Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Kartöfluupptaka í Þykkvabænum Gunnar Guðmundsson í Vatnskoti: „Það verður ansi lítið kaupið okkar þetta árið“ „JÁ, hún er með eindæmum , léleg núna, algjör ræfill. Þó | er hún misjöfn eins og geng- ur enda eðlilegt eftir svona sumar. Ég man ekki eftir öðru eins sumri,“ sagði Gunnar Guðmundsson í Vatnskoti er við spurðum hann um kartöfluupp- skeruna. Gunnar var þá ásamt sonum sínum heima við bæ að afferma vörubíl sem þeir flytja kartöflurnar á úr görðunum. Gunnar sagði það gott ef hann næði 50 tunnum úr hverjum hektara, en helm- ingurinn væri það smár að þær kartöflur væru ekki söluvara. Yrði að aka megninu af því beint á haugana þar sem kartöflu- verksmiðjan gæti ekki nýtt þær rauðu. Sagðist hann hinsvegar vonast til að verksmiðjan gæti nýtt smælkið af hvítu tegundun- um. Þó sagði hann að til- raun hefði verið gerð með að sjóða rautt smælkið og senda á markað en ekki væri ljóst hvort fólki líkaði varan. „Það verður ansi lítið kaupið okkar þetta árið,“ sagði Gunnar, er við spurð- Gunnar Guðmundsson í Vatnskoti. Uppskerunni komió fyrir í kæligeymslu í Vatnskoti. um hann um fjárhagshlið- ina. „Það er þó enn ekkert uppgjafarhljóð í mönnum enda menn varla farnir að gera sér grein fyrir því hvað þessi uppskerubrestur þýðir." Sagðist hann vera langt kominn með að taka upp og virtust allir garð- arnir koma jafn illa út. Kartöflurnar væru þó enn óskemmdar í görðunum þar sem enginn gaddur hefði enn komið. „En ekki er hætta á að plássleysi verði í kæligeymslunni hjá mér í vetur," sagði Gunnar Guð- mundsson í Vatnskoti. Garðar Óskarsson kartöflubóndi í Húnkoti, lengst til hægri, ásamt heimilisfólkinu, Sigrúnu Bjarnadóttur konu sinni, lengst til vinstri, og börnum þeirra, Óskari og Maríönnu. Garðar Oskarsson í Húnakoti: „Höfum útsæðið og eitthvað upp í áburðinn" „ÞETTA er hrein eymd, eins og þú sérð. Þó er þetta okkar besti garður og gefur um 3 söluhæfar kartöflur af hverju grasi. Venju- lega eru þetta 10 til 12 kartöflur undir hverju grasi en þetta fer niður í eina sums staðar í ár,“ sagði Garðar Óskarsson í Húna- koti er við hittum hann úti á kartöfluakri þar sem hann vann ásamt fjölskyldu sinni við að taka upp kartöflur. Garðar býr félagsbúi í Húnakoti ásamt Óskari Gísla- syni föður sínum og voru þeir að taka upp kartöflur með tveimur upptökuvélum er okkur bar að garði en þeir eru með um 20 hektara undir kart- öflur. Þeir byrjuðu að taka upp um síðustu helgi eins og bændur gerðu almennt í Þykkvabænum og hefur upp- takan gengið vel að sögn Garð- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.