Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983
Hafði íslenska
sveitin meðbyr á
Chicago-mótinu?
Þeir sem fylgdust með fréttum
af heimsmeistaramóti landsliða 26
ára og yngri í Chicago um daginn
hafa vafalaust tekið eftir því að
úrslit hjá íslenska liðinu urðu mjög
oft á annan veg en búast mátti við
fyrirfram. Ýmist var þetta íslensku
sveitinni í hag, er hún náði jafn-
tefli við eða sigraði sterkar sveitir,
eða þá í óhag, er uppskeran gegn
lítt þekktum andstæðingum varð
rýrari en vonast hafði verið eftir.
Þetta kom sérstaklega fram í
biðskákunum. Oft var sveitin sögð
eiga slæmar biðskákir, en þegar til
kastanna kom náðist síðan jafn-
tefli.
í þessari grein er ætlunin að
segja frá mótinu eins og það kom
okkur liðsmönnum fyrir sjónir og
varpar hún vonandi ljósi á það
hvort það hafi verið heppni sem
færði okkur annað til þriðja sætið
á mótinu, eða hvort við höfum
raunverulega verið með næstbezta
liðið.
ísland - Sameinuöu Arab-
ísku furstadæmin 3‘/2 — V2
Margeir — Saeed 1—0
Jón L. — Sharif 1—0
Jóhann — Najeed 'k — '/2
Karl — Faisal 1—0
Arabarnir reyndust fremur
léttvægir fundnir, nema and-
stæðingur Jóhanns sem var þó
aðeins 14 ára og lágur í lofti.
Hann skipti jafnt og þétt upp á
liði án þess að gefa nokkurt færi
á sér og að lokum varð Jóhann
að sætta sig við jafntefli. Samt
sem áður töldum við þennan ör-
ugga sigur lofa góðu, því skák-
menn frá Arabalöndunum hafa
tekið miklum framförum upp á
síðkastið.
Skotland — ísland 0—4
McNab — Margeir 0—1
Motwani — Jón L. 0—1
Upton — Karl 0—1
Norris — Elvar 0—1
Það vildi svo einkennilega til
að þegar við vorum að ræða um
tilvonandi andstæðinga okkar
áður en mótið hófst bar oft á
góma hversu Skotarnir væru öfl-
ugir. Uppistaðan í liði þeirra var
úr Ólympíuliði Skotlands og á
tveimur síðustu Ólympíumótum
hafa íslendingar orðið að sætta
sig við 2—2 jafntefli við þá.
Við mættum því til leiks fullir
virðingar fyrir andstæðingun-
um, en eftir aðeins tveggja
klukkustunda taflmennsku var
þó ljóst hvert horfði því við höfð-
um yfirburðastöður á öllum
borðum. Karl varð fyrstur til að
vinna:
Hvítt: l'pton (Skotlandi)
Svart: Karl Þorsteins
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6,
6. Be2
Boleslavsky afbrigðið sem er
fremur meinlaust svörtum.
6. — e5, 7. Rb3 — Be7, 8. 0-0 —
0-0, 9. Be3 - Be6, 10. Bf3
Dálítið skrítin uppbygging, en
þannig tefldi Boleslavsky þó
sjálfur.
10. - a5, 11. a4 — Rb4, 12. Rd5?
Hvítur fórnar peði án þess að
fá neitt í staðinn. Betra var 12.
Dd2.
12. — Bxd5, 13. exd5 — e4, 14.
Be2 - Rfxd5, 15. Bd4 - Rf4, 16.
Bb5
Hvíta biskupaparið virðist
ógnvekjandi, en Karl teflir
framhaldið af miklum krafti.
Skák
Margeir Pétursson
16. - Dc8!, 17. Hcl
- Dg6, 19. Dd2
Df5, 18. f3
19. - Bg5!
Nú tapar hvítur óumflýjan-
lega skiptamun til viðbótar.
20. Khl — exf3, 21. Hxf3 — Rfd5,
22. Df2 — Bxcl, 23. Rxcl — Dxc2,
24. Re2 — Rc6, 25. Bxc6 - bxc6,
26. Hg3 — f6, 27. h4 — Hae8 og
hvítur gafst upp.
Á hinum borðunum hallaði
jafnt og þétt á Skotana, nema
hvað ég fór ekki nákvæmustu
leiðina og ef McNab hefði ekki
leikið af sér í tímahraki hefði
hann átt góða jafnteflismögu-
leika.
Andstæðingur Jóns varð
heimsmeistari í flokki 16 ára og
yngri árið 1978, en sem kunnugt
er vann Jón þann titil árið 1977.
