Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 37 Árið 1849 var Dostoevsky dæmdur til dauða, fyrir að gagnrýna keisarann, en dauðadómnum var breytt í fjögurra ára þrælkunarvinnu á síðasta augnabliki. Þetta er ein af blaðsíðunum sem Dostoevsky krassaði út. Hann var einnig ágætur teiknari. sóttin ákváðu skötuhjúin að fara utan. í Evrópu myndu þau geta losnað úr viðjum niðurlægingar- innar af leynilegu ástarævintýri og lifað saman án pukurs. í París hljóp snurða á þráðinn. Dostoevsky eyddi tíma og aleig- unni í spilavítum, en Appollin- aría kynntist Spánverja er Salva- dor hét. Hún var ekki fyrr orðin hrifin af Salvador en hún hætti að gera sér rellu út af skáldinu. Dostoevsky komst að þessu og hann dofnaði af reiði. En ekki leið á löngu þar til Spánverjinn gufaði upp og hjúin fundu hamingjuna á ný í Baden-Baden. Dagleg umgengni við Appollin- aríu æsti Dostoevsky líkamlega, og hann eyddist í rauninni yfir hægum eldi ófullnægðrar ástríðu sinnar. Hann skammaðist sín gagnvart henni, taldi fýsn sína siðferðilegan veikleika, ávítaði sjálfan sig, en hegðun Appollin- aríu ruglaði hann í ríminu, því hún reyndi ekki einu sinni að vera honum hjálpleg við að sigrast á illum hvötum. Þvert á móti stríddi hún honum, prófaði vald sitt yfir honum og neitaði með ánægju um líkamlega fullnæg- ingu. Hún leit á barnalegar til- raunir hans með háði, sem smám saman snerist í fyrirlitningu. En í þessum skollaleik var fólgin sér- stök nautn, sem Dostoevsky skildi mætavel; sjálfspyntingarhvötin var honum nokkurs konar blíðu- sprettur. Heima lá María og var að tær- ast upp. Dostoevsky skildi við Appollinaríu um stund og fór heim. Hjónin fluttu til Moskvu í nóvember 1863. Dauðastríð Maríu hófst í apríl 1864, hún fékk blóð- spýting og hægt andlát. Á meðan dvaldi Appollinaría í París og tældi alla menn sem á vegi henn- ar urðu. Mikail bróðir Dostoevsk- ys dó í júlí og skáldinu fannst heimurinn vera að hrynja yfir sig. Honum tæmdist arfur, en gekk illa að skrifa. Fjöldi lausa- kaupakvenna var nú hans eina yndi, eða kvöl. Dostoevsky og Appollinaría hittust í París sumarið 1865, eftir tveggja ára aðskilnað. Þau áttu ekki lengur samleið. Hún var feg- urri en nokkru sinni fyrr, en at- lotakuldi magnaðri sem því nam. Aðdáun hennar hafði snúist upp í hatur og hefnigirni. Hann bað hennar, hún hló að honum. Ham- ingjuhjólið hans hafði aldrei snú- ist hratt, en nú snerist hjól spila- vítisins hraðar en áður. Hann var að vinna að miklu verki sem síðar varð, Glæpur og refsing. Hann átti ekki fyrir máltíð, dró fram lífið á tei og brauði og sat í myrkri. Hann komst til Pétursborgar með aðstoð góðra vina. Appollinaría rauf sambandið við Dostoevsky, nú var hún frjáls og gat byrjað nýtt líf. Hún giftist gyðingi en skildi við hann nokkrum árum síðar. Hún hrökk upp af 1918, 78 ára, og grunaði hana þá varla að hún ætti fyrir granna konu nokkra, sem 50 árum áður hafði komið í stað hennar í huga fyrsta elskhuga hennar, gerst eiginkona og átti eftir að ljúka ævi sinni á þessari sömu Krímströnd sama ár. Þetta var Anna Grigorievna Dostoevskaja. Anja Sumarið 