Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Hjól atvinnulífsins Siglufirdi, 15. september. AÐ KOMA til Siglufjarðar á þessutn haustdögum ársins 1983 er ævintýri líkast, sérstaklega fyrir þá sem þar hafa komið nokkuð reglulega undanfarin ár og séö hvernig allt atvinnulíf og manniíf hefur smám saman verið að dragast saman. íbúatalan hefur stöðugt dregist saman undanfarin ár og fór á síðasta ári niður fyrir 2000 í fyrsta sinn frá árinu 1928. En strax við komuna nú inn í bæinn verður utanaðkomandi var við breytinguna. Allt mannlíf hefur á einhvern hátt hert á sér — hjólin eru farin að snúast á fullu á ný í þessum margfræga síldarbæ fyrri ára — þótt enn vanti kannski upp á hinn ævintýralega athafnablæ fyrri ára. Hvað veldur? Tíðindamaður Mbl. átti leið um Siglufjörð nýlega og reyndi að forvitnast um breytinguna — eigum við að leyfa okkur að kalla það byltinguna? Fyrst verður fyrir augum athafnasemi fyrirtækisins Þormóðs Ramma, sem í júní sl. bætti við starfsemina með því að taka Sigló-síld á leigu og hefja vinnslu á íslenskri rækju í stórum stíl, auk þess að gera út 2—3 togara, reka frystihús og ýmislegt fleira í sambandi við sjávarútveg. Þarna er greinilega á ferðinni fyrirtæki, sem á sinn stóra þátt í aukinni bjartsýni heimamanna á það að takast megi að reisa við atvinnulíf bæjarins. Tíðindamaður Mbl. ræddi við nokkra aðila á Siglufirði um atvinnumálin. Haukur Jónssun Haukur Jónsson, skipstjóri á Kóp: 10 tonn eftir 4 sólarhringa „VIÐ erum 4 á bátnum og komum inn núna í dag með um það bil 10 tonn eftir að hafa verið fjóra sólarhringa að veiðum. Þetta er búið að vera alveg sérstaklega gott í sumar. Að vísu er ég bara í afleysingum að þessu sinni, útgerðarmaður bátsins, Albert Leónardsson, hefur verið með hann, en varð að taka sér frí og ég hljóp í skaröið," sagði Haukur Jónsson, skipstjóri á Kóp frá Raufarhöfn, en það er 80 tonna bátur, sem lagt hefur upp rækju hjá Þormóði Ramma á Siglufirði undanfarið. „Þessi rækjuvinnsla Þormóðs Ramma hér á Siglufirði hefur ger- breytt ástandinu á bænum, skapað óhemju vinnu og kannski miklu frekar almenna bjartsýni á að staðurinn geti átt framtíð fyrir sér,“ sagði Haukur einnig. Hásetahlutur á Kóp fyrir þessa síðustu ferð, sem tók fimm sól- arhringa, er ca. 15.000 kr., þannig að ekki er furða þótt bjartsýni gæti hjá bátsverjum. Að sögn Hauks er óhemju fjöldi skipa að þessum veiðum fyrir Norðurlandi, allt frá 18 tonna bátum upp í 7—800 tonna skip. Myndir og texti: Gunnar Berg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.