Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Janúar — júlí: Rækjuútflutning- ur jókst um 60% Verðmætaaukning milli ára liðlega 300% RÆKJUÚTFLUTNINGUR íslendinga jókst um tæplega 60% fyrstu sjö mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 1.575,3 tonn, borið saman við 984,9 tonn á sama tíma í fyrra. Athygli vekur síðan, að verð- mætaaukning þessa útflutnings milli ára er liðlega 308%, eða lið- lega 255,5 milljónir króna fyrstu sjo mánuðina í ár, borið saman við liðlega 62,5 milljónir króna á sama tímabili i fyrra. Ef litið er á tölur um afla kom- inn á land fyrstu átta mánuði árs- ins, kemur í ljós, að aukningin milli ára er liðlega 30%. í ár hafa komið á land um 8.603 tonn, en til samanburðar komu 6.607 tonn á land á sama tíma í fyrra. í ágústmánuði sl. komu á land 1.307 tonn af rækju, en til sam- anburðar um 490 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því tæplega 167%. Landsleikurinn við Ira: Margt gert til að skapa stemmningu MARGT verður gert til að skapa stemmningu á landsleik íslendinga við íra á miðvikudaginn í næstu viku, en í þann leik mæta allir bestu atvinnumenn okkar og veitir víst ekki af, því írar eru með mjög gott landslið. Áróðursnefnd KSl, en í henni eiga sæti Halldór Einarsson, Gunnar Sigurðsson og Baldvin Jónsson, stefnir að því að stemmningin verði eins og best gerist á kappleikjum í Englandi. Magnús Ólafsson hefur verið feng- in til að stjórna fjöldasöng og Lúðrasveit Kópavogs leikur. Karnabær gefur öllum börnum sem koma á leikinn íslenska fán- ann. Þá hefur frést að nokkrum fyrirtækjum og verslunum verði lokað klukkan 5, en leikurinn hefst kl. hálf sex. Forsala aðgöngumiða á leikinn hófst á föstudaginn og heldur áfram á mánudaginn í turninum á Lækjargötu. Þar munu þeir at- vinnumenn okkar, sem komnir verða til landsins, gefa eiginhand- aráritanir eftir hádegi og Horna- flokkur Kópavogs leikur. írska landsliðið kemur til lands- ins á mánudagsmorgun. Ökumaður missti stjórn á bifreið á Laugavegi: Fimm slasaÖir, þar af einn alvarlega FIMM manns slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar bifreið ók á þrjá gangandi vegfarendur á Laugavegi um klukkan 1.30 í fyrri- nótt, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögregl- unni í gær. Var fólkið flutt á slysa- deild. Atvik voru þau að bíl var ekið niður Laugaveginn og er komið var á móts við hús númer 7, sem er Vegamótaútibú Landsbank- ans, missti ökumaður stjórn á bílnum og ók á þrjá gangandi vegfarendur og hafnaði bíllinn síðan á steinsúlu við bankann. Einn vegfarendanna þriggja slasaðist talsvert en hinir tveir minna. Þá hlutu ökumaður bif- reiðarinnar og farþegi einhver meiðsl. Orsök slyssins er talin sú að ökumaður hafi veikst undir stýri og samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er álitið að hann hafi fengið flogakast og við það misst stjórn á bílnum. Olafsvík, 15. seplcmber. í DAG veiddi 12 ára piltur úr Reykjavík, Þór Kjartansson, furðulegan lax í Fróðá. I.axinn, sem er ekki nema u.