Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 35 Mikið um fólk og fénað í Skeiðaréttum Níræð á morgun: Albertína Jóhannes- dóttir á Suðureyri Á morgun, 19. september, á elsti borgari Suðureyrar, heiðurskonan Albertína Jóhannesdóttir, 90 ára afmæli. Albertína Jóhannesdóttir er mér og fjölskyldu minni mjög kær, enda elskuleg og góð kona. Ég kynntist Albertínu fljótlega eftir að við fjölskylda mín flutt- umst frá Reykjavík til Suðureyrar við Súgandafjörð. I fyrstu kom hún mér fyrir sjónir sem feimin og hógvær eldri kona. Á þeim tveim árum sem ég hef þekkt hana, hef ég komist að því að hún er einstaklega ljúf og fágæt mann- kostakona. Albertína man tímana tvenna og hef ég verið svo heppin að fá að hlusta á hana rifja upp líf gamla tímans. Slíkt veitir borg- arbarni ómetanlegan fjársjóð. Albertína er hæglát en um leið traust og trú sína ber hún í hljóði. Trúaðri manneskju hef ég ekki kynnst á stuttri ævi. Fjölskylda hennar hefur reynst henni vel. Allt er það gott fólk og er fengur að fá að kynnast slíku úrvalsfólki. Oft er það svo með ellina að fólk verður félagslega einangrað. Því er ekki svo farið með Albertínu, því að hér í þessu litla byggðarlagi er fjöldi fólks sem heimsækir hana og heldur tengslum sínum ^ Selfossi, 16. september. í DAG var réttað í Skeiðaréttum í blíðskaparveðri, logn var, hlýtt og úrkomu- laust. Að venju var mikið um fólk og fénað. Selfossbúar fjölmenna alltaf í Skeiðaréttir, enda er gefið frí í skólum á réttardaginn. Einnig fara börn af þeim tveimur leikskólum sem starf- andi eru á Selfossi í réttirnar og er það mjög vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Eftir réttir í dag er borðuð réttarkjötsúpa og í kvöld lýkur svo Skeiðaréttum með réttardansleik í Árnesi. — Haukur Til sölu diskótek-borö Tilvaliö fyrir unga skólakrakka (sem feröadiskótek), félagasamtök, skóla eöa aðra sem halda margvísleg- ar samkomur. Um er aö ræöa vel útlítandi og full- ’komiö, færanlegt diskótek-borð meö Ijósabúnaöi og fleiri smáhlutum. Verö aöeins kr. 60.000. Athugið: Gjald samkvæmt Félagi feröadiskóteka er 4800 kr. pr. 5 tíma. Upplýsingar í síma 27688. við hana, og fjölskylda hennar reynist henni að þessu leyti ómet- anleg. í sumar hefur Albertína dvalist í gamla bænum í Botni í Súganda- firði með fjölskyldu sinni. Fólkið hennar dvelur í Botni á sumrin til þess að sinna mjög áhugaverðu og athyglisverðu tilraunastarfi sem er laxeldi í kaldri á. Eftir að börnin uxu úr grasi, tóku blómin við og hvílík ógrynni af blómum sem hún hefur í kring- um sig. Hún hefur verið óspör á að gefa mér og fleirum bæði blóm og afleggjara og á ég mörg blóm henni að þakka í stofunni hjá mér og einnig þann fróðleik sem hún hefur miðlað mér um blómarækt. Hún hefur iíka gefið mér blom sem ég geymi í hjarta mér um ald- ur og ævi. Ég og fjölskylda mín óskum Al- bertínu Jóhannesdóttur innilega til hamingju með daginn og um leið þökkum við fyrir alla þá vel- vild og það traust sem okkur hefur verið sýnt. Anna Margrét Guðmundsdóttir. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir Aðalfundur verkalýös- félagsins Rangæings veröur haldinn sunnudaginn 2. okt. nk. kl. 16.00 í verkalýðshúsinu á Hellu. Á dagskrá, venjuleg aöalfundarstörf, lagabreytingar og kosning fulltrúa á 11. þing VMSÍ. Stjórnin. Málfreyjudeildin Ýr heldur fund kl. 20.30 mánudaginn 19. sept- ember aö Hótel Loftleiöum, Leifsbúö. Húsnæði óskast Fjársterkur aöili óskar eftir aö kaupa verslun- arhúsnæði, 150—200 fm í Múlahverfi. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 23/9, merkt: „Verslunarhúsnæði — 8874“. Atvinnuhúsnæði Óskum aö taka á leigu 150—200 fm atvinnu- húsnæöi nálægt miöbæ Reykjavíkur strax. Góöir gluggar og stórar aðkeyrsludyr æski- legar. Uppl. í síma 27780 og 15568. Listhönnun sf. Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi Félag sjáltslæöismanna í Laugarneshverfi boöar tll almenns félags- fundar þriöjud. 20. sept. næstk. í Valhöll. Háaleitisbr. 1, kl. 20.30. Fundarefni: Val fjögurra fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokkslns. Stjórnin Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Félag sjálfstæöismanna i Nes- og Melahverfl boðar tll almenns fé- lagsf. miöv. 21. sept. nk. í hliöarsal Hótel Sögu kl. 20.30. Fundarefni: 1. Val 6 fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæöisfl. 1983. 2. Val þriggja varamanna. 3. Framtíðarhorfur i ríkisfjármálum. Geir H. Haarde, aöstoöarmaöur fjármálaráöherra. Stjórnin húsnæöi óskast Erlent sendiráð óskar aö taka á leigu miösvæöis í stór- Reykjavík hús eöa íbúö meö 4 svefnherb., hiö minnsta. Nánari uppl. eru veittar á skrifstofutíma í síma 29100. Óska eftir einbýlishúsi raöhúsi eöa góöri sérhæö til leigu. Fyrir- framgreiðsla ef óskaö er. Uppl. í síma 16648 eða 12809. XFélagsstarf Sjálfstœðisfíokksim \ Kópavogur — Kópavogur Almennur fundur veröur haldinn í Sjálfstæölsfélagl Kópavogs fimmtu- daginn 22. september nk. i Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fundarefnl: Kosning fulltrúa á 25. landsfund SjálfstaBöls- flokksins 3.-6. nóv. nk. Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæöisflokksins, mætir á fundinum og ræöir málefni lands- fundar og almennt flokkssfarf. Kafflveltlngar. — Mætum öll. Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Sjálfstæðiskvenna- félag Árnessýslu Fundur í sjálfstæðishúsinu aö Tryggvagötu 8, Selfossi, fimmtudaginn 22. sept. nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Björg Einarsdóttir flytur framsögu um Mannréttindi — Frelsi — Friö. Fyrirspurnir og umræður. 2. Val fulltrúa á 25. Landsfund Sjálfstæöisflokksins 3.-6. nóv. 3. Önnur mál. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.