Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 { rannsókn sem þeir Stefán og Blumenberg framkvæmdu á þessu ári, kom í ljós, að sama kattastofn er að finna í Boston í Bandaríkj- unum og í sveitum á íslandi, en landssvæðið í kringum Boston kemur mjög vel heim við lýsingár í sögu Leifs heppna á Vínlandi. Er því vel hugsanlegt að þessi „ís- lenzki" kattastofn í Ameríku sé leifar af landnámi Leifs heppna þar en hingað til hafa engar menj- ar fundist um landnám norrænna manna í Ameríku. Stefán Aðalsteinsson hefur starfað á Rannsóknastofnun land- búnaðarins frá stofnun 1965, en starfaði áður hjá Búnaðardeild at- vinnudeildar Háskóla íslands frá 1955. Hann hefur aðallega fengist við ýmsar erfðafræðirannsóknir varðandi sauðfé, þ.á m. litaerfðir í sauðfé, en einnig litaerfðir í hross- um. Þess má geta að þær reglur um litaerfðir í sauðfé, sem Stefán hefur fundið og sett fram, eru nú almennt kenndar við háskóla vfða um lönd. Vegna hinnar óvæntu niður- stöðu rannsóknar þeirra Stefáns Fyrir skömmu birtist grein í þýzka tímaritinu „Zeitschrift fiir Tier- ziichtung und Ziicht- ungsbiologie“ eftir dr. Stefán Aðalsteinsson og Bennett Blumenberg. I greininni, sem ber nafnið „Possible norse origin for two Northeastern United States cat popu- lations“ (Hugsanlegur fornnorrænn uppruni tveggja kattastofna á norð- austurströnd Bandaríkjanna), er greint frá rannsóknum á erfðavísum heimiliskatta á íslandi, Norðurlönd- um, Bretlandi og norðausturströnd Ameríku. Fyrri rannsóknir á heimil- isköttum hafa leitt í Ijós að sami katta- stofn finnst alls staðar á landnáms- svæðum víkinga til forna, og er víðast hvar tiltölulega lítið blandaður. Staðfestir kattastofninn í Boston landnám Leifs heppna? og Blumenbergs, sem leiddi í ljós að fornnorrænan kattastofn virð- ist vera að finna á hugsanlegu landnámssvæði Leifs heppna í Ameríku, fór blm. Mbl. fram á við- tal við Stefán um þetta efni. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvað hefði orðið til þess að ráðist var í þessar rannsóknir og sam- anburð á íslenzkum og amerískum köttum. Aðdragandi rann- sóknarinnar „Það var fyrir einum sjö árum síðan að sérfræðingur í erfðafræði katta hafði samband við mig — það var dr. Neil Todd, erfða- fræðingur, sem búsettur er í Bost- on,“ sagði Stefán. „Hann hafði áhuga á að koma á sambandi milli áhugamanna um húsdýraflutn- inga á víkingatímanum og spurð- ist fyrir um hvort ég hefði áhuga á samstarfi. — Ég játaði því. Hann hafði komið hingað til Islands og kynnt sér liti á íslenzkum köttum og kannað hve algengir einstakir litir væru. Út frá þessum upplýs- ingum gat hann síðan reiknað út hver væri tíðnin á þeim erfðavís- um er liggja að baki einstökum litaafbrigðum í íslenzkum köttum. Neil Todd og samstarfsmenn hans höfðu þá þegar tekið saman mjög miklar upplýsingar um það, hve algengir einstakir litaerfða- vísar í köttum væru, víðs vegar um heim. Það er auðvelt að dæma um, hvaða litaerfðavísar búa í köttum, sem maður skoðar. Liturinn nægir til að sjá, hvaða erfðavísar eru að baki.