1865 átti Dostoevsky stutt ástarævintýri með tvítugri konu, Önnu Korvin-Krukovskaju. Hún hafði sent honum smásögu, sem skáldinu og ritstjóranum leist á. Faðir Önnu, hershöfðing- inn Vassili, hneykslaðist í fyrstu en fyrirgaf dótturinni síðar. Eftir allt það, sem Dostoevsky hafði orðið að þola af hendi Appollin- aríu, bauð vinfengi við Önnu Krukovskaju upp á stundir ein- falds og kyrrláts unaðar. En sam- band þeirra náði ekki út fyrir takmörk gagnkvæmrar samúðar og loks skarst í odda milli hjóna- leysanna og leiðir skildu. Dostoevsky vann að Glæp og refsingu, en til að flýta verkinu réð hann til sín hraðritara, sem var nýjung um þær mundir. Dostoevsky fékk mjög færa konu, Önnu Grigorievnu Snitkínu, sem dáði verk skáldsins. Anna Snitkína var tvítug, há og horuð, en augun falleg og grá. Hún hitti Dostoevsky fyrst 4. október 1866, þar sem hann bjó við Stolovajagötu. Þau ræddu um starfið og skáldið bað hana að koma aftur um kvöldið. Dosto- evsky var skrafhreifinn við hana, og Ánna furðaði sig á, hvernig maður er virtist svo hlédrægur og þunglyndur, gæti talað svo hrein- skilnislega við unga konu, sem hann hafði hitt í fyrsta skipti þá um morguninn. Henni skildist hversu óskaplega einmana hann var, fékk miklar mætur á at- vinnurekanda sínum. Upp frá þessu unnu þau saman nokkrar stundir á hverjum degi. Hann krassaði á blöð en hún hreinskrif- aði. Hún kunni því ekki illa að hann kallaði hana „elskan mín, ástin mín“ sí og æ. Hún harmaði óreglusamt líf- erni hans og fátækt. Hún tók eftir því að húsmunir hurfu, en hann eyddi öllu fátæktargrufli. Dosto- evsky varð skelkaður þegar nálg- aðist lok skáldverksins, þvi hann vildi ekki slíta vinfengi sínu við Önnu. í fyrsta skipti í mörg herr- ans ár hitti hann manneskju, sem auðsýndi honum fölskvalausa samúð, hafði áhyggjur af matar- æði hans og svefni og bar um- hyggju fyrir heilsu hans og rit- störfum. Slík umhyggja var hon- um framandi. Nokkru áður en Dostoevsky lauk við Glæp og refsingu, heim- sótti Anna hann til að ræða um verkið. Skáldið var feginn komu hennar, en í stað þess að ræða um störfin, fór hann að trúa henni fyrir áætlunum sínum í bók- menntum: Hann langaði til að skrifa skáldsögu um roskinn og sjúkan listamann, og fund hans og ungrar stúlku, sem hét Anja. Þegar hann nefndi nafn stúlk- unnar, varð Önnu samstundis hugsað til gamallar vinkonu Dostoevskys sem Anna hét og gleymdi að sjálf hét hún Anna. Þegar Dostoevsky hafði trúað henni fyrir því hvernig hann ætl- aði að haga sögunni, spurði hann hvort hún teldi sálfræðilega unnt fyrir unga stúlku að finna til ást- ar á þvílíkum manni, gömlum, ljótum og heilsutæpum. Anna var með hugann við skáldverkið fyr- irhugaða og sagði að það væri mögulegt, ef stúlkan væri góð- hjörtuð. Ef hún væri það, væri ekki um neina fórn að ræða af hennar hálfu og hvað veikindi og fátækt snerti, þau atriði væru ekki svo skelfileg. Á það væri að líta, að unnt væri að elska mann af öðrum ástæðum en líkamlegu útliti og auðæfum. Dostoevsky setti hljóðan og bað Önnu að setja sig í spor stúlkunnar í skáldsög- unni og að Dostoevsky væri