Morgunblaðið - 27.08.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1983, Blaðsíða 40
^^^skriftar- síminn er 830 33 ^Aug'ýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater Seafood Corporation: Engin áform um verð- lækkun á þorskflökum 10 senta verðlækkun nauðsynleg vegna minnkandi mark- aðshlutdeildar, segir framkvæmdastjóri Iceland Seafood „ÞAÐ ERIJ ekki að svo stöddu uppi nein áform um verðlækkun á þorsk- flökum hjá okkur þrátt fyrir að SÍS hafi tekið ákvörðun um 10 senta lækkun, úr 1,80 dollurum í 1,70 á pundið. Það er dýr fórn, sem ekki skilar árangri og getur leitt til frekari verðlækkana á íslenzkum fiski í Bandaríkjunum," segir Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, í samtali við Morgun- blaðið. Aðspurður um það, hvort birgðaaukning fyrirtækisins hafi valdið greiðsluörðugleikum sagðist Þorsteinn ekki vilja tjá sig um það. Iceland Seafood Corporation hef- ur nú tekið ákvörðun um áður- nefnda verðlækkun og segir Guðjón B. Ólafssom, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að það sé nauðsyn- legt vegna lækkandi markaðshlut- deildar íslendinga í sölu þorskflaka á Bandaríkjamarkaði og aukinnar birgðasöfnunar. Segir hann mark- aðshlutdeild íslendinga hafa lækk- að um tæp 40% síðustu fimm ár á meðan heildarsala þorskflaka hef- Bjarg- ráða- sjóður tómur BJARGRÁÐASJÓÐUR er ekki í sUkk búinn til að Uka á sig aðstoð við bændur vegna uppskerubrests á kart- öflum og öðrum garðávöxtum sem út- lit er fyrir að verði á Suðurlandi í haust og ekki heldur vegna heybrests af völdum óþurrkanna á Suður- og Vesturlandi, að sögn Magnúsar E. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Bjargráðasjóðs. Magnús sagði, að samkvæmt lög- um Bjargráðasjóðs væri stjórn sjóðsins heimilt að aðstoða bændur vegna uppskerubrests garðávaxta, það hefði síðast verið gert 1979 þeg- ar uppskerubrestur á kartöflum varð í Eyjafirði og víðar, og einnig væri heimilt að aðstoða bændur sem verða fyrir heybresti. Það færi síðan eftir ráðstöfunarfé búnaðardeildar sjóðsins hvað mögulegt væri að gera en eins og er hefði hann mjög tak- markað fé til að taka á sig slík stór- áföll. Sagði Magnús að það væri ekkert nýtt að sjóðurinn væri van- megnugur til aðstoðar af eigin fé, sjóðurinn hefði þurft að taka verð- tryggð lán á undanförnum árum til að veita óverðtryggð lán með lágum vöxtum og óafturkræfa styrki og hefði það gengið á höfuðstól hans. Magnús sagði að aðstoð vegna þessara áfalla núna, sem þó væri ekki enn vitað hvað yrðu mikil, hefðu ekki verið rædd í stjórn sjóðs- ins, en í slíkum tilfellum hefði að- stoðin oft verið veitt í formi óverð- tryggðra lána með lágum vöxtum. ur vaxið um 29% og hlutdeild Kanadamanna á þeim markaði rúmlega tvöfaldast. Þá segir Guð- jón, að birgðaaukning hafi valdið því að greiðslum til framleiðenda hér heima hafi seinkað. Verð á íslenzkum þorskflökum í fimm punda pakkningum hefur verið 1,80 dollarar um langt skeið og verð á þorskblokk lækkaði ný- LÁNSKJARAVÍSITALA mun hækka um 8,1% hinn 1. september næstkom- andi. Vilji ríkisstjórnarinnar var að ný reikningsaðferö vísitölunnar hefði þegar komið til framkvæmda um mánaðamótin, en það hefði þýtt 5,1% hækkun lánskjaravísitölunnar 1. september. Ef sú leið hefði verið farin er talið að a.m.k. eigendur spariskír- teina rtkissjóðs hefðu getað fengið lega úr 1,18 dollurum í 1,16. Meðal- verð Kanadamanna á þorskflökum er nú á milli 1,20 og 1,30 dollarar. Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið, að verði 10 senta heildarlækkun á verði þorskflaka í Bandaríkjunum gæti það þýtt um 100 til 150 milljóna króna tap fyrir frystihús i landinu. sér dæmda leiðréttingu hjá dómstól- um og því var horfið frá því að taka upp nýja lánskjaravísitölu um þessi mánaðamót. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórn- in ákveðið að ganga til móts við húsnæðisbyggjendur og námsmenn með þeim hætti að nýja lánskjara- vísistalan taki þegar gildi gagnvart þeim. Jafnframt mun ríkisstjórnin Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins, hafa tvö af þeim kanadísku fyrirtækjum, sem selja fisk til Long John Silvers, Caribou og Fisheries Products, í gær verið sett undir forráð opin- berra skiptaráðenda. Mun það vera vegna vanskila í fjármálum og er fyrsta stig gjaldþrotsmeðferðar. Ovíst er hvaða áhrif þetta hefur á samkeppni Kanadamanna við Is- lendinga. beina þeim tilmælum til lífeyris- sjóða að þeir hafi sama hátt á hús- næðislánum sínum. Þá hefur ríkisstjórnin óskað eftir , því við Seðlabankann að vextir og lánskjör verði nú endurskoðuð með hliðsjón af hjaðnandi verðbólgu. í frétt frá Seðlabanka Islands um þetta mál segir m.a.: „Bankastjórn Seðlabankans er þeirrar skoðunar, LJósm. Mbl./ KÖE. Huga þarf vel að undirbúningi dúfn- anna fyrir flugið, eins og sést á myndinni. Bréfdúfur yfir landið endilangt Ekki skal menn undra þótt dúfnaeigendur tvístígi og stari upp í himinhvolfin þegar líða tekur á kvöldið, í morgun hófst nefnilega íslandsmót í bréfdúfnaflugi, svo framarlega sem veðurguðirnir hafa ekki tekið í taumana. Þeir dúfna- eigendur sem eiga dúfur í keppn- inni bíða því spenntir eftir aö fá þær heim. Um 20 bréfdúfur taka þátt í keppninni og var flogið með þær til Egilsstaða í gærkvöld. Þar tóku bréfdúfnaeigendur frá Húsavík á móti þeim, gist var hjá bréfdúfna- eiganda á Eskifirði og í morgun var haldið til Norðfjarðar, þaðan sem dúfurnar fljúga sjálfar til síns heima. Nokkuð misjanft er hversu langt keppendur þurfa að fljúga, því dúfurnar eru frá ýms- um stöðum á landinu, en sú bréf- dúfa ber sigur úr býtum, sem best- um meðaltíma nær. „Mesti spenningurinn verður að sjá hvort dúfunum nægir sá tími sem bjart er til að komast heim," sagði Jón Guðmundsson, formað- ur félags bréfdúfueigenda í Reykjavík, þegar Mbl. spjallaði við hann í gær. „Ef þær komast þetta ekki á einum degi, fljúga þær á leiðarenda á sunnudag." Að- spurður um hvort dúfurnar skil- uðu sér alltaf sagði Jón: „I flestum tilfellum gera þær það, enda tamdar þannig að áfangastaður er alltaf hjá eiganda. Að vísu hefur það komið fyrir að bréfdúfur hafa týnst, en ekki oft. Dúfurnar í þess- um hópi eru allt frá þriggja mán- aða aldri og almennt vel tamdar." að rétt sé að aðlaga vaxtakerfið breyttri verðlagsþróun í áföngum næstu mánuði, og er fyrirhugað að fyrsta skrefið til vaxtalækkunar verði tekið snemma í næsta mán- uði.“ Samkvæmt áætlunum mun láns- kjaravísitalan hækka um 2,4% í október, 2,7% í nóvember og 1,2% í desember. Sú áætlun hvílir á verð- bólguspá Þjóðhagsstofnunar og samkvæmt hækkun vísitölunnar í desember má gera ráð fyrir að verðbólguhraðinn miðað við heilt ár verði þá kominn niður í um 30%. Sjá nánar á bls. 18. Sjá nánar á miðopnu blaðsins í dag. Lögreglumenn leita að vopnum á öðrum piltanna. Morgunbladid/ Júlíus. Ógnuðu fólki með hnífum TVEIR piltar vel við skál voru hand- teknir fyrir framan Laugardalshöll- ina í Reykjavík síðdegis í gær. Þeir ógnuðu hvor öðrum með hnífum og létu dólgslega — hótuðu nærstöddu fólki öllu illu. Þeir ógnuðu starfs- manni Iðnsýningarinnar þegar hann hafði afskipti af þeim. Því var brugðið á það ráð að kaila til lögreglu. Lögreglumaður á vélhjóli kom fyrstur á vettvang, handknattleikskappinn kunni úr Víkingi, Steinar Birgisson. Pilt- arnir sýndu mótþróa en Steinar afvopnaði þá eins og sönnum Is- landsmeistara sæmir. Skömmu síðar komu fleiri lögreglumenn á staðinn. Piltarnir voru fluttir í fangageymslur lögreglunnar og látnir sofa úr sér vímuna. Seðlabanki Islands: Vextir verði lækk- aðir í næsta mánuði Lánskjaravísitala hækkar um 8,1% 1. september nk. og verður reiknuð út mánaðarlega hér eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.