Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 25 Um Auóhumlu Ragnars Kjartanssonar og eyfirsku mjaltastúlkuna. eina stærstu höggmynd landsíns hrímþursar sem eru frægir úr fræðum Snorra Sturlusonar. Merkastur var Ýmir sem hún fæddi og ól á mjólk sinni er hann saug hana. Mjólkurár runnu úr hverjum spena, fjórar mjólkurár úr júgri hennar með þeim undrum að ein var hvít, önnur gul, sú þriðja brún og sú fjórða blá. Við opnun Mjólkursamlagsins 19. júní 1980 var módelinu af Auðhumlu stillt út, en ég vann síðan undirbúningsvinnu fyrir stækkun myndarinnar í eitt ár, byrjaði það verk að fullu haustið 1981 og lauk því sl. haust. Við verkið hafa margir unnið með mér, Grímur Marinó Steindórsson járnsmiður, nem- endur úr höggmyndadeild Hand- íða- og myndlistarskólans, ólaf- ur Gíslason, Ragnhildur Stef- ánsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Nanna Skúladóttir. Jú, ég vann við margs konar athugun á kúnni og sköpulagi hennar. Varðandi gerð júgursins til dæmis byrjaði ég á því að kynna mér allvel einkenni úrvals mjólkurkúa á íslandi i dag og hvernig holdafari þeirra er hátt- að, júgurbyggingin, höfuð, fætur og fleira, sem telst til kosta á fyrirmyndar nautgripastofni. í þessu sambandi naut ég aðstoðar ungs og ákaflega skemmtilegs nautgriparáðunauts hjá Búnað- arfélagi Islands, Erlends Jó- hannssonar. Verkið vann ég síð- an á þann hátt að steypa það beint þótt ég vinni verk venju- lega í leir áður en maður getur leyft sér þessa aðferð þegar maður er orðinn gamall og æfð- ur og það sparar mikinn tíma og kostnað. Þegar upp var staðið var höggmyndin komin í tvöfalda stærð stórgrips á fæti, meira að segja af stærri gerðinni." „Á meðan kýrin mjólkaði var alltaf von“ sveitastúlka. Kýrnar létu vel að góðum mjaltakonum, sleiktu þær og sýndu þeim blíðuatlot og þeir félagar að norðan féllust á eftir Árna Johnsen Auóhumla hefur mikið veriö not- uó af norrænum þjóöum og kunn er höggmynd Einars Jónssonar af Ými og Auðhumlu þar sem Ýmir liggur undir kúnni og sýgur hana, og ekki er til dæmis síður kunn Auðhumlumyndin utan á mjólk- urdósunum gömlu sem var aðal- rjómakannan um langt árabil í bátaflota landsmanna. Enn er Auðhumla á ferðinni í nýrri útgáfu og nú Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara, en hann hefur nú skilað til steypu í kopar einni stærstu höggmynd landsins í til- efni 100 ára afmælis KEA. Er blessuð kýrin nú í vinnslu í Bret- landi. „Þegar KEA byggði hina fal- legu mjólkurstöð á Akureyri kom hugsjónamaðurinn Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri til mín og bað mig um að reisa ís- lenzku mjólkurkúnni heiðurs- varða með höggmynd," sagði Ragnar Kjartansson mynd- höggvari í upphafi samtals okkar en hann opnar nú um Ragnar Kjartansson Að loknu löngu verki. Júgrið góða í yfirstærð. helgina sýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu. „Auðhumla hefur frá upphafi verið í merki þeirra norðan- manna og mín hugmynd í höggmyndinni er að gera hana að íslenzku mjólkurkúnni sem hefur haldið lífinu í íslenzku þjóðinni, gefið börnunum nær- ingu í góðærum sem harðindaár- um og verið sannkallaður lífgjafi barnanna. Á meðan kýrin mjólk- aði var alltaf von til þess að börnin lifðu af veturinn og bezta Smátt og smátt tók kýrin á sig lögun all rýmileg eins og sjá má. tuggan sem til var af heyforðan- um fór í mjólkurkúna. íslenzka hestinum hefur mikið verið hælt sem þarfasta þjóninum, en mitt mat er að kýrin eigi ekki síður lífið í okkur en hestarnir. Þetta lagði ég til grundvallar og í minni mvnd er það ekki hrímþursinn Ýmir sem sýgur kúna, heldur yndisleg íslenzk fyrirmyndar mjólkurkýr, stærðin er mína hugmynd um útfærslu, sem varð síðan til þess að í fyrstu bjó ég til höggmynd sem var 30 x 60 sm að stærð, mjög nákvæmlega útfærð. Auðhumla kemur úr Ásatrú, er goðkýr, sem var með Ásum og var öðrum kúm meiri og merki- legri, því hún sleikti hrím af saltsteinum og af því urðu til MorgunblaAid/Lárus Karl framfaraskeið. Við verðum að skapa skilyrði til þess að nýjar kynslóðir fái að njóta sín og finni hér andrúm og gróanda, sem dreg- ur þær til ættlandsins á ný, þótt freistingarnar séu miklar að setj- ast að í hinum stóra heimi. Þessa dagana eru að hefjast átök, sem geta skipt sköpum um það, hvort tímabil nýrra og frjó- samra hugmynda gengur í garð eða hvort við sitjum áfram í kviksyndi þröngsýni og fordóma. Öll finnum við í okkur sterka þjóðerniskennd. Hún getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Aftur- haldsöflin í samfélagi okkar, sem nú hafa safnazt saman á vinstri væng stjórnmálanna, spila mark- visst á hina neikvæðu þætti í þjóð- erniskennd okkar. Þau segja, að við séum að gefast upp fyrir út- lendingum. Þau segja, að auð- hringarnir séu búnir að koma snöru um hálsinn á okkur. Þau segja, að við séum að selja orkuna á gjafverði o.s.frv. Saga þjóðar okkar er með þeim hætti, að það hefur alltaf verið til- tölulega auðvelt að sannfæra fólk um það, að við séum að tapa í sam- skiptum við útlendinga. En þetta er ljótur leikur. Hann er ekki nýr. Síðasti kapítuli hans hefur staðið yfir í rúman áratug. Hann hefur leitt af sér stöðnun og afturför, verri lífskjör en tíðkast hjá ná- grannaþjóðum okkar, streitu- meira þjóðfélag og erlenda skulda- söfnun, sem er orðin svo mikil, að lengra verður ekki haldið. Þessi afturhaldsöfl hafa ráðið ferðinni síðasta áratuginn. Takist þeim að ráða henni áfram drög- umst við ekki aðeins aftur úr í ljífskjörum í enn ríkara mæli en verið hefur, heldur munum við einnig flæma það unga fólk frá landinu, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. íslenzk æska okkar tíma hefur séð meira af veröldinni en nokkur ung kynslóð á undan hennj. Þess vegna hefur hún orðið víðsýnni og frjálsari af sér og þol- ir einfaldlega ekki það músarholu- andrúm, sem einkennir þetta þjóð- félag. Eigi músarholusjónarmiðin að ríkja áfram, fer þetta fólk. Af þessum sökum snúast átökin um stóriðjuna um miklu meira en það hver efnisatriði einstakra samninga eru. Þau snúast um það, hvort við getum rutt ‘brautina fyrir nýtt framfaraskeið, þar sem hugmyndir og hæfileikar fólks fá að njóta sín, þar sem ungt fólk getur komið heim og fengið útrás fyrir hugsjónir sínar og starfs- krafta. Höfum .við manndóm og hugmyndaflug til þess?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.