Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Fjodor Dostoevsky var ekki aðeins mikið skáld, heldur einnig magnaður elskhugi. Sálkönnudurinn, skáldiö og elskhuginn, Fjodor Dostoevsky (1821—1881). ”Þú kemur til mín í draumi á hverri nóttu” Fjodor Dostoevsky (1821-1881) var einn af risum rússneskra bók- mennta 19. aldarinnar. Skáld- sögur hans öfluðu honum frægðar um allar jarðir með- an hann lifði og gera hann hjartfólginn lesendum enn þann dag í dag vegna sál- rænnar innsýni og heimspeki- legrar dýptar. Sögur hans voru fullar af furðulegum persónum, einkennilegri at- burðarás. Þær könnuðu dimmustu afkima mannssál- arinnar og glímdu við afbrigði hugar og holds. En ekkert verka hans er eins furðulegt, rómantískt og ástríðuþrungið og ævi hans. - Hér verður ekki rakin ævi þessa manns, heldur stiklað á stóru um þrjár helstu ástir í lífi hans, konurnar sem höfðu örlaga- ríkustu áhrifin á manninn Dostoevsky og líf hans. 36 María 1843 lauk Dostoevsky prófi sem 2. fl. liðsforingi, en liðsfor- ingjaferill hans varð þó stuttur. Honum fannst starf sitt í teikni- stofu verkfræðideildarinnar óþolandi; hann vildi heldur vera rithöfundur. Þegar hann hafði sagt af sér og var févana, reit hann Mikail bróður sínum: „Hvers vegna á maður að glata bestu árum ævinnar? Ég finn einhverja leið til að vinna mér fyrir brauðskorpu. Ég ætla að vinna eins og djöfullinn sjálfur. Nú er ég frjáls rnaður." 1845 reit hann „Fátæklingana" og bókin lauk upp fyrir honum dyrum menntamanna í Péturs- borg. Fjórum árum síðar var hann handtekinn ásamt fleiri mönnum fyrir að gera sér upp „hneykslanlegar" hugmyndir, s.s. borgaraleg réttindi, lausn bænda úr átthagafjötrum. Petrasévist- arnir, eins og þeir voru kallaðir, voru dæmdir til dauða, en síðar dæmdir í nokkurra ára þrælkun- arvinnu (1849—1854). Þegar Dostoevsky kom til Semipalatinsk 1854 var hann fullþroska maður, 33 ára. Fám mánuðum síðar kynntist hann Alexander Isaev og konu hans Maríu. Alexander sá um sölu áfengis á staðnum og var því Stutt fyrir hann og marga þegar þorstinn sagði til sín. María, sem þá var 28 ára, var „frekar lagleg, ljóshærð, í meðallagi há, grönn, ástríðufull og háspennt að eðlis- fari“, eins og Wrangel, vinur Dostoevskys lýsti henni. Sam- runi hins barnalega og kvenlega í fari hennar, sem alltaf orkaði svo sterkt á Dostoevsky hinn áhrifa- gjarna, vakti að þessu sinni einn- ig með honum flóknar tilfinn- ingar, sem hann hvorki gat né vildi skýra. Þegar hann tók að heimsækja Isaev-hjónin, fékk María samúð með hinum sérvitra gesti þeirra. Sem konu skildist henni að þessi maður, sem gat setið stundum saman án þess að mæla orð af vörum, hafði orðið að þola meira en nokkur maður, sem hún þekkti. Henni fannst þægilegt að finna leiftursnögg og þakklát viðbrögð hans við hverju vinsam- legu orði, — það kitlaði fordild hennar. Auk þess þarfnaðist hún sjálf stuðnings um þessar mund- ir. Það er sennilegt að María hafi strax fengið mætur á Dostoev- sky, en hún var alls ekki ástfang- in af honum, a.m.k. ekki í upp- hafi. Hann var hins vegar gagn- tekinn ást á henni. Hann var næstum 34 ára, og enn hafði hann ekki haft ástmey, konu, sem hann gat unnað bæði af hug- sjón og ástríðu. Hann leitaði — þarfnaðist — ástar, og þegar til- finningar hans tóku á sig ákveðna mynd, var María tilvalið skotmark. Ást hans var fyrst endurgoldin snemma árs 1855, en það var stutt gaman, því Isaev-hjónin fluttust til Kuznestk. En hálfu ári síðar hrökk Alexander upp af, og María stóð uppi slypp og snauð. „Ekkert í heiminum er æðra en hjúskaparhamingja," sagði Dostoevsky og bað Maríu að giftast sér tafarlaust. En María var kona kæn; Dostoevsky var ekki fjáður en það var Verg- unov kennari hinsvegar. Eftir tveggja ára japl, jaml og fuður í 19. aldar funagaddi (Vergunov átti ekki eins stórt peningaveski og María hélt) var allt klappað og klárt. Þau voru gefin saman 6. febrúar 1857. Eftir athöfnina óku hjónin til Barnaul, þar sem þau áttu að vera fyrstu nóttina saman. Þegar þangað kom fékk Dostoevsky hroðalegt flogaveikiskast og missti rænu. María var skelfingu lostin og álasaði Dostoevsky fyrir að hafa leynt hana þessum sjúkdómi. Þau settust að í Semipalatinsk í lítilli og fátæklega búinni íbúð. Hjónin voru bæði taugaveikluð; Dostoevsky var kvalinn af sekt- arkennd, en trylltist þess á milli af ástríðum, flogakenndum og sjúklegum, — en viðbrögð Maríu voru annaðhvort ótti eða kyn- , ferðislegur kuldi. Hefði maki Dostoevskys verið óbrotin og ró- lynd kona, hefði hún getað sefað efasemdir hans, aukið honum traust á getu sína og veitt honum eðlilega útrás