Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Róbert Guðfinnsson, framleiðslustjóri Þormóðs ramma: „Siglfirðingar sameinast um endurreisn atvinnulífsins“ „ÞAÐ ER rétt, að mjög vel gengur hjá Þormóöi ramma um þessar mundir, næg atvinna þannig aö okkur hefur vantaö allt að 20 manns í vinnu og bjartsýni ríkir hjá fyrir- tækinu um þessar mundir. Lykilat- riði í því sambandi er sú bætta nýt- ing, sem náöst hefur á öllum sviðum eftir að við tókum Sigló-síld á leigu um mánaöamótin maí-júní í sumar," sagði Róbert Guðfinnsson, fram- leiðslustjóri hjá Þormóði ramma, þegar Mbl. ræddi við hann í dag. „Sameining þessara tveggja fyrirtækja gerbreytir rekstrar- hagkvæmninni allri. Þá ber þess líka að geta að loksins á þessu ári tókum við í notkun nýtt frystihús, sem verið hefur í byggingu frá því á árinu 1973. Það gerbreytti allri aðstöðu fyrirtækisins í sambandi við frystingu. Að vísu er fjár- magnskostnaður í sambandi við bygginguna og rekstur allan okkur þungur í skauti — en er ekki svo með allan rekstur í dag? Afkasta- geta nýja frystihússins er um helmingi meiri en hins gamla. Við höfum unnið allt að 45 tonnum á einum sólarhring. I vor, þegar við svo tókum Sigló-síld á leigu, var þar aðeins um niðurlagningu á gaffalbitum og vinnslu á Rússarækju að ræða. Við sáum fram á að auka þyrfti vinnsluna og því var farið út í það að kaupa rækju af íslenskum bát- um og vinna hana í niðurlagningu og frystingu. Við nutum góðs af því, að framkvæmdastjóri okkar, Sæmundur Árelíusson, hafði áður verið starfandi hjá Rækjuverk- smiðju Óla Ólsen á ísafirði. Án nans reynslu á þessu sviði hefði þetta verið óframkvæmanlegt. Hann á allan heiðurinn af þessari auknu rækjuvinnslu. Alls hafa um 15 bátar lagt upp rækju hjá okkur í sumar, sumir þó mjög lítið. Samtals höfum við fengið frá þessum bátum um 340 tonn. Til þess að vinna þetta höf- um við orðið að hafa vaktir í vinnslunni allan sólarhringinn, þar sem aðeins ein pillunarvél var í Sigló-síld þegar við yfirtókum vinnsluna. Um 40 manns hafa unnið við rækjuna í sumar, næt- urvaktin byggist mest á húsmæðr- um, sem annars hefðu vart verið á vinnumarkaðinum. Þetta hefur gengið ágætlega með sérstaklega góðri samvinnu okkar og starfs- fólksins. Ég held að allir leggist nú á eitt hér á Siglufirði um að reisa staðinn við að nýju. Það er virkilega gaman að vera þátttak- andi í slíku — ég ætla ekki að kalla þetta byltingu í atvinnulífi Siglfirðinga, að rækjuvinnslan hefur aukist svo mjög, en mikið voðalega er þó nálægt manni að taka sér slík orð í munn. En við gerum meira en vinna rækju. Við gerum ,út 2 togara, Stálvík og Sigluvík, auk þess sem við höfðum hafrannsóknaskipið Hafþór á leigu. Nú höfum við að vísu misst Hafþór og núverandi sjávarútvegsráðherra ætlar víst Albert Leónardsson, útgerðarmaður Kóps: „Tíminn fer í útvegun fjármagnsu „ÞETTA hefur gengið sérstaklega vel eftir aö við byrjuðum á rækjunni, við höfum fengi ca. 36 tonn frá því við byrjuöum um mánaðamótin júlf- ágúst,“ sagði Albert Leónardsson, útgerðarmaður Kóps. Hann hefur átt og gert út bát- inn í 18 mánuði. „Við erum nú til- tölulega nýlega farnir af stað eftir endurbyggingu á bátnum eftir bruna. Þá skemmdist mikið í vél- arrúmi, káetu og stýrishúsi. Eins og alltaf er þegar svona óhöpp verða, þá dugar tryggingafé lítt fyrir endurbótum sem gera þarf, þannig aö auðvitað er þetta mikið basl. Þó vil ég biðja þig að geta þess, að vonum framar hefur gengið að afla fjár til þessara endurbóta. En mikill tími fer í út- vegun fjármagns og ég þurfti því að taka mér leyfi frá skipstjórn um tíma til að sinna þeim