þ.b. 2,5 pund og sá minnsti úr ánni í sumar, er afar einkennilegur í laginu. Hann er mjög stuttur með smáan haus, en bolurinner sver og sömuleiðis er sporðurinn digur. Hann er alveg ljós og nýrunn- inn, en laxadröfnurnar leyna sér ekki, en dökkir þræðir í sporð- blöðkunni koma einkennilega fyrir. Lax þessi mun fara í hend- ur kunnáttumana. Fyrir nokkr- um árum veiddist hnúðlax I Fróðá og var hann talsvert frá- brugðinn þessum. Sá fiskur var hængur en þetta er hrygna, hverrar ættar sem hún er. Þetta kaldasta sumar aldar- innar hefur verið Fróðá erfitt á ýmsan hátt. Geysimikill snjór var í fjallinu frameftir sumri og er raunar enn. Kuldi var mikill í vatninu og flóð voru mörg og ströng. Laxinn var því nær ein- göngu á fáum stöðum neðst í ánni en fór lítt eða ekki á bestu staðina. Veiðst hafa um 100 lax- ar og mikið er sagt af laxi í ánni og er hann enn að ganga. - Helgi Furðulax í Fróðá Afmælishátíð Flug- leiða lýkur í dag AFMÆLISHÁTÍÐ Flugleiða lýkur í dag, en hón hófst í gærmorgun kiukkan 11.00. Fjölmargir gestir heimsóttu sérstaka yfirlitssýningu á starfscmi félagsins að Hótel Loftleið- um í gærdag, auk þess sem ein Fokk- er Friendship-flugvél félagsins var al- menningi til sýnis. Klukkan 10.00 árdegis í dag verð- ur sérstök athöfn, þar sem öllum flugvélum Flugleiða verður gefið nafn, en samkeppni um nafngiftir fór fram á liðnum vetri, eins og kunnugt er af fréttum. Á sýningunni gefst almenningi gott tækifæri til að kynnast starf- semi Flugleiða, sem er mjög marg- þætt, enda er fyrirtækið eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Séra Qlafur Skúlason dómprófastur: Líkfylgd á leiðinni MAKGIR hafa veitt því athygli, að töluverð breyting hcfur orðið varð- andi útfarir í Reykjavíkurpró- fastsdæmi. Ber þar fyrst að nefna, að Gufunesgarðurinn hefur verið tekinn í notkun, en í Fossvogskirkjugarði eru aðeins þeir jarðsettir, sem fyrr hafa fengið frátekna reiti við andlát ást- vina. En einnig hafa þær breytingar orðið, að fleiri útfarir fara nú fram frá sóknarkirkjunum en áður var. Þessu hefur fylgt, að oftar eiga líkfylgdir leið um borgina en áður var. Fyrr tíðkaðist það, þegar fólk mætti líkfylgd, að þá var numið staðar og höfuðföt tekin ofan. Það þótti sjálfsagt að sýna hinum látna virðingu, um leið og hver minnti sjálfan sig á, að það væri ekki vert að flýta sér of mikið, fyrr en nokk- urn varði gæti dauðinn gripið þann, sem þar nam staðar, meðan lík- fylgdin fór framhjá. En nú er þessu öðru vísi farið. Það heyrir til al- gjörra undantekninga, ef ökumenn sýna líkvagni þá tillitssemi að hleypa honum í gegn, þegar akleiðir skerast. Og ef einhver er þó það hugsunarsamur, þá á hann það engu að síður til að aka af stað, áður en þeir, sem líkvagni fylgja, geta fylgt honum eftir í eðlilegri röð, þar sem nánustu aðstandendur koma næstir. I kirkjum landsins verður í dag sagt frá því, þegar Jesús mætti lík- Séra Ólafur Skúlason fylgd við borgarhlið Nain. Þá nam hann staðar og sýndi hluttekningu og meira til, eins og við þekkjum af framhaldi sögunnar. Ekki er það á okkar valdi að líkja svo eftir Jesú, að lífgjöf fylgi tillitssemi okkar. Erí væri samt ekki hægt að taka meira tillit til þeirra sem dauðinn hefur sótt heim, þótt ekki væri í öðru en því að hliðra til þegar líkvagn og líkfylgd beygir inn í þá götu, þar sem við erum að aka, en gætum auðveldlega numið staðar og vottað þannig í senn samúð okkar og virð- ingu. Ólafur Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.