Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 23 óeðlileg, þannig að flokkarnir skarast mikið, kemur það fram við greiningu af þessu tagi, að munur milli stofna innan hvers flokks er mikill og tölvan gerir jafnvel til- lögur um að flytja einstaka stofna úr einum flokki í annan. Tölvan var hins vegar hæst- ánægð með þessa flokkun okkar og gerði enga athugsemd við það að kattastofnar í New York og Bost- on ættu samleið með köttum á vík- ingasvæðunum." Fimm flokka greining „Næsta greining, sem við gerð- um, var fólgin í því að skipta stofnunum 26 í fimm flokka. í fyrsta flokki voru stofnar frá Englandi, Skotlandi og írlandi — það er að segja brezkir stofnar. I öðrum flokki voru stofnar frá Suð- ureyjum, Orkneyjum og aðaleyj- unni á Hjaltlandseyjum. Þennan flokk kölluðum við brezkan með víkingaívafi. í þriðja flokki voru stofnar frá frumsvæði víkinga — þ.e. frá eyjunni Yell í Hjaltlands- eyjaklasanum, Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og íslandi. I fjórða flokki voru stofnar í 17. aldar ný- lendum Breta á austurströnd Bandaríkjanna, þ.e. Fíladelfíu, New York, Providence og Boston. I fimmta flokki voru svo 8 katta- stofnar úr 18. aldar byggð á norð- urströnd Bandaríkjanna og Kan- ada. Aðgreiningarrannsókn á þess- um fimm flokkum sýndi mjög góða samsvörun brezkra katta- stofna innbyrðis, og sama var að segja um stofnana á eyjunum norðan við Skotland. Stofnarnir á frumsvæðum víkinga voru einnig mjög líkir hver öðrum — og eins voru stofnar í fimmta flokki líkir innbyrðis." Kattastofninn í Boston reyndist áþekkur víkingastofnum Fjórði flokkurinn sprakk hins vegar við greininguna. Tölvan sagði sem sé að kettirnir i Boston ættu ekki heima i þeim flokki og flutti þennan stofn i víkingaflokk- inn. Hún var með öðrum orðum að segja okkur að við hefðum sett þennan stofn í skakkan flokk — kettirnir í Boston stæðu miklu nær víkingaköttum en nokkrum öðrum köttum í rannsókninni. I þessari greiningu kom einnig fram að kattastofninn í New York átti illa heima í fjórða flokki, en var þó ekki færður til. Loks var tölvunni beitt til að vinna á annan hátt úr þeim gögn- um sem við höfðum í höndunum. Þá reiknuðum við út svonefnda erfðafjarlægð milli einstakra stofna, en sú fjarlægð er þeim mun minni sem stofnarnir eru lík- ari hver öðrum. Útkoman úr þessari rannsókn kom mjög vel heim við það sem áður var fram komið. íslenzku kettirnir reyndust náskyldir nor- rænum köttum. Það má reyndar telja merkilegt úr þessum þætti rannsóknarinnar, að sveitakettir á íslandi voru líkari köttum á Skáni í Svíþjóð og Yell á Hjaltlandi heldur en köttum í Reykjavík. Þetta er enn ein bending um það að sveitakettir á íslandi séu af norrænum frumstofni — og að sami frumstofn geymist álíka lítið blandaður á Skáni og Yell. Þessi rannsókn gaf líka til kynna að ís- lenzkir kettir væru nauðalfkir köttum í Boston og New York.“ — Er það ykkar skoðun að þessi kattastofn í Boston sé lifandi leif- ar af dvöl norrænna manna á þessu svæði fyrir rúmlega þúsund árum? Fornleifafundir og landnám Leifs heppna „Við teljum þann möguleika vel koma til greina. Það er ekkert sem hefur fundist þetta sunnarlega á strönd Norður-Ameríku sem hægt er að tengja byggð norrænna manna á þessum slóðum með nokkurri vissu. Þó hafa tveir hlut- ir fundist sem koma þar til álita. Annar er kolamoli sem fannst á bænum Sandnesi í vesturbyggð á Grænlandi. Reyndist þetta vera antrasítkol sem hvergi finnst á Grænlandi og hvergi á austur- strönd Bandaríkjanna nema á Rhode Island, skammt fyrir sunn- an Boston. Þá má nefna pening sem sleginn var á tímum ólafs konungs kyrra, en hann ríkti í Noregi árin 1067 til 1099. Þessi peningur fannst við Penobscot- skaga í Maine, sem er nokkuð norðan við Boston. Þetta sannar þó ekkert um búsetu norræna manna á þessum slóðum og því hefur verið haldið fram að þessir hlutir geti hafa borist langar leið- ir með indíánum. Á sínum tíma tók fundur forn- norrænna húsarústa af öll tvímæli um það að norrænir menn reyndu landnám á Ameriku á víkingaöld. Fornar íslenzkar heimildir um fund Vínlands hafa verið mikið ræddar og túlkaðar á marga vegu. Helge Ingstad, sem fann norrænu rústirnar á Nýfundnalandi, telur t.d. að frásögnin um vínberin og laxveiðarnar í sögunni af leiðangri Leifs heppna til Norður-Ameríku gefi verulegar upplýsingar um hvar hann var. Ingstad telur, að norðurmörk villivínviðar séu við 44. breiddargráðu, sem liggur um miðvik Maine-ríkis, nokkuð norð- an við Boston, og að suðurmörk laxveiða séu við 42. breiddargráðu, sem liggur um Plymouth, rétt sunnan við Boston. Ýmislegt bend- ir til að loftslag hafi verið hlýrra á 11. og 12. öld en nú er, og gætu því norðurmörk villivínviðar og suð- urmörk laxgengdar hafa verið mun norðar en nú.