Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. 1* stórborgum erlendis er þaö víða svo, að fólk telur ekki hættu- laust að vera á ferli í ákveðnum hverfum eða á tilteknum götum eftir að dimmt er orðið, ein- faldlega vegna þess, að hætta er á, að veg- farandi verði fyrir árás ofbeldismanna og sé jafnvel í lífshættu. I stórborgum erlend- is er heldur ekki talið óhætt að skilja hús eft- ir mannlaus í lengri tíma. Þjófar og ofbeld- ismenn sitji um að brjótast inn í slík hús, ræna verðmætum og fremja skemmdarverk. Sumir grípa til þess ráðs að hafa alltaf log- andi ljós í húsum sínum til þess að villa um fyrir ofbeldismönnum, aðr'ir setja upp tölvu- stýrðar þjófavarnir, sem tengja viðkomandi hús við viðvörunarkerfi nærliggjandi lögreglu- stöðvar. Lengi voru þetta ein- kenni borgarsamfélaga erlendis og óþekkt fyrirbæri hér en því miður ekki lengur. Fyrr á þessu ári gerðist sá atburður á höfuðborg- arsvæðinu, að maður brauzt inn í hús, sem hann taldi mannlaust, og réðst að húsráðend- um með hníf, þegar þeir urðu hans varir. Síðustu daga hafa birzt í Morgunblaðinu fréttir um fólskulegar árásir á bæði ungt og gamalt fólk á götum úti. Slíkir atburðir eru að verða of algengir. Nú er svo komið, að fólk telur sér ekki óhætt að vera eitt á ferli í vissum hverfum Reykjavíkur að næturlagi. Þéir eru sjálfsagt fáir, sem telja sig geta skilið bifreiðir eftir ólæstar og innbrot í mannlaus hús hafa skotið upp kollinum við og við. Vafalaust eru afbrot af þessu tagi oft tengd fíkniefnaneyzlu. Neyt- endur slíkra efna svíf- ast einskis til þess að komast yfir verðmæti, sem gera þeim kleift að kaupa efnin. Að öðru leyti eru þetta einkenni stórborgarlífsins, sem setja mark sitt í vax- andi mæli á höfuð- borgarsvæðið. Of lítið hefur verið fjallað um þessi vanda- mál hér. Þrátt fyrir allt er þjóðin ekki fjöl- mennari en svo, að við ættum að geta haldið í einhverja kosti fá- mennisins, sem eru m.a. þeir, að við eigum að geta ræktað hvern einstakling betur en ella. Hugsanlega er þessi neikvæða þróun til marks um, að við höf- um ekki ráðið við alla þætti í útþenslu borg- arsamfélagsins á suð- vesturhorni landsins. Við höfum byggt húsin og lagt göturnar og hitaveituna o.s.frv. en höfum við gleymt að huga nægilega vel að sálarheill einstaklings- ins í því fjölbýli, sem hér er orðið? Við stöðvum ekki þessa tilhneigingu til vaxandi ofbeldis með lögregluaðgerðum ein- um, því að þær duga skammt. Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis í uppeldi innan veggja heimilanna. Er þetta kannski að hluta afleið- ing mikillar vinnu beggja foreldra utan heimilis? Er fjölda- framleiðslan í skólum landsins orðin svo mik- il, að þar sé ekki lengur hægt að sinna sérþörf- um þeirra einstaklinga, sem á umönnun þurfa að halda? Það eru til fleiri vandamál en vandi efnahags- eða atvinnu- lífs. Sálarheill þjóðar- innar skiptir ekki síður máli, þegar til lengdar lætur. Þegar svó er komið, að lögmál frum- skógarins er að ryðja sér til rúms á götum Reykjavíkur er orðið tímabært að huga að því á hvaða leið við er- um. Lögmál frumskógarins á götum Reykjavíkur ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf i t...♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 17. september ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦! Ættarsamfélag og gullgrafara- þjóðfélag Fyrir skömmu var ungur ís- lenzkur vísindamaður, hámennt- aður við fremstu háskóla í Banda- ríkjunum, spurður um það, hvaða breytingar hann sæi helztar á ís- landi frá því hann fór utan til náms, ungur stúdent, og þár til hann kom heim rúmlega áratug síðar til þess að sjá, hvort hann hefði einhverjum verkefnum að sinna í ættlandi sínu. Viðmælanda hans þótti svarið athyglisvert. Hinn ungi maður kvaðst hafa farið frá samfélagi, sem hefði borið þess sterk merki, að það væri fyrst og fremst ætt- arsamfélag. Þegar hann kom til baka eftir árangursríka dvöl í frjósömu andrúmi bandarískra háskóla hefði hann kynnzt þjóð- félagi, sem væri enn að hluta til ættarsamfélag en hefði í vaxandi mæli einkenni gullgrafaraþjóðfé- lags, „klondæks". Önnur breyting, sem hann fann sterklega, var sú, að þegar hann fór var Reykjavík enn „þorp“ í hans huga, en þegar hann kom var hún orðin stórborg með öllum kostum og löstum stórborgar. Honum þótti vænt um „þorpið" og vildi fremur dvelja þar en í stór- borgum erlendis, en þegar hann sá, að „þorpið" var horfið hneigð- ist hann til þess að bera stórborg- ina Reykjavík saman við stórborg- ir á borð við Boston og San Franc- isco, þar sem nú er einna mestur gróandi fyrir hámenntaða kynslóð framtíðarinnar í hinum vestræna heimi. í þeim samanburði stóð stórborgin Reykjavík höllum fæti. Þá hafði þessi ungi vísindamað- ur orð á því, að búseta á íslandi hefði í för með sér faglega ein- angrun fyrir hann og marga aðra. Hér væru fáir, sem menn gætu rætt við um hugðarefni sín á sér- hæfðum sviðum vísinda og það væri ákveðnum erfiðleikum bund- ið að fylgjast með því, sem væri að gerast erlendis, vegna þess, að að- staða til þess væri takmörkuð og söfnun tímarita og annarra heim- ilda tæpast skipuleg. Loks nefndi hann, að sérkenni- legt væri að fylgjast með umræð- um um efnahagsmál á íslandi, eft- ir að hafa dvalizt langdvölum er- lendis. Að sjálfsögðu deili menn í öðrum löndum um efnahags- stefnu, en þar væru vissar grund- vallarstaðreyndir viðurkenndar af öllum. Hér væru umræður um þennan mikilvæga málaflokk hins vegar með þeim hætti, að svo virt- ist sem þjóðin lifði í ímynduðum ævintýraheimi, eins konar Walt Disney-veröld, þar sem takmarkað tillit væri tekið til blákaldra stað- reynda. Heim í sveitina? Þetta samtal minnti höfund Reykjavíkurbréfs á svipuð við- horf, sem fram komu hjá öðrum ungum og hámenntuðum manni, og getið var um á þessum vett- vangi fyrir nokkrum misserum. í hans huga var ísland eins og gamla sveitin hjá þeim, sem flutt- ust þaðan á fyrri hiuta aldarinnar í þéttbýlið hér á suðvesturhorn- inu. Þeir íslendingar fóru í heim- sókn í sveitina sína á sumrin en þeir vildu ekki búa þar. Þessi ungi maður sagði eitthvað á þá leið, að það væri ágætt að koma heim til Islands í sumarfrí en hér vildi hann ekki starfa, enda væri hér ekkert við að vera. Til þessara tvbggja æskumanna er vitnað hér vegna þeirrar sannfæringar höf- undar þessa Reykjavíkurbréfs, að hér sé á ferðinni eitt stærsta mál þjóðarinnar í dag. Getum við skapað skilyrði í samfélagi okkar í framtíðinni til þess að æskufólkið vilji koma heim að námi loknu og hasla sér hér völl? Veröldin í kringum okkur breyt- ist ört. Hún smækkar stöðugt. Samskipti fólks í hinum ýmsu löndum aukast jafnt og þétt. Fyrir tveimur árum sat íslenzk fjöl- skylda og horfði á sjónvarpssend- ingu frá Jerúsalem um gervihnött. Á sekúndubroti var þetta fólk komið í símasamband við ættingja í Þýzkalandi, sem sátu og horfðu á . sömu dagskrá. í sumar var fylgzt með því, þegar einn af fremstu „hugsuðum“ sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum sat við lítið tæki, sem líktist ritvél, tengdi það við síma og skrifaði síðan stutt bréf, sem á samri stundu kom fram á sams konar tæki hjá samstarfs- manni