Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 48
 ^ „Atvinnumannalandsliðin" ISLAND ÍRLAND EFTIR 3 DAGA SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 orðurn, þurrkaðar út og fyllt inn að nýju,“ sagði Einar Jóhannsson, forstjóri Framleiðslueftirlits sjáv- arafurða. „Ég þori ekki að fara með það hvort undirskrift okkar á upp- runavottorði vegna þessa máls er fölsuð. Slíkt er ekki hægt að sjá af ljósritum. Verzlunarráð vottar að- eins á svokölluðum upprunavott- orðum að viðkomandi útflytjandi hafi lýst því yfir, á eigin ábyrgð, að varan, sem flytja á út, sé ís- lenzk, við skoðum engar vörur og staðfestum ekkert. Við erum ekki heldur með afrit af þessum vott- orðum," sagði Sigvaldi Þorsteins- son hjá Verzlunarráði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa þessi plögg ekki fengið meðferð íslenzkra tollyfir- valda, eins og skylt er um skreið- arútflutning. Ennfremur munu greiðsluábyrgðir vegna þessa máls hvorki hafa farið í gegnum Lands- bankann né Útvegsbankann eins og venja er með skreiðarútflutn- ing. Hjá viðskiptaráðuneytinu hafa engin útflutningsleyfi vegna þessa verið gefin út, og því engin skjöl þaðan fölsuð. Morgunblaftii / KÖE GOLFÍÞRÓTTIN á sífellt auknum vinsældum að fagna hérlendis og á það við um alla aldurshópa. Nokkrar konur tóku sig saman á dögunum og ákváðu að efna til golfmóts eldri kvenna. Eina skilyrðið var að konurnar væru fæddar árið 1933 eða fyrr. í gærmorgun hittist hópurinn síðan á Nesvellinum og þar var hvíti boltinn sleginn af innlifun og áhuga og þó nokkurri list. Þrír öldunganna bera þarna saman bækur sínar. Uppskeran aðeins fjórðungur meðalárs ÞESSA dagana stendur yfir upptaka á kartöflum um land allt. Eftir afar slæmt sumar fyrir þessa ræktun sem og aðra útiræktun hafa bændur sem byggja afkomu sína á kartöflurækt lifað í voninni um að úr rættist með haustinu. Það hefur hins vegar ekki orðið og er nú Ijóst að útkoman er ekki betri en menn höfðu óttast. í Þykkvabænum byrjuðu menn almennt að taka upp um síðustu helgi og reikna með að ljúka upp- tökunni næstu daga. Blm. og ljósm. Morgunblaðsins voru á ferð í Þykkvabæ í gær og ræddu þar við nokkra kartöflubændur, en þar hefur undanfarin ár verið ræktað- ur yfir helmingur allrar kartöflu- framleiðslu landsmanna. Reiknuðu þeir með að uppskeran væri ekki nema lítill hluti af því sem verið hefur og að uppskeran dygði ekki einu sinni fyrir útlögðum kostnaði við útsæði og áburðargjöf, hvað þá að þeir geti reiknað með nokkrum launum. sjá „Kartöfluuppskera ..." á bls. 44 og 45. Ljósm. Mbl. KAX. Húsmæðurnar verka rækju á næturvöktum Djúprækjan mikil lyftistöng fyrir atvinnulífiö á Siglufirði FJÖLMARGIR bátar, stórir og smáir, hafa í sumar verið gerðir út á rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi með góð- um árangri. Vinnsla rækj- unnar í landi hefur víða verið mikil lyftistöng og má í því sambandi nefna stað eins og Siglufjörð. Þar hefur verið unnið við rækjuverkun allan sólarhringinn hjá Þormóði ramma og hafa húsmæður einkum tekið að sér nætur- vaktirnar, konur, sem tæp- lega væru annars á vinnu- markaðnum. Úr vinnslusal. „Ég ætla ekki að kalla þetta byltingu í atvinnulífi Siglfirð- inga, en voðalega er þó nálægt manni að taka sér slík orð í rnunn," sagði Róbert Guðfinns- son, framleiðslustjóri hjá Þor- móði ramma, er tíðindamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í liðinni viku um atvinnulífið og þau tækifæri, sem rækjuvinnslan hefur gefið. Fyrirtækið hefur nú tekið 340 tonn af rækju af 15 bát- um og 40 manns hafa unnið ein- göngu við rækjuna í landi. Vélbáturinn Kópur, 80 tonna frá Raufarhöfn, hefur lagt upp rækju á Siglufirði í sumar og gert það gott. Báturinn var nýkominn úr fimm daga veiðiferð með um 10 tonn af rækju er fréttamaður ræddi við Hauk Jónasson skip- stjóra. Hann sagði, að mikill fjöldi báta væri á rækju fyrir Norðurlandi, allt frá 18 tonna bátum upp í 7—800 tonna skip. Lauslega áætlaður var háseta- hluturinn úr þessum túr um 15 þúsund krónur. A blaðsíðum 20 og 21 er nánar greint frá heimsókninni til Siglufjarðar í máli og myndum. Stadfestir kattastofn í Boston landnám Leifs heppna? í RANNSÓKNUM sem dr. Stef- án Aðalsteinsson erfðafræðingur befur framkvæmt í samvinnu við erfðafræöinga í Randaríkjunum, hefur komið fram að sama katta- stofninn er að finna í Boston í Bandaríkjunum og í sveitum á íslandi. Fyrri rannsóknir á katta- stofninum hafa leitt í ljós að sami kattastofn finnst alls staðar á landnámssvæði vík- inga til forna, og er víðast hvar lítið blandaður. „Norræni" kattastofninn í Boston finnst hvergi nema þar, og eru allir aðrir kattastofnar á norðaust- urströnd Bandaríkjanna veru- lega frábrugðnir. Sú tilgáta hefur því komið fram að katta- stofninn í Boston sé hugsan- lega kominn af köttum er bár- ust til Ameríku með landnámi Leifs heppna. Sjá nánar í viðtalsgrein á bls. 22 og 23. SAMKV/EMT þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun talið víst, að allir pappírar, sem fylgt hafa farmbréfi Nordic Fisheries Corp. vegna „skreiðarútflutnings" til Kamerún, séu falsaðir. „Það er ljóst, að þetta er fölsun og öll þau plögg í þessu máli sem viðkoma mínu embætti eru fölsuð. Ég á því sennilega kröfu á þessa menn fyrir að misnota nafn mitt. Það er til í dæminu að undirskrift mín af einhverju öðru plaggi hafi verið færð á milli með ljósritun. Sennilega hefur stimpill embætt- isins verið færður á milli á sama hátt,“ sagði Skúli Johnsen, borg- arlæknir. „Það kannast enginn hér við það, að þessi vottorð hafi verið gefin út hér og enginn kannast við þetta fyrirtæki, Nordic Fisheries Corporation. Við höfum aldrei heyrt það nefnt. Við höldum afrit- um af öllum útgefnum vottorðum og afrit þessa er hvergi að finna. Eftir því, sem ég get bezt séð á þessum pappírum, virðist eins og þetta sé gert með ljósritunarvél, tölur, sennilega af gömlum vott-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.