I miklu tímahraki kom þessi
staða upp í skák heimsmeistar-
anna fyrrverandi:
Svart: Motwani (Skotlandi)
1*—m
I é
m
'M-
m
ífÆsÉ ■ '■
Hvítt: Jón L. Árnason
Hér virðist liggja beint við að
leika 30. Hhl, en sá galli er á
gjöf Njarðar að eftir 30. — Hxe4,
31. Dh8+ — Kf7 má svartur vel
við una. Hvítur verður því að
fara aðra leið að markir.u:
30. Hgl! — Hxe4, 31. Hg6 - De7,
32. Hxe4 - Dxe4, 33. f6! — Del+,
34. Kb2 — De5+, 35. Dxe5 —
dxe5, 36. Hxg7+ — Kf8, 37. Hxc7
— e4, 38. Kc3 — e3, 39. He7 —
Hxe7 og svartur féll á tíma um
leið.
Elvar Guðmundsson hafði
næstum leikið niður unninni
stöðu í miklu tímahraki, en rat-
aði jafnan á rétta leikinn á síð-
ustu sekúndunum og fékk síðan
biðstöðu, sem reyndist unnin.
Það kom sér vel fyrir Elvar í
þessari skák að teflt var á nýrri
gerð skákklukkna sem sýnir
nákvæmlega sekúndufjöldann
sem keppendur eiga eftir. Þegar
Elvar hafði leikið síðasta leikn-
um átti hann innan við fimm
sekúndur eftir.
Við náðum því hreinu borði
gegn Skotunum sem náðu sér
ekki aftur á strik og urðu jafnvel
síðar að þola annan 4—0 ósigur
gegn Finnum.
Sovétríkin — ísland 2—2
Jusupov — Margeir 'k — V2
Dolmatov — Jón L. 'k — V2
Azmaparashvili — Karl 'k — V2
Ehlvest — Elvar xk — V2
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að fjalla meira um þessa
viðureign en gert var í síðasta
sunnudagsblaði Mbl. Þegar um-
ferðinni var lokið ætluðum við
ekki að trúa okkar eigin augum
þegar við litum á töfluna; við
vorum efstir ásamt Rússum og
höfðum þó lokið við að tefla við
þá.
ísland — Braziiía 2—2
Margeir — Paolozzi 1—0
Jón L. — Braga 0—1
Jóhann — Resende 1—0
Karl — Souza 0—1
Nú voru farin að sjást töluverð
þreytumerki á taflmennskunni
eftir erfiðan dag gegn Rússum.
Karl var svo óheppinn að þurfa
að tefla í fjórða sinn í röð með
svart og slíkt er auðvitað afar
leiðigjarnt. Hann missti þráðinn
fljótlega eftir byrjunina og
fyrsta tap sveitarinnar reyndist
síðan óumflýjanlegt.
Mér tókst að ná öruggu taki á
Paolozzi út úr byrjuninni, þrátt
fyrir að hann fórnaði peði til að
ná mótspil. Hann hefði betur
látið það ógert, því eftir aðeins
30 leiki var þetta sama peð kom-
ið upp á 7. línu og svarta staðan
óverjandi.
Jóhann var frískur eftir
tveggja daga hvíld, en hann
hafði fengið kvef á leiðinni út. í
tímahraki var andstæðingur
hans með fádæmum tauga-
óstyrkur og velti jafnan
mönnum um koll þegar hann lék.
Þegar hann hugðist laga þá til
velti hann um ennþá fleirum, svo
Jóhann varð að raða stöðunni
upp að nýju eftir hvern leik
hans. Út yfir tók þó þegar Braz-
ilíumaðurinn skákaði þegar hans
eigin kóngur stóð í skák, en slíkt
er auðvitað kolólöglegt, því upp-
skipti á kóngum samrýmast ekki
skákreglunum! Varð því skák-
stjórinn að skakka leikinn, en
þrátt fyrir allt þetta hélt Jóhann
jafnaðargeði sínu og vann skák-
ina örugglega.
Biðskák Jóns leit út fyrir að
vera jafntefli, en okkur var
hlaupið kapp í kinn eftir alla
velgengnina og vildum vinna
Brassana stórt. Við rannsökuð-
um biðskákina því með það fyrir
augum að Jón tefldi til vinnings,
og vanmátum mótspilsmögu-
leika Braga. Jón varð síðan að
snúa sókn í vörn og þegar skákin
fór í bið öðru sinni varð hróks-
endataflinu ekki bjargað þrátt
fyrir næturlanga yfirlegu.
England — ísland V/2—2/2
Chandler — Margeir 'k — 'A
Hebden — Jón L. 0—1
Flear — Jóhann 'k — 'k
Hodgson — Elvar 'k — 'k
Það þurfti meðbyr til þess að
ná sigri í þessari mikilvægu við-
ureign og eftir byrjunina var út-
litið ekki sérlega glæsilegt. En
áfram reyndist þrautseigjan að-
al sveitarinnar og má segja að á
endanum höfum við náð há-
marksárangri út úr öllum skák-
unum.