hans langt inni í myrkvið- um Afríku. í dag er það ekki meira ferðalag að fljúga til Kaupmanna- hafnar en það var fyrir 30 árum að fljúga til Akureyrar. Þessi breyting veldur því, að ungir Islendingar nú um stundir hugsa öðru vísi en eldri kynslóðir. Það er ekkert sjálfsagt að koma heim til íslands að námi loknu og starfa hér. Ef vinnuskilyrði og lífskjör eru betri annars staðar er jafn sjálfsagt að taka sér búsetu þar. Það er eftir sem áður gaman að koma heim til íslands í sumar- frí, það er gaman að fara heim í sveitina sína en það er ekki eftir- sóknarvert að búa þar og starfa. Verulegur hópur ungs fólks á hverju ári nær svo góðum árangri í námi, að þeim eru flestir vegir færir við framhaldsnám erlendis og síðan í starfi þar. Þetta er hin stórkostlega hætta, sem við okkur blasir á næstu árum og áratugum. Okkur verður að takast að byggja upp þess konar samfélag hér, að það sé eftirsókn- arvert fyrir unga fólkið að koma heim, lifa hér og starfa. ísland má ekki verða í augum íslendingsins í hinum stóra heimi eins og Djúpa- vík á Ströndum — sem nú er að verða mannlaus í augum okkar, sem búum á grózkumeiri þéttbýl- isstöðum. Framfaraskeid, sem var stödvad Fyrir tveimur áratugum hófst hér framfaraskeið, sem kennt er við Viðreisnarárin. Þá er ekki átt við framfarir í þeirri merkingu, að keypt hafi verið svo og svo mörg fiskiskip eða byggðar margar verksmiðjur eða hús, heldur hitt, að þá brutust nýjar hugmyndir fram, sem fundu sér hagnýtan far- veg og fengu að njóta sín við þau pólitísku skilyrði, sem þá voru sköpuð. Hér er átt við hugmyndir af því tagi, sem mótuðu efnahags- aðgerðir Viðreisnarinnar og skópu í raun nýtt þjóðfélag, þar sem ný og gerbreytt viðhorf réðu ferðinni. Hér er líka átt við þær hugmynd- ir, sem stefndu að nýsköpun at- vinnulífsins — ekki aðeins endur- nýjun heldur nýsköpun — í krafti orkunnar sem í fallvötnum okkar býr. Þetta var á þeim árum, þegar hæfileikamenn og hugmyndafræð- ingar á borð við Jóhannes Nordal og Jónas Haralz komu heim frá námi og starfi og fengu tækifæri til að beita starfskröftum sínum í þágu íslenzks samfélags og sýndu árangur, svo um munaði. Þessi tækifæri komu ekki af sjálfu sér. Þau voru búin til af framsýnum pólitískum hugsuðum, sem þá stjórnuðu íslandi. Þetta hugmyndalega framfara- skeið var stöðvað í upphafi átt- unda áratugarins. Þá tóku við þröngsýn, fordómafull og aftur- haldssöm sjónarmið í stjórn landsins. Þá og að mestu leyti síð- an hafa sterk pólitísk öfl spilað markvisst á hina þrengri og tor- tryggnari þætti í sálarlífi eyþjóð- arinnar norður í hafi. Síðan hefur ríkt stöðnun. Auðvitað hefur margt verið endurnýjað eins og t.d. togaraflotinn, en raunveruleg nýsköpun hefur ekki orðið. A þessu stöðnunartímabili hafa nokkrir einstaklingar barizt eins og ljón fyrir nýjungum og fram- förum. Þeim hafa hins vegar ekki verið búin skilyrði til að ná árangri. Þeir hafa þurft að berjast hatrammri baráttu við kerfið. Þetta eru frumherjar í atvinnulífi okkar samtíma á Sorð við Kristin Guðbrandsson, Eyjólf Konráð Jónsson og nokkra aðra, sem minna eru þekktir hjá alþjóð, en allir hafa þeir barizt hart fyrir því að byggja hér upp nýja atvinnu- grein — fiskirækt — sem á sér mikla framtíð, eins og Pétur Bjarnason, sjávarútvegsfræðing- ur, lýsti í athyglisverðri grein hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Hvað tekur við? Ef ísland á ekki að verða Djúpa- vík á Ströndum frá sjónarhóli Is- lendingsins í útlöndum þarf að hefjast hér nýtt hugmyndalegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.