fyrir ofurmann- lega kynorku sína, og jafnframt greitt eitthvað úr sálarflækjum hans, sem voru í senn barnalegar og í ætt við sjálfspyntingarþörf. Þegar Dostoevsky hafði komið sér fyrir, fór mestur tími hans í tilráunir til að afla fjár. Þegar hann var léttur í lund, var María döpur, en hann var ekki fyrr nið- ursokkinn í hugsanir og skriftir og bókmenntagrufl, en hún tók Appollinaría Suslova, önnur stóra ástin I IiTi skáldsins, sem hann kynntist árið 1861. að ónáða hann með „skemmti- sögum" og slúðri. f hvert skipti sem hann settist við skriftir, álasaði hún honum fyrir að loka hana inni. Hann gat ekki átt neitt sameiginlegt með henni, því hún hafði engan skilning á því, sem hann taldi eftirsóknarvert í trúmálum og stefndi að á sviði bókmennta. Eftir að Dostoevsky sneri heim úr nokkurra mánaða ferðalagi um Evrópu, lá María rúmföst og upp frá því var hún sjúklingur. Appollinaría Þegar Dostoevsky sneri aftur 1860, sökkti hann sér ofan í störf. Hann stofnaði mánaðarrit, Tím- ann, ásamt bróður sínum Mikail. lafnframt reit hann skáldverk in afláts. Ríkisstjórnin hafði lát- ð undan vaxandi kröfum al- mennings og gengið var í garð umbótatímabil. Dostoevsky drakk í sig ást á frelsinu og hinar bjartsýnu vonir kynslóðar sinn- ar. Hann var einn hinn fyrstu rithöfunda rússneskra, sem lifðu á skriftum, og hann var hreykinn af því, þótt hann væri síkvart- andi yfir drepandi fátækt og gæti ekki fágað verk sín nægi- lega, því að skilafrestur væru ekki nógu langur. Ástalíf hans var sem berangur. Hann hafði verið Maríu trúr, en eftir ferðalagið 1860, var hann að heiman bæði daga og nætur; María átti ekki lengur hug hans. Þegar Dostoevsky settist að í Pétursborg, skildi ekki hin rót- tæka æska þeirra daga breyting- una, sem orðin var á stjórnmála- skoðunum hans og leit enn á hann sem fórnardýr keisara- stjórnarinnar. Hann las upp fyrir stúdenta 1861 og 1862 og nutu upplestrar hans mikilla vin- sælda. Ér hann hafði einu sinni lokið fyrirlestri, gekk til hans tíguleg stúlka. Hún hét Appollin- aría Prókóflevna Suslova og var 22 ára. Dóttir Dostoevskys heldur því fram að Appollinaría hafi skrifað föður hennar skáldlegt bréf, ástarjátningu. Dostoevsky tók fyrst eftir þokka hennar, æsku og fegurð, — hann laðaðist alltaf að yngri konum. (Það er ekki ólíklegt að Appollinaría hafi haft frumkvæðið. I öllum löndum og á öllum tímum hafa ungar stúlkur orðið ástfangnar af fræg- um rithöfundum og listamönn- um.) Hvað um það, Dostoevsky þekkti vel til þess sem Frakkar nefna promesse de volupté, (kyn- þokka) og hann tók þessari að- dáun og holdlegu ástríðu ungu konunnar fegins hendi. Dostoevsky var fyrsti elskhugi hennar. Hann var einnig fyrsti maðurinn, sem hún tengdist traustum böndum. En það er ein- mitt í sambandi hans við Appoll- inaríu sem tvöfeldni tilfinninga- lífs hans kemur best í ljós: hann unni einmitt þeim sem hann hefði átt að hata (sem reyndust honum verst), og allra nákomn- astir honum voru byltingar- mennirnir sem hann fletti ofan af og lítilsvirti. Að öllujm líkind- um hafa mök þeirra Dostoevskys og Appollinaríu hafist eftir að hann kom úr ferðalaginu haustið 1862. Hann (raunar allir) vissu að hann var enginn Don Juan, en það var ekki fegurð eða líkamleg- ir töfrar sem Appollinaría leitaði hjá honum. Hún sá í honum rit- höfundinn, sem varð sífellt fræg- ari. Hana grunaði, enda þótt hún skildi aldrei til fullnustu hið stórkostlega víðfeðmi verka hans, og allur hinn byrgði hug- sjónaeldur, öll rómantík níhílist- ans, sem leyndi draumum sinum bak við grímu kuldalegrar hag- kvæmni, drægi hana af óviðráð- anlegu afli að þessum sjúka, ólaglega manni. Hún fann einnig að hún hafði fundið óvenjulegan elskhuga, sem var jafningi henn- ar og það kitlaði fordild hennar, að Dostoevsky skyldi elska hana. Skáldinu tókst að leyna sam- bandi sínu við Maríu sem var rúmföst. En Appollinaríu gramdist að hann færði enga fórn fyrir hana; ekkert breyttist í lífi hans þrátt fyrir náin kynni af fyrsta flokks kvenmanni. Ekki leikur vafi á, að í upphafi bar Dostoevsky Appollinaríu ofur- liði, bæði líkamlega, eins og venja er þegar þroskaður maður nær valdi á óreyndri ungri konu, og siðferðilega, þar sem hann var eldri og veraldarvanari. Hann reyndi að koma fram við hana sem herra hennar og húsbóndi en þar mætti hann hörðustu mót- spyrnu, því skapferli hennar var frekar drottnarans en ambáttar- innar. Þetta var orsök allra síð- ari árekstra þeirra. Vorið 1863 var hann svo heillaður að hann gat ekki lifað nokkurn dag án hennar. En þegar Maríu elnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.