Ég lenti í mjög krappri vörn
Þó Rússar hafi sigrað með yfirburðum bendir svipurinn á sovézku stór-
meisturunum Psakhis, t.v. ,og Jusupov, til þess að einnig þeir hafi
stundum lent í erfiðleikum.
Fyrri grein
gegn Chandler, nýjasta stór-
meistara Englendinga, en staðan
var mjög lokuð og rétt fyrír bið
missti hann þolinmæðina. Mér
láðist þó að færa mér þetta í nyt
og fékk síðan verri biðskák. Eftir
bið fór Chandler ekki hættu-
legustu leiðina og mér tókst að
halda jafntefli.
Jóhann varð að taka á öllu
sínu gegn Flear, fyrst til að verj-
ast kóngsókn andstæðingsins og
síðan til að hafa í fullu tré við
óstöðvandi frípeð. Þegar Jóhann
hafði rannsakað biðstöðuna hélt
hann hana tapaða og var því
daufur í dálkinn þegar hann
settist við borðið á nýjan leik.
En það hýrnaði þó fljótlega yfir
honum því hann hafði gert þau
slæmu „mistök" að rannsaka
ranga biðstöðu og í raun og veru
var staðan jafntefli, því þó frí-
peð Flears yrði að drottningu,
átti Jóhann óverjandi þráskák.
Elvar tefldi ekki af mikilli
hugkvæmni gegn Hodgson og
virtist vera að lenda í miklum
erfiðleikum, en tók þá loks við
sér og náði að skipta upp í hróks-
endatafl sem reyndist óvinnandi
fyrir Hodgson.
Andstæðingur Jóns, alþjóðlegi
meistarinn Hebden, er frægur
fyrir frumlega taflmennsku og
brellur. Skákin var lengst af í
járnum, en eitt augnablik rétt
fyrir bið náði andvaraleysi tök-
um á Englendingunum og kom
Jón þá á hann skemmtilegu lagi
sem tryggði okkur sigurinn:
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Hebden (Englandi)
Spánski leikurinn
I. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0—0 —
Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0—0,
8. d4
Leikið til að hindra Marshall-
árásina sem kemur upp eftir 8.
c3 - d5.
8. — d6, 9. c3 — Bg4, 10. Be3 —
exd4, 11. cxd4 — d5, 12. e5 —
Re4, 13. Rbd2 — Rxd2, 14. Dxd2
— Bxf3, 15. gxf3 — Bb4, 16. Dc2
- Ra5
Robert Fischer telur 16. —
Bxel, 17. Dxc6 — Ba5, 18. Bxd5
hagstætt hvítum og orð meistar-
ans eru lög. A.m.k. lætur Hebden
skiptamuninn eiga sig.
17. Bd2 — Bxd2, 18. Dxd2 —
Rxb3, 19. axb3 — Dh4, 20. Khl —
Hfe8, 21. Hgl — c5
Hvítur hyggur á kóngssókn
eftir g-línunni og svörtum er því
lífsnauðsyn að hefja aðgerðir á
miðborðinu.
22. Hg4 — Dh5, 23. Hagl — g6,
24. f4 — cxd4, 25. Dd3 — Hac8!,
26. Hg5 — Dh4, 27. Dxd4 — Hc2,
28. Hlg3 — He2, 29. H5g4 — Dh5,
30. Kg2 - Df5, 31. Dxd5 — Hxb2,
32. h4 — Dc2, 33. Hf3 - Hbl, 34.
Hd3 — Dcl, 35. Kh2 — Del, 36.
Df3 — Hc8, 37. h5 — Kg7??
Nauðsynlegt var 37. — Hb2 og
eftir 38. Hg2 - Hbl, 39. Hg3 er
þráleikur líklegasta niðurstaðan.
37. Hc2 var hins vegar ekki
mögulegt vegna 38. Hd8+ — Kg7,
39. h6+! - Kxh6, 40. Hh3+ -
Kg7, 41. Hxh7+ - Kxh7, 42.
Dh3+ og mátar.
38. hxg6 Hebden hafði teflt skák-
ina hratt fram að þessu, en nú
lagðist hann í þunga þanka og
ákvað síðan að gefast upp.
Ástæðan var sú að eftir 38. —
hxg6, 39. Hxg6+! er hann varn-
arlaus. T.d. 39. — fxg6, 40. Db7+
eða 39. - Kf8, 40. Hg8+! - Kxg8,
41. Dg4+ o.s.frv.