eru heildartekjur
kr. 340.148. Gjöld til ríkis og
sveitar kr. 265.877 og afgangur
til frjálsrar ráðstöfunar 74.271,
sem m.a. er ætlaður til lífeyris.
Hver væri ánægður með það?
En tölurnar tala sínu máli.
Það væri þörf ábending til
ráðamanna að setja þurfti
skattavernd eða álagningar-
hámark fyrir skattgreiðendur.
Það má einfaldlega rækta góða
skattborgara með því þó að
ætla þeim af. Það má eflaust
skrifa meira um þessi skatta-
mál þó ekki sé minnst á hvern-
ig skattfénu er varið, það er
annar kafli.
Eftir að hafa lýst yfir
óánægju minni læt ég þessu
lokið að sinni.
Valtýr Guðmundsson skrifar:
Ágæti þáttur.
Mér datt í hug að senda þér ör-
fáar línur af gamni mínu, vegna
þess að regnið drýpur úr loftinu og
því litlu kastað niður, þó ég slappi
af í eina klukkustund eða svo.
í blöðum og sjónvarpi hefur títt
verið getið um hið svokallaða „at-
hvarf“ fyrir ógæfusamar konur, er
virðast af sögn, hafa orðið reynsl-
unni ríkari í blessuðu hjónaband-
inu, eða hliðstæðri sambúð. Er illt
til þess að vita að slíkt geti komið
fyrir, sem það gerir jafnvel á ólík-
legustu stöðum og hjá fólki sem
ekki vill vamm sitt vita. Má telja
að full þðrf sé á fyrrnefndu
kvennaathvarfi, svo og bættu hús-
næði þar að lútandi. Karlmennirn-
ir hafa satt að segja gleymst, aldr-
ei þessu vant, og í þetta sinn örlít-
ið meira a.m.k. hefur heyrst að
þeim veiti ekkert af svona einni
smá herbergiskompu í kjallaran-
um, er ég þó fráleitt kunnugur
þeim málum sem betur fer. En
réttlætiskennd hef ég eigi að síður
og tel þetta jaðra við forréttindi,
líkt og sérframboð kvenna við síð-
ustu alþingiskosningar.
Auðvitað er ætíð báðum aðilum
að kenna, þegar deilur koma upp í
hjónabandinu, það er sjálfsblekk-
ing að neita slíku. Má þó telja víst
að karlmaðurinn beri oftast hærri
hlut, ef á kraftana reynir, en kon-
urnar eiga aftur á móti bitrara
„vopn“ undir sínum mjúku vörum,
og myndu þær ekki geta gripið til
þeirra á stundum og jafnvel áður
en hörku er beitt. — Spyr sá sem
ekki veit. —
Sömu laun fyrir sömu vinnu er
oft talað um og vitaskuld á það að
vera svo. Enginn hlutur er sjálf-
sagðari, enda skjalfest í lögum
fyrir mörgum árum síðan, sem
samin voru og samþykkt af karl-
mönnum með ljúfustu ánægju, til
„verndar“ hinu fríðara kyni. Og til
jafnréttis fyrir hið fríðara kyn.
Þessi merku lög hafa konur aldrei
notfært sér, heldur látið þau ryk-
falla á borðinu, vetur, sumar, vor
og haust, ásamt mörgu fleiru í
svipuðum dúr. Þessu til stuðnings
vil ég láta ágæta grein eftir
Bryndísi Schram tala sínu máli.
Þar segir meðal annars, að flest
allt sem miður fer í jafnréttismál-
um kvenna sé þeim sjálfum að
kenna, vegna þess að þær notfæri
sér aldrei rétt sinn, sem þær hafa
á óvefengjanlegan hátt á öllum
sviðum, til þessara hluta.
Þessi grein Bryndísar kom í
Mbl. seint í vetur, ef ég man rétt,
og þótti mér hún einstaklega góð
að öllu leyti. Hlýt ég þó að viður-
kenna að misrétti á sér stað, en
þar eru sjálfskaparviti á ferðinni
og ekkert annað. Sömu laun fyrir
sömu vinnu, og því ekki að krefj-
ast þess að svo verði, því fyrr því
betra. Sofandaháttur og minni-
máttarkennd fær ekki staðist öllu
lengur. T.d. þrotlaus afgreiðslu-
störf í verslunum og skrifstofu-
vinna ýmiskonar eru betur leyst
af hendi hjá konum en körlum, og
ætti því að vera kominn á jöfnuð-
ur fyrir löngu. Ef til vill þurfa
„karlremburnar" að koma til
skjalanna, einusinni enn, til að
rétta hallann, og fá þá verðskuld-
að þakklæti fyrir.
Þessar línur eru ritaðar af ein-
lægum vinarhug til kvenna, það
má enginn misskilja. Með bestu
kveðju.
GÆTUM TUNGUNNAR
Hcyrst hefur: tuttugufaldur og þrjátíufaldur.
Rétt væri: tvítugfaldur og þrítugfaldur.
Nú geta allir notiö þeiirar óncegju aö
horía á stœrri mynd í sjónvarpinu.
Sérstakur skermui sem settur er íyrir íraman
sjónvarpiö og stcekkar myndina verulega.
Petta gerir t.d. sjóndöpm fólki auðveldara
aö íylgjast meö mynd og texta.
Beamscope er til í tveimur mismunandi
stœrðum. Komiö og kynnist þessari írá-
bœm nýjung írá Japan.
fHlHEKIA
J Laugavegi 170-172 S»r
HF
Sími 21240
Flug og bíil
á einstöku verði
Við bjóðum flug til Amsterdam og glæsilegan bilaleigubíl á verði
sem á sér enga hliöstæöu i islenskum feröatilboöum
Brottfarardagar:
September: 2, 9, 20.
Verö frá kr.9.706.-
Miöaö viö fjóra í bilaleigubíl í A-flokki í eina viku.
Barnaafsláttur kr. 4.000.
Innifaliö: Flug til og frá Amsterdam, bílaleigubill, ótakmarkaður
kilómetrafjöldi, allar nauösynlegar tryggingar, og söluskattur.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899