“ — Gætirðu gefið nokkur dæmi um þetta? „Það er einfalt mál. Hvítur kött- ur býr örugglega yfir einum erfða- vísi, sem eyðir öllum lit úr hár- unum og gerir köttinn hvítan. Þessir erfðavísir er ríkjandi, þ.e. hann ræður litnum og gerir það þó að hann komi aðeins frá öðru for- eldrinu. Stundum eru hvítir kettir fæddir heyrnarlausir. Hvítar læð- ur eru mjög oft arfblendnar og hafa þá aðeins einn erfðavísi fyrir hvítum lit. Ef þær eignast kettl- inga með mislitum högnum, skipt- ist gotið nokkurn veginn í tvo jafna hluta, annars vegar hvfta og hins vegar mislita kettlinga. Rætt við dr. Stefán Aðalsteinsson erfðafræðing um rannsókn sem leiddi í ljós náinn skyldleika kattastofna á Islandi og í Norður-Ameríku Bröndóttur litur er villiliturinn á köttum, en aðra liti er hægt að líta á sem frávik frá honum. Svartur litur kemur t.d. þannig fram að víkjandi erfðavísir kemur í kettling úr báðum foreldrum og eyðir ljósu röndunum í bröndótta litnum, þannig að kettlingurinn verður svartur. Annar víkjandi erfðavísir er til, sem deyfir svarta litinn og breytir svörtum ketti í bláan. Það er til saga um það frá síðustu öld, að bláir kettir fæddust suður í Höfnum, en þar voru engir bláir kettir fyrir. Menn héldu að þetta væru afkvæmi tófu og katt- ar, en raunverulega skýringin var sú að foreldrarnir höfðu báðir gengið með dulinn erfðavísi fyrir bláum lit, og þegar hann kemur frá báðum foreldrum verður af- kvæmið blátt. — Þessi dæmi ættu að nægja til að skýra hvernig litur á ketti sýnir, hvaða erfðavísum hann býr yfir.“ Dr. Stefán Aðalsteinsson Rannsókn á íslenzkum köttum — Hvernig fór rannsóknin á ís- lenzka kattastofninum fram? „Rannsóknir á kattastofnum á mismunandi stöðum á íslandi var talinn bjóða upp á mikla mögu- leika, þegar hafist var handa um að leita að dæmum um þann kattastofn, sem hefði verið til í Norðvestur-Evrópu á tímum vík- ingaferða. Todd og félagar hans höfðu kannað kattaliti hér á landi og birt um það grein árið 1975. Ég skoðaði svo ketti hér á landi sumarið 1977 og fékk mér tii að- stoðar Guðmund Jónsson á Kóps- vatni í Hrunamannahreppi, og Þórð Sigurjónsson, sem þá var ráðunautur í Stykkishólmi. Allar upplýsingar sem safnað var um ketti hér á landi voru síð- an notaðar til að fá heildarmynd af því hversu algengir einstakir litaerfðavísar væru í íslenzkum köttum. Alls voru 412 kettir rann- sakir eða litgreindir. Rannsökuð voru sex erfðavísasæti fyrir litum — þessi sæti eru kennd við litina gult, svart, skellubröndótt, blátt, flekkótt og hvítt. Auk þess voru notaðar upplýsingar um það hvort aukatær kæmu fyrir eða ekki. Þær koma fyrir í sumum kattastofnum erlendis en hafa verið óþekktar hér á landi hingað til. Einn ríkj- andi erfðavísir veldur aukatám. í fyrstu atrennu var gögnunum um íslenzku kettina skipt í tvennt — ketti í Reykjavík og nágrenni annars vegar og hins vegar ketti úti á landi. Það kom I ljós að á þessum tveimur hópum var veru- legur munur. Þá kom fram að kettir í Stykkishólmi (48 að tölu), voru ólíkir öllum öðrum köttum á landinu og var þeim þvi sleppt úr frekara uppgjöri. Þeir hafa líklega verið komnir af mjög fáum for- feðrum. Næsta stigið var það að bera Reykjavíkurkettina og sveitakett- ina saman við kattastofna í ná- grenni við okkur. Þá kom í ljós að sveitakettir a Islandi eru nauða- líkir köttum á Hjaltlandseyjum, á Skáni í Svíþjóð og í Færeyjum. Þeir eru hins vegar mjög ólíkir köttum á Bretlandseyjum. Kettir í Reykjavík reyndust svolítið líkari brezkum köttum en sveitakettirnir. Þetta bendir til að kettir í Reykjavík hafi orðið fyrir einhverri blöndun erlendis frá á seinni öldum, en sveitakettirnir séu mjög nærri því sem uppruna- legur kattastofn var við landnám." — En hvað um innfluttar kattategundir, s.s. síamsketti og angóraketti — ollu þeir ekki erfið- leikum