“ Afkomumöguleikar kattastofnsins fram að landnámi — Hverjar eru líkurnar á þvi að kettir sem hugsanlega voru Huttir til Ameríku með landnámi Leifs heppna hafi náð að lifa villtir fram að landnámi Kólumbusar? „Ef við viljum halda því fram í fullri alvöru, að kattastofnar í Boston og New York séu ættaðir frá Norðurlöndum á víkingatím- anum verður að sjálfsögðu að gera grein fyrir því hvernig þessum köttum tókst að lifa á landinu vestanhafs frá því að norrænni landnámstilraun lauk og fram að landnámi eftir daga Kólumbusar. Það má telja mjög líklegt að kötturinn hafi jafnan numið þar land sem gerð yar landnámstil- raun af víkinguríi. Bæði var hann mikilvægur til að útrýma músum, og einnig sem loðdýr, því að katta- skinn voru þá í háu verði. Eftir að landnámstilraun Leifs heppna var farin út um þúfur hefðu kettirnir þurft að bjarga sér sem villikettir í mörg hundruð ár — læra að lifa á landinu og standa sig í samkeppni við önnur villt rándýr. Vitað er, að engir kettir voru til á meginlandi Ameríku fyrr en eftir að landnám hófst frá Evrópu, þannig að norrænu kett- irnir hefðu ekki orðið fyrir blönd- un frá öðrum kattastofnum. Það er hins vegar alls ekki ólíklegt að kettir gætu koniist af villtir á Þetta kort er að finna í bókinni „Landet under Leidarstjernen", sem út kom érið 1959, eftir norð- manninn Helge Ingstad. Kortiö lýsir norrœnum sjóleiðum um Atlantshaf norðanvert é víkinga- tímanum. Það er athyglisvert að Ingstad gerir réö fyrir Vínlandi é tveimur stöðum, annars vegar é Nýfundalandi, þar sem hann fann rústir eftir byggð norrænna manna, og hins vegar merkir hann inn é kortið Vínland II né- lægt Boston, þ.e.a.s. é því svæði þar sem kattastofninn viröist vera norrænn. þessu landsvæði — það eru villi- kettir á Ítalíu og í Asíu á svipaðri breiddargráðu þar sem skilyrði til afkomu eru svipuð.“ — En ef við segjum nú að þess- ir kettir hafi verið þarna fyrir við landnám Kólumbusar, hefðu þeir þá ekki blandast aðkomnum kattastofnum og horfið? „Nei, það má með fullum rökum telja líklegra að eftir landnám Kólumbusar hefðu þeir einmitt látið til sin taka og orðið ofaná í samkeppninni við aðflutta stofn- inn. Það hefði vel getað gerst þannig, að villikettirnir á þessu tiltekna svæði hefðu ráðið þar lög- um og lofum þannig að aðfluttir kattastofnar hefðu orðið undir í samkeppni við þá. Þetta hefur þá gerst með þeim hætti að aðfluttar tamdar læður hafa fengið við villtum högnum, en tömdu högn- arnir orðið undir í samkeppninni við þá villtu um læðurnar i marga ættliði. Við þetta hefði erfðaefnið úr villta kettinum færst yfir í tamda köttinn á svæðinu í svo miklum mæli, að einkenni tamda stofnsins, eins og t.d. litarein- kenni, hefðu glatast smám saman og einkenni stofnsins sem fyrir var orðið allsráðandi. Kattastofnar á ónumd- um landsvæðum Það eru nokkur dæmi um það, að kattastofnar hafi verið fluttir inn á afmörkuð ónumin svæði og hafi náð að koma sér þar vel fyrir áður en landnám á svæðunum í kring hófst. Það hefur þá sýnt sig, að frumstofninn getur haldist mjög lítið breyttur í langan tima án þess að blandast þeim stofnum sem síðar komu allt í kring. Varðandi þessa kattstofna í Boston og New York, sem líkjast íslenzkum sveitaköttum svona mikið, er það annars að segja, að á þessu stigi er ekki vert að fullyrða of mikið. Það er rétt að taka það fram í þessu sambandi, að þess er hvergi getið í frásögnum land- nema á þessu svæði að þeir hafi orðið varir við ketti þarna þegar þeir settust þar að. Þetta er þó engin sönnun þess að engir kettir hafi verið á svæðinu, því að villi- kettir eru mjög styggir og varir um sig. Auk þess hefur köttum landnema fjölgað tiltölulega ört, og þannig orðið erfitt um vik að fullyrða hvort villtir eða hálfvillt- i ir kettir, sem menn rákust á skömmu eftir landnám, voru af norrænum uppruna eða nýlega villtir frá landnemunum sjálfum. Frekari rannsóknir Rétt er að benda á, að þau gögn, sem hér er fjallað um, eru eina vísbendingin um að norrænir landnemar hafi skilið eftir sig minjar úr dýraríkinu á þessum slóðum. Niðurstöðurnar sem ég hef greint hér frá gefa ákveðnar vísbendingar sem hljóta að teljast athyglisverðar útaf fyrir sig — en það væri hægt að fá enn gleggri upplýsingar um uppruna þessara katta með því að taka þeim blóð og rannsaka arfgengan breytileika í blóðgerð. Slík rannsókn myndi annað hvort styrkja þessar niður- stöður eða veikja þær, en vonandi færa okkur nær sannleikanum í þessu máli,“ sagði Stefán að lok- um. Viðtal: Bragi Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.