Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 45 ■ Feðgarnir í Húnakoti, Garðar og Óskar Gíslason, faðir hans, eru með félagsbú og rækta kartöflur á 20 ha lands. Hér eru þeir við upptökuna með tvær upptökuvélar. Moruunbiaftið/KOE. ars, þó lítið sé undir. Var það viku seinna en venja hefur verið. Sagðist Garðar hafa verið að vona að eitthvað rætt- ist úr með sprettuna í sept- ember en það hefði ekki gerst. Þeir hefðu síðan ekki þorað að bíða lengur því ef nú létti til væri strax kominn hörkugadd- ur sem eyðilagt gæti þá litlu uppskeru sem þó hefði verið von á. „Mikið af þessu er smælki. Við þéttum vélarnar til að ná þessu upp, mikið af þessu hefði annars ekki tollað á vél- unum. Maður er að vona að kartöfluverksmiðjan geti nýtt eitthvað af þessu smælkirusli, allavega það hvíta. Mest af þessu er í kringum 35 mm og þaðan af minna þannig að það litla sem fer frá okkur á mark- að fer í annan flokk sem minna fæst fyrir. Þetta er al- veg óskemmt og góður matur þrátt fyrir þetta dæmalausa sumar og ekki skemmist varan af þrengslum í geymslunum í vetur." — Hvað reiknar þú með að fá upp? „Við settum niður 300 tunn- ur og ætli það tvöfaldist ekki, ég gæti trúað því. Við höfum þá útsæðið aftur og eitthvað upp í áburðinn. Við fáum ekki einu sinni allan útlagðan kostnað, útsæðið og áburður- inn í vor var um milljón, hvað þá að við getum gert okkur vonir um nokkur laun,“ sagði Garðar Óskarsson í Húnakoti. „Það verður að segjast eins og er að þetta lítur afskaplega illa út í ár. Uppskeran er nokkuð misjöfn á milli landa, allt frá engu og upp í þre- til fjórfalt og sum lönd verða ekki hreyfð,“ sagði Yngvi Markússon formað- ur Kartöfluræktarfélags Suður- lands er við hittum hann á heim- ili hans í Oddsparti. Yngvi sagði að þó menn væru langt komnir og flestir kláruðu að taka upp í vikulok- in væri erfitt að áætla hver uppskeran væri í heildina fyrr en menn hefðu borið saman bækur sínar en ekki færi á milli mála að þetta væri léleg- asta uppskera síðan byrjað var á kartöflurækt í Þykkva- bæ. í Þykkvabænum hefur venjulega verið ræktaður meira en helmingur allrar kartöfluframleiðslu lands- manna og hafa margar fjöl- skyldur þar framfæri sitt ein- göngu af kartöfluræktinni. Sagði Yngvi að framleiðslan í ár yrði aldrei nema lítill hluti þess sem hún var í fyrra, hún gæti hugsanlega orðið fjórð- ist skást í hæstu garðlöndum sem staðið hefðu af sér bleyt- una. Þeir garðar hefðu skilað einhverju en aðrir ekki neinu að gagni. Almennt væru kart- öflurnar mjög smáar, þær rétt héngju á vélunum og ekki víst hvort hægt væri að nota þær. Aðspurður um fjárhagsút- komuna hjá bændum sagði Yngvi að bændur þar um slóð- ir yrðu tekjulausir með öllu og næðu ekki nálægt því uppí kostnað við útsæði og áburð. Talið væri að kostnaður við hvern hektara væri um 50 þús- und krónur og ekki kæmi nema brot af því til baka. Yngvi sagðist ekki geta svarað því til hvaða ráðstafana menn gripu eftir þessi áföll. Þegar búið væri að taka upp og menn sæju endanlega útkomu verið farið að funda, en allavega vonuðust menn til að Bjarg- ráðasjóði verði gert kleift að hlaupa eitthvað undir bagga með mönnum því margir væru svo illa settir að þeir kæmust ekki fram úr vandanum nema fá einhverja aðstoð. Yngvi Markússon Oddsparti. Morgunblaðið/ KÖE ungur af framleiðslu síðasta árs. Sem dæmi sagði Yngvi að hann hefði fengið 15 tunnur af berjarusli, eins og hann orðaði það, upp úr hálfum hektara og af því væri ekki nema 2 til 3 tunnur söluvara. Sagði hann að uppskeran væri eitthvað misjöfn eftir görðum, það virt- Kartöfluupptaka í Þykkvabænum Yngvi Markússon í Oddsparti: „Vonumst til að Bjarg- ráðasjóði verði gert kleift að hlaupa undir bagga“ Kaupmenn Innkaupastjórar Hinar sívinsælu, frönsku súkkulaði- og ávaxtakaramellur frá LA PIE QUI CHANTE komnar aftur. Hafið samband við sölumann í síma 91-20222. Albert Guðmundsson, heildverslun. GÆÐA VÖRUR — GOTT VERÐ — GÓÐ SALA vdruworiiun llnqólf/ é/kon/oiuir Laugavegi 69, s. 11783. Klapparstíg 44, s. 10330. Ath. Höfum opnað nýja verzlun aö Laugavegi 69. Allt fyrir badminton. Póstsendum. Sambyggð trésmíðavél frá Stenberg Ný völundarsmíð. Þriggja ára ábyrgö Einkaumboð: Jónsson & Júlíusson, Ægisgötu 10, sími 25430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.