Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 3G A DROTnNSJWGI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Kirkjukórsöngur tvíund of hár fyrir hina í kirkjunni Kirkjufólk er ekki allt á eitt sátt um það hvernig haga skuli sálma- söng guðsþjónustunnar. Sumir vilja auka þátttöku fólksins á kirkju- bekkjum, láta kirkjukórinn leiða al- mennan safnaðarsöng og syngja „skrautlög" eitt eða tvö í hverri messu, sem söfnuður hlýði á sér til yndis. Aðrir vilja engu breyta, finnst það viðtekin hefð að kirkjukórinn einn syngi. Þær skoðanir finnast bæði meðal kórfólks og annars kirkjufólks. Sumir vilja taka upp fjölbreytilegra sálmaval, vilja t.d. að einhverjir þeirra sálma, sem nú eru gefnir út sérstaklega fyrir æskulýðs- starfið, verði teknir inn í sálmabók- ina svo að ekki sé eins og þeir séu einhverskonar óæðri sálmar þegar þeir eru sungnir í messunni. í fjórða hefti Kirkjuritsins 1982 skrifar Glúmur Gylfason, organisti, grein, sem hann nefnir Syngjandi söfnuð — lifandi söfnuð. Þar segir m.a.: „Því miður lítur út fyrir, að í þeim kirkjum, sem síst skyldi, eigi enn að leggja stein í götu þeirra, sem vilja syngja í guðsþjónust- unni. I útvarpi gefur að heyra, hvernig launað söngfólk er látið (Söngvararnir bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Þegar þeir taka laun fyrir sína vinnu, gera þeir einung- is eins og fyrir þá er lagt.) syngja safnaðarsálmana sem fjórradda tónbálk og fær greitt fyrir 75 kr. á mann. Það verður varla minna en 1.000.- kr. á messu, sem sóknar- nefndin greiðir atvinnusöngvur- unum fyrir að ræna umbjóðendur sína (söfnuðinn) þeim möguleika að taka undir sönginn. Eða ef söfnuðurinn vill hafa það svo, þá greiðir hann þetta fyrir að geta setið óvirkur í kirkjunni eða bara heima. Þannig syngja atvinnu- söngvararnir tvo til þrjá sálma fyrir prédikun, oftast tíund of hátt fyrir ósöngvana íslendinga, en allt að ferund of lágt til að njóta sín sem kórsöngur. Næsta kynslóð mun fráleitt láta bjóða sér annan eins kirkjusöng og þennan. Hún mun „hefja nýjan söng í kirkju íslands". En það er ekki sjálfgefið, að hún muni hjálparlaust finna þær slóðir sem sá sem þannig tók til orða og aðrir unnendur kristinnar íslenskrar menningar hefðu kosið.“ Sá, sem þannig tók til orða, er dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, í hirðisbréfi til íslenzkra presta og safnaða 1960, svo sem Glúmur greinir frá í upphafi greinar sinnar. Þessi orð Glúms þóttu okkur svo athyglisverð að okkur þótti maklegt að þið, kæru lesendur, sem ekki hefðu séð þau i Kirkju- ritinu, fengjuð að lesa þau hér á síðunni. Þau krefjast fhugunar og vekja miklar umræður og örlítið brot af þeirri umræðu ætlum við að birta ykkur hérna á siðunni á næstunni. Kirkjukór Sauðárkróks Náttsöngur í Hallgrímskirkju Þaó er komin hefð á náttsönginn í Hallgrímskirkju í Reykjavík á mið- vikudagskvöldum kl. 22.00. Margir leggja þangað leið sína og njóta hátíðleika kvöldstundar- innar. í upphafi náttsöngs fer fram stutt listiðkun, s.s. söngur, ljóðalestur eða hljóðfæraleikur og í vetur fer hluti listiðkunarinnar fram með aðstoð skuggamynda. Þá kemur röðin að náttsöngnum. Náttsöngur er aðeins einn hluti hins forna tíðasöngs, sem tiðkast hefur allt frá