lista- maðurinn. Hvaða svar gæfi hún? Anna áttaði sig á stöðunni og hún svaraði af sjaldgæfri hreinskilni. En aldursmunur var hættu- merki og vakti efasemdir hans, jafnframt því sem vandamenn hans reyndu að nota hann sem rök jafnskjótt og þeir fréttu um trúlofunina. Móðir Önnu lagði ekki stein í götu dóttur sinnar, en auðsýndi heldur enga ánægju. Ættingjar og vinir reyndu hins- vegar að fá Onnu ofan af að gift- ast fátækum manni flogaveikum, og í ofanálag geðstirðum og upp- stökkum. Dostoevsky kríaði út nokkrar rúblur til giftingarinnar. Hér er gott dæmi um hugsanir Dosto- evskys, sem hann reit í Moskvu til sinnar tilvonandi: „Þú ert framtíð mín — von mín, trú, hamingja og unaður — allt sem ég á ... Ég kyssi litlu höndina þína þúsund sinnum og litlu varirnar (sem ég man svo vel) ... Brátt mun ég faðma þig og kyssa litlu hend- urnar þínar og fætur. Og þá mun þriðji þáttur ævi okkar hefjast • • - Þú kemur til mín í draumi á hverri nóttu." Þau voru gefin saman 15. febrúar 1867 í Troitsko-Isma- ilovski-kirkjunni í viðurvist vina og ættingja. Þrátt fyrir tilraunir ættingja Dostoevskys til að spilla fyrir, blessaðist samband þeirra. En þar sem ekki bólaði á hjúskap- arsælunni afréðu þau að fara í þriggja mánaða ferðalag erlend- is, en komu raunar ekki aftur fyrr en að fjórum árum liðnum. „Ég fór til útlanda með dauð- ann í sálinni," sagði Dostoevsky, en það var ekki fyrr en þau fóru utan að þau gátu verið ein. Anna var feimin og kættist aðeins þeg- ar hún var ein með manni sínum og var óhrædd við að sýna það sem hann kallaði „eldfimi" henn- ar. Mjög fáir vissu hversu mikla þörf hann hafði á slíkum stund- um fyrir hlýlegt orð. Návist kon- unnar sem hann unni stökkti á brott öllum martröðum. Á ýmsu gekk þau 15 ár sem þau lifðu saman, en Dostoevsky hafði fundið konuna sem hann þarfnaðist til að lifa eðlilega. Svo að hann gæti skrifað þau skáld- verk sem gerðu hann ódauðlegan í heimi bókmenntanna. Samantekt: HJÓ: Byggt á bók Marc Slonim. Friðarbréf til Rússa Wichita, Kansas, 15. september. AP. KVÍÐI út af hugsanlegri styrjöld vid Sovétríkin hefur orðið for- j'stumönnum kirkjusafnaðar í Kansas í Bandaríkjunum hvatn- ing til þess að skrifa 50 sovézk- um þegnum „friðarbrér*. Bréfin eru skrifuð á rússnesku og eru stíluð til manna, sem eru búsettir í Moskvu og Kiev, og hafa að geyma áskorun um, að Bandarík- in og Sovétríkin vinni saman að því að koma í veg fyrir kjarn- orkustríð. „Þetta er boðskapur frá manni til manns,“ er haft eftir séra Bill Reece, sem er sókn- arprestur í 225 manna söfnuði í Pine Valley. „Við gerum ekki ráð fyrir að hafa nein áhrif strax á afstöðu Sovétmanna. En þegar fram líða stundir, þá held ég, að við getum hjálpað til við að skapa rétta and- rúmsloftið." Purina „.Cat Cnow Chow - Chow - Chow! Fái kisa Purina Cat Chow 1 kostar fóörunin I kr^ á dag O#' "lFiskurkostar WV^kr.á'dag Hagsýn húsmóðir gefur Purina... og kisa blómstrar. Næring við hæfi rannsóknir tryggja gæði Purina umboöiö V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! JHor0tmI>Iat»ií>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.