Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 39 Afkoman ekkert orðið betri með nýja kerfinu — segir Björgvin Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BÚR, um væntanlegar skipu- lagsbreytingar á stjórn fyrirtækisins „ÞAÐ þarf enginn að segja mér að afkoma Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefði orðið betri þótt hér hefði að undanförnu verið einn forstjóri og fjórir forstöðumenn í stað tveggja framkvæmdastjóra. Einn forstjóri getur ekkert frekar haft áhrif á gengisskráningu og gengissig en tveir framkvæmda- stjórar, en einmitt þeir þættir ráða hvað mestu um afkomu fískvinnslu og útgerðar í landinu,“ sagði Björgvin Guðmundsson, annar tveggja fram- kvæmdastjóra BÚR, sem borgarstjórn hefur nú ákveðið að segja upp störfum vegna væntanlegra skipulagsbreytinga á stjórn fyrirtækisins. A fundi borgarstjórnar um þetta mál í fyrrakvöld kom m.a. fram hjá Davíð Oddsyni borgar- stjóra, að núverandi stjórnkerfi BUR hefði reynst þungt í vöfum, verkaskipting framkvæmdastjór- anna tveggja væri óljós og að rekstrarkostnaður fyrirtækisins hefði reynst óeðlilega hár. Skipu- lagsbreytingarnar eru gerðar í kjölfar úttektar, sem ráðgjafa- fyrirtækið Hagvangur gerði og skilaði tillögum í framhaldi af. Björgvin Guðmundsson sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að hann teldi stjórnkerfi fyrirtækisins eiga eftir að verða þyngra eftir væntanlegar breyt- ingar en áður var. „Framvegis þarf forstjóri að bera hverja ákvörðun undir fleiri manns. Það hefur ekki þurft hingað til þvi að núverandi stjórnkerfi fyrirtækis- ins hefur reynst mjög vel og verið lipurt, enda afar gott samstarf á milli okkar Einars Sveinssonar, sem gegnum framkvæmdastjóra- stöðunum hér,“ sagði Björgvin. „Við höfum skipt með okkur verkum þannig, að annar stjórn- ar veiðunum og togaraflotanum, hinn stjórnar vinnslunni. Við höfum hvor um sig getað tekið ákvarðanir umsvifalaust, sem oft er óhjákvæmilegt án þess að þurfa að vera að halda fundi margra manna, eins og framvegis verður nauðsynlegt. Núverandi kerfi er fljótvirkt og árangurs- ríkt, eins og það hefur líka reynst hjá bæði Útgerðarfélagi Akur- eyringa og Isbirninum." Um þá „óljósu verkaskiptingu", sem borgarstjóri gat um, sagði Björgvin að þegar hann hefði komið að fyrirtækinu í ársbyrjun 1982 hefðu þeir Einar Sveinsson gengið frá nákvæmri verkaskipt- ingu sín á milli. Eftir það hefði verið mjög ljóst hvor hefði haft með hvaða mál að gera — þeir hefðu skipt á milli sín veiðum og vinnslu en síðan átt mjög gott samstarf um fjármál, markaðs- og sölumál. — En hvað með óeðlilega háan rekstrarkostnað? „Það er vitaskuld hægt að deila endalaust um það,“ sagði Björg- vin Guðmundsson. „Ég skal hins vegar nefna tölur, sem skýra þetta mál nokkuð og benda til hins gagnstæða. Samkvæmt at- hugun Þjóðhagsstofnunar á af- komu frystihúsanna í landinu 1982 var meðaltalshagnaður þeirra 1%. Hagnaður af frysti- húsi BÚR var 16,3%, eða fimm- tán af hundraði yfir landsmeðal- tali. Hvað varðar togarana 1981 og 1982 — og það hefur væntan- lega ekki farið fram hjá neinum, að erfiðleikar togaraútgerðarinn- ar 1982 voru verulegir — þá var afkoma BÚR betri á síðasta ári en ’81, fyrir fjármagnskostnað og afskriftir. Hlutfall af tekjum var þannig, að ’81 var 3,5% halli, eða 2.8 milljónir króna, en ’82 varð 0,8% hagnaður eða 0,9 milljónir króna. Afkoman batnaði sem sagt um 3.7 milljónir á milli ára. Stjórnendur Bæjarútgerðarinn- ar, hvort sem það eru tveir fram- kvæmdastjórar eða einn forstjóri og fjórir forstöðumenn, geta ekki ráðið gengisskráningu í landinu. Það eru þeir liðir, sem mestu valda um afkomu fyrirtækja á þessu sviði og ég get nefnt sem dæmi, að gengistapið á siðasta ári var hvorki meira né minna en 131 milljón króna. Tapið stafar að mestu af kaupum á togaranum Ottó N. Þorlákssyni — en þau kaup voru á sínum tíma ákveðin með fjórtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórn Reykjavíkur." Björgvin bætti því við um væntanlegar breytingar á stjórn- kerfinu, að þetta væri fyrsta út- tekt Hagvangs á rekstri útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækis. „Þeir hafa því ekkert meira vit á því en aðrir, nema síður sé, hvað hentar í þessum rekstri," sagði hann. Hann sagðist ganga út frá því sem vísu, að annar hvor þeirra Einars yrði ráðinn forstjóri Bæj- arútgerðarinnar, þegar þar að kæmi. „Ætli hinum verði þá ekki boðið upp á eitt forstöðumanns- starfið, eins og tíðkast þegar breytingar af þessu tagi eru gerð- ar í opinberum rekstri. Sjálfur er ég ekkert farinn að hugleiða hvað ég sæki um af þessu enda hef ég ekkert uppsagnarbréf fengið enn. Þetta er sagt vera skipulags- breyting einvörðungu, það á svo eftir að koma í ljós hvað verður," sagði Björgvin. Áframhaldandi hækkun álverðs ÁLVERÐ á heimsmarkaði hefur far- ið stöðugt hækkandi undanfarna mánuði og misseri, eftir að það hafði verið í mikilli lægð, sem skapað hef- ur mikla erfíðleika í rekstri ál- verksmiðja. í liðinni viku fór verð á hverju tonni af áli í fyrsta sinn yfir 1.700 dollara í tæplega tvö ár, en sl. þriðjudag var verðið skráð 1.704 dollarar, en til samanburðar var verð á hverju tonni um 867 dollar- ar fyrir ári. Hækkunin í dollurum milli ára er því liðlega 96,5%. Verð á áli virðist því vera að komast í það horf sem álframleið- endur telja vera viðunandi, en það er á bilinu 1.700—1.800 dollarar. í umfjöllun sérfræðitímarita eins og Metal Bulletin að undanförnu hefur sú skoðun komið fram, að gera megi ráð fyrir, að eðlilegt ástand verði komið á í verðlagn- ingu á heimsmarkaði á miðju næsta ári. Olympia Omega 001 Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt framköllunarefni (duft). Verð og greiðsluskilmálar sem vert er að athuga Kr. 69.750.- AÐEINS EITT FRAMKÖLLUNAR- EFNI (DUFT). KJARAIM ARMULI 22 - REYKJAVIK - SlMI 83022 KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK___________________FYRIRTÆKI Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR Smærri hópa (frá 10 'manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefníð er, brúðkaup, afmaeli, fermingar, próflok, Amarhóll annar öllu._ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél tíl kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera Leikhús Amarhóll tekur á móti hóppöntunum óperu- og leikhúsgesta utan af landi. Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur Amarhóll enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í ljós að margir afviðskiptavinum Amarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Amarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin t fVrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitingastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreYttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. Aukín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.