dögum frumkirkj- unnar. Tíðasöngur var og er enn sunginn frá morgni til kvölds á þriggja stunda fresti í klaustrum og kirkjum vfða um heim. Sungin eru stef úr Davíðssálmum og vers úr Nýja-testamentinu. í náttsöng Hallgrímskirkju er víxlsöngur for- söngvara og safnaðar undir stjórji Harðar Ágústssonar, organista kirkjunnar. Laglínan er einföld og fljótlærð og er þátttaka í nátt- söngnum sannkölluð unun, vitandi að textinn er djúpstæð bæn til hins lifandi Drottins. Á miðvikudagskvöldið kemur, verður flautudúett á undan sjálf- um náttsöngnum og er fólk ein- dregið hvatt til að sleppa ekki þessu 30—40 mínútna helgihaldi í miðri viku (nú eru Dallas-þættirn- ir búnir í bili). Hallgrímskirkja vill með ýmsu móti minna fólk á að kirkjan er ekki aðeins sunnudagskirkja, held- ur þjónar hún okkur alla daga vik- unnar. f átta ár hefur Hallgrímskirkja staðið fyrir svokölluðum fyrir- bænaguðsþjónustum alla þriðjudagsmorgna kl. 10.30. Eink- um er þar beðið fyrir sjúkum. Ann- an hvern þriðjudag fer þar að auki fram altarisganga samhliða bæna- gjörðinni. Það er gott til þess að vita, að fólk getur átt sér stund í helgidóm- inum jafnt í miðri viku sem og um helgar. Það minnir okkur á, að kirkjan er hið andlega heimili okkar og það megum við ekki van- rækja fremur en hið veraldlega. Þegar Jesús kemur „Þegar Jesús kemur“ er yfir- skrift hins árlega haustmóts Kristilegs stúdentafélags. Það fer að þessu sinni fram í sumar- búðunum i Vatnaskógi helgina 23.-25. september næstkom- andi. Gestur mótsins og aðal- ræðumaður þess verður Anfin Skaaheim, framkvæmdastjóri kristilegu skólahreyfingarinn- ar í Noregi. Hann mun dvelj- ast hér á landi f boði kristilegu leikmannahreyfingarinnar, sem KSF er aðili að. Dagskrá mótsins er fjöl- breytt og þar gefst gott næði til að íhuga boðskap biblfunn- ar. Ekki spillir fagurt um- hverfi skógarins helgarsam- verunni. Mótið er opið öllum 16 ára og eldri, en innritunarfrestur rennur út í kvöld á Amt- mannsstíg 2b kl. 22.00. Ólafur Hannibalsson og Sigurður Gfslason kveikja á kertunum í ljósa- krónunni. Safnaðarsöng- ur án undirleiks Það er sumar, sunnudagur og klukkan að verða tvö. Við erum á ferð um Vestfirði og fréttum af messu í Selárdal. Selárdalur er snjóþungur um vetur og hlýtur oft að vera erfitt ef ekki ófært að komast til kirkju þá. En í sumar- tíðinni aka bílar í hlað, sveitungar og ferðafólk eins og við. Það er kveikt á kertum á alt- arinu og á kertahjálmi í lofti. Þá var ekkert rafmagn í kirkj- unni. Presturinn er skrýddur fyrir altari, hér er prestur séra Dalla Þórðardóttir. Hún snýr sér að okkur kirkjufólki, segir að í dag sé enginn organisti og enginn kirkjukór, biður okkur að annast allan kirkjusönginn en sjálf skuli. hún vera for- söngvari. Við lútum yfir bækur okkar, finnum til ábyrgðar, ungir og gamlir taka undir sálmasönginn. Við hin eldri kunnum þessa sálma, það er gott og gleðiríkt að syngja þá saman og finna að þeir óma í hjörtum okkar frá gamalli tfð og nú endurnýjast þeir í hugum okkar. Þau, sem enn eru á barnsaldri, syngja þó engu síð- ur. Auðvitað syngjum við hvert með sfnu nefi, kannski myndum við ekki vinna Evrópukeppni kirkjufólks, en raddhæðin hæfir okkur og sjálf njótum við söngs- ins. Eftir