Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 á fjölunum Morgunblaðið/Kristján Orn Elíasson. Arni Tryggvason Brimgagar, Ámupoppa, Hornkúfa, Hvítsnekkja, Haðarhetta, Hrukkubúlda. Það er náttúrulega ekki nema fyrir þá sem áhuga hafa á kuðungum og safna þeim að vita á hverju þessi heiti eru, því þetta eru kuð- ungaheiti. Ég var að virða fyrir mér litla veggmynd, sem á voru litlir kuðungar, í stofunni hjá Árna Tryggvasyni og konu hans, Kristínu ' Nikulásdóttur, allir með þessi skrítnu nöfn og ég var að hugsa um hve andrikur sá hafi verið sem skírði kuðungana, þegar Árni birtist. Þau hjónin hafa um langt ára- bil stundað trilluútgerð á sumrin í Hrísey í Eyjafirði og Kristín hafði hirt þessa kuðunga úr görnum ýsunnar fyrir kuðunga- safnara sem síðan hafði útbúið þessa veggmynd fyrir þau. Og þó ég hafi ætlað að ræða nokkuð um leikferil Árna eins og yfir- skrift þessa pistils ber með sér, snérust umræðurnar furðulega fljótt upp í vangaveltur um trilluútgerð og fiskverkun. Á því kann Árni góð skil. „Við höfum verið með trilluút- gerð á sumrin í 20 eða 30 ár. í 15 ár leigðum við trillu yfir sumar- tímann og í 11 ár leigðum við sömu trilluna, Kjóa. Þessa trillu var alltaf búið að mála og gera tilbúna fyrir okkur og við þurft- um bara að setja hana á flot þeg- ar við komum norður á sumrin. Svo langaði okkur til að eignast bát og keyptum einn lftinn í Hafnarfirði og þegar við vorum búin að eiga hann í tvö, þrjú ár fannst okkur hann vera of lftill og fórum yfir í plastið og keypt- um plastbát númer tvö frá Skel hf. Það var á kvennaárinu sem við keyptum fyrri bátinn okkar og við veltum því mikið fyrir okkur hvað við ættum að nefna hann. Við ákváðum á endanum að skíra hann eftir upphafsstöfun- um okkar, KNÁR, en af því að það var kvennaár, vildi Kristín eiga fleiri stafi en ég í nafninu svo trillan var á endanum skfrð KNÁ. Þegar til kom fannst mér það skemmtilegra nafn. Trillan var ákaflega lítil og mjög kná. En veiðarnar gengu stundum stirðlega þegar fengurinn fór allt niður í 16 fiska yfir daginn sem er reyndar bara hörmung. Einhverntíma sagði ég að trillu- útgerð væri eina útgerðin sem bæri sig, svo þegar hún bar sig ekki seldi ég bara.“ Og nú er hlé á útgerðinni hjá ykkur? „Við höfum ekkert fengist við þetta síðustu tvö sumur en mein- ingin er þegar árin færast yfir, það er ekki langt í að maður fari á eftirlaun, að kaupa annan bát. Og þá verður nú gert út á allt annan máta. Ég hef lengi gengið með það f maganum að salta og sólþurrka fiskinn. Það á að vera úrvalsfiskur og gengið frá hon- um um leið og hann kemur spriklandi í land. Sólþurrkun lærði ég af föður mínum, sem var fiskmatsmaður þegar tekið var mark á fiskmatsmönnum. Og það verður gott að gefa fyrir- tækinu nafn því hvað er betra en Saltfiskverkunin ÁT? Það verð- ur líka svo þægilegt að auglýsa: „Etið fiskinn frá ÁT.“ Þú ert ekki fæddur í Hrísey Árni, er það? „Nei, ég er Árskógsstrending- ur en fjölskyldan fluttist til Hríseyjar þegar ég var þriggja ára gamall og ég tel mig alltaf vera Hríseying. Það er margur sem hefur ekki gert sér grein fyrir að Hrísey í Eyjafirði er önnur stærsta eyja landsins. Þegar ég var að alast þar upp bjuggu í eynni eitthvað í kring- um 400 manns en þeim hefur fækkað töluvert." Var ekki gott að alast upp í Hrísey? „Jú. Maður á margar skemmtilegar minningar þaðan. Það var svo mikið frjálsræði þarna, ég ól mig mikið til upp sjálfur og við krakkarnir. Ég fékk stundum að heyra það ef ég kom of seint í matinn en svo var það ekki meira." Var þetta ekki einangraður staður? „Ég fann aldrei fyrir sérstakri einangrun í eynni. Það má auð- vitað hafa komið fyrir yfir vetr- artímann í margra daga stórhríð að menn hafi fundið fyrir ein- hverri einangrun, þó ég muni ekki eftir því að fólki fyndist það vera einangrað hvernig sem veðrið lét. Myrkfælinn? Jú, oft var ég skítmyrkfælinn. Það var komið rafmagn í eyna tiltölulega fljótt en það var notað mjög gætilega og sparað og oft þegar ég þurfti að fara eitthvað í kolniðamyrkri var ég skíthræddur við eitthvað, sem maður vissi aldrei hvað var. Kannski sjóskrímsli. Annars einkenndist lífið í Hrísey af harðri lífsbaráttu. Það var lögð nótt við dag til að hafa í sig og á. Og það var aldrei talað um atvinnuleysi þó ekkert væri að gera í þrjá eða fjóra mánuði. Það var bara biðtími þar til fisk- urinn fór að ganga aftur. Það er ekki hægt að líkja þessu saman hvernig það var þá og hvernig það er nú. Eftir að togarinn kom er allt unnið á færibandi og allt verður að vinna á bónushraða og þegar fólk á frí þá veitir því ekk- ert af að hvíla sig.