Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 47 Arthur hafði mikla spádóms- gáfu til að bera, en að þessu sinni brást hún honum. Eftir að bækur hans The Sleepwalkers og The Act of Creation komu út, var honum boðið til Stanfordháskóla í Kali- forníu, þar sem hann skyldi gerð- ur að félaga í vísindastofnun at- ferlissálfræðinga. Þetta hafði í för með sér mikið vandamál. Hann þurfti að búa í gestabústað há- skólans, og siðavandir Banda- ríkjamenn gátu með engu móti látið viðgangast, að fólk lifði þar í synd. Hins vegar hvarflaði ekki að Arthur að fara án þess að Cynthia kæmi með, og hann gat heldur ekki hugsað sér, að hún þyrfti að dveljast í öðrum bústað. Hann stundi þungan og kvæntist Cynthiu. Enginn úr vinahóp þeirra frétti af þessari fyrirætlun. þau settu auglýsingu í The Observer, en hún var birt sem frétt ásamt mynd. Á þann hátt fréttu flestir vinir þeirra, að þau hefðu gengið í hjónaband. Á síðasta áratug varð breyting á sambandi þeirra. Fyrstu merkin um það voru algerir smámunir, en þó urðu þau til þess að ég áttaði mig á, að eitthvað var á seyði. Arthur bar rangt fram orðið „co- vert“. í ensku ritmáli var hann óskeikull eins og alkunna er, en stöku sinnum var framburður hans ekki samkvæmt öllum kúnst- arinnar reglum. Að þessu sinni skellti Cynthia upp úr. Hún endurtók framburðarskekkjuna hvað eftir annað, eins og þetta væri bezti brandarinn, sem hún hefði nokkru sinni heyrt. Arthur kærði sig kollóttan í fyrstu, en þegar hún hafði hlegið að þessu góða stund, sagði hann: En elskan mín, þetta er ekki svona fyndið. En Cynthiu þótti þetta svona fyndið. Hlátur hennar varð nánast móðursýkislegur, en að lokum baðst hún afsökunar og þurrkaði tárin, sem höfðu komið fram í augu henni við allan þennan hlát- ur. Nokkrum árum áður hefði húm alls ekki þorað að hlæja að Arthur upp í opið geðið á honum. Þetta atvik færði mér heim sanninn um, að nýtt skeið hafði runnið upp í samlífi þeirra. Arthur missti smám saman stjórnartaumana og lét það gott heita. Fyrir bragðið varð hann stöðugt háðari Cynthiu, en það jók sjálfstraust hennar. Fangi Cynthiu Árið 1978 kom í ljós, að Arthur var kominn með Parkinsonsveiki. Eftir það varð hann fangi Cynthiu. Þegar hvítblæðis varð vart í ofanálag, varð ástandið sýnu verra. Cynthia var skiln- ingsríkur fangavörður — ljúf og elskuleg, en Arthur leið eins og fanga. Hann hafði raunar hneigzt til þunglyndis í blóma lífs síns. Hann reyndi ekki að rísa gegn ör- lögum sínum, heldur sætti sig við þau. Hjá honum örlaði ekki á beizkju — og þau Cynthia færðust stöðugt nær hvort öðru. En smám saman náði Cynthia undirtökun- um í sambúð þeirra. Aðstæður höfðu breytzt og henni jókst sjálfstraust. Hún stríddi Arthur, hlýlega og ástúðlega, en slíkt hefði henni ekki komið í hug nokkrum árum áður. Þegar henni mistókst matreiðslan kvartaði Arthur eins og fyrrum, en notaði þó annað orð- bragð. Hún bað hann afsökunar, en það var kæruleysishreimur í rödd hennar, eins og þetta skipti hana sáralitlu máli. Nú réði hún ferðinni. Arthur gat varla hreyft sig án þess að hún fylgdist með vökulu auga. Hún vék varla frá honum síðustu árin utan þess sem hún skauzt stundum í búðir í næsta nágrenni. Á vissan hátt hafði Arthur orðið undir og hann gerði sér það ljóst. Vegna alls þessa varð samband þeirra hjartnæmara. Þau elskuðu hvort annað innilegar en nokkru sinni fyrr. Það fór ekki hjá því að Arthur yrði snortinn af þeirri takmarkalausu hollustu og tryggð sem hún auðsýndi honum og átti eftir að koma enn betur í ljós. En hamingja Cynthiu var líka fólgin í því að lifa og deyja fyrir Arthur. Arthur hafði frábæra skipu- lagshæfileika. Hann sagði oft með raunalegu brosi að þessir hæfi- leikar væru arfur frá tímabilinu, er hann var virkur kommúnisti. Líf sitt skipulagði hann þó ekki alltaf eins og bezt varð á kosið, en hann skipulagði dauða sinn — dauða þeirra — með fullkomnum hætti. Hann