messu er okkur boðið í kirkjukaffi í Selárdal hjá Ólafi Hannibalssyni, sem stendur fyrir höfðinglegum veitingum með dætrum sínum, Sólveigu og Kristínu, og Sólveigu móður sinni. Samveran yfir kirkju- kaffinu er hluti guðsþjónust- unnar, finnst okkur, tækifæri til að hitta kunnuga og ókunn- uga til þessa og finna velvild og hlýhug þeirra, sem vildu gefa af tíma sfnum, fé og fyrirhöfn til að gefa okkur góða stund. f kirkjukaffinu f Selárdal: Ásta og Eva Ósk f Neðrabæ, Hannibal Valdimarsson, Sigurður Gíslason og Ólafur f Neðrabæ. Morgunsöngur Oft hefur verið rætt manna á með- al hvernig nýta mætti kirkjur lands- ins betur til þjónustu við söfnuðina. Nokkrar kirkjur hafa komið upp þjónustu fyrir aldraða að morgni dags — nú, svo eru viðtalstímar prestanna oft og einatt á þeim tíma líka. Sú hugmynd að hafa morgun- söng í kirkjum hérlendis hefur ekki fengið eins mikinn hljóm- grunn og víða erlendis. Þó er vafa- lítið stór hópur manna hér á landi, sem myndi nýta sér sllkar kyrrðar- stundir ef boðið yrði uppá þær í nágrenninu — því þó mikill asi og Játning Mörtu 16. sunnudagur eftir trinitatis Jóh. 11.19—27 „Já, herra, ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn. “ Þetta er játning Mörtu. Kvennaguðfræðin hefur vakið athygli á henni en hún féll löngum í skuggann af játningu Péturs í Matt. 16.16. Kvenna- guðfræðin bendir á að konur voru játendur Krists engu síður en karlar, þær hugleiddu dýpt fagnaðarerindisins, nutu leið- sagnar Heilags anda og boðuðu trúna á upprisu Krists. Kirkjan verður að vera því trú að boða jafnrétti karla og kvenna, það er órjúfanlegur þáttur í upprisu- trúnni. Eins verða þau, sem beita sér fyrir jafnréttisboð- skapnum í nafni kirkjunnar, að vera trú boðskapnum um upp- risu Jesú Krists sem hinni einu leið til eilífs lífs. Veraldlegar jafnréttishreyfingar kunna að láta það undir höfuð leggjast að þakka Kristi fyrir jafnrétti kynjanna — en þær kunna líka að rekja jafnréttið til hans. Upprisutrúin er grundvöllur jafnréttis kvenna og karla eins og alls annars réttlætis. Fyrir það skulum við gleðjast og fagna, syngja lofgjörð og þakkargjörð. annríki sé hjá fólki eru margir sem eru einmana og þrá slíka upplyft- ingu. Einn er sá staður í Reykjavík, þar sem morgunsöng hefur verið haldið uppi daglega um árabil að vetri til og er það kapella Háskóla íslands. Þar sjá guðfræðinemar um morgunsönginn, en vitanlega er öllum velkomið að taka þátt f honum. Hefst hann kl. 10.00 árdeg- is með söng úr sálmabók. Eftir sálmasönginn er flutt bæn f vfxl- lestri milli þess, sem stjórnar, og safnaðar. Að bæninni lokinni er fluttur Davíðssálmur f víxllestri. Þá er fluttur víxllestur, sem er breyti- legur frá degi til dags. Þá er ritn- ingarlestur og hugleiðing, ef viU. Eftir ritningarlesturinn má fara með Biblfulegan lofsöng. Síðan er farið með bæn og endað með þvf að syngja sálm. Þeir sem ekki þekkja þetta form ættu að leggja leið sfna uppí Háskóla og kynna sér það, því nú í vikunni hefst einmitt kennsla í guðfræðideild og morgunsöngur hefst með henni. Söfnuðir landsins ættu að taka þennan möguleika til greina, því þetta geta leikmenn auðveldlega séð um ekki síður en presturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.