“ Munaði ekki litlu að þú yrðir sjómaður með allan þennan áhuga á trilluútgerð? „Það var alltaf meiningin frá upphafi að verða sjómaður. En svo gerðist ég innanbúðarmaður í kaupfélaginu í Borgarfirði eystra og þarna fyrir austan kynntist ég leiklistinni í fyrsta sinn að ráði. Þaðan ætlaði ég aftur til Hríseyjar og verða fiskimaður en tók á mig svolít- inn krók og kom við í Reykjavík til að heimsækja tvær systur mínar sem bjuggu þar og ég hafði ekki séð í óratíma. Ég hafði ekki verið í Reykjavík lengi þegar Jón Björnsson, kaup- félagsstjórinn í Borgarfirði eystra, hafði uppá mér en hann var búinn að segja við mig að annaðhvort ætti ég að læra sönglist eða leiklist í höfuð- staðnum. Það þótti mér fráleitt, en þegar hann finnur mig er hann hreinlega búinn að taka ráðin af mér og ráða mig í vinnu í kjötbúð hjá Tómasi Jónssyni á Laugavegi 2. Ég átti að byrja þar strax að vinna og fara svo i skóla hjá Lárusi Pálssyni. Mér var þá farið að þykja þetta svolítið spennandi — ég var feiminn innan um fólk og þarna var tækifæri fyrir mig að ná af mér feimninni. Þetta var 1946. Það versta var að það gekk ekkert vel að fá inni í skólanum hjá Lárusi. Ég lá í honum eins og grár köttur og greip á endanum til lyginnar og sagði honum að ég kæmi frá Hrísey og að mamma og pabbi hefðu lagt alla peninga sína í ferðina til Reykjavíkur og þar fram eftir götunum. En ekkert gekk og Lárus var orðinn langþreyttur á mér. Einn daginn fór ég heim til hans og fékk að vita að hann væri niðri í útvarpi. Ég vissi náttúrulega ekkert hvar það var, en ég hafði heyrt um að stang- irnar á Vatnsendahæð væru eitthvað í tengslum við þetta út- varp. Svo ég tók leigubíl og bað bílstjórann að aka mér upp á Vatnsendahæð. Þegar við kom- um þangað sá ég ekki nokkra manneskju en barði að dyrum á húsinu. Eg bankaði og bankaði og bankaði og Ioks kom maður í dyrnar sem sagði ósköp rólega: „Hvað var það fyrir þig?“ Eg spurði hvort Lárus Pálsson væri þarna. „Lárus,“ sagði hann bros- andi út að eyrum, „nei, hann er ekki hér.“ „Mér var samt sagt að hann væri niðri í útvarpi,“ sagði ég. „Já, en það er niðri í Lands- símahúsi," sagði hann þá og 'skellihló. Það var hálfniðurlútur náungi sem snéri aftur í Ieigubílinn og bað um að sér yrði ekið aftur niður í miðbæ. En það fór nú svo á endanum að ég komst í skólann því einhver hafði dottið úr. Ég er einn af þessum heima- lærðu, fór aldrei út í leiklistar- nám. Var bara í þrjú ár hjá Lár- usi, sem var mikill og góður kennari en strangur og það var það veganesti sem ég hafði í leiklistina. Ég útskrifaðist ’48 en árið áður hafði ég byrjað að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var þar til 1960 þegar ég réðst til Þjóðleikhússins. Hjá Leikfé- laginu fékk ég að leika það margar manngerðir að ég festist ekki í neinni einni.“ En ertu ekki meiri gamanleik- ari en hitt? „Ég hef sagt það oft að harm- skopið liggi best fyrir mér. Það eru hlutverk sem hafa gefið manni margar góðar minningar eins og Estrogen í Beðið eftir Godot, Frænka Charleys, Höfuð- smaðurinn. En maður er líka bú- inn að gera slæma hluti ... já, elskan mín góða. En það er oft svo að maður þarf að leika meira en gott þykir. Annars er þetta ekkert merki- legt líf sem maður hefur lifað. Leikari er ekkert merkilegra en margt annað. En ef þjóðin hefur kunnað að meta það sem maður hefur gert vel er ánægjuleg til- finning að finna það. Ef maður getur fengið fólk til að hlæja er það ánægjulegt. Það er á við mörg meðalaglös að hlæja hjart- anlega." Þú sagðir áðan að þú myndir bráðlega komast á eftirlaun. „Eftir fjögur ár er ég búinn að leika í 40 ár. Ég gæti vel hugsað mér að hætta eftir það, svona að mestu leyti. Það er ekki víst að ég muni skilja alveg við leiklist- ina, en ætli ég taki ekki aðeins það sem mér þykir skemmtileg- ast að vinna við. Maður verður að hugsa eitthvað fyrir fullorð- insárunum og það má vel vera að ég hafi fundið nokkra punkta til að fást við.“ Hætta leikarar nokkurntima að leika? Árni svarar með annarri spurningu. „Er ekki alltaf þörf fyrir fullorðna leikara? Það get- ur líka verið að maður verði bú- inn að fá nóg eftir 40 ár á fjölun- um ..." - a i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.