Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Arthur Koestler rithöfundur og Cynthia eiginkona hans fyrirfóru sér í marzmán- uði síðastliðnum og vakti það heimsathygli. í eftirfarandi grein freistar George Mikes þess að svara ýmsum spurningum varðandi dauðdaga þeirra hjóna, en hann og Koestler voru nánir vinir í þrjá áratugi. Greinin er útdráttur úr bók, sem Mikes hefur skrifað og ber heitið: „Arthur Koestler: Saga vináttu“. Bókin kemur út um næstu mánaðamót. Cynthia Paterson var í fyrstu ritari Arthurs Koestlers. Síðar varð hún ástkona hans, eiginkona, hjúkrunarkona, ráðskona, elda- buska hans og jafnframt móðir hans, dóttir og óaðskiljanlegur fé- lagi. Eitt sinni sagði ég henni, að ég hefði kynnzt Arthur árið 1952, en minntist þess ekki að hafa orð- ið hennar var fyrr en allra síðustu árin. — En ég var nú samt býsna mikið á bak við tjöldin — svaraði hún og brosti dálítið feimnislega. Þetta var ein opinskáasta athuga- semdin um samband þeirra ATrth- urs, sem ég heyrði nokkru sinni frá henni. Ekki svo að skilja, að hún hafi verið leyndardómsfull kona. Öðru nær. Hún var gáfuð, hjartahrein, góðgjörn, bráðlagleg og gjörsneydd illkvittni. Hún tal- aði aldrei um sjálfa sig, vegna þess að henni þótti það umræðu- efni lítilfjörlegt og óspennandi. Hún var hluti af Arthur og það var hennar hlutverk í lífinu, sam- kvæmt því sem hún sagði sjálf. Hún var ánægð með það hlutverk. Árið 1975 varð Arthur sjötugur og að því tilefni var gefið út sér- stakt hátíðarrit. Cynthia skrifaði eina grein í ritið og nefndist hún Ritstörf í 25 ár. Vitaskuld er þar átt við ritstörf Arthurs, en ekki um hennar hlut í samstarfi þeirra. Þó er hún í þessari grein óvenju- opinská um það, hvernig fundum þeirra Arthurs bar saman. Það sem gerðist var þetta. Cynthia ákvað á uppvaxtarárum sínum í Suður-Afriku, að hún ætl- aði að verða ritari fyrir einhvern rithöfund. Þetta var takmark hennar í lífinu frá unga aldri. Á síðari hluta fimmta áratugarins dvaldist hún í París og sá þar auglýsingu í Evrópuútgáfu New York Herald Tribune frá rithöf- undi, sem vantaði ritara í hluta- starf. Hún sendi svar við auglýs- ingunni, og þannig komst hún í kynni við Koestler. Hann bjó þá ásamt annarri eiginkonu sinni, Mamaine, skammt frá Fontain- ebleau. Vikulega fór hún frá París til Fontaine le Port við Signu til að vélrita síðari hluta bókarinnar The Age of Longing. Um þetta skrifar hún: — Ég gat varla beðið eftir næsta kafla. Þetta minnti mig á bernsku mína, þegar faðir minn kom heim á fimmtudögum með eftirlætis grínblöðin mín — Tiger Tim, Bubble and Puck. Ég var enga stund að lesa þau og þurfti svo að bíða í heila viku til að fá að vita hvað gerðist næst. Ég velti því stöðugt fyrir mér, hvað verða myndi um Fedya, söguhetj- una í The Age of Longing og um aðalkvenhetjuna, Hydie. I þessum fáu málsgreinum felst það eina sem Cynthia lætur upp- skátt um bernskuminningar sínar — og raunar um alla ævi sína. Allt annað í greininni fjallar um Arth- ur. Frásögnin er að vísu í fyrstu persónu eintölu, en hún fjallar einvörðungu um samvinnuna við Arthur að síðari verkum hans. Harold Harris var vinur Arthur Koestlers og útgefandi. Hann skýrði mér frá því, að hann hefði fundið meðal annarra ritverka upphafið að sjálfsævisögu Cynthiu. Svo virðist sem hún hafi lokið við nokkra kafla, en síðan hafi þau Koestler fjallað um verkið og ákveðið að vinna í sam- einingu að sjálfsævisögu, þannig að hún skrifaði einn kafla, hann síðan annan og þannig koll af kolli. Þau höfðu lokið við um það bil 6 kafla, en síðan hætt við verkið. Harold skýrði mér frá því, að Cynthia hafi skrifað eftirfar- andi um uppvöxt sinn: — Ég fædd- ist í Suður-Afríku. Þaðan fór ég, þegar ég var 21 árs að aldri. Næsta málsgrein fjallar um annað tímabil í ævi hennar. — Ég giftist manni að nafni Paterson. Hjóna- bandið tókst ekki sem skyldi og