mál- um,“ sagði Albert að lokum. Albert Leónardsson Kristján Einarsson hjá Þormóði ramma: „Þrefólduðum afköstin á einum sólarhring“ „VIÐ HÖFÐUM af því spurnir, að til stæði hjá Kölustofnun lagmetis að flytja til verkefni, þá til K. Jónsson- ar á Akureyri, í niðurlagningunni. Við áttum þá fund með starfsfólk- inu, breyttum vinnufyrirkomulagi og jukum afköstin þrefalt á einum sól- arhring, þar sem rökin fyrir tilfærslu verkefnisins voru þau að við ættum erfitt með að afkasta því sem okkur var ætlað. Síðan hefur ekki verið minnst á að flytja frá okkur verk- efni,“ sagði Kristján Einarsson, verkstjóri rækjuvinnslu og niður- lagningar hjá Þormóði Ramma. Nú er unnið á þrískiptum vökt- um við rækjuna allan sólarhring- inn, en aðeins ein vakt vinnur við niðurlagningu á gaffalbitum fyrir Rússlandsmarkað. Niðurlagningin og endanleg vinnsla rækjunnar fer öll fram í húsi því, sem Sigló-síld hafði áður til umráða. Kristján Einarsson ' ■ Guðmundur Frímannsson Guðmundur Frímannsson, stýrimaður á Kóp: „Við grúskum í ýmsu á sjónum“ „ÉG ER nú bara hér í afleysingum, þú verður að taka það fram sérstak- lega, því ég lofaði sjálfum mér því 1971, að ég skyldi aldrei vinna reglu- lega vinnu yfir sumarmánuðina,“ sagði Guðmundur Frímannsson, stýrimaður á Kóp, sem búsettur er á Grímsstöðum á Fjöllum. Guðmund- ur er gamall Akureyringur, var lengi á fraktskipum hjá erlendum þjóðum, en sneri síðan heim og telur sig til heimilis allnokkuð fjarri sjó. Þó bregður hann fyrir sig sjómennsk- unni, þegar honum svo þóknast. „Ég er að velta því fyrir mér með þennan bát, Kóp. Mér finnst hann eitthvað kunnuglegur og hef verið að fletta upp í skipaskránni, en er ekki enn kominn að niður- stöðu. Ég held að þetta sé gamla Auður frá Akureyri og mun þá vera um 40 ára gamall bátur. Þú sérð á þessu að við grúskum í ýmsú á sjónum," sagði Guðmund- ur. Róbert Guðfinnsson að setja hann á söluskrá. Afli hef- ur verið nægur fyrir vinnsluna í frystihúsinu það sem af er frá því við tókum nýja húsið í notkun og við vonum að svo verði áfram, en þar hafa verið 60—70 manns í vinnu. Rækjuvinnslan á þessu sumri á sinn stóra þátt í þeirri almennu bjartsýni, sem nú ríkir hér á Siglufirði. Líta má á þetta sem til- raunavinnslu á þessu ári, en það er víst, að á næsta ári komum við betur undirbúnir til þessarar vinnslu og ég efast ekki um að framtíð rækjuvinnslunnar er björt hér á Siglufirði, eins og raunar atvinnulífið almennt. Bæj- arbúar virðast staðráðnir í að sameinast um enduruppbyggingu staðarins og þegar svo er þarf ekki að efast um árangurinn," sagði Róbert Guðfinnsson, framleiðslu- stjóri Þormóðs ramma, að lokum. Arni Theódór Arna- son, löndunarstjóri hjá Þormóði rammæ „Að gera hlutina — eða ekki“ ÁRNI Theódór Árnason hefur verið löndunarstjóri í rækjunni hjá Þor- móði ramma frá því aö veiðin hófst í byrjun júní sl. Ýmsir höfðu orð á því við tíðindamann Mbl. að við hann þyrfti að ræöa. Sumir sögðu, að hann heföi vart sofið blund síðan í júní- byrjun og auðheyrt var á fólki að þar fór vinsæll og traustur maöur sem staðráðinn var í að taka fullan þátt í uppbyggingu atvinnulífsins þar. Eftir töluverða leit hafðist upp á Árna. „Blessaður vertu, þetta er ekki svo mikið. Ég hef fengið að sofa tvo morgna til klukkan níu og meira að segja tvo morgna allt fram undir hádegi. Annars þarf ég oft að vera uppi við á öllum tímum sólarhringsins. Það þarf mörgu að sinna fyrir bátana. En hvað er um það að tala, annaðhvort gerir maður hlutina — eða maður bara gerir þá ekki. Það er nú lóðið!“ Árni Theódór Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.