sagði mér einu sinni eða tvisvar (og endurtók eitthvað svip- að í bréfi, sem hann skildi eftir sig), að hann væri ekki hræddur við að verða ekki lengur í tölu lif- enda. Hins vegar væri hann hræddur við að deyja. En annað óttaðist hann þó sýnu meira og það var að klúðra þeirri tilraun sinni að stytta sér aldur. Það hlýt- ur líka að vera hræðilegt að vera vakinn aftur til lífsins eftir alvar- lega tilraun til að stytta sér aldur. Þá situr maður uppi með allar þær þjáningar sem ollu því, að þessi örlagaríka ákvörðun var tekin, en við bætist alger niðurlæging. Hon- um finnst góðvild fólks vera blekking ein — hann hefur gert sig að algeru fífli. í því tilviki sem hér um ræðir kom enn eitt atriði til skjalanna. Koestler hafði til að bera stolt vísindamannsins. Hann hefði ekki getað lifað af, ef þessi alvarlega vísindalega tilraun hefði mistekizt. (Með þessu er raunar sagt að Koestler hefði ekki getað lifað af að lifa af og hljómar það mjög svo afkáralega. Afkáralegt er það þó ekki.) Sunnudaginn 27. febrúar var ég boðinn til kvöldverðar hjá Arthur og Cynthiu, en boðinu var frestað því að Arthur var lasinn. Þriðju- daginn 1. marz kom spænska hús- hjálpin þeirra, Amelia Marino, til að vinna sín verk eins og venju- lega. Henni fannst Cynthia alveg eins og hún átti að sér, en ekki sá hún Arthur. Eftir að spænska stúlkan fór, hélt Cynthia til dýra- læknis með Davíð, hundinn þeirra, og gaf fyrirmæli um að honum yrði lógað. Að kvöldi þessa dags styttu þau Arthur og Cynthia ér aldur. Spænska stúlkan kom til vinnu sinnar að morgni fimmtudags og þá var þar fyrir henni eftirfarandi orðsending, sem Cynthia hafði skrifað: — Þú skalt ekki fara upp. Hringdu til lögreglunnar og biddu hana að senda menn hingað. — Amelia hringdi raunar í vinkonu hjónanna, og það var hún sem hafði samband við lögregluna. David Thomas lögreglufulltrúi kom á vettvang við annan mann og þeir fóru inn í dagstofuna. Arthur hafði gætt þess vel að fara að öllu samkvæmt réttum reglum, því að þá yrði dauðinn þeim sársaukalaus „og líkin ekki viður- styggileg á að líta“. Þau sátu í stofunni og friður var yfir þeim. Arthur sat í hægindastólnum eins og venja hans var, og hann hafði tómt koníaksglas í hendi. Cynthia sat í sófanum vinstra megin við mann sinn. Þau höfðu bæði verið látin íg. Varðandi þennan atburð er þrem spurningum ósvarað: Sú fyrsta er á þessa leið. — Hvers vegna valdi Koestler þennan tíma til að ráða sér bana? Eins og fyrr frá greinir, voru báðir sjúkdóm- arnir, sem hann þjáðist af, komnir á alvarlegt stig í júní 1982, eða 9 mánuðum áður, og hann var hræddur við að missa stjórn á eig- in örlögum og reynast ófær um að fyrirfara sér. En önnur ástæða mun ekki síður hafa legið að baki því, að hann valdi einmitt þennan tíma, enda þótt hann láti þess ekki getið í þeim orðsendingum, sem hann skildi eftir. Læknirinn hans hafði fundið bólgu í nára hans og taldi hana benda til krabbameins á frumstigi. Hann hafði hvatt Arthur til að fara tafarlaust á sjúkrahús, en það var nokkuð, sem hann gat ekki hugsað sér. Hann var staðráðinn í að deyja heima hjá sér. Önnur spurningin hljóðar svo: — Var það siðferðilega rangt hjá Arthur að taka sjálfur í taumana í stað þess að lúta vilja guðs? — en þetta hef ég heyrt ýmsa menn segja sem ég met og virði. Einn þeirra er framúrskarandi gáfu- maður á borð við Arthur sjálfan, og orð hans urðu til þess að ég velti vöngum yfir þessum rökum í stað þess að vísa þeim á bug. En eftir gaumgæfilega íhugun vísa ég þeim samt á bug. Þau gilda ekki, ef maður trúir ekki á guð og Arth- ur trúði ekki á guð. Arthur svaraði þessari spurningu sjálfur. Einn helgasti réttur sérhverrar mann- veru er rétturinn til að lifa. Það á augljóslega einnig við um réttinn til að deyja. Arthur kallaði það réttinn til friðsællar frelsunar. Að nota þann rétt var síðasta ánægja hans í lífinu. Það og koníaksglasið. En dauðinn var ekki