við slitum samvistum eftir nokkra mánuði. — Ekki eyddi hún fleiri orðum að þessari miklu lífs- reynslu. En á bak við þetta er samt engin dulúð. Það sem gerðist snemma á ævi hennar, áður en fundum þeirra Arthurs bar sam- an, skipti hana engu máli. Hún skýrir jafnvel ekki frá því, að hún hafi verið mjög hænd að föður sín- um, dr. Jefferies, en hann fyrirfór sér er hún var 13 ára gömul. Cynthia varð yfir sig hrifin af heimili Koestlers í Frakklandi. Þangað vöndu komur sínar frægir og merkir gestir, sem henni þótti gaman að hitta. Hún gerðist þar mjög hagvön og komst I vinfengi við hjónin Arthur og Mamaine. Árið 1950 lauk hún við að vélrita The Age of Longing og þá fluttust Arthur og Mamaine til Bandaríkj- anna. Cynthia fór til Lundúna. Árið 1951 fékk Cynthia bréf frá Arthur, þar sem hann bað hana að koma til Bandaríkjanna og hefja störf fyrir sig að nýju. Hún sagði upp vinnu sinni og íbúð og 10 dög- um eftir að hún fékk bréfið, var hún lögð af stað til Pennsylvaníu. Síðan vann hún fyrir Koestler með höppum ogglöppum. Hann fluttist til London ásamt konu sinni og Cynthia varð ritari hans í hluta- starfi enn á ný. Þvínæst fór hún aftur til Bandaríkjanna og þar var hún ritari fyrir Ely Culbertson bridgemeistara. Árið 1955 fór Cynthia snögga ferð til Lundúna til að hitta fjölskyldu sína. Hún fór i heimsókn til Arthurs, sem bjó í húsi sínu við Montpellier Square, en hjónaband hans og Mamaine hafði beðið skipbrot. Þessi heimsókn Cynthiu reyndist lengri en áætlað var. Hún varð um kyrrt hjá Arthur, þar til þau fyrirfóru sér saman í marzmánuði síðastliðnum. Framkoma hennar í garð Arth- urs einkenndist af tilbeiðslu og fórnarlund, en endurgjaldið sem hún hlaut var harla rýrt, a.m.k. fyrstu árin. Mér fannst Arthur koma andstyggilega fram við Cynthiu og ekki var ég einn um þá skoðun. Hún var á vakt 24 klukkustund- ir á sólarhring. Hún fór ekki fram á að fá tfma aflögu fyrir sjálfa sig. Arthur krafðist fullkomleika á öll- um sviðum. Ef maturinn bragðað- ist ekki sem skyldi, fékk hún orð í eyra hjá Arthur, að vísu í kurteis- legum tón, en orðalagið var sær- andi. Þegar hún hafði hlotið slíkar skammir frammi fyrir gestum, roðnaði hún og stamaði, en náði sér aftur eftir smástund og brosti. Þar eð Arthur var ekki fullkom- lega ánægður með eldamennskuna hjá henni, brá hann á það ráð að senda hana á matreiðslunámskeið, en þótt það væri mjög strangt, þurfti hún að inna af hendi öll sín skyldustörf eftir sem áður. Árið 1979 dvöldust þau í húsi sem þau áttu í Suffolk, og þar fékk Cynthia heiftarlegt botnlanga- kast. Hún var í skyndingu flutt í sjúkrahús. og skorin upp. Fyrir tilviljun hitti ég síðar konu, sem hafði legið með Cynthiu á spítal- anum. Hún var mjög hneyksluð á því, að Arthur hefði komið á spít- alann tveimur dögum eftir að Cynthia var skorin upp og lesið henni fyrir. Ég held, að ekki hafi verið ástæða til að hneykslast á þessu. Cynthia gerði ekki kröfu til að vera álitin sjálfstæð persóna. Hún gerði sig ánægða með að vera hluti af Arthur — botnlangi hans, ef svo má að orði kveða — og hef- ur líklega verið mjög óánægð með þann usla sem botnlangi botn- langans olli. Mér fannst vel til fundið hjá Arthur að lesa henni fyrir að þessu sinni. Með því móti sýndi hann henni, að hann gat ekki án hennar verið. Skömmu eftir að sambúðin hófst, keypti Koestler smáhýsi handa Cynthiu í námunda við hús- ið sitt í London. Þar bjó Cynthia eða svaf öllu heldur, því að á dag- inn var hún öllum stundum með Arthur. Hann sagði eftirfarandi við hana í minni áheyrn: — Ég elska þig, engillinn minn, ég er þér bundinn og ég skal gera hvað sem er fyrir þig með einni undantekn- ingu. Ég ætla aldrei að kvænast þér. Ég er of mikið taugabúnt og allsendis óhæfur eiginmaður. Ég get jafnvel ekki sofið undir sama þaki og einhver annar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.