við þessa rannsókn? „Nei, rannsóknin tók aðeins til venjulegra katta sem oftast voru skoðaðir úti við. Síamskettir og Þrflit laða: Svört og gul með hvíta flekki. angórakettir þekkjast vel úr og eru ekki teknir með. Það er orðin mjög þunn blanda af þeim stofni, ef liturinn er horfinn og er al- mennt ekki talin trufla. Samanburður á ís- lenzkum og amerísk- um köttum Niðurstöður þessarar könnunar lagði ég svo fram á ráðstefnu um erfðafræði og vistfræði heimilis- katta sem haldin var á Sikiley sumarið 1978. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka mennta- málaráðuneytinu sérstaklega fyrir styrk til þessarar ferðar, sem veittur var á þeirri forsendu, að hér væri um áhugaverðan efnivið að ræða, er vert væri að gefa gaum og gæti gefið vísbendingu um upp- runa íslendinga." — Hvað varð til þess að ráðist var í að bera saman íslenzka kattastofninn og kattastofna í Ameríku? „Þegar ég var að undirbúa er- indið fyrir ráðstefnuna á Sikiley, átti ég bréfaskipti við þá Neil Todd og B. Blumenberg í Boston. Blumenberg lagði til að ég bæri íslenzku kettina saman við ein- hverja kattastofna langt frá ís- landi — t.d. bandaríska ketti. Ég valdi mér kattastofna í Boston og New York sem viðmiðunarhópa og gerði samanburð á þeim og ís- lenzku köttunum. Þá komu þau ósköp í ljós, að kettir í Boston voru ótrúlega líkir íslenzkum sveitaköttum í litar- hætti. Þessi niðurstaða var svo óvænt og erfitt að skýra hana, að ég lagði lítið upp úr henni framan- af. — En árið 1980 kom ég til Bost- on og þá fórum við Blumenberg að velta þessu fyrirbæri nánar fyrir okkur." Þriggja flokka greining „Við fengum í lið með okkur tölvumann frá Irlandi, Andrew Lloyd að nafni, — en hann var við framhaldsnám í Boston. Síðan hófst mikið leynilögreglustarf. Við mötuðum tölvuna á ítarlegum upplýsingum um 26 kattastofna. Þar af voru tveir íslenzkir, annar úr Reykjavík og hinn úr sveitum, 12 stofnar úr Evrópu og 12 stofnar af norðausturströnd Bandaríkj- anna. Við gerðum margháttaðar tölfræðilegar kannanir á efniviðn- um. Ein könnunin fólst í því að þess- ir 26 kattastofnar voru flokkaðir í þrennt á eftirfarandi hátt: I fyrsta flokknum voru stofnar á Bret- landseyjum, allt norður til aðal- eyjunnar á Hjaltlandi. Þessi flokkur var talinn brezkur að stofni til en með ívafi frá vík- ingatímanum. Annar flokkurinn var talinn vera á frumsvæði víkinga. — I þennan flokk settum við I fyrsta lagi ketti á eyjunni Yell á Hjalt- landi. Þessi eyja er utan alfara- leiðar og settum við hana í þennan flokk á þeirri forsendu að Hjalt- land var norskt land á víkingaöld og næstu 400 árin. Því mátti reikna með að þar eimdi mikið eft- ir af norskum áhrifum. I þessum flokki voru ennfremur stofnar frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og svo íslenzkir kettir. Að lokum voru settir í þennan flokk kettir í Bost- on og New York, til að kanna hvernig þeir féllu að víkingastofn- inum. I þriðja flokkinn voru settir 10 stofnar af norðausturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Nú gerðum við aðgreiningar- rannsókn (discriminant analysis) og var henni ætlað að skera úr um það hversu vel hefði tekist til með flokkunina sem gerð hafði verið. Þegar vel hefur tekist til með flokkunina eru stofnar í hverjum flokki tiltölulega líkir hver öðrum og lítill munur finnst innan flokksins sjálfs. Ef flokkunin er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.