aðeins síð- asta ánægja hans. Hann var einn- ig síðasta baráttumál hans. Sjálfsvíg Arthur Koestlers var ekki aðeins persónuleg lausn hans á alvarlegum persónulegum vandamálum. Það var einnig at- höfn í þágu þess málstaðar sem hann barðist fyrir. Á 7. áratugn- um barðist hann fyrir þeirri sann- færingu sinni, að enginn maður hefði rétt til að drepa annan mann með köldu blóði. Áð þessu sinni barðist hann fyrir þeirri sannfær- ingu sinni, að sérhver maður hefði rétt til að drepa sjálfan sig með köldu blóði. Ég gat ekki fallizt á sjónarmið hinna trúuðu. Sjálfsvíg Arthurs var hetjuleg ot tilkomu- mikil athöfn og ekki sízt veiga- mikið atriði í mikilsverðu ágrein- ingsmáli. Þriðju spurningunni er sárast að svara, en hún snertir Cynthiu. Oftar en einu sinni hef ég heyrt fólk segja þjösnalega: — Ég get skilið, að hann skyldi hafa ráðið sér bana, en það var mjög mikil eigingirni að taka konuna með. Enginn veit og enginn mun nokkru sinni fá að vita, hvað Arthur og Cynthiu fór á milli. En allir, sem þekktu þau vel, hljóta að sjá, að ákvörðun hennar var bæði rökrétt og nánast óhjákvæmileg. Henni hefði aldrei fallið gervi hinnar ríku ekkju. Hún var ekki sú manngerð, er hefði helgað sig varðveizlu minningar eiginmanns síns og lagalegra réttinda. Hún var gáfuð og elskuleg kona, sem lifði fyrir mann. Hún hafði líka sterka persónugerð, því að einung- is sterkur persónuleiki hefði getað tekið þá ákvörðun sem hún tók og framfylgt henni með þeim virðu- leik og sjálfsaga sem hún sýndi. Vinir þeirra hjóna höfðu oft orð á því, að Arthur hefði orðið álger- lega upp á Cynthiu kominn á síð- ustu árum. En margir gáfu því ekki gaum, að Cynthia varð á sama hátt algerlega háð Arthur á sama tíma. Cynthia lifði ekki sínu eigin lífi. Hún lifði í gegnum Arthur. Arthur skrifaði orðsendingu rétt fyrir dauða sinn. Cynthia bætti nokkrum orðum við hana. Þessar orðsendingar voru ekki lesnar upphátt við rannsóknina, sem gerð var eftir dauða þeirra. Hins vegar hafði líkskoðarinn eft- ir orð Cynthiu: „Án Arthurs get ég ekki staðið andspænis lífinu." Ekki er unnt að hugsa sér greini- legri yfirlýsingu um að Arthur tók hana ekki með sér, heldur breytti hún samkvæmt eigin vilja. Átta mánuðum áður en Arthur stytti sér aldur, skrifaði hann orð- sendingu, sem átti að lesast að honum látnum. Þar segir: „Ástæð- urnar, sem ég hef fyrir þeirri ákvörðun minni að stytta mér ald- ur, eru ljósar og knýjandi. — Parkinsonsveikin og seigdrepandi afbrigði af hvítblæði. Ástandið er nú orðið mjög alvarlegt og ýmis- legt bætist við, er stuðlar að því, að ráðlegt er fyrir mig að leita mér frelsunar, áður en ég verð ófær um að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Ég vil að vinir mínir viti að ég hverf þeim í friðsælu hugar- ástandi með örlitla von um óper- sónulegt líf eftir dauðann — hand- an tíma, rúms og þeirra takmarka, er skilningi okkar er settur. Þessi „víðfeðmiskennd“ hefur oftlega veitt mér styrk á erfiðum stund- um, og svo er nú, þegar ég rita þetta. Það sem gerir mér erfitt fyrir að taka þetta lokaskref er að það hlýtur að hafa í för með sér sárs- auka fyrir eftirlifandi vini mína, en umfram allt fyrir Cynthiu, eig- inkonu mína. Henni á ég að þakka þann frið og þá hamingju er ég naut á síðasta skeiði ævi minnar, — og aldrei fyrr en þá.“ ÓDYRT íSLÁTRIÐ Hefur þú kynntþér verðióá O GROHE GROHE-gæðin þekkja allir, en færri átta sig á því að GROHE tækin eru líka ódýrust. Objekt-tækin frá GROHE eru ódýrustu blöndunartækin á markaðnum. Samt eru þetta alvörutæki frá GROHE! GROHE NO: 31767 Kr.: 1.007.75 GROHE NO: 26293 Kr.: 723.70 GROHE NO: 21245 Kr.: 934.90 GROHE NO: 25355 Kr.: 1.126.30 Að auki býður GROHE 12 verðflokka fyrir mismunandi blöndunartæki. Berðu saman verðið á Objekt-tækjunum og öðrum og hafðu GROHE-gæðin í huga! BYGGINGAVÖRUVERSLUN KOPAVOGS SF. SÍMI 41000 r\yj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.