Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 41 Minning: Bragi Jónasson húsgagnasmiður Fæddur 8. september 1924. Dáinn 11. september 1983. Sunnudaginn 11. september lést Bragi Jónasson, húsgagnasmiöur. Bragi ólst upp í hópi 6 systkina á heimili foreldra sinna, Jónasar Guðmundssonar og Maríu Þor- bjarnardóttur á Flateyri við Ön- undarfjörð. Bragi flutti ásamt tvíburabróður sínum, Baldri Hall- grími, til Reykjavíkur 1942 og hóf nám í húsgagnasmíði hjá Guð-' mundi Grímssyni og lauk prófi með glæsibrag fjórum árum síðar. Fyrir rúmum tíu árum kynntist Bragi eftirlifandi konu sinni, Gísl- ínu Guðlaugu Árnadóttur, sem reyndist honum hið besta í allri þeirra sambúð. Börn Braga af fyrra hjónabandi eru Jónas og Þóra. Börnum Gíslínu reyndist Bragi mjög vel og má sérstaklega geta vináttu þeirra Sjonna, sem hann minntist oft á. Bragi hóf störf hjá okkur, Ingv- ari og Gylfa, árið 1968. Hann var einn okkar traustustu starfs- manna öll þessi 15 ár, sem við fengum að njóta vináttu hans og starfskrafta. Hann var einstak- t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andlát fööur okkar, GUNNARS PÉTURSSONAR, Selvogsgrunní 29. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sígríöur Halldóra Gunnarsdóttír, Sigrún Gunnarsdóttir. t Innilegar þakklr færum við öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengda- móöur og ömmu, HALLDÓRU GUÐBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Grænumörk 1, Selfossi. Ólafur Friöriksson, Alda Ó. Wessman, Ragnar Wessman og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU STEINUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR. Arinbjörn Sigurðsson, Ingibjörg Siguröardóttir, Kristjana M. Siguröardóttir, Helga Siguröardóttir, Siguróur Sigurösson, Þóra E. Sigurðardóttir, barnabörn og Lilja Magnúsdóttir, Hinrik Lárusson, Pétur Guómundsson, Lérus Björnsson, Brynja Kristjánsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir færum viö öllum þelm sem auösýndu okkur sam- úö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdaföö- ur, ÞORSTEINS EGILSON, Gnoöarvogi 88, og vottuöu minningu hans viröingu. Snæfríö Davlósdóttir Egilson, Gunnar Egilson, Auóur K. Egilson, Dóra Egilson, Þór Þorsteins, Guörún Egilson, Björn Jóhannsson, Davíð Egilson, Helga Einarsdóttir, Snæfríöur Þóra Egilson, Gunnar E. Kvaran, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins létna. Lokað vegna jaröarfarar Braga Jónassonar, mánudaginn 19. september frá kl. 12—16. Ingvar og Gylfi, Grensásvegi 3. lega samviskusamur og ábyggi- legur starfsmaður, sem vann störf sín af öryggi og vandvirkni fag- mannsins. Hann var ætíð reiðubú- inn til aðstoðar og gleymist seint hjálpsemi hans við ungu mennina, sem voru að hefja nám. Þeim reyndist hann sem besti faðir. Áhugi Braga fyrir smíðum var óþrjótandi. Hverja tómstund not- aði hann til að smíða einhverja fallega hluti, annaðhvort fyrir heimilið eða vini sína. Ég minnist sérstaklega atviks, sem átti sér stað fryrir mörgum árum, reyndar áður en Bragi kynntist Gíslínu. Hann hringdi og tilkynnti veikindi, en það var afar sjaldgæft og gerðist nánast aldrei. Þegar hann mætti ekki heldur daginn eftir, fór undirritaðan að gruna að ekki væri allt með felldu og fór því heim til hans. Þar lá hann einn heima og var svo veikur að hann hafði ekki getað náð sér í mat að borða hvað þá meira. En þetta lýsir Braga betur en margt annað. Hann var svo traustur starfsmaður, að öruggt var að ef hann vantaði dag úr vinnu var eitthvað mikið að. Bragi var ákaflega vel liðinn af öllum sínum starfsfélögum, sem báðu mig sérstaklega að minnast vináttu hans og samstarfs undan- farin ár. Við Gylfi sjáum nú á bak eins okkar besta starfsmanns, sem verður sárt saknað í amstri dags- ins. Við og fjölskyldur okkar send- um Gíslínu, börnum hans og fóst- urbörnum okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Ingvar Þorsteinsson LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Bladburðarfólk óskast! Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II Áhritarikastaökutæki" sem Gytf i KSigurðsson ökukennari hefur snert á erAP-2000bílasíminn! Loksins eru bílasímarnir langþráðu komnir í notkun Gylfi K. Sigurðsson ökukennari fékk af- greiddan fyrsta AP-bílasímann hjá Heimilis- tækjum um daginn og er aldeilis ánægður með gripinn. Af hverju bílasíma? Jú, Gylfi eyðir mestöllum vinnutíma slnum í bílnum og hefur hingað til orðið að notast við símsvara til þess að nýir nemendur og aðrir gætu haft samband við hann. En það er alls ekki nóg, því oft þarf að taka ákvarðanir og leysa málin á stund- inni og fólk er þar að auki tregt til að tala skilaboð inn á símsvara. Alltaf í sambandi með AP Nú er málið leyst. Gylfi hefur síma 002-2002 í Peugeout-turbonum sínum og nýir nem- endur og aðrir sem þurfa að hafa samband við hann geta nú náð í hann hvar og I hvenær sem er. Hverjir þurfa bílasíma? ökukennarar eru aðeins eitt dæmi um menn, sem þurfa bílastma atvinnu sinnar vegna. Hvað um stjórnmálamenn, banka- stjóra, lögreglumenn, lækna, starfsmenn opinberra stofnana, forstöðumenn fyrir- tækja, sölumenn, verktaka og atvinnubif- reiðastjóra? Hvað um þig? AP-bflasíminn er til sýnis og afgreiðslu í Sætúni 8 Komið og kynnist AP-2000 af eigin raun eða hringið og fáið allar upplýsingar ( síma 27500. |